Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Steingrímur VERKEFNIÐ VARÐ AÐ VERULEIKA FYRIR RÚMU ári opnaði Kristinn Már Gunnarsson í borginni Trier fyrstu verslunina í Þýskalandi er selur fatnað frá danska fyrirtækinu Vero Moda. Hefur verslunin gengið mjög vel og segist Kristinn stefná að því að opna fleiri verslanir í Þýskalandi þegar fram líða stundir. Kristinn Már segir hugmyndina að verslunarrekstri hafa kviknað með námi en eftir að hafa lokið þýskunámi í Göttingen hóf hann nám í rekstrarhagfræði við háskól- ann í Trier. Samhliða námi starfaði hann m.a. að ýmsum verkefnum hjá Islensku auglýsingastofunni og tók sér árs leyfi frá námi til að gegna stöðu markaðsstjóra hjá Gallup. „Ég fékk mjög margar hug- myndir á þessum tíma og þá ekki síst í gegnum allar þær upplýsingar um markaðinn sem ég fékk hjá Gallup í Evrópu. í Þýskalandi starf- aði ég einnig að hinum og þessum smáverkefnum á viðskiptasviðinu og komst í gegnum þau í samband við margt fólk.“ Meðal annars komst hann í kynni við borgarstjóra Trier, Norbert Neuhaus, er hann var valinn í hóp háskólanema er fór til Króatíu að gera úttekt á ferða- mannamálum þar. I gegnum Neu- haus komst hann í tengsl við vikur- kaupendur og hefur reglulega farið með slíka hópa til íslands í við- skiptaerindum. \ Kannaði evrópska smásölu „Hugmyndin að fataverslun kom upp í tengslum við lokaverkefni er ég vann í fyrrihlutanámi rekstrar- hagfræðinnar. Verkefnið fjallaði um smásölu í Evrópu og tók ég þar fyrir strauma og stefnur síðustu ára í tískufatnaði. Lokakafli verkefnis- ins fjallaði svo um Trier og upp- byggingu markaðarins þar.“ Kristinn Már segir að við vinnslu verkefnisins hafi hann séð að ýmsir möguleikar væru ónýttir í borginni og stór göt í framboði fyrir ákveðna markhópa. Hann hafi því ákveðið að kanna þetta mál nánar. „Þeim hópum sem best var sinnt var þeim er vildu mjög dýrar og vandaðar vörur og þeim er vildu mjög ódýrar tilboðsvörur. Fólk á aldrinum VIDSKIFn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Kristinn Már Gunnarsson opnaði í fyrra fyrstu Vero Moda-verslunina í Þýskalandi í borginni Trier. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Kristin Má sem segir verslunarreksturinn hafa byrjað sem verkefni í rekstrarhagfræði. 15-35 ára sem vildi klæða sig vel fékk hins vegar ekki það sem það vildi. Á þessu eru líklega margar skýringar. I raun var ekki eftir- spurn eftir þessum vörum en þróun- in í öðrum ríkjum sýndi þó að slík eftirspurn ætti að vera til staðar. Auðvitað var ég ekki sá eini sem hafði tekið eftir þessi og ýmis fýrir- tæki, má þar kannski helst nefna Hennes & Mauritz, voru farin að nýta sér þetta gat á markaðnum. H&M opnaði ellefu stórar verslanir í Þýskalandi á þess.um tíma og allar slógu þær í gegn. Þá má nefna að þýski markaðurinn er um margt ólíkur markaðinum í nágrannaríkj- unum. Hann er ekki eins nýjunga- gjarn og fyrirtæki eru lengi að festa sig í sessi. Menn eru því að taka mikla áhættu með því að kanna hvort hljómgrunnur sé fyrir nýjung- ar. Fáir höfðu lagt út í þá áhættu á þeim árum sem ég var að kanna þetta enda bættist við efnahags- samdráttur í þijú ár á undan.“ Það var þó ekki fyrr en á loka- stigi undirbúningsins sem að Vero Moda kom inn í dæmið hjá Kristni Má. Hann segist hafa verið í við- ræðum við nokkur fyrirtæki er framleiddu tískufatnað en niður- staðan að lokum verið sú að honum leist best á Vero Moda. „Þeir voru að gera bestu hlutina á þessum tíma og þekktu greinilega sitt fag út og inn. Vero Moda var líka komið með verslanir í öllum nágrannaríkjunum en ekki í Þýskalandi." Ekki hægt án meðeigenda Fram að þessu segir hann að verslunarrekstur af þessu tagi hafi einungis verið draumur á blaði og í tölvunni hjá sér en hann hafi ákveðið að láta reyna á hugmyndina í raunveruleikanum. „Ég varð að finna fjárfesta og tókst að finna nokkra menn heima á Islandi sem tóku mjög vel í þessa hugmynd og voru reiðubúnir að koma inn í dæm- ið sem meðeigendur. Þá studdi fjöl- skylda mín dyggilega við bakið á mér. Án þessa fólks hefði þetta ekki gengið svona hratt fyrir sig en það var kominn skriður á málið strax upp úr áramótunum 1994. Ég skilaði prófessornum mínum verkefninu í janúar og búðin opnaði 1. júní. Þetta gerðist mjög hratt eftir að hugmyndin hafði verið mótuð. Ég undirritaði samning við Vero Moda og fann heppilegt hús- næði í miðborg Trier. Úpphaflega stóð til að opna búðina í maí en leigjendurnir sem voru fyrir voru lengi að koma sér út og ég fékk húsnæðið ekki afhent fyrr en 18. maí. Þá kom vinnuhópur frá Dan- mörku og reif allt út úr húsnæðinu og má segja að húsnæðið hafi ein- ungis verið fokhelt að því loknu. Danirnii; lögðu nótt við nýtan dag hvað vinnu varðar en einungis átta dagar voru til stefnu. Þegar þrír dagar voru til opnunarinnar, sem búið var að auglýsa rækilega, stóð ég í búðinni og var gráti næst þeg- ar ég sá hvað mikið var enn óklár- að. Ég var sannfærður um að þetta myndi aldrei hafast í tæka tíð. Danski verkstjórinn settist þá niður með mér, rétti mér einn Tuborg og sagði mér að slappa af. Það tryði því aldrei neinn að þeir lykju verk- um sínum á réttum tíma. Það stóð hins vegar heima að þeir kláruðu verkið klukkan fimm aðfaranótt opnunardagsins en búðin var opnuð klukkan níu um morguninn." Kristinn Már segir þetta hafa vakið mikla athygli verslunareig- enda í nágrenninu og enginn hafi trúað því að þetta væri hægt. Versl- unin er í mjög góðu húsnæði við göngugötu í miðborg Trier en þar var lengi vel rekinn leiktækjasalur er var þyrnir í augum jafnt borg- arbúa sem verslunareigenda í ná- grenninu. Danskur arkitekt hannaði innréttingar verslunarinnar og var stefnan sú að láta hinn gamla, upp- runalega stíl hússins ráða miklu. Öllum síðari tíma breytingum á húsnæðinu var því hent út. Hafa borgaryfirvöld jafnt sem sú borgar- stofnun sem fer með málefni vernd- aðra húsa lýst yfir ánægju sinni með breytingarnar. Tveimur vikum fyrir opnunina hóf Kristinn Már auglýsingaherferð í útvarpi og blöðum og fyrstu þijá dagana eftir opnun gengu stúlkur í blómakjólum um miðborgina og gáfu yegfarendum blóm og bækl- inga. I versluninni var svo boðið upp á íslenskt sælgæti frá Nóa-Síríusi. Vakti þetta mikla athygli á búðinni. Borgarstjórinn flutti ræðu „Opnunin heppnaðist hreinlega frábærlega og við fengum send blóm og skreytingar frá ótrúlegustu aðilum. Við vorum raunar mest hissa á því. Það koma þarna útlend- ingar og opna verslun og þeim er vel tekið undir eins. Borgarstjóri Trier hélt ræðu við opnunina og óskaði mér til hamingju með að vera nú orðinn skattgreiðandi í borginni en ekki námsmaður." A heildina litið segir Kristinn Már að sér hafi verið mjög vel tek- ið. Hann finni ekki fyrir neinum fordómum eða mismunun fyrir þá sök að hann sé útlendingur. Slíkt sé ekki til. „Ég hef strax frá upp- hafí reynt að hafa samskipti við aðra verslunareigendur í borginni og það hefur borgað sig. Maður verður að vita hvað er að gerast í kringum mann ef maður ætlar að standa í þessu. Ég er því meðal annars í félagi verslunareigenda sem fundar mánaðarlega og hef reynt að gera mig sýnilegan þar. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef mikið að læra af þessu reynslu- mikla fólki því ég kom auðvitað inn í þennan rekstur sem_. algjör ný- græðingur.“ Lísa Kristjánsdóttir hefur starfað við hlið Kristins í versluninni frá upphafí og hefur hún séð um að ákveða vörulínuna auk þess að starfa sem verslunarstjóri. „Þetta hefði aldrei getað tekist svona vel án hennar. Hún er mjög næm á fatnað og að auki fæddur verslunar- stjóri. Lísa á líka auðveldara með að setja sig inn í tískuna í gegnum þýskar vinkonur sínar. Hún tekur því allar ákvarðanir í þeim efnum og hefur það reynst vel.“ Úreltar auglýsingareglur Aðspurður um hvernig það sé að reka verslun í Þýskalandi segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.