Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N MMAUGL YSINGAR T résmíðameistari Norskur trésmíðameistari óskar eftir verkefn- um. Er tilbúinn í alla innréttingavinnu, bæði í smærri verkefni og stærri. Geri tilboð. Hafið samband og pantið tíma í síma 551-1680, Gullak. Vanir bóksölumenn - há sölulaun Óskum eftir að ráða vana bóksölumenn í síma- og farandsöludeild okkar. Há sölulaun fyrir rétta aðila. Mörg spennandi og arðbær verkefni framundan. Einnig kemur til greina að gefa óreyndum einstaklingum tækifæri á að spreyta sig. Upplýsingar veitir Jóhann Páll Valdimarsson í síma 552 4240 á skrifstofutíma. Mál 0 og menmng pORLAGIÐ :<N CXH R3 0X Framtíðarstarf Starfskraftur á aldrinum 20-30 ára óskast til afgreiðslu í nýja verslun við Laugaveg. Góð laun fyrirtraustan, snyrtilegan aðila með góða söluhæfileika. Meðