Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR^
Komnar til aó vera?
Samsýn-
ingamar
TVÆR stórfelldar breytingar hafa orðið á kvikmyndasýn-
ingum á íslandi undanfarin misseri: Forsýningar eru fastur
liður á stórum myndum sem smáum og stórmyndir (og í
sumum tilfellum minni og ómerkilegi'i myndir) eru nær
undantekningarlaust sýndar í tveimur kvikmyndahúsum í
Reykjavík og frumsýndar í flestum tilvikum samtímis á
Akureyri. Báðar breytingamar eru merki um stóraukna
samkeppni bíóanna um áhorfendur en sú síðarnefnda er
talsvert söguleg og kemur að utan. Dreifingaraðilarnir úti
í heimi, m.a. United International Pictures eða UIP, sem
hefur umboð fyrir mörg stóru kvikmyndaverin í Hollywood
í Evrópu, hafa lagt æ meiri áherslu á hinn blómlega ís-
lenska bíómarkað og einsett sér að fá sem mest útúr honum.
FRÁBÆR aðsókn fyrstu helgina; úr Vatnaveröld, sem sýnd er í tveimur bíóum.
Hvaða áhrif hefur það á
hinn almenna kvik-
myndahúsagest? Ekki koma
bíómyndirnar neitt fýrr í
bíóin. Sú bylting varð þegar
með til-
komu
Sambíó-
anna uppúr
1980 þegar
sýningar-
hald gjör-
breyttist
hér og bíó-
myndir
tóku að berast til landsins
mun fyrr en áður. Fyrir
Akureyringa er breytingin
augljóslega til mikils batn-
aðar. Þeir fá nú flestar
helstu myndirnar á sama
tíma og þær eru frumsýndar
í Reykjavík. í höfuðstaðnum
eru myndirnar hins vegar
aðgengilegri; ef þú_ átt
heima í Breiðholtinu, Árbæ
og Grafarvogi þarftu ekki
að fara í vesturbæinn á
Vatnaveröld, hún er líka í
Bíóhöllinni. Og þegar sæta-
framboðið næstum tvöfald-
ast með sýningu í tveimur
kvikmyndahúsum er ólíklegt
að þú komist ekki á hana
af því miðarnir eru uppseld-
ir.
Þegar Júragarðurinn var
frumsýnd í tveimur Sambíó-
anna og Háskólabíói á sín-
um tíma yfirtók hún mark-
aðinn svo gersamlega að
naumast var um aðrar
myndir að ræða í bíóunum.
Þar liggur hugmyndafræðin
á bak við samsýningarnar
og hún er sprottin úr banda-
rísku sýningarhefðinni.
Fyrsta helgin skiptir öllu
máli. Með því að byija í
tveimur bíóum með viðeig-
andi auglýsingamætti
gnæfir myndin yfir aðrar
þá helgina og hún er keyrð
á hámarksafköstum. Vatna-
veröld er gott dæmi um
þetta. Um 8.300 manns sáu
hana fyrstu sýningarhelg-
ina, sem var mesta þriggja
daga byijunin á árinu, og
heldur í framhaldi af því
áfram að ganga vel í tveim-
ur kvikmyndahúsum næstu
tvær vikurnar að minnsta
kosti. Þannig næst mest
inná hana á skemmstum
tíma. Það er mjög í hag
dreifingaraðilunum því oft
fá þeir stærstu prósentuna
af innkomunni fyrstu sýn-
ingardagana eða vikurnar,
sem síðan iækkar eftir því
sem lengra líður á sýningar-
tímann.
Varla þarf að taka fram
að sama bíómyndin er sýnd
í fleiri en einu kvikmynda-
húsi um allan heim; í Banda-
ríkjunum t.d. er henni dreift
í allt upp í 2.500 kvik-
myndahús. Sérstaða ís-
lenska markaðarins hefur
hamlað gegn samstarfi
kvikmyndahúsanna. Ára-
tugum saman höfðu kvik-
myndahúsin umboð fyrir
sitt ákveðna vörumerki og
sátu ein að sínum myndum.
