Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 56

Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 56
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Uppsögn samninga hjá Baldri Eingöngu vilja- yfirlýsing, segir formaður VSI SAMÞYKKT var samhljóða á fé- lagsfundi _ í Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði í gær að segja upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum. Um 80-90 manns sátu fundinn. Samninganefnd félagsins var falið að annast kröfugerð og samningaumleitanir við viðsemj- endur í samráði við önnur verka- -lýðsfélög. Olafur B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segir að þarna sé fyrst og fremst um að ræða viljayfirlýsingu félags- ins og hafi hún ekkert með upp- sögn samningsins sem slíks að gera. „Forsendurnar eru skil- greindar í samningunum frá í febrúar og það er á borði launa- nefndar að meta hvort að þær standist," segir Ólafur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Útséð um að Stálbræðslan í Hafnarfirði verði seld innlendum aðilum Enskur aðili reynir sölu í Asíulöndum Morgunblaðið/Ásdís JAFNT og þétt gengur á gamla brotajárnshauginn á verksmiðju- lóð stálbræðslunnar í Hafnarfirði. Nú eru eftir 14.500 tonn af járni en voru 33 þúsund tonn fyrir tvemur árum. BUNAÐARBANKINN og Iðnþró- unarsjóður, eigendur stálverk- smiðju Islenska stálfélagsins í Kapelluhrauni, sem hefur staðið ónotuð frá gjaldþroti félagsins haustið 1991, hafa gert samkomu- lag við enskt fyrirtæki um að það taki að sér að selja stálbræðsluna til erlendra kaupenda til niðurrifs Að sögn Sveins Magnússonar, starfsmanns brotajárnsvinnslunn- ar Furu hf., er nú talið að tilraun- ir til að selja verksmiðjuna til áframhaldandi starfsemi hér á landi séu fullreyndar. Hefur enska fyrirtækið einka- sölurétt til eins árs og hefur eink- um augastað á hugsanlegum kaupendum í Kína, Kóreu og á Indlandi. Rúm 40 þús. tonn brotajárns flutt úr landi frá 1993 Fura hefur frá árinu 1993 unn- ið hráefni úr brotajárnshaugnum á verksmiðjulóðinni í málmtætara og jafnframt tekið á móti hráefni til vinnslu. Hefur stálið aðallega verið flutt á markaði á Spáni þar sem fengist hefur gott verð, að sögn Sveins. Eru nú aðeins eftir um 14.500 tonn í brotajárns- haugnum á verksmiðjulóðinni en þar höfðu safnast upp 33 þúsund tonn af brotajárni þegar Fura keypti aðstöðuna. Búið er að skipa út rúmlega 40 þúsund tonnum af brotajárni og tæplega 4.000 tonn- um af góðmálmum á undanförnum rúmum tveimur árum. Fura gerir samning við Sorpu Þá hefur Fura gert samning við Sorpu um að Sorpa opni gáma- stöðvar sínar fyrir fyrirtækjum sem geta framvegis losað sig þar við brotajárn án gjaldskyldu og er járnið síðan flutt til vinnslu á athafnasvæði Furu. Tók samkomulag þetta gildi 1. október en það þýðir að Fura er nú komin með átta útibú til mót- töku á brotajárni á gámastöðvum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Sveins. Myndavélar á gatnamót STARFSMENN Reykjavíkur- borgar eru þessa dagana að ljúka við að setja upp við fimm gatnamót í borginni búnað fyrir myndavélar sem ætlunin er að taki myndir af bílum sem aka yfir á móti rauðu ljósi. Lögregla mun annast rekstur myndavélanna en óvíst er hvenær þær verða teknar í notkun. Að sögn Sigurðar I. Skarp- héðinssonar gatnamálastjóra hefur fjárfesting í þessum myndavélum kostað Reykja- víkurborg 8-9 milljónir króna. Við gatnamótin fimm verða settir 12 kassar. Mynda- vélum verður komið fyrir í nokkrum þeirra en útilokað er að sjá hvar myndavélarnar verða hverju sinni. Myndavélarnar munu taka myndir af skráningarnúmeri þeirra bíla sem aka yfir gatna- mótin eftir að rautt ljós kvikn- ar. Ætlunin er að myndirnar verði notaðar sem sönnunar- gögn og að brotlegir verði sektaðir á grundvelli mynd- anna. Að sögn Ómars Smára Ar- mannssonar er enn unnið að gerð reglna fyrir lögregluna um notkun þessara sönnunar- gagna og notkun myndavél- anna. Myndavélarnar gætu verið við eftirtalin gatnamót: Mikla- braut/Kringlumýrarbraut, Miklabraut/ Grensás vegur, Kringlumýrarbraut/Suður- landsbraut, Bústaðaveg- ur/RéttarhoItsvegur og Reykjanesbraut/Smiðjuveg- ur. Barist um bitann ÞAÐ er hart barist um hvern bita þegar slegið er upp veislu fyrir múkkann sem fylgir fiski- skipum jafnan langt á haf út. Um leið og slógi og afskurði er fleygt frá borði birtast flokkar af þessum sísvanga fugli utan úr buskanum. Múkkinn er vinur sjómanna og styttir þeim oft stundir í tilbreytingarleysi hversdagsins en þegar að fæðu- öfluninni kemur hverfur mein- leysislegt yfirbragðið. Myndin er tekin þegar aðgerð stóð yfir í skuttogaranum Ottó N. Þor- lákssyni, skipi Granda hf. Islenskur læknir til Tuzla HALLDÓR Baldursson bæklunar- læknir er á förum til Tuzla í Bosn- íu 25. október næstkomandi, en þar mun hann starfa í sex mánuði á sjúkrahúsi norsku friðargæslu- herdeildarinnar í Tuzla. Halldór gekk í norska herinn fyrir tæpum tveimur mánuðum vegna þátttöku í þessu verkefni og ber hann titilinn major. Hann hefur verið við þjálfun í Noregi frá því í byijun september. Samkomulag um þátttöku Is- lendinganna í starfsemi norsku friðargæsluherdeildarinnar í Tuzla var undirritað í byijun ársins 1994. Tveir íslenskir læknar, Júlíus Gestsson og Máni Fjalarsson, og Stefán Alfreðsson, hjúkrunarfræð- ingur, fóru síðan til starfa í Tuzla í sex mánuði síðar það ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.