Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Friðarátak kvenna Grettir Tommi og Jenni Sigga Páls sló háan tón um leið og ég fór fyrir hornið. Frá Guðbirni Jónssyni: AF STAÐ er farið verkefnið „Átak kvenna fyrir friði“, sem er í formi bréfs til aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, þar sem konur heimsins hvetja til friðar í heiminum. Átak þetta á sér uppruna hjá fáeinum konum á íslandi, sem, eins og segir í bréfinu til Sameinuðu þjóðanna: „Við konur heimsins höfum með vaxandi hryllingi horft á óteljandi sorgarsögur og harmleiki í hvetju landinu á fætur öðru, afleiðingar vitfirrta stríða." Síðar í þessu bréfi segir einnig: „Sá tími er kominn að við, sem erum hinn helmingur mannkyns, viljum ekki lengur umbera stríð og ógæfusamar afleiðingar þeirra. Við getum ekki lengur þagað þunnu hljóði. Stríð hafa aldrei og munu aldrei leysa vanda eða ósætti. Of- beldi fæðir af sér ofbeldi. Það hefði átt að lærast fyrir löngu. Við konur heimsins sendum ákall frá dýpstu hjartarótum til Samein- uðu þjóðanna um, að þær boði leið- toga allra þjóða til tímamótafundar, sem hafa það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu.“ Átak þetta er ekki ósvipað bréfa- sendingum Amnesty International, þar sem stefnt er að því að senda sem fiest bréf á einn stað, til vernd- ar mannréttindum. Þetta friðarátak er þrýstingur frá konum heimsins á varanlegan frið. Bréf þetta hefur þegar dreifst um flestar heimsálfur, þó aðeins séu fáeinar vikur síðan það fór af stað. Frá mörgum stöðum í heiminum berast upphafskonum hvatningar- og þakkarbréf, frá konum sem hafa fengið friðarbréfið, frá vinkonum, ættingjum eða samstarfsfólki. Það er næsta ótrúlegt hve hratt þetta dreifist.' Ætla mætti að þetta væri að verða keppnismál milli landa, um hve hátt hlutfall kvenna í hverju landi taki þátt í áskoruninni. Konur á íslandi Þegar átak kvenna er á ferðinni, hafa konur á Islandi ætíð sýnt að þær eru með á nótunum og oftast verið hvað fjölmennastar, þegar slík átök hafa verið mæld á heimsmæli- kvarða, sem hlutfall af fólksfjölda. Er þar hægt að minnast kvenna- dagsins, þó fleiri viðburði mætti nefna. Það kæmi mér ekki á óvart, þó konur á íslandi tækju virkan þátt í þessu verkefni, því samtakamáttur kvenna virðist offeast vera fremri okkar karlanna. Einkum á það við þegar á ferðinni eru verkefni er heyra til velferðar kvenna, barna og gamalmenna. Fyrir slíkum verk- efnum dofnar oft heyrn og áhugi okkar karlanna. Ein af þeim þrautum sem leysa þarf við svona verkefni er dreifing bréfsins til kvenna, sem víðast um landið. Þetta er nokkuð kostnaðar- samt, ef það ætti að gerast með póstsendingum, en upphafskonur þessa verkefnis hafa ekki leitað fjárstuðnings til slíks kostnaðar. Mikilvægt er því að fá sem fíestar konur til að taka þátt í þessu átaki, fjölfalda bréfið og dreifa því til sem flestra kvenna í kringum sig. Slíkt tryggir hraða og ódýra dreifingu, ásamt því að auka samkennd kvenna fyrir verkefninu. Áskorun til karla Flestir eigum við karlar mæður, eiginkonur, systur, frænkur eða vinkonur, sem við ættum að hvetja til þess að vera með. Við ættum að vera stoltir yfjr því að það skuli vera konur á íslandi sem hafa hrundið af stað þessu merka átaki, sem þegar er farið að vekja at- hygli um allan heim. Það gæti yljað okkur pínulítið um hjartaræturnar síðar, ef við gætum sagt með stolti, að við hefðum hvatt konurnar okk- ar til dáða í þessu verkefni. Það er ekkert sem mælir á móti því að við öflum okkur fáeinna eintaka af þessu bréfi og dreifum því á meðal þeirra kvenna sem við þekkjum. Er ekki samvinna kynjanna besta leiðin til varanlegrar hamingju? Ég vil því skora á ykkur að leggja hönd á plóginn. Konur okkar eiga það skilið, svo lengi hafa þær þurft að umbera vitleysuna í okkur, sem nánast er að kollkeyra efnahags- kerfi heimsbyggðarinnar. Minn- umst þess að við erum fæddir af konum, og að við getum illa án þeirra verið. Styðjum þetta átak kvennanna. Hvar fæst eintak af bréfinu? Friðarbréfið mun liggja frammi í Heilsuhúsinu í Kringlunni og við Skólavörðustíg í Reykjavík. Á Akureyri mun bréfið liggja frammi í Akureyrarapóteki. Ef aðilar á öðrum stöðum á land- inu hefðu áhuga og aðstæður til þess að láta bréfið liggja frammi fyrir þátttakendur, er þeim vinsam- legast bent á að hafa samband í síma 4627287. Friðarbréfið er ritað á ensku, en með íslenskri þýðingu á baksíðu. Hægt mun vera að fá bréfið á öðr- um tungumálum og er þeim sem þess æskja, sem og þeim sem vilja fá sent eintak, eða æskja frekari upplýsinga, bent á að hafa samband við íramangreint símanúmer. Eg vænti þess einlæglega að sem flestar konur taki þátt í þessu merka verkefni og komi enn einu sinni íslandi á spjöld sögunnar fyr- ir merka atburði í heimssögunni. Áfram konur, fylkið liði til friðar. Er friðar við leitum, við fínnum hann helst, hjá fjölskyldu, ættingjum, vinum. Nú minnumst þess bróðir, sem i myrkrinu kvelst, og þess sem var myrtur af einhveijum „hin- um“. Við bindumst nú böndum, til bata það telst, biðjum saman og þjáningar linum. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.