Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N if A UGL YSINGA R Atvinnurekendur - framsækin fyrirtæki Kraftmikill fjölskyldumaður, með fjölþætta reynslu, óskar eftir atvinnu. Allt kemur til greina - föst atvinna eða tímabundin verkefni. Upplýsingar í síma 588-9675. Rafvirkja vantar Rafmagnsverkstæði í Bolungarvík auglýsir framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Skrifleg svör sendist til Rafverks hf., Skóla- stíg 4, 415 Bolungavík. Barngóð kona í Kópavogi óskast til að taka á móti 7-9 ára stelpum og sjá um létt heimilisstörf alla virka daga á milli kl. 15.00 og 18.00. Upplýsingar í síma 896-6335 eftir kl. 18.00. Starf óskast Rúmlega fertugur karlmaður, sem verið hefur skipstjóri og stýrimaður til fjölda ára, óskar eft- ir atvinnu í landi. Er góður í sænsku og ensku. Margt kemur til greina. Getur byrjað strax. Svör sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „B -10". ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Umsjónarmaður Smíðaverkstæðis Þjóðleikhúsið auglýsir lausa stöðu umsjónar- manns Smíðaverkstæðis (þ.e. leiksviðs) frá og með 1. nóvember nk. Umsóknir berist skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 25. október nk. Nánari upplýsingarveitirframkvæmdastjóri. Skólastjóri Staða skólastjóra Skákskóla íslands er laus til umsóknar frá 1. janúar 1996. Starfið er hlutastarf og felst í almennri stjórnun, um- sjón með námi og kennslu og daglegum rekstri. Reikna má með að nokkur kennsla geti fylgt starfinu. Nánari upplýsingar veitir formaður skólanefnd- ar Þráinn Guðmundsson, í síma 553 0158. Umsóknir skulu berast Skákskóla Islands fyrir 1. nóvember nk. Skákskóli Islands, Faxafeni 12, pósthólf8354, 128 Reykjavík. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum v/Vesturlandsveg, 112 Reykjavík, sími 567 4700. Meinatæknir Við Tilraunastöð Háskóla íslands í meina- fræði að Keldum er laus til umsóknar hálf staða meinatæknis. Staðan veitist tímabundið. Verksvið er þjónusturannsóknir í bakteríu- fræðum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist Tilraunastöð Háskóla ís- lands í meinafræði að Keldum fyrir 20. októ- ber nk. Nánari upplýsingar veitir Eggert Gunnarsson. !< N ! CK K R30X Framtíðarstarf Afgreiðslumaður óskast á aldrinum 20-30 ára í nýja verslun við Laugaveg. Góð laun fyrir traustan, snyrtilegan aðila með góða söluhæfileika. Meðmæli óskast. Umsóknir, er tilgreina aldur og fyrri störf, skal senda til afgreiðslu Mbl. merktar:. „7 - 12", fyrir fimmtudaginn 19. október. Starfsfólk óskast Vegna aukinna verkefna óskast vant starfs- fólk til starfa í fiskvinnslu og pökkun. Upplýsingar á staðnum í Dugguvogi 8 mánu- daginn 16. október milli kl. 15 og 18. Mosfellsbær Leikskólinn Hlíð óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingar frá 1. nóvember til 1. apríl. Um 60% starf er að ræða. Upplýsingar gefur undirrituð í síma 566 7375. Leikskólastjóri Skólaskrifstofa Reykjavíkur Hagakot - skóladagheimili Við óskum að ráða uppeldismenntaðan starfs- mann í stuðning fyrir níu ára dreng e.h. Þroskaþjálfa- eða leikskólakennaramenntun væri æskileg. Upplýsingar gefa forstöðumaður, Guðrún María Harðardóttir, í síma 552 9270 eða Júlíus Sigurbjörnsson hjá Skólaskrifstofu í síma 552 8544. Krefjandi starf Stórt opinbert fyrirtæki í Reykjavík óskar eft-. ir að ráða starfsmann í markaðs- og þjón- ustudeild fyrirtækisins. Leitað er að aðila með menntun á sviði við- skipta-, verk- eða tæknifræða. Viðkomandi þarf að koma vel fyrir, vera lipur í mannlegum samskiptum og geta sýnt frumkvæði í starfi. Starfið felst í þjónustu við stærstu viðskipta- vini fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 26. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Fiskmatsmaður - verkstjóri útskrifaður úr Fiskvinnsluskólanum, óskar eftir vinnu. Hef reynslu og góð meðmæli. Upplýsingar í síma 896 0700. Bílaumboð óskar eftir að ráða samviskusama, reglu- sama og duglega starfskrafta sem fyrst til starfa í varahlutaverslun. Starfsumhverfi er reyklaust svæði og því mjög æskilegt að við- komandi reyki ekki. . Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 19. október nk., merktar: „Bílaumboð - 6182“. Kjarvalsstaðir Óskum eftir að ráða áreiðanlegan og dugleg- an starfskraft í kaffiteríu Kjarvalsstaða. Vinnutími er frá kl. 10-18 virka daga. Um- sækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, berist til skrifstofu Kjarvalsstaða. Skemmtistaður „Danshús Ömmu Lú“ óskar eftir starfsfólki í aukavinnu föstudags- og laugardagskvöld. Við leitum að kraftmiklum og hressum ein- staklingum, eldri en 20 ára, sem eru til í allt. Reynsla af veitingahúsastörfum ekki skilyrði. Upplýsingar á staðnum næsta þriðjudag og miðvikudag milli kl. 17 og 19. Gengið inn um aðalinngang. Kiddi Big Foot. Sölumaður Tölvufyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft til að annast sölu á tölvum og ýmsum tölvu- búnaði. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sölumennsku, geta unnið sjálfstætt, vera hugmyndaríkur, hafa góða aðlögunarhæfni og vera vel skipulagður. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast skilað á afgreiðslu Mbl. merktum: „Sölufulltrúi - 16178“ fyrir 23. október nk. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Lögfræðingur Embætti ríkisskattstjóra auglýsir stöðu löglærðs fulltrúa lausa til umsóknar. Umsóknir, þar sem fram komi upplýsingar um menntun og fyrri störf, sendist embætt- inu eigi síðar en 27. október nk. Rannsóknamaður -1/2 starf Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða rann- sóknamann sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengist rannsóknum stofnunarinnar á geislavirkni í umhverfi og matvælum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og gerðar eru kröfur um nákvæm vinnubrögð. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið stúdents- prófi eða sambærilegri menntun. Umsóknir sendist til Geislavarna ríkisins, merktar: „Rannsóknamaður - 1995“, fyrir 20. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.