Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FINNUR H. INGIMUNDARSON + Finnur Hilmar Ingimundarson var fæddur í Reykjavík 6. októ- ber 1926. Hann lést í Landspítalanum 7. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingi- björg Guðmunds- dóttir frá Akra- nesi, f. 3. maí 1890, AM. 17. október 1968, og Ingimundur Nóvember Jónsson frá Vatnsleysu- strönd, f. 30. nóv- ember 1885, d. 9. maí 1937. Systkini hans eru Svava, f. 21. janúar 1916, Guðrún, f. 19. mars 1920, látin, Margrét, f. 8. ágúst 1921, og Guðmundur Rafn, f. 20. júlí 1931. Hinn 9. febrúar 1954 kvæntist Finnur Ólínu Bergljótu Karlsdóttur. Dæt- ur þeirra eru: María Guðrún, f. 17. apríl 1950, óskírð, f. og d. 3. febrúar 1953, Ingibjörg Auður, f. 20. febrúar 1956, og Sigur- laug Björk, f. 25. ágúst 1961. Einnig ólu þau upp dótt- urson sinn, Finn Sverri Magnús- son, f. 6. janúar 1966. Finnur vann ýmis störf, en lengst af starfaði hann í Hag- kaupum. Útför Finns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MENN mæta örlögum sínum á mismunandi hátt. Þar sem við þekkjum til má telja að Finnur >fi komist næst því að deyja standandi. Fjarvera frá starfi eða spítalavist var honum framandi. Sjúkur og síðan fársjúkur mætti hann til starfa er honum var trúað fyrir. Kostaðu hugann að herða; hér skaltu lífíð verða. Aðalsmerki Forn-íslendinga var að umgangast dauðann með djörf- ung. Þeir lögðu metnað sinn í að kunna að deyja með sæmd. Sumir úe^a fornsögurnar sér til gleði, aðrir til að læra að deyja. Fyrir 25 árum þegar Pálmi í Hagkaupum tók á leigu nýbyggða skemmu í Skeifunni réð hann til sín vaskan hóp ungra manna, suma nýkomna frá prófborði, svo og nokkurn hóp góðra fagmanna er kunnu vel til verka, en styrkur Pálma var ekki síst að laða til sín gott fólk. Nýbyggingin í Skeifunni var byggð sem fjölnotahús þar sem þak og gólf voru hinir afgerandi fletir. Það þurfti að gera gólfin aðgengileg með sem minnstum til- kostnaði. Það féll í hlut Finns að leysa þann vanda. Finnur hafði mikla reynslu í notkun þeirra kem- isí:u efna sem þá voru á markaði. Þegar umsvif Pálma jukust sá Finnur um flest málarastörf sem tengdust fyrirtækjum hans. Síð- ustu árin starfaði Finnur við vörslu tækja og muna er þurftu að vera tiltæk fyrir hinar ýmsu deildir Hagkaupa. Yfirbragð hans var suðrænt, grískt eins og Eyjahafið. Höfuð og andlitsfall fallega mótað. Suð- ræn sól í hveijum blóðdropa. Hann hafði lífleg tilsvör á reiðum hönd- um, rímaði því oft á skemmtilegan hátt. Við ræddum oft um gamla fé- laga úr Vesturbænum og hvernig þeim hafði reitt af. Þar var Finnur skemmtilega fjölfróður. Síðustu árin höfðum við tækifæri til að kynnast og umgangast Finn meira en áður. Aberandi var tryggð hans við fyrirtækið, öll hans hugsun snerist um hag þess. Hann minnt- ist oft á atvik og uppákomur í samskiptum sínum við Pálma í Hagkaupum og hinna mörgu starfsmanna er hann hafði um- gengist á löngum starfstíma. Finn- ur hélt tryggð við margt af þessu fólki sem sumt hafði lokið þar starfsdegi sínum. Það er ávallt sárt þegar vinir hverfa. Þeir sem kynntust Finni munu sakna hans, en mestur er þó söknuður hans nánustu. Við sendum fjölskyldu hans hlýjar og innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Starfsfélagar og vinir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- "ast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Eiginkona mín, er látin. GRETA S. HANSEN, Álftamýri 44, Henning Elfsbergs. Mig langar að minnast elsku- legs mágs míns, Finns Ingimund- arsonar, með nokkrum orðum. Finnur var í mínum huga miklu meira en mágur, eflaust hafa þær tilfínningar sem tengdu okkur skapast þegar ég missti móður mína tíu ára gamall. A þeim tíma bjuggu Begga systir mín og Finn- ur á Stýrimannastíg og má segja að í mörg ár hafí ég nánast verið í heimili hjá þeim og alist upp með dætrum þeirra. Finnur