Það kerfi hefur riðlast tals-.
vert til í seinni tíð. Krafan
um að frumsýna kvikmyndir
í a.m.k. tveimur kvikmynda-
húsum í Reykjavík kom á
endanum frá eriendu dreif-
ingaraðilunum og hún hefur
breytt sýningarhaldi um-
talsvert. Hún hefur t.a.m.
haft áhrif á sjálfstæði kvik-
myndahúsanna og fengið
þau til samstarfs.
Upphaf samsýninganna
má að líkindum rekja til
þess er Sambíóin hófu að
frumsýna myndir í tveimur
kvikmyndahúsum sínum í
Reykjavík uppúr 1988 en
Sambíóin búa við þá sér-
stöðu að geta sjálf frumsýnt
sömu myndina í jafnvel öll-
um þremur kvikmyndahús-
um sínum. Tveir á toppnum
(„Lethal Weapon") og Þrír
menn og karfa voru einna
fyrstu myndirnar sem sýnd-
ar voru á þann hátt og þær
gengu dæmalaust vel í
tveimur bíóum. Með það í
huga fóru stóru dreifínga-
raðilarnir seinna út í að
bóka myndir sínar í tveimur
kvikmyndahúsum í borg-
inni.
Ein afleiðing samsýning-
anna er að tíðni frumsýn-
inga minnkar. Þegar tvö
kvikmyndahús frumsýna
sömu myndina er ekki óeðli-
legt að ætla að vanti eina
frumsýningu og þegar allt
upp í fjórar myndir eru
sýndar samtímis í tveimur
bíóum eins og raunin er með
Frelsishetjuna, Vatnaver-
öld, Kasper og Umsátrið 2
þegar þetta er skrifað, er
ekki pláss fyrir fjórar aðrar,
sem hefði mátt sýna ef þess-
ar myndir væru aðeins í einu
kvikmyndahúsi. Fækkun
frumsýninga dregur úr úr-
vali og fjölbreytileika
mynda. Á móti koma þau
rök að frumsýningarnar
jafnist upp, því ef tvö bíó
sýna mynd i sal 1 í tvær
vikur jafngildir það því að
eitt bíó sýnir mynd í sal 1
í fjórar vikur. Einnig má
minna á að kvikmyndahúsin
hafa öll litla sali fyrir frum-
sýningar minni, listrænni
mynda og hefur Háskólabió
vakið sérstaka athygli fyrir
slíkar frumsýningar.
Fyrst voru aðeins al-
stærstu myndirnar settar á
samsýningar, myndir sem
sýnt þótti að færu yfir
30.000 manns í aðsókn, en
nú fá almennari myndir
sömu virðingarstöðu, mynd-
ir sem 10 til 12.000 manns
sjá. Þegar samsýningarnar
eru orðnar svo almennar og
myndirnar eru vondar, eins
og t.d. Kongó, kemur gúrk-
utíð og nýliðið sumar ein-
kenndist talsvert af slíkri
gúrku, sem að einhveiju
leyti má skrifa á samsýning-
arnar. Það eru ekki alltaf
bestu og merkilegustu
myndirnar sem fá tvöfalda
bókun.
Aðsóknin hefur aukist á
stórmyndirnar með hinu
nýja fyrirkomulagi en minni
myndirnar fá ekki notið sín
í þessu umhverfí og aðsókn-
in á þær hefur minnkað.
Fjöldi kvikmyndahúsagesta
í Reykjavík er yfírleitt í
kringum 1.300.000, hann
breytist sáralítið ár frá ári,
svo þetta er spurning um
hvaða myndir hreppi stærstu
bitana. Þannig verður
áherslan öll á stórmyndirnar.
Það er mjög í takt við þróun-
ina í kvikmyndaverunum í
Hollywood þar sem stærri
myndirnar verða sífellt
stærri og minni myndirnar
minni. Hvað þýðir þetta fyr-
ir okkur? Samsýningamar
eru komnar til að vera.
MBandaríska leikkonan
Jodie Foster hefur
leikstýrt nýrri bíómynd
sem heitir Heim í fríið
eða „Home for the
Holidays". Þetta er
gamandrama með
Holly Hunter, Robert
Downey og Anne
Banceoft í aðalhlut-
verkum. Foster, sem á
sitt eigið framleiðslu-
fyrirtæki, er einnig
framleiðandi. Myndin
gerist um bandarísku
Þakkagjörðarhátíðina
og það fóru 63 kalkúnar
í að filma veisluatriðið.
MNýr framtíðartryllir
breska leikstjórans
Terry Gilliams verður
frumsýndur innan
skamms. Hann heitir
Tólf apar og er með
Bruce Willis, Madel-
eine Stowe, Christop-
her Plummer og Brad
Pitt í aðalhlutverkum.
Fangi á 21. öldinni er
sendur aftur í tíma að
koma í veg fyrir að vír-
us þurrki út mannkynið
en bíómyndin er byggð
á stuttmynd sem heitir
„La Jetée“.
MFramhald hefur verið
gert á gamanmyndinni
„Grumpy Old Men“
eða Grautfúl gamal-
menni og heitir hún
„Grumpier Old Men“.
Jack Lemmon og
Walter Matthau fara
með aðalhlutverkin sem
fyrr.
MEinhver skemmtileg-
asta mafíumynd síðasta
áratugar var Heiður
Prizzis eða „Prizzi’s
Honor“ með Jack Nic-
holson og Anjelicu
Huston. Pabbi hennar,
John, gerði hana árið
1985 og nú er ný mynd
í undirbúningi um sama
Prizzi, sem heitir Fjöl-
skylda Prizzis eða
„Prizzi’s Family“. Mun
Anjelica fara með aðal-
hlutverkið en sagan í
nýju myndinni hefst
áður en sagan í fyrri
myndinni.
eftir Amald
Indriðason
LOKAKVÖLD aldarinnar; úr framtíðartryllinum
Skrýtnir dagar.
Vid aldaskiptin
NÝ MYND breska ieik-
arans Ralph Fiennes
er framtíðartryllir frá Holly-
wood sem Kathryn Bigelow,
eini kvenhasarleikstjórinn í
bænum, leikstýrir. Myndin
heitir Skrýtnir dagar og ger-
ist í Los Angeles á loka-
kvöldi aldarinnar, gamlárs-
kvöldi 1999. Hún verður
segir frá fyrrum löggu sem
ásamt öryggisverði nokkrum
eltir uppi geðsjúkan morð-
ingja. Cameron skrifaði sög-
una fyrir níu árum og Fien-
nes undirbjó sig fyrir rulluna
með því að fylgjast með
störfum lögreglumanna í
skuggalegri hverfum Los
Angeles.
frumsýnd vestra í þessum
mánuði.
James Cameron og Jay
Cocks skrifa handritið er
Með önnur hlutverk fara
Angela Bassett, Juliette
Lewis, sem leikur rokksöng-
konu, og Tom Sizemore.
20.000 höfðu
séð Ógnir í
undirdjúpum
ALLS höfðu um 20.000 manns séð kafbátatryll-
■*^inn Ógnir í undirdjúpum í Sambíóunum eftir
síðustu sýningarhelgi.
Þá höfðu um 15.000 manns séð Vatnaveröld í
Sambíóum, Háskólabíói og á Akureyri, 9.000
Hundalíf, 6.000 Brýrnar í Madisonsýslu, 24.000
Kasper, sem einnig er í Háskólabíói, 12.000 Ums-
átrið 2, 9.500 Englendinginn sem fór upp hæðina
og kom niður fjallið, 22.000 Tvo með öllu, 28.000
Batman 3 og 22.000 Á meðan þú svafst.
Næstu myndir Sambíóanna eru „Showgirls" eftir
Paul Verhoeven, sem sýnd verður í lok þessa
mánaðar, „The Net“ með Söndru Bullock, sem einn-
ig verður í Stjörnubíói, og vísindatryllirinn_„Speci-
es“, sem einnig verður í Laugarásbíói. íslenska
myndin Benjamín dúfa verður frumsýnd í Sambíó-
unum og Stjörnubíói 2. nóvember.
Aðrar myndir væntanlegar í Sambíóin eru „Mad
Love“ en á undan henni verður sýnd íslenska stutt-
myndin Nautn ,(nr. 1), „Dangerous Minds“ með
Michelle Pfeiffer og loks „The Usual Suspects" og
„Circle of Friends".
SYND á næstunni; aðalleikkonurnar i „Showgirls“.