Morgunblaðið - 15.10.1995, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ljós við íslenska ráðamenn á sínum
tíma. Hann sé enn á sömu skoðun
í dag þrátt fyrir að stríðið hafi unn-
ist. Þetta hefði að vísu verið ákveð-
in mótmælaaðgerð, en ekkert svo
ýkja áhrifarík. Skárra hefði verið
að slíta stjórnmálasambandinu þá
strax eða mótmæla á annan hátt.
„Með því að kalla sendiherrann
heim misstum við jafnframt þann
taismann, sem var í bestri aðstöðu
til að koma málstað Islendinga á
framfæri. Þar af leiddi að hið góða
samband, sem ég hafði iagt svo ríka
áherslu á að byggja upp við fjöl-
miðla, féll niður. Eg hafði lagt mig
eftir því að vera í góðilm tengslum
við blaða- og fréttamenn sem áttu
að fylgjast með fiskveiðideilunni.
Þau samskipti voru á mjög svo vin-
samlegum nótum öllum stundum.
Eftir að Lúðvík Jósepsson, þáver-
andi sjávarútvegsráðherra, hafði
gefið út reglugerð um útfærslu iand-
helginnar í 50 mílur, sem taka átti
gildi 1. sept. 1972, hafði ég sam-
band við John Dickie, formann Fé-
lags stjórnmálafréttaritara, og ósk-
aði eftir fundi með þeim sem kæmu
til með að fjalla um málið. Ég hitti
þá í skjóli nætur, kom málstað ís-
lendinga á framfæri, og kynntist
þessum mönnum. Blaðamennirnir
skildu okkar afstöðu mjög vel sem
gerði það að verkum að umfjöllun
breskra íjölmiðla í garð íslendinga
var á jákvæðum nótum. Þeir skildu
að við vorum að beijast fyrir lífi
okkar á meðan fiskurinn í breskum
sjávarplássum skipti efnahagslíf
Breta ekki jafnmiklu máli.“
Níels minnist sérstaklega
skemmtilegra og vinsamlegra sam-
skipta við skopteiknara stórblað-
anna. Þeir hafi verið duglegir við
að hafa samband við hann til að
afla frétta og í staðinn fékk hann
gjarnan sendar myndir að gjöf.
Hann hefur haldið myndum þessum
til haga og á nú skemmtilegt safn
skopmyjjda frá tímum þorskastríða.
„Suma þessa menn þekkti ég
persónulega, en aðra talaði ég við
endrum og sinnum í síma. Þeir
fylgdust mjög vel með gangi mála.
Ég er hins vegar alveg hættur að
sjá myndir eftir þessa menn í bresku
blöðunum í dag. Þetta voru frægir
menn í bresku þjóðlífi og höfðu
teiknarastarfið að aðalatvinnu. Þeim
tókst einkar vel að sigla hárfínt
milli gamans og alvöru í teikningun-
um.“ Níels nefnir til dæmis þá Gar-
land á The Times, Cookson á Even-
ing News, MAC á Daily Mail og
síðast en ekki síst Giles, sem teikn-
aði lengst af fyrir Daily og Sunday
Express. Hann lést 27. ágúst sl.,
þá 78 ára að aldri.
Óformlegur fundur
Upphaf viðræðna Breta og ís-
lendinga um 200 mílna útfærsluna
má rekja til 23. júní 1975 þegar
Geir Hallgrímsson átti óformiegan
fund með Wiison, forsætisráðherra
Breta. Þeir hittust í Downingstræti
10 og mun fundurinn hafa staðið í
45 mínútur. Níels mætti til fundar-
ins með íslenska forsætisráðherran-
um, en af hálfu Bretlands voru auk
Wilsons mættir Callaghan utanríkis-
ráðherra og Bishop aðstoðarfiski-
málaráðherra. Geir skýrði frá því
að fiskveiðilögsagan við Island yrði
færð út í 200 mílur síðar á árinu.
Wilson sagði bresku ríkisstjómina
hafa ákveðið að styðja 200 mílna
efnahagslögsögu, en hins vegar
myndu Bretar ekki færa út einhliða
það ár, heldur bíða með útfærsluna
þar til hafréttarráðstefnan lyki
störfum árið eftir. Hann sagði gífur-
lega pressu vera frá breskum físki-
mönnum og útgerðarmönnum um
að Bretar tækju þá þegar upp 200
mílna efnahagslögsögu. Þrátt fyrir
það myndu þeir bíða með útfærsluna
og teldu æskilegra að aðrar þjóðir
gerðu slíkt hið sama.
Geir sagði íslendinga byggja
efnahagsafkomu sína algjörlega á
fiskveiðum og þeir gætu ekki beðið
eftir niðurstöðu hafréttarráðstefn-
unnar, því að afli botnlægra fiska
hefði minnkað ár frá ári. Fiskistofn-
arnir við ísland væru í yfirvofandi
hættu og þar með öll efnahagsaf-
koma íslensku þjóðarinnar. Þess
vegna myndum við færa út fisk-
veiðimörkin í 200 mílur síðar á ár-
inu, en gagnvart Bretum kæmi út-
færslan eðlilega ekki til fram-
Morgunblaðið/Kristmn
TVÖ HUNDRUÐ MÍLUR
FYRIR TUTTUGU ÁRUM
NÍELS P.
Sigurðsson
sendiherra
lætur senn
af störfum
eftir 43 ár í
utanríkis-
þjónustunni.
í dag eru 20 ár liðin frá
því að íslendingar f ærðu
landhelgina út í 200
sjómílur. Sendiherra ís-
lands í Lundúnum í
gegnum tvö þorskastríð
við Breta var Níels P.
Sigurðsson. Hann rifjaði
upp þessa umbrotatíma
í samtali við Jóhönnu
Ingvarsdóttur, og
sýndi henni skemmti-
legt safn skopteikni-
mynda frá þorskastríðs-
árunum sem birtust í
bresku blöðunum.
■
C i
\ , V.- . .. „• . *
W
your winnáng entry for yon Ðaíly Express AneUng Compctition. Jocko.'
„ÞARNA fóru vinningsmöguleikarnir i sjóstangaveiðikeppninni út um þúfur.“
EFTIR AÐ ríkisstjórn ís-
lands hafði hafnað hug-
myndum Breta um fisk-
veiðiheimiidir þeim til
handa, fóru bresku herskipin inn í
íslenska fiskveiðilandhelgi og dar-
raðardans hófst á miðunum á nýjan
leik. Ríkisstjómin hefur nú slitið
stjórnmálasambandi við Bretland,
vísað sendiherra þeirra úr landi og
kvatt íslenska sendiherrann í Lond-
on heim.“
Þetta var mál málanna á síðum
dagblaðanna 20. febrúar árið 1976,
en víst er að margir geta verið sam-
mála um að fiskveiðideila íslendinga
og Breta hafi verið eitt mesta hita-
mál sem við íslendingar höfum þurft
að glíma við á alþjóðavettvangi í
áranna rás. í dag eru 20 ár liðin
frá því að íslenska nkisstjórnin
færði fiskveiðilögsögu Islands út í
200 sjómílur. Það gerðist 15. októ-
ber árið 1975 og nokkrum mánuðum
síðar, 19. febrúar 1976, ákvað ís-
lenska ríkisstjórnin að slíta stjórn-
máiasambandi við Bretaveldi.
Þetta var í fyrsta skipti í sögu
íslenska lýðveldisins að sijórnmála-
sambandi var slitið við annað ríki.
Það mun heldur ekki hafa gerst frá
því að Atlantshafsbandalagið var
stofnað 1949, að til stjórnmálaslita
drægi milli tveggja aðildarríkja
þess. Aðgerð þessi vakti mikia at-
hygli víða um lönd.
Tvö þorskastríð
Sendiherra Islands í Lundúna-
borg á þessum tíma var Níels P.
Sigurðsson, sem nú er að láta af
störfum fyrir aldurs sakir eftir 43
ár í utanríkisþjónustunni. Hann hef-
ur verið sendiherra víða, en segir
án þess að hika að Englandsárin
standi upp úr. Þau hafi verið við-
burðaríkust og áhugaverðust, en um
ieið erfiðust. Víst er að það var í
nógu að snúast hjá sendiherranum
á þessum stríðstímum enda mörk-
uðu þorskastríðin stærsta skrefið,
sem Islendingar hafa stigið í físk-
veiðimálum þjóðarinnar.
Á meðan á Bretlandsdvöl stóð
gekk Níels í gegnum tvö þorska-
stríð, fyrst þegar Islendingar
ákváðu að færa landhelgina úr 12
í 50 mílur árið 1972 og svo aftur
árið 1975 þegar ákveðið var að stíga
skrefið enn lengra, eða í 200 sjómíl-
ur. Níels var í London frá því í ág-
úst 1971 og fram í febrúar 1976
þegar ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar ákvað að slíta stjómmálasam-
bandi við Breta vegna 200 mílna
útfærslunnar. Aftur á móti var gert
hlé á veru sendiherrans á enskri
grundu vorið 1973 og fram til
hausts,_ en um vorið ákvað ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar að kalla
sendiherrann heim í mótmælaskyni
við stefnu breskra stjórnvalda vegna
50 mílna útfærslunnar.
Ósammála heimkvaðningu
Níels segist hafa verið mjög
ósáttur við þá ákvörðun íslensku
ríkisstjórnarinnar að hafa verið
kvaddur heim árið 1973, og hann
segist hafa látið þá skoðun sína í