var mér alltaf einstaklega góður. Hann var með afbrigðum verklaginn maður, hjálpsamur og mikið snyrtimenni, hann var hæglátur en gat þó séð broslegu hliðar tilverunnar. Hjóna- band systur minnar og Finns var . mjög ástríkt og báru þau gagn- kvæma virðingu hvort fyrir öðru. Það er óumræðilega sárt að sætta sig við sviplegt fráfall Finns. Elsku Begga systir, Maja, Inga, Silla og Finnur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, guð gefi ykkur styrk og mildi sár- an söknuð. Ég þakka fyrir allar góðu stund- irnar og bið guð að umvefja Finn ljósi sínu. Sigurður Karlsson. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Arni, Þór, María og Ómar. Laufið er farið að falla eftir gróskumikið sumar, það er komið haust. Svona taka árstíðirnar við hver af annarri. Það haustaði skyndilega í lífi Finns Ingimundar- sonar tengdaföður míns sem varð að lúta í lægra haldi í snarpri giímu við krabbamein hinn 7. október síðastliðinn, daginn eftir 69. af- mælisdaginn sinn. Aðdragandinn hafði verið stuttur, já, heilsan hafði verið góða alla tíð, þar til fyrir stuttu. Gott skap er það sem einkenndi Finn alla tíð og ávallt var stutt í spaugið hjá honum og minnist ég þess ekki að hafa séð hann þung- an á brún eða önugan. Nei, það var öðru nær, alltaf jákvæður og bjartsýnn og átti hann ávallt létt með að hrífa okkur hin með sér með sínu góða skapi og jákvæðni. Hagkaup var starfsvettvangur hans meira og minna frá stofnun þess og var alltaf ákveðinn dýrðar- ljómi yfír fyrirtækinu og starfs- fólki þess í hans augum og stríddi ég honum stundum á þessu við- horfí hans svona í léttum tón og magnaðist dýrðarljóminn bara við það. En nú er starfdeginum lokið, og við sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Finni og njóta samvista við hann höfum mikils að sakna og vil ég biðja góðan guð að styrkja fjölskyldu hans í þeirri miklu sorg sem frá- fall hans skilur eftir sig. Með inni- legu þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar. Blessuð sé minning þín. Guðmundur K. Guðbjörnsson. ANNA JÓNSDÓTTIR + Anna Jónsdóttir fæddist í Neskaupstað 27. mars 1974. Hún lést í bílslysi sunnudaginn 1. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norð- fjarðarkirkju 7. október. ELSKU vinkona og leiksystir. Nokkur kveðju- og þakkarorð. Það er erfitt að hugsa sér að þú sért að fullu horfin af sjónarsviði þessa lífs. Þú með allan þinn lífskraft og lífsgleði. íþróttakonan sem allir dáðu fyrir kraft og leikni. Nú á kveðjustund koma ótal minningar upp í hugann, bæði frá Þiljuvöllum nr. 19 og 21, þar sem tekið var upp á ýmsu og úr skólan- um, þar sem við vorum saman í bekk, og ekki síst skemmtilegu stundirnar í skíðabrekkunum og öll íþróttaferðalögin sem við fórum saman í. Nú á kveðjustund þakka ég þér allar þessar yndislegu stund- ir. Ég veit að söknuður ykkar for- eldra og systkina er óumræðilegur og bið ég guð að styrkja ykkur og blessa. Vilhelmína S. Smára. Anna mín. Mig langar að þakka þér fyrir samveruna. Ég hef ekki frá mörgu að segja, því margt er aðeins okkar á milli. Én ég veit að við erum sam- mála að við munum hittast aftur. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hveija hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn A. Harðarson.) Kæra fjölskylda á Þiljuvöllum 19, Guð geymi ykkur. Hulda Maggý. „Ó hve það er þægilegt, óumræði- lega þægilegt að finna til öryggis í návist annars manns. Þurfa hvorki að vega né meta hugsanir og orð, heldur varpa þeim frá sér með kjarna og hismi - í þeirri vissu að trygg hönd sigti þau, haldi því eftir sem er þess virði og láti andblæ góðvildar feykja hinum brott.“ (Mary Ann Évans (George Eliot) 1819 - 1880.) Þessi orð lýsa Önnu vel. Ég kynntist henni þegar hún byijaðj að vinna hjá okkur í Tröllanaust. í fyrstu tók ég ekki svo mikið eftir henni því hún var hæglát og sagði ekki margt, en smá saman hleypti hún manni að sér og þá kom í ljós að þessi hægláta stelpa bjó yfir miklum persónutöfrum. Anna var mikill prakkari og alltaf var stutt í grínið. En hún hafði margt annað til brunns að bera eins og hún sýndi þegar hún stóð eins og klettur við hlið mér og fjölskyldu minnar þegar bróðir minn lést af slysförum fyrir tæpum tveimur árum. Hún og Bjart- ur voru góðir vinir og var hennar + Úför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR HELGADÓTTUR, Holtsgötu 39, Reykjavík, fer fram frá Dómskirkjunni fimmtudag- inn 19. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið eða önnur líknar- fólög. Pétur Valdimarsson, Þórunn Matthfasdóttir, Stefán Valdimarsson, Fríða Valdimarsdóttir, Jóhann Eyjólfsson, Guðfinna Ebba Pestana, Damien Pestana, barnabörn og fjölskyldur þeirra. missir líka sár en alltaf var hún til staðar til að hugga, gleðja eða bara vera. Hún virtist alltaf fínna á sér hvað átti við hveiju sinni. Anna hafði mikinn áhuga á því hvort líf væri eftir dauðann og hver tilgangurinn væri með þessu. Hún las allt um það efni, svo ræddum við það fram og aftur. Aðeins nokkr- um dögum áður en hún lést vorum við einmitt að ræða saman um þessi mál. Auðvitað höfum við engin svör við öllum spumingunum sem leituðu á huga okkar en vonandi hefur hún fengið þau nú. Anna var ekki ein- ungis góður vinur heldur var hún einstaklega traustur og skemmtileg- ur vinnufélagi, hélt alltaf ró sinni sama hvað á gekk og alltaf tilbúin til að hjálpa. Mikið var hennar sakn- að þegar hún tók þá ákvörðun að flytjast búferlum til Reykjavíkur og spila fótbolta með KR. En gleðin var að sama skapi mikil þegar hún nýlega tók aftur til starfa á litla „heimilinu" okkar, Tröllanausti. Því miður stoppaði hún ekki lengi hjá okkur því Guð kallaði hana til sín til mikilvægari verkefna. En mig langar að þakka henni fyrir þann tíma sem hún gaf okkur þó stuttur hafí verið. Elsku Anna mín, ég veit í hjarta mínu að þú og Bjartur eruð að spila fótbolta saman og gera góðlátlegt grin hvort að öðru hvar sem þið eruð. Þakka þér fyrir allt og allt. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið ura það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Jóna, Jón, Hoffí, Toggi, Sella, Siggi, Óli og aðrir ættingjar og vinir, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Hugur minn fylgir ykk- ur. Bryndís. Mig langar að minnast með örfá- um orðum góðrar vinkonu. Okkar leiðir lágu saman í gegnum fótbolt- ann en Anna var aðeins 15 ára er hún fór fyrst að spila með meistara- flokki hjá Þrótti í Neskaupstað. Inn- an þess hóps myndaðist fljótlega hópur sem eyddi nær öllum stundum saman. Hann fékk nafnið „Þróttar- stelpumar“. Þessi hópur hefur ætíð haldið saman síðan. Anna féll vel inn í þennan hóp þrátt fyrir ungan aldur, það varð ekki séð að Anna væri neitt yngri en margar af okkur. Núna er stórt skarð höggvið í þennan hóp og skrítið til þess að hugsa að næst er hópurinn kemur saman þá vanti hláturinn og galsann hennar Önnu. Þrátt fyrir hláturinn og galsann bar stundum á góma alvarlegri hluti og þar á meðal dauð- ann. Anna velti oft fyrir sér spurn- ingum _sem enginn gat svarað að fullu. Ég vænti þess, elsku Anna, að spurningum þínum hafi nú verið svarað. Minningin um góðan vin, hressa og káta stelpu mun lifa í huga okk- ar sem eftir erum. Elsku Anna, ég þakka þér allar þær stundir sem við áttum saman, þín mun verða sárt saknað. Elsku Jóna, Jón, Hóffí, Þorgeir, Sella, Siggi, Olafur Jón, Ómi, Örn og aðrir aðstandendur og vinir, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykk- ur í sorginni. Þó að ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, Iyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og þótt látinn sé, tek ég þátt í gleði ykkar yfír lífinu. Halldóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.