Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 56
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Uppsögn samninga hjá Baldri Eingöngu vilja- yfirlýsing, segir formaður VSI SAMÞYKKT var samhljóða á fé- lagsfundi _ í Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði í gær að segja upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum. Um 80-90 manns sátu fundinn. Samninganefnd félagsins var falið að annast kröfugerð og samningaumleitanir við viðsemj- endur í samráði við önnur verka- -lýðsfélög. Olafur B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segir að þarna sé fyrst og fremst um að ræða viljayfirlýsingu félags- ins og hafi hún ekkert með upp- sögn samningsins sem slíks að gera. „Forsendurnar eru skil- greindar í samningunum frá í febrúar og það er á borði launa- nefndar að meta hvort að þær standist," segir Ólafur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Útséð um að Stálbræðslan í Hafnarfirði verði seld innlendum aðilum Enskur aðili reynir sölu í Asíulöndum Morgunblaðið/Ásdís JAFNT og þétt gengur á gamla brotajárnshauginn á verksmiðju- lóð stálbræðslunnar í Hafnarfirði. Nú eru eftir 14.500 tonn af járni en voru 33 þúsund tonn fyrir tvemur árum. BUNAÐARBANKINN og Iðnþró- unarsjóður, eigendur stálverk- smiðju Islenska stálfélagsins í Kapelluhrauni, sem hefur staðið ónotuð frá gjaldþroti félagsins haustið 1991, hafa gert samkomu- lag við enskt fyrirtæki um að það taki að sér að selja stálbræðsluna til erlendra kaupenda til niðurrifs Að sögn Sveins Magnússonar, starfsmanns brotajárnsvinnslunn- ar Furu hf., er nú talið að tilraun- ir til að selja verksmiðjuna til áframhaldandi starfsemi hér á landi séu fullreyndar. Hefur enska fyrirtækið einka- sölurétt til eins árs og hefur eink- um augastað á hugsanlegum kaupendum í Kína, Kóreu og á Indlandi. Rúm 40 þús. tonn brotajárns flutt úr landi frá 1993 Fura hefur frá árinu 1993 unn- ið hráefni úr brotajárnshaugnum á verksmiðjulóðinni í málmtætara og jafnframt tekið á móti hráefni til vinnslu. Hefur stálið aðallega verið flutt á markaði á Spáni þar sem fengist hefur gott verð, að sögn Sveins. Eru nú aðeins eftir um 14.500 tonn í brotajárns- haugnum á verksmiðjulóðinni en þar höfðu safnast upp 33 þúsund tonn af brotajárni þegar Fura keypti aðstöðuna. Búið er að skipa út rúmlega 40 þúsund tonnum af brotajárni og tæplega 4.000 tonn- um af góðmálmum á undanförnum rúmum tveimur árum. Fura gerir samning við Sorpu Þá hefur Fura gert samning við Sorpu um að Sorpa opni gáma- stöðvar sínar fyrir fyrirtækjum sem geta framvegis losað sig þar við brotajárn án gjaldskyldu og er járnið síðan flutt til vinnslu á athafnasvæði Furu. Tók samkomulag þetta gildi 1. október en það þýðir að Fura er nú komin með átta útibú til mót- töku á brotajárni á gámastöðvum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Sveins. Myndavélar á gatnamót STARFSMENN Reykjavíkur- borgar eru þessa dagana að ljúka við að setja upp við fimm gatnamót í borginni búnað fyrir myndavélar sem ætlunin er að taki myndir af bílum sem aka yfir á móti rauðu ljósi. Lögregla mun annast rekstur myndavélanna en óvíst er hvenær þær verða teknar í notkun. Að sögn Sigurðar I. Skarp- héðinssonar gatnamálastjóra hefur fjárfesting í þessum myndavélum kostað Reykja- víkurborg 8-9 milljónir króna. Við gatnamótin fimm verða settir 12 kassar. Mynda- vélum verður komið fyrir í nokkrum þeirra en útilokað er að sjá hvar myndavélarnar verða hverju sinni. Myndavélarnar munu taka myndir af skráningarnúmeri þeirra bíla sem aka yfir gatna- mótin eftir að rautt ljós kvikn- ar. Ætlunin er að myndirnar verði notaðar sem sönnunar- gögn og að brotlegir verði sektaðir á grundvelli mynd- anna. Að sögn Ómars Smára Ar- mannssonar er enn unnið að gerð reglna fyrir lögregluna um notkun þessara sönnunar- gagna og notkun myndavél- anna. Myndavélarnar gætu verið við eftirtalin gatnamót: Mikla- braut/Kringlumýrarbraut, Miklabraut/ Grensás vegur, Kringlumýrarbraut/Suður- landsbraut, Bústaðaveg- ur/RéttarhoItsvegur og Reykjanesbraut/Smiðjuveg- ur. Barist um bitann ÞAÐ er hart barist um hvern bita þegar slegið er upp veislu fyrir múkkann sem fylgir fiski- skipum jafnan langt á haf út. Um leið og slógi og afskurði er fleygt frá borði birtast flokkar af þessum sísvanga fugli utan úr buskanum. Múkkinn er vinur sjómanna og styttir þeim oft stundir í tilbreytingarleysi hversdagsins en þegar að fæðu- öfluninni kemur hverfur mein- leysislegt yfirbragðið. Myndin er tekin þegar aðgerð stóð yfir í skuttogaranum Ottó N. Þor- lákssyni, skipi Granda hf. Islenskur læknir til Tuzla HALLDÓR Baldursson bæklunar- læknir er á förum til Tuzla í Bosn- íu 25. október næstkomandi, en þar mun hann starfa í sex mánuði á sjúkrahúsi norsku friðargæslu- herdeildarinnar í Tuzla. Halldór gekk í norska herinn fyrir tæpum tveimur mánuðum vegna þátttöku í þessu verkefni og ber hann titilinn major. Hann hefur verið við þjálfun í Noregi frá því í byijun september. Samkomulag um þátttöku Is- lendinganna í starfsemi norsku friðargæsluherdeildarinnar í Tuzla var undirritað í byijun ársins 1994. Tveir íslenskir læknar, Júlíus Gestsson og Máni Fjalarsson, og Stefán Alfreðsson, hjúkrunarfræð- ingur, fóru síðan til starfa í Tuzla í sex mánuði síðar það ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.