Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ PÉTURSDÓTTIR, Alfheimum 50, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Margrét Ingimarsdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Ragnhildur Hannesdóttir og barnabörn. Sambýlismaður minn, faðir okkar og bróðir, ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON (Diddi) husgagnabólstrari, lést í Edenvalespítala í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, aðfaranótt fimmtudags- ins 12. október. Maki, börn og systkini hins látna. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR Þ. VALDIMARSSON, Birkihvammi 6, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 11. október. Útförin auglýst síðar. Elísabet Skaftadóttir, Björgvin S. Vilhjálmsson, Margrét Jónsdóttir, Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir, Sæmundur Ingvason og barnabörn. + Úför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU G. FRÍMANNSDÓTTUR, Blönduhlfð 31, Reykjavik, ferfram frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 17. október kl. 15.00. Baldur F. Sigfússon, Halldóra Halldórsdóttir, Sigmundur Sigfússon, Ingibjörg Benediktsdóttir, Rúnar Sigfússon, Björg Östrup Hauksdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, stjúpsonur og bróðir, séra ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON, lést 7. október sl. Útförin fer . fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. október kl. 13.30. Þeím, sem vildu minnast hans, er bent á sóknarkirkjur hans, Akureyrarkirkju og Miðgarðakirkju í Grímsey. Þóra Steinunn Gísladóttir, Björg Þórhallsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Anna Kristfn Þórhallsdóttir, Gfsli Sigurjón Jónsson, Björg Steindórsdóttir, Kristján Sævaldsson, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson og synir. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSVALD GUNNARSSON, Fannafold 46, sem lést 8. október verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. októ- ber kl. 13.30. Svanhildur T raustadóttir, Margrét Pétursdóttir, Trausti Þór Ósvaldsson, Sif Kristjánsdóttir, Margrét Árdfs Ósvaldsdóttir, Vésteinn Marinósson, Árni Þór Ósvaldsson, Ásta Ósvaidsson, Silja Dögg Ósvaldsdóttir, Valgeir Magnússon og barnabörn. JONA V. GUÐJONSDOTTIR + Jóna Vigdís Guðjónsdóttir var fædd í Reykja- vík 8. maí 1904. Hún lézt á hjúkrunar- deild Hrafnistu í Reykjavík 6. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Ingvar Jónsson verkamað- ur í Reykjavík, fæddur í Gerðiskoti í Sandvíkurhreppi, Arnessýslu, 17. marz 1874, dáinn 26. júlí 1963, og kona hans Valdís Bjarnadóttir, fædd í Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu 14. september 1874, dáin 23. ágúst 1946. Systk- ini Jónu voru Olafía, f. 20. jan- úar 1907, d. 16. júlí 1920, og Bjarni Óskar starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 25. febrúar 1908, d. 30. septem- ber 1989. Hinn 19. nóvember 1927 giftist Jóna Karli Guð- Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá hennar blíðum barmi er bamsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunn.) Því fækkar nú óðum á jörðu hér fólkinu, sem fæddist á árunum í kringum síðustu aldamót og hefur upplifað og þurft að laga sig að mestu þjóðfélagsbreytingum, sem orðið hafa í íslandssögunni. Móðir mín fæddist í Reykjavík, á Nýlendugötunni árið 1904, en árið 1906 festi Guðjón afi minn kaup á nýbyggðu húsi, Grettisgötu 48b, sem þá var í útjaðri bæjarins til austurs. Móðir mín var því tveggja ára gömul er hún flutti þangað og þar bjó hún samfellt til ársins 1992 eða í 86 ár og einsömul frá árinu 1975, er faðir minn lézt. Það er því engin furða, þó að til- fmningar