Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 19 í landi Kastrós KVIKMYNPIR Háskólabíó Jarðarber og- súkkulaði „Fresa y Chocolate" ★ ★ V4 Leiksljórar: Tomas Gutíerrez og Ju- an Carlos Tabio. Handrit: Senai Paz. Aðalhlutverk: Jorge Perugorría, Vladiinir Cruz, Mirta Ibarra og Francisco Gatomo. Kúba. 1994. ÞAÐ er ekki oft sem berast kúb- anskar myndir til landsins og því er fengur að Jarðarbeijum og súkkulaði, ágætri kúbanskri bíómynd sem útnefnd var til Óskarsverðlauna. Hún segir á raun- sannan og fallegan og alltaf svolítið kómískan hátt frá vináttusambandi sem myndast á milli ungs komm- únista og mennta- manns sem er hommi og fellur illa inn í samfélag Kastrós. Hún er alls ekki gagnrýni- laus á skipan mála í landinu en ádeilan er sett fram á hófstilltan og æsingalausan máta. Það er t.d. eðlilegasti hlutur í heimi að setja á tónlist ef ræða skal eitthvað sem skiptir máli því eftirlitsþjóðfélagið blómstrar. Það er ekkert gert með það frekar. Svona er lífið. Myndin, sem Tomas Gutierrez og Juan Carlos Tabio leikstýra, er um vináttu tveggja manna sem á yfirborðinu virðast ósamrýmanleg- ir. Davíð er ungliði í kommúnista- samtökunum og hefur fyrirlitningu á hommum og kynnist hommanum Diego fyrst betur þegar hann ákveður að njósna um hann fyrir samtökin. Hann heillast með tím- anum af Diego, sem er ástríðufull- ur menntamaður og sannkallaður heimsmaður er opnar unga mann- inum veröld kúbanskra höfuð- skálda. Smátt og smátt breytist tortryggni og fjandskapur í vin- semd og djúpa virðingu og vináttu. Þetta er kannski óður til gagn- kvæms umburðarlyndis en niður- staðan er sú að þótt það rúmist á endanum á milli tveggja einstakl- inga er ekki pláss fyrir það í landi Kastrós. Þar gildir aðeins einn lífstíll. Jarðarber og súkkulaði er einkar lítil um sig, einföld að allri gerð og gerist að mestu í íbúð Diegós. Aðalpersónurnar eru þijár, homm- inn og komminn og vinkona þeirra, Nancy, kona á miðjum aldri sem reynist kommanum happafengur. Allar eru persónurnar skemmtilega leiknar. Sérstaklega gustar af Jorge Perugorría í hlutverki Die- gos, hins lífsglaða menntamanns og homma. Vladimir Cruz er dulur og vandræðalegur Davíð og Mirta Ibarra er lostafull sem Nancy. Þetta er glaðvær hópur í skemmti- legri mynd með alvarlegum undir- tóni. Arnaldur Indriðason ATRIÐI úr myndinni Jarðarber og súkkulaði frá Kúbu. landskiiyin r f ri;% öi\gatj °kJt>a»Ptyti Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem allir ráða við. Hólf og gólf, afgreiösla 515 4030 562 9400 Almenn afgreiösla 568 9400 Verstun, Breiddinni. Kópavogi: Grænt símanúmer BYKO 26/\í/r /./.856 Ritgerðarsam- keppni ungs fólks Veitt verðlaun VERÐLAUN í ritgerðarsamkeppni ungs fólks, sem efnt var til í til- efni af átaki Evrópuráðsins, Nor- rænu ráðherranefndarinnar og menntamálaráðuneytisins gegn kynþáttafordómum og útlendinga- ótta, verða veitt á morgun, fimmtudag, 10. október. Samkeppni þessi er liður í sam- norrænu verkefni og er hún haldin samtímis á öllum Norðurlöndum. Haft hefur verið samstarf við stærstu dagblöð Norðurlanda vegna hennar. Fyrirhugað er að birta verð- launaritgerðirnar í dagblöðum og að þær verði í sameiningu þýddar og gefnar út á öllum Norðurlanda- málum. Landsnefnd íslands, sem að verkefninu stendur fyrir hönd menntamálaráðuneytisins og Æskulýðssamband Islands, sem hefur annast þetta tiltekna verk- efni stendur fyrir verðlaunaaf- hendingunni í Norræna húsinu næstkomandi fimmtudag kl. 16. Formaður dómnefndar, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, mun gera grein fyrir starfi nefnd- arinnar. Björn Bjarnason menntmálaráð- herra afhendir verðlaunin, en veitt verða sjö verðlaun. Þrjár nýjar og spífímm/ Við kynnum Diet pítusósuna, eggjalausa og kólesterólskerta fyrir þá sem vilja léttari pítusósu, sterka sinnepið fyrir þá sem vilja aðeins það sterkasta og Salsa sósuna fyrir alla sælkera sem hafa dálæti á mexíkönskum mat. Sósurnar fást í öllum helstu matvöruverslunum. Verði ykkur að góðu. VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.