Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólasveinninn flutt ur í Hveragerði Hveragerði. Morgnnblaðið. „ÉG TILKYNNI hér með að ís- Morgunblaðið/Aldís JÓLASVEINNINN á blaðamannafundinum í Hveragerði i gær. Frá vinstri Helgi Pétursson, Hverasmellir, þá mamma hans Grýla og Einar Mathiesen bæjarstjóri í Hveragerði. land er jólasveinalandið og Hveragerði jólabærinn. Héðan í frá mun ég hafa aðsetur mitt hér.“ Þetta voru orð Sankti Kláusar til barna, jafnt á íslandi og um víða veröld, í Hveragerði í gær. Til þessa hefur Sánkti Kláus verið til heimilis á nokkrum stöð- um á norðurhveli jarðar. Hann hefur aftur á móti hvergi unað sér fyrr en nú, eftir að hann kom til Hveragerðis. Hann er ákaflega hrifinn af jarðhitanum og er mikiu betri af gigtinni eftir að hann fékk sér heitan pott. Fjar- skyldir ættingjar hans fjölmargir búa einmitt í kringum Hveragerði og eru þeir nú velflestir komnir í vinnu hjá honum við undirbún- ing jólaævintýrisins sem hefjast mun þar í bæ í lok nóvember. A blaðamannafundi sem hald- inn var í gær sagði Helgi Péturs- son, stjórnarformaður Jólalands- ins, að ætlunin væri að skapa ævintýri. „ Við ætlum okkur að kynna íslenska jólasiði fyrir er- lenduni jafnt sem innlendum gest- um. Hveragerði verður breytt í sannkallaðan jólabæ þar sem fólk getur komið og upplifað stemmn- ingu jólanna". Hveragerðisbær verður allur upplýstur, fyrirtæk- in, heimilin, gróðurhúsin, fossinn og hverirnir. Ljósin verða tendr- uð samtímis 24. nóvember en þá hefst hátíðin og stendur fram yfir þrettánda. Mikið verður um dýrðir í Hveragerði allan tímann sem há- tíðin stendur. Jólasveinarnir ís- lensku og foreldrar þeirra, Grýla og Leppalúði, eru komin á fulla ferð við undirbúninginn en þau eru flest búin að fá vinnu í fyrir- tækjum í Hveragerði. Aðalbækistöð Jólalandsins verður í Jólahöllinni, gamla Tí- volíhúsinu, sem skreytt verður hátt og lágt. Þar verður meðal annars stærsta jólatré landsins sett upp, jólapósthús, tívolí fyrir börnin og fjölmargt annað. Gestir munu byija heimsókn sína í Jóla- höllinni og fara síðan um þorpið og njóta þess sem þar fer fram en ýmsar uppákomur verða í gangi í bænum. Samvinnuferðir-Landsýn og Flugleiðir bjóða nú í fyrsta sinn ferðir frá London til Jólalandsins Isiands, með gistingu í Hvera- gerði og nágrenni. Umfjöllun um Jólalandið verð- ur mikil í London og verður þar lagt upp úr því að jólasveinninn búi á íslandi og hvergi annars staðar. Þar eigi hann sér ísienska fjölskyldu sem sé vel þess virði að kynnast nánar. Helgi Péturs- son sagði hugmyndinni að stofnun Jólalands í Hveragerði hafa verið afar vel tekið, hluthafar í félaginu væru þegar orðnir rúmlega fjöru- tíu og allir jafn áhugasamir um að vel takist til. Alþýðubandalagið Styður uppsögn kjara- samninga ALÞÝÐUBANDALAGIÐ styður þau verkalýðsfélög og sambönd, sem segja upp kjarasamningum. Þetta kemur fram í stjórnmála- ályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi um seinustu helgi. Samið í góðri trú í ályktuninni segir m.a. að síð- ustu samningar verkalýðshreyf- ingarinnar hafi verið gerðir í þeirri góðu trú að um tekjujafnandi samninga væri að ræða. „Samið var um krónutölu þar sem þeir allra tekjulægstu áttu að fá mest. Þegar svo flest félög hafa samið kemur í ljós að í flestum tilfellum hafa þeir sem mest höfðu fengið enn meira. Þessi staðreynd var svo staðfest með dómi Kjaradóms um laun æðstu embættismanna,“ seg- ir í ályktuninni. Tuttugasta og sjötta kirkjuþinff var sett í Bústaðakirkju í gær Nauðsynlegt að leggja rækt við hina kaþólsku arfleifð Morgunblaðið/Sverrir BISKUP Islands, herra Olafur Skúlason hlýðir á Björn Bjarna- son menntamálaráðherra ávarpa kirkjuþing, en kirkjumálaráð- herra var erlendis í gær. Kringlu- kast í fjóra daga KRINGLUKAST, markaðsdagar Kringlunnar, hafa unnið sér fastan sess. í dag hefst Kringlukast i ell- efta sinn. Kringlukastið stendur í fjóra daga frá miðvikudegi til laug- ardags. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringl- unni með sérstök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki er um útsölu að ræða. Á sérstöku tilboði í hverri verslun eru nokkrar vörutegundir eða einn eða tveir vöruflokkar og gilda þessi tilboð einungis á meðan Kringlukastið stendur yfir. Algengast er að veitt- ur sé 20-40% afsláttur af þeim vörum sem eru á tilbði en í sumum tilvikum er afslátturinn enn meiri. Á þessu Kringlukasti er t.d. hægt að gera mjög góð kaup á fatnaði, skóm, sportfatnaði, töskum, gjafa- vörum, búsáhöldum, heimilistækj- um, snyrtivörum, skartgripum, úr- um, geisladiskum, matvörum, kaffi og tei, heilsuvörum, leikföngum, bókum, margmiðlunardiskum, símum og fjölmörgu öðru. Sértilboð Veitingastaðirnir í Kringlunni eru með sérstilboð í tilefni Kringlu- kastsins. Hluti tilboðanna í Kringlukasti eru kynnt í sérstöku 12 síðna blaði sem fylgdi Morgun- blaðinu í gær. Þeir sem koma á Kringlukast geta tekið þátt í kaupleik, Stóra afslætti, sem er vinsæll leikur og áberandi hluti hvers Kringlukasts. I leik þessum bjóða fjórar verslan- ir í Kringlunni jafnmarga hluti með verulegum afslætti. Hlutir þessir eru allir í dýrum verðflokki og veittur er 45 til 60% afsláttur þann- ig að afslátturinn nemur tugum þúsunda króna. Á hvetjum degi meðan Kringlukastið stendur eru dregnir út fjórir heppnir kaupend- ur, sem fá að kaupa viðkomandi hlut með þessum mikla afslætti. Tímasetningar og leikreglumar eru nánar kynntar í viðkomandi verslunum. Að þessu sinni eru það Sport- kringlan, Byggt & Búið, Skífan og Japis sem taka þátt í leiknum og í boði eru skíðagalli, frystikista, hljómborð og myndbandstæki. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra sagði við upphaf kirkjuþings í gær að mikilvægt væri fyrir Islend- inga að leggja rækt við hið kaþólska menningarskeið þjóðarinnar. Hann varpaði fram þeirri hugmynd hvort ekki væri rétt að koma á fót minja- safni m.a. til að halda merku starfi klaustranna á lofti. Herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, setti kirkjuþing, sem er það 26. í röðinni. Hann minntist þriggja látinna kirkjuþingsmanna, séra Jóns Einarssonar, séra Þóhalls Höskulds- sonar og séra Jóns Ólafssonar. Jón Einarsson og Þórhallur tóku virkan þátt í starfi kirkjuþings allt þar til þeir féllu frá í haust langt um aldur fram. Ólafur sagði að mörg mál biðu afgreiðslu kirkjuþings. Þar bæri hæst frumvarp um stöðu, stjóm og starfs- hætti þjóðkirkjunnar. Hann sagði frumvarpið tímamótaverk, sem hann byndi miklar vonir við. Vonandi fengi frumvarpið jákvæða afgreiðslu á kirkjuþingi og að þingmenn fyndu þörfína fyrir samþykkt þess á yfír- standandi þingi. í ræðu sinni á kirkjuþingi vék menntamálaráðherra að gildi klaustranna fyrir menningu okkar. „Þegar ég hlýddi á erindi á Skál- holtshátíð nú í sumar, kom í hug- ann, hve mikils við íslendingar för- um á mis, ef við leggjum ekki rækt við hið kaþólska menningarskeið okkar. Er þörf á að gildi þess sé haldið á lofti. Yrði það ef til vill best gert með því að koma á fót DEILUR komu upp á landsfundi Al- þýðubandalagsins um landbúnað- armál milli fulltrúa bænda og verka- lýðshreyfingarinnar. Landsfundar- fulltrúana Sigríði Kristinsdóttur, formann Starfsmannafélags ríkis- stofnana, Benedikt Davíðsson, forseta ASÍ, og Guðmund Lárusson, formann Landssambands kúabænda, greindi á um samskipti bændasamtakanna og verkalýðsforystunnar í svokallaðri sjömannanefnd og í tengslum við nýgerðan búvörusamning. Sigríður fiutti tillögu á fundinum um að landsfundurinn lýsti yfír áhyggjum af því að slitnað hefði upp úr því góða samstarfi sem tekist hefði minjasafni, sem dregur athygli að> skipan hinna fornu klaustra, lífi og starfí innan þeirra. Slíkt kann að á milli bændasamtaka og verkalýðs- hreyfinga fyrir nokkrum árum, og hvatt yrði til þess að samstarf kæm- ist á á nýjan leik. Guðmundur Lárusson sagði að af hálfu bændasamtakanna hefði ekki verið óskað eftir slitum á því sam- starfi sem átt hefði sér stað innan sjömannanefndar. Bændasamtökin og ríkisvaldið hefðu hins vegar ekki getað fallist á tillögur verkalýðshreyf- ingarinnar um breytingar á búvöru- samningnum. Það væri einhliða ákvörðun aðila vinnumarkaðarins ef þeir álitu að samstarfinu hefði verið slitið. Þá sagði hann sérkennilegt að ekkert hefði verið fjailað um stöðu rísa í Viðey, þar sem myndarlega hefur verið staðið að rannsóknum og staðarhaldi.*1 Jandbúnaðarins á landsfundinum en tímanum þess í stað varið í ófijóa umræðu um fyrirkomulag kosninga og hveija ætti að kjósa. Benedikt Davíðsson sagðist líta svo á að bændur hefðu slitið samstarfmu. Launþegasamtökin hefðu reynt að fá landbúnaðarráðherra til að mælast til þess við bændur að samningsaðilar vinnumarkaðarins fengju að koma að gerð búvörusamningsins en því hefðu bændur hafnað. Tillaga Sigríðar var samþykkt á landsfundinum en í ályktun fundarins um landbúnaðarmál segir m.a., að nota eigi það fjármagn sem ætlað er til uppkaupa á framleiðslurétti þeirra Áætlun um kirkjubyggingar Björn sagði að í tengslum við 1000 ára afmæli kristnitöku á ís- landi árið 2000 væri æskilegt, að á sviði þjóðminjavörslu og húsa- friðunar yrði gerð áætlun í sam- vinnu við kirkjuleg yfirvöld um brýn verkefni, sem tengjast kirkjubygg- ingum og kirkjustöðum. Björn sagðist líta á það sem næsta stórverkefni í skólamálum að endurskoða námskrár grunn- skóla og framhaidsskóla. Hann sagðist vilja nálgast málið þannig, að fyrst yrði gerð úttekt á því námi sem nú er í boði og síðan yrði tekin ákvörðun um úrbætur og við hana höfð hliðsjón af því, sem best er talið erlendis. Hann vitnaði síðan í aðalnámsskrá þar sem vikið er að kennslu í kristnum fræðum. Nauð- synlegt væri að hafa betur í heiðri þau markmið sem þar væru sett fram. „Sá maður, sem hefur ekki öðlast þekkingu á sögu Biblíunnar eða táknum trúarinnar, fer á mis við margt í bókmenntum, húsagerðar- list, myndlist og kvikmyndum. Sæk- ir á hugann, hvort ekki sé ástæða fyrir kirkjuna að auka upplýsinga- miðlun um þessa lykla að leyndar- dómum margra stórbrotinna lista- verka. Til þess mætti nota þann miðil, sem ríkið rekur til að leggja rækt við menningararfinn, Ríkisút- varpið. Hlutur þess í þágu kirkjunn- ar hefur jafnan verið mikill,“ sagði menntamálaráðherra. bænda, sem vilja hætta búrekstri, fyrir atvinnugreinina sjálfa og til vöruþróunar og markaðssetningar. „Þá telur Alþýðubandalagið grund- vallaratriði að samfara því frelsi sem afurðastöðvum er veitt í verðlagningu á afurðum til bænda, og á heildsölu- stigi, verði að tryggja eignarhald og stjórnun bænda á þeim mun betur en nú er, þannig að bændastéttin geti haft áhrif á rekstur þeirra." Þetta verði m.a. gert með því að samvinnu- formið verði tryggt í sessi með nýrri löggjöf um samvinnufélög, þar sem bændum og starfsfólki afurðastöðv- anna verði gefinn kostur á að eignast hlut í afurðastöðvunum. Umræður um landbúnaðarmál á landsfundi Alþýðubandalagsins Deilt um samstarfsslit bænda og verkalýðshreyfingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.