hennar til þessa húss væru miklar og margar minningar því bundnar eftir langt og náið sambýli við foreldra sína í þröngum húsa- kynnum, þar sem þær mæðgur Val- dís amma og hún deildu eldhúsi í góðu samkomulagi í tæp 20 ár. Eftir hefðbundna skólagöngu í Miðbæjarbamaskólanum tók við hin virka þátttaka í lífsbaráttunni, fyrst við aðstoðarstörf og barnagæzlu á stórum heimilum og sumarstörf í sveitum. Minntist hún oft ánægju- legrar dvalar að Varmalæk í Borg- arfirði og ýmissa svaðilfara við að færa mat á engjar á votlendismýrum austur í Þykkvabæ. Lýjandi störf við að breiða og bera saltfisk til og frá á stakkstæðum, kalsöm vinna í Gamastöðinni og jafnvel vinna í lest- mundi Pálssyni bif- vélavirkja, f. 18. júní 1903, d. 26. september 1975. Heimili þeirra stóð alla tíð á Grettis- götu 48b í Reykja- vík. Börn þeirra Jónu og Karls eru: 1) Dóttir, fædd 30. ágúst 1928, dáin sama dag. 2) Ólafur Guðjón, f. 22. des- ember 1935, tann- læknir í Reykjavík. Kona hans er Guð- rún Anna Árnadótt- ir, f. 21. ágúst 1934, húsmóðir. Þeirra böm eru Jón Karl f. 12. september 1958, viðskiptafræð- ingur, Ingunn f. 10. júlí 1963, lögfræðingur, Valdís f. 19. nóv- ember 1968, snyrtisérfræðing- ur. Barnabarnabörn era fimm. Útför Jónu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 16. október og hefst athöfn- in klukkan kl. 13.30. um skipa við út- og uppskipun voru kvennastörf þéssa tíma og margar konur bám þess menjar ævilangt að hafa þrælað sér út við þessi störf. Foreldrar mínir gengu í hjónaband 19. nóvember 1927 og eftir það vann móðir mín ekki utan heimilis. Þau misstu nýfædda dóttur sína árið 1928 og við tóku erfið ár heilsu- farslega þar sem hún þurfti að dvelja nokkram sinnum á sjúkrahúsum vegna aðgerða, en árið 1935 fæddist svo einkasonurinn, sem átti eftir að njóta ómældrar ástúðar og umhyggju þeirra beggja á meðan líf þeirra ent- ist. Það má segja, að Karl faðir minn hafí helgað bifreiðinni líf sitt. Hann hóf akstur um leið og aldur leyfði og jafnvel fyrr og stundaði bæði vöra- og fólksflutninga. Hann hóf meðal annars fyrstu sérleyfisferðir í Mosfellssveit og reyndi ýmislegt fleira fyrir sér, en ekki urðu þær ferðir allar til fjár og stundum var þröngt í búi. Móðir mín var snillingur í að láta enda ná saman, hagsýn og nýtin og drýgði gjaman tekjur heimilisins með því að selja handavinnu sína í búðir auk þess sem hún gaf við ýmis tæki- færi. Hún hafði haga hönd og kunni meðal annars listina að orkera, sem er sérstök blúnduhnýting, sem mér fannst alltaf hið mesta furðuverk. Þegar árin liðu urðu atvinnumálin tryggari og faðir minn vann í mörg ár við bifreiðaviðgerðir hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík og ók síðan á Bæjarleiðum meðan heilsa leyfði. Þótt þau hjónin væra að mörgu leyti ólík, áttu þau ýmis sameiginleg áhugamál. Þau ferðuðust mikið um landið og var þá gjarnan tjaldað við fallegt vatn og rennt fyrir silung. Ég minnist margra ánægjulegra ferða frá bams- og unglingsárunum + Irmilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts SVERRIS GUÐJÓNS GUÐJÓNSSONAR. Magdalena Ásgeirsdóttir, Una Þórðardóttir, systkini og tengdaforeldrar. + Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU V. GUÐJÓNSDÓTTUR, áður á Grettisgötu 48B, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu 6. október sl., fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 16. október kl. 13.30. Óiafur G. K'arlsson, Guðrún Anna Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. þar sem oft vora með í för Bjami móðurbróðir minn og fjölskylda hans. Móðir mín var félagslynd kona og hafði gaman af að fara á manna- mót. Hún var virkur félagi