Morgunblaðið - 15.10.1995, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÁATILÖ
HLJÓMSVEITIN XIII hefur ekki hlot-
ið hljómgrunn hér á landi; þótt of tyrf-
in fyrir íslensk eyru, en náð öllu lengra
ytra. Fyrsta plata sveitarinnar, Salt,
vakti á henni athygli og fékk fyrirtaks
dóma í erlendum blöðum. Meðal ann-
ars til að fylgja þeim árangri eftir
sendi XIII frá sér breiðskífuna Serp-
entyne föstudaginn þrettánda októ-
ber.
Kristín
ÍLIT
KRISTÍN Eysteinsdóttir heitir
stúlka sem hefur haslað sér völl
sem trúbadúr. Hún hefur þó gert
meira, því fyrir skemmstu kom
út breiðskífa hennar með frum-
sömdum lögum, Litir.
Kristín segist gera sér fulla
grein fyrir því að hún sé
að taka gríðarlega áhættu, en hún
hafí einsett sér að gera sitt besta
og takist það þá hljóti hún að
vera sátt hvernig sem fer.
Kristín segist hafa verið knúin
til þess að taka líþp þessa plötu;
„mig hefur alltaf langað að leyfa
fólki að heyra hvað ég er að gera,
Morgunblaðið/Ásdís
að gefa út mitt eigið efni“. Hún
segir þó að hún hafí alls ekki
stefnt að því að gefa út eigin plötu
strax, það hafi komið óvænt uppá
í sumar. „Ég var tilbúin með lög
á plötu, en var ekki viss um hve-
nær méf tækist að koma þeim frá
mér. Ég leitaði til Orra Harðason-
ar um ráðleggingar og hann setti
dæmið þannig upp að ég sá að
þetta var mögulegt. Þetta var
vitanlega ekki rökrétt ákvörðun,“
segir Kristín og hlær við, „en jafn-
vel þó ég komi út með einhvern
mínus þá er ég búin að skapa
mér nafn með þessari útgáfu,
fólk leggur frekar við hlustir og
ég fæ meira að gera við spila-
mennsku fyrir vikið.“
Þó platan sé komin út er vinn-
an bara að byija, og heldur Krist-
ín útgáfutónleika í Þjóðleikhús-
kjallaranum með hljómsveit næst-
komandi fímmtudagskvöld.
Aiii ci iiijuiiiöVciL nciiib mguiibbuii-
ar, sem semur öll lög á plötunni
og útsetur, stýrir upptökum og hannar
umslag. Hann segir þó fráleitt að kalla
plötuna sólóskífu; „mér finnst svo miklu
skemmtilegra að starfa í hljómsveit og
ég tel það ekki að menn séu að vinna
hjá mér, þeir eru að vinna með mér.
Það myndast alltaf viss eining innan
hljómsveitar og þó ég hafi töglin og
hagldirnar þá er þetta allra.“
Eins og rakið er vakti fyrsta platan
athygli ytra, þó hún hafi ekki gengið
í landann, en Hallur segir að það hafi
í raun litlu máli skipt, hann sé ekki að
semja fyrir neinn nema sjálfan sig og
þó athyglin að utan sé skemmtileg, þá
hefði hann hvort eð er haldið áfram
að gefa út plötur. „Markhópurinn er
enginn, ég geri bara mér til geðs og
er mjög kröfuharður.
Útsetningarnar miða að því að þó
lagið sé hefðbundið í uppbyggingu, þá
fer það frá a til ö en ekki a til b, vex
og dafnar alian tímann. Ég er orðinn
svo þreyttur á þessum sífelldu endur-
tekningum,“ segir Hallur að lokum.
Eining Hljómsveitin XIII.
Drauga-
songvar
MAUS heitir hljómsveit úr Árbænum sem
meðal annars hefur unnið það sér til
frægðar að hafa sigrað í Músíktilraun-
um. Sá sigur var upphaf að frægðar-
ferli Mausverja, sem sendu frá sér af-
bragðs skífu fyrir síðustu jól. I næstu
viku kemur síðan út enn breiðskífa frá
sveitinni, Ghost Songs, sem kemur út á
ensku vegna sóknar Maus á erlendan
markað.
Mausverjar leggja jafnan mikla
áherslu á að hljómsveitin sé íslensk
og textarnir eru í plötubæklingi á ensku
og íslensku, enda syngja þeir á íslensku
á Islandi.
Mausarar segjast hafa tekið skífuna
upp á tveimur vikum í ágúst og lögin á
henni séu fersk og spenn-
andi. „Þetta er að minnsta
kosti betra en síðasta
plata," segir Birgir
söngspíra og dæsir
mæðulega yfir hinni fyrri
plötu. Lögin segja þeir
samin flest skömmu fyrir
Motthíasson f “ °g *?aU
bendi til þess að sveitin
stefni fram veginn, í allar áttir; „á plöt-
unni eru lög sem eru léttari en við höfum
áður tekið upp, og einnig þyngri. Á henni
má líka finna ambient tilraun," segja þeir,
sem einsmannshljómsveitin Plastik átti
þátt í. „Ghost Songs er meira heildarverk
en fyrri platan, kraftmeiri og hljómur
samfelldari, enda er hún öll tekin upp í
sama hljóðverinu."
Þeir Mausveijar segja þemapiötunnar
vera drauga og lögin draugasöngva. „í
hverju lagi má finna eitthvað sem tengist
draugum, hvort sem lagið er um drauga
eða textinn tengist fornum draugum. Það
er svakalega asnalegt að menn séu að
trúa á Benny Hinn eða einhveijar geim-
verur þegar hægt er að trúa á drauga."
Eins og áður segir eru textarnir á ís-
lensku og ensku á textablaði og þeir
Mausliðar hafa flutt lögin á íslensku fram
til þess að þau voru tekin upp á ensku.
Eitt lag er þó á plötunni af enskum upp-
runa, Duran Duran slagarinn Girls on
Film, en þeir félagar segjast hafa orðið
að láta það fljóta með, enda séu þeir bún-
ir að hræra svo í því og breyta að þeim
liði sem það sé þeirra eigin lag. „Vonandi
festast útvarpsmenn ekki á þessu lagi,
þvi það eru önnur lög á plötunni sem eiga
frekar skilið að heyrast," segja þeir.