Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ur það tjón mest þar, sem mest er í misst. Þeir falla hver um annan, öndvegismenn kirkju vorrar og klerkastjettar. Með skyndilegu frá- falli síra Þórhalls Höskuldssonar sóknarprests á Akureyri erum vjer enn minnt á fallveiti jarðlegrar veru, en þó meira á Guðs gjafír. Hann var drengur góður. Hann var öndvegisprestur. Fáa klerka hefi eg vitað betur gegna þjónustuheiti sínu, en hann. Allt gjörði hann með kostgæfni, hvort sem það var að rannsaka ritningarnar, uppfræða, leiðbeina, hvetja og styrkja, vaka yfir sálarheill þeirra, sem honum var til trúað, styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum. Líklega var þacj vegna þess, hversu heill hann var í prestsskapnum, að hann gjörðist svo þarfur kirkjunni og klerkastjett- inni, sem raun bar vitni og var honum þó ærinn starfi í sínum sókn- um. Þegar eg kynntist honum, hafði hann þegar verið fyrir framan í miklum nauðsynjamálum kirkjunn- ar um hríð. Um það skeið munu aðrir íjalla. Hann sat þá í stjórn Prestafjelags íslands og tók sæti af þess hálfu í Kirkjueignanefnd þar, sem hann tók þátt í því mikla verki að leggja drög að því, að leysa deilur ríkis og kirkju um meðferð kirkjueigna. Hann var af kirkjunnar hálfu formaður viðræðunefndar rík- is og kirkju, sem tók við því verki á grundvelli skýrslu Kirkjueigna- nefndarinnar að skipa þeim málum til framtíðarhorfs. Hann var manna fróðastur og bezt að sjer um þau mál öll. Þar er nú að missi hans hinn mesti skaði. Síra Þórhallur átti sæti í Starfskjaranefnd presta. í þeirri nefnd var í mörgu efni lagð- ur grunnurinn að þeim fyrir löngu tímabæru úrbótum á starfskjörum presta, sem orðið hafa að undan- fömu. Fyrir hönd stjettarinnar þakka eg þá þjónustu alla. Loks var hann á Kirkjuþingi fremstur í flokki atkvæðamestu og atkvæðabeztu þingmanna og hafði að síra Jóni Einarssyni föllnum tekið sæti í Kirkjuráði. Jafnan var mikils af honum vænzt og þeim mun meira, sem hann dugði betur. Eigi mun í þessum kveðju- og þakkarorðum rakinn prýðilegur fet- ill síra Þórhalls Höskuldssonar um- fram það, sem hjer hefur verið drep- ið á þar, sem leiðir okkar lágu sam- an. Eg þakka alla hans þjónustu í þágu klerkastjettarinnar og allan drengskap við hana. Eg þakka vin- áttu hans, ráðuneyti og hjálp, ör- læti á tíma og krafta og þolinmæð- ina. Sjálfur sje hann Guði falinn. Frú Þóru Steinunni og bömun- um, ástvinum hans öllum og þeim öðmm, sem trega hann, votta eg innilegustu samúð og bið Guð að hjálpa yður öllum. Þeir missa mest, sem mikið er gefið. Þeir eiga líka þakkarefnin. Hugum að því, einnig í sorginni. Geir Waage, Reykholti. PHOENIX námskeiðið leiðin til árangurs Meðal efnis sem námskeiðið f jallar um: *Að losa um hemlana. ’Að stilla hugann inn á velgengni. ’Hraðnámstækni. ’Fimm lykilatriði til að setja sér markmið. 'Tólf þrep til að ná markmiðum sínum. *Að skipuleggja tíma sinn. ’Tækni við skapandi lausn vandamála. ’Að eyða streitu eða spennu. ’Að byggja upp úrvals sambönd. ’Að ala upp „ofurmenni", Skráning og upplýsingar gefur Fanný Jónmundsdottir, simi 552 7755. MINNINGAR Séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri, andaðist í Reykjavík aðfaranótt laugardags- ins 7. október'. Hann var þar að sækja fund í einni af þeim mörgu nefndum sem hann valdist til starfa í vegna yfirburða þekkingar sinnar á kirkjulegum málefnum og vinnu- þreks sem aldrei virtist þijóta. Við séra Þórhallur vorum vinir og samhetjar á kirkjulegum vett- vangi, naut ég þar, svo sem marg- ir aðrir, afburða gáfna hans, áhuga og umhyggju í öllum þeim málum sem hann beitti sér fyrir. Hann var ötull baráttumaður bæði ,í málum þjóðkirkjunnar og prestastéttarinn- ar og varði hagsmuni okkar af meiri festu og rökfimi en öðrum var gefið. Drýgst munu störf hans í starfsháttanefnd þjóðkirkjunnar og kirkjueignanefnd hafa verið og áhrif þeirra munu vara um ókomna tíma, kirkjunni til heilla og blessun- ar. Ég þekkti nokkuð til sálgæslu séra Þórhalls, í þeim málum var hann næmur og nærgætinn hugg- andi, og munu margir sem lítils voru megnugir telja sig eiga honum þakkarskuld að gjalda. En hann lét sér ekki nægja að hafa afskipti af málum einstakra sóknarbama sinna sem voru í þrengingum, held- ur sá hann og setti slíkar kringum- stæður í félagslegt samhengi og barðist fyrir heildarlausn þeirra. Eiginkonu séra Þórhalls, Þóru Steinunni Gísladóttur, börnum þeirra og öllum öðrum ástvinum hans, votta ég mína dýpstu samúð. SJÁ NÆSTU SÍÐU. SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 31 % % 2 _ Pegar ancíJdí b&r a'd höncium Útfararstofa Kirizjugartíanna Fossvogi Sími SSl 1266 108 Reykjavík. Sími 31099 til kl. 22,-einnig um helgar. Gjafavörur. Ný námskeið að kefjast -sniðin að mannlegum \>ö rfu m Við vitum að það er ekki hægt að móta alla líkama og allra þarfir í eitt form. I meira en tuttugu og fimm ár höfum víð hjá Líkamsrækt JSB unnið með þúsundum kvenna við að byggja upp hreysti og viðhalda góðri heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar væntingar. Við gerum okkar besta tjj að hjálpa þeim, en árangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum. Við gerum ekki kraftaverk - en þú getur það! Athugið að Líkamsrækt JSB er flutt í „JSB húsið“ í Lágmúla 9 í Reykjavík. LjKAMSRÆKT Kortakerfið Græn kort: Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. Aliir finna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. FRÁ TÖPPÍ TÍÍ TAAR Námskeið sem hefur gefið ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. - Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einka- viðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lifsvenjur. - Heilsufundir, þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfs- traustið. NYTT-NYTT Framhalds TT Nú bjóðum við upp á framhaldsflokka fyrir TT konur. 3 fastir tímar, 2 lausir tímar í hverri viku. Fundir - aðhald - vigt - mæling LÁGMÚLA 9 SÍMI 581 3730 / 581 3760 Innritun hafin alla daga í síma 581 3730 Barnapössun alla daga frá kl. 9-16. Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.