í Kvenfé- lagi Fríkirkjusafnaðarins og sótti gjaman fundi hjá Kvennadeild Slysa- varnafélags íslands. Ekki sóttist hún eftir vegtyllum í þessum félögum en hafði ánægju af að blanda geði við stöllur sínar þar. Fríkirkjan í Reykjavík skipaði sér- stakan sess í hennar huga. Þar hafði hún þegið alla prestsþjónustu frá blautu bamsbeini, það var kirkjan hennar og þar sótti hún messur eins oft og hún gat á meðan kraftar leyfðu. Þegar hinn ástsæli prestur séra Þorsteinn Björnsson kom til starfa við Fríkirkjuna tengdist hún vináttuböndum við hann og hina stóru fjölskyldu hans og efldust þá enn tengsl hennar við kirkjuna. Þrátt fyrir það, að hún nyti ekki langrar skólagöngu sjálf, var henni mikið metnaðarmál, að hennar nán- ustu leituðu sér sem mestrar mennt- unar og hvatti hún drenginn sinn oft óspart til dáða. Hún var líka stolt og ánægð, þegar öll bamabömin voru komin með hvíta kolla og hugs- uðu til Iengri ferðar á menntavegin- um. Henni var mikið í mun að vera sjálfbjarga og sýndi það og sannaði rækilega, að það var hún. Það var ekki lítið afrek að búa alein í húsinu sínu í rúm 17 ár en þar vildi hún vera eins lengi og mögulegt var í sínu gamalgróna og þekkta um- hverfi og þar naut hún einnig góðra nágranna. Hún hafði yndi af því að taka á móti gestum og veitti þeim vel og allt blessaðist þetta furðanlega með dugnaði hennar og harðfylgi. En svo fór að halla undan fæti og í febrúar 1993 fékk hún vistun á hjúkranardeild Hrafnistu í Reykjavík þar sem við tóku erfíðir tímar vegna hnignandi heilsu. Hún missti hæfi- leikann til að tjá sig en hafði ferlivist í hjólastól þar til tveim vikum fyrir andlát sitt. Við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti til góðrar og umhyggju- samrar móður og vil færa þeim þakk- ir, sem veittu henni umönnun og vin- um og frændfólki, sem sýndu henni vináttu og tryggð til dauðadags. Ólafur G. Karlsson. Okkur systkinin langar í fáum orðum að minnast ömmu okkar, Jónu V. Guðjónsdóttur, sem lést 6. októ- ber síðastliðinn. Þegar nákomnir falla frá koma upp í hugann margar minningar og við erum svo heppin að eiga yndislegar minningar um hana ömmu. Amma Jóna og afi Kalli bjuggu alla sína hjúskapartíð í litlu bakhúsi á Grettisgötu 48b. Amma bjó í þessu húsi frá tveggja ára aldri og allt þar til heilsu hennar hafði hrakað svo mjög að hún gat ekki lengur búið ein. Afi Kalli féll frá 26. september 1975 og bjó því amma ein í húsinu sínu í rúm 17 ár. Amma hafði mikla ánægju af því að fá gesti og var gestrisin með ein- dæmum. Hún töfraði fram heilu hlað- borðin með kökum og smurbrauði og því meira sem maður borðaði, því ánægðari var amma. Hún átti líka alltaf einhveija mola í töskunni sinni þegar hún kom í heimsókn og var það vel metið hjá okkur systkinunum. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa í litla húsið á Grettó. Amma hafði alltaf tíma til að spjalla og leika við okkur, lesa eða spila á spil. Amma og afi voru líka einstak- lega gjafmild. Það voru stórir pakk- ar, sem við fengum frá þeim á jólum og afmælum. Okkur er líka minnis- stætt hvað jólasveinninn var sérlega gjafmildur við Grettisgötuna, þegar við gistum hjá ömmu og afa í desem- ber. Amma var afskaplega dugleg kona og féll sjaldan verk úr hendi. Hún pijónaði vettlinga og hosur og orkeraði dúka, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess fléttaði hún gólfmottur, sem nú prýða mörg heimili. Amma var mjög trúuð kona og kenndi okkur systkinunum margar bænir og sálma. Henni þótti sérstak- lega vænt um eftirfarandi sálm, sem hún fór oft með fyrir okkur, þegar við gistum hjá henni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.