Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 32

Morgunblaðið - 15.10.1995, Side 32
.32 B SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli GUÐNI Halldórsson og Siguijón Jóhannsson. Guðrún Ármannsdóttir við knipplingabrettið. Höfðinglegt safn á Húsavík SAFNAHÚSIÐ á Husavík er reist af miklum stórhug. Það var Jóhann Skaptason fyrrum sýslumaður sem var helsti hvatamaður að bygging sérstaks húss sem rúmað gæti öll söfn Suður-Þingeyjarsýslu. Guðni Halldórsson forstöðumaður tók á móti blaðamanni Morgunblaðsins og leiddi hann um hinar fjölbreyti- legu vistarverur safnsins. Það er einkennilegt að ganga þar um gætt- ir og sjá inni í fortíðina við hvert fótmál. Hlutirnir eru þarna og segja sína sögu en þeir sem þá notuðu eru horfnir og fer fáum sögum af jv. hugsunum þeirra og orðum flestra nema ef vera kynni að eitthvað væri geymt í skjalasafninu. Undan- tekning frá þessari staðhæfingu eru til dæmis hlutir úr eigu skáldkon- unnar Unnar Benediktsdóttur Bjarklind eða Huldu. Á safninu er möttullinn hennar, grænn með skinnkanti og sitthvað fleira, svo sem útsaumur og skraut af kyrtil- búningi hennar. Það væri þó mikil bjartsýni að ætla að hún hafi klæðst þessum skrúða þegar hún orti eitt sitt þekktasta ljóð, verðlaunaljóðið Hver á sér fegra föðurland. Það var í júní 1967 sem fram- kvæmdir hófust við hið nýja Safna- hús Suður-Þingeyinga á Húsavík '•> sem Þorvaldur S. Þorvaldsson arki- tekt var fenginn til að teikna. Lóð- jn undir húsið var höfð rýmileg til þess að möguleikar væru seinna á frekari uppbyggingu. Nú er sú upp- bygging í burðarliðnum. Búið er að teikna viðbót við húsið, þar sem á að vera sjóminjasafn. Þegar Sigurður Pétur Björnsson, Silli, fréttaritari Morgunblaðsins, lóðsaði mig inn í Safnahúsið sýndi hann mér með kæruleysislegri handahreyfingu skip eitt sem seinna fær e.t.v. húsaskjól á sjó- * minjasafninu. „Þetta er svokallað víkingaskip sem Norðmenn gáfu til minningar um ellefu hundrað ára íslandsbyggð árið 1974,“ segir hann. Norðmenn gáfu raunar tvö skip, Öminn, sem fór til Reykjavík- ur, og svo Hrafninn, sem Húsavík- urkaupstaður, Sjómannafélagið á Húsavík og Landeigendur við Laxá og Mývatn, fengu að gjöf. Safna- húsinu var afhent skipið til varð- Á Húsavík hefur verið komið upp mjög myndarlegu safnahúsi. Helsti hvatamaður að byggingu þess var Jóhann Skaptason sýslumaður og kona hans Sigríður Víðis Jónsdóttir. Safnvörður nú er Guðni Halldórs- son sagnfræðingur. Guðrún Guðlaugsdótt- ir heimsótti Safnahúsið á Húsavík og sá þar margt merkilegra muna, svo sem stórt skeljasafn og „Grímseyjarbjöminn“ og blað- aði í gömlum bókum Héraðsslgalasafns. Þingeyskur geithafur. Geitfé var flest þar í héraði árið 1930, þá voru þar um 1300 geitur. veislu árið 1981. Guðni safnvörður tekur á móti okkur í dyrunum og segist þegar hafa gefið víkingaskip- inu því vænan slatta af fúavarnar- efni og ætli senn að sýna því enn meiri sóma svo það geti að lokum orðið sjófært á ný. Silli getur þess að Guðni hafi líka unnið heilmikið í lóðinni í kringum húsið. „Þetta er trimmið mitt,“ segir hann hæ- versklega þegar við Silli höfum orð á þeirri miklu vinnu sem hann aug- ljóslega hefur lagt á sig fyrir utan það starf sem beinlínis tengist safn- inu sjálfu. Þar virðist þó sannarlega af miklu að taka. Safnahúsið inni- heldur byggðasafn, héraðsskjala- safn, ljósmynda- og filmusafn, myndlistarsafn, náttúrugripasafn, auk bókasafns sem starfar sjálf- stætt. Við Silli fylgdum Guðna inn í gegnum þtjá stóra sali, þar sem myndir eftir Hring Jóhannesson prýða veggi, ungir safngestir eru með óþreyju æskunnar að skoða myndirnar hans, sem við stöldrum lítið við, heldur höldum við rakleið- is inn í „hið allra helgasta“ sjálft Héraðsskjalasafnið. Þar innan dyra er þessi sérstaka lykt sem kemur af gömlum bókum og blöðum, þessi þefur fortíðarinnar sem vekur grun- semdir um gamlar og merkilegar sögur og fréttir. Mikið rétt, gömul sveitarblöð, handskrifuð liggja þar á borði og heita nö.fnum eins og Snarfari, Viljinn, Krummi og Óþveginn. „Þessi blöð gengu hér á milli bæja og voru lesin af hverjum þeim sem læs var og vildi fylgjast með,“ segir Guðni. Hann dregur því næst út úr hillu stóra, bláa möppu. í henni eru ljósrituð blöð með nöfnum fjölmargra Suður- Þingeyinga sem núna eru fyrir löngu komnir undir græna torfu. Afkomendur margra þeirra eru hins vegar enn í góðu gengi, sumir koma alla leið frá Ameríku til þess að glugga í þessa handskrifuðu skrá Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralæk, svonefnda „Þingeyinga- skrá“ svo þeir megi finna rætur sínar á íslandi. „Þeir hafa kannski eitt nafn til að byggja á, með því að fletta því upp má rekja ættina langt aftur, þetta mikla starf vann Konráð á æði mörgum árum.“ Ég horfi á jafna og áferðarfagra skrift þessa liðna atorkumanns og dáist að henni opinskátt. „Sjáðu þá hérna Tjörnesskriftina," segir Guðni og sýnir mér handskrifaðar dagbækur sem Jón Jakobsson, Árbæ á Tjör- nesi, hélt 1889-1915. „Hann átti marga lærisveina, gaf forskriftir og mótaði rithönd fjölmargra ungra sveitunga sinna, svo sem Karls Kristjánssonar alþingismanns," segir Guðni og sýnir mér sýnishorn af rithönd Karls, og mikið rétt, henni svipar til fyrirmyndarinnar. Geysimikið og merkilegt safn öl- flöskumiða er geymt í möppum í Héraðsskjalasafninu. „Það er Þórð- ur Jónsson sem safnað hefur þess- um miðum frá allflestum löndum í heiminum.“ Síðast en ekký síst geymir Héraðsskjalasafnið Árbók Þingeyinga. „Hún er sameiginleg fyrir báðar sýslurnar og Húsavíkur- kaupstað og hefur komið út öll ár frá 1958 að telja,“ segir Guðni. Hann ásarnt Siguijóni Jóhannessyni ritstýrir Árbókinni sem krefst mik- illar vinnu. I Árbókinni er margt frétta úr héraðinu, hún er því merk heimild um líf og starf þeirra sem þar búa og hafa búið. í skjalasafn- inu er líka íþróttagagnasafn Ey- steins Hallgrímssonar, Grímshús- um. Þar eru geymdar mikilverðar upplýsingar um þróun íþróttastarfs í Suður-Þingeyjarsýslu og raunar á landinu öllu. I skrá um Héraðs- skjalasafnið sést að þar er líka margt annað athylgisvert að hafa. Við kveðjum Héraðsskjalasafnið pg förum að skoða Byggðasafnið. í herbergi einu, þar sem möttull Huldu skáldkonu hangir upp á vegg, er skrifborð úr eigu Jóhanns Skaptasonar sýslumanns sem áhugasamir lesendur efnis úr skjalasafninu geta tyllt sér niður við. í því sama herbergi eru líka myndir af hinum ástsæla sýslu- manni Þingeyinga Júlíusi Hafsteen og bók sem sýslubúar gáfu honum þegar hann kvaddi þá árið 1956. í þeirri bók eru nöfn sýslubúa og kvæði sem skáld héraðsins ortu um sýslumann sinn. Á hillu yfir öllu saman er bijóstmynd af Kristjáni Jónsyni fjallaskáldi sem Einar Jóns- son myndhöggvari gerði. Kristján er bara hressilegur á þeirri mynd, hugur hans greinilega víðsfjarri öllu þunglyndi, sem kveðskapur hans var þó þekktur fyrir, sbr. hið fræga ljóð Tárið. í sal sem hýsir hluta Byggða- safnsins á efstu hæð er ýmislegt að sjá. Þar eru m.a. merkilegir skartgripir unnir úr mannshári. Margar hálsfestar og úrfestar, sum- ar með gulllásum. Ein festin er t.d. úr hári Guðrúnar Jóhannesdóttur, húsfreyja að Rauðá i Ljósavatns- hreppi, dáin 51 árs gömul árið 1883. Það hefur greinilega verið mikil kúnst að búa til skartgripi úr hári. Konur söfnuðu hári úr greiðum sín- um, fæstar klipptu hár sitt á þessum tíma heldur báru síðar fléttur. Hár- ið sem safnaðist nýttu sumir á þennan frumlega hátt. Einkenni- lega tilfinningu vekur að horfa á þetta hár sem eitt sinn óx úr höfði lifandi kvenna en er nú hér, víðs- fjarri sínum liðnu og gröfnu eigend- um, þögull vitnisburður um allt í senn - forgengileika hins mannlega holds, hugvitssemi mannsins og handlagni. Nú kunna fáir að búa til gripi úr mannshári, eina konu nefndi Guðni þó til sem nú býr öldr- uð í Vigri í ísafjarðardjúpi og hefur kennt nokkrum konum þessa sér- kennilegu listgrein. Alls konar útsaumur er í þessu herbergi, geymdur undir gleri. Svo eru þarna knipplingar, undur fín- gerðir eins og smáfelldustu frost- rósir. Þar er líka knipplingabretti sem notað var við knipplingagerð- ina. Á Húsavík er starfandi hópur Qórtán kvenna sem hafa komið á fót handverkhúsinu Kaðlín, sem sérhæfír sig í að sauma íslenska kvenbúninga. Þar hitti ég Guðrúnu Ármannssdóttur sem lært hefur kniplingagerð og notar við vinnu sína nýtt knipplingabretti sem mað- ur hennar smíðaði fyrir hana eftir forskrift gamla brettisins á Byggðasafninu. „Uss, ég kann svo lítið enn þá,“ segir hún feimnislega þegar ég fæ að skoða knipplingabút sem hún er með á keflinu, unninn úr gullþræði. Sá er afar fínlegur en skrautlegur eigi að síður. Seinna á hann að prýða íslenskan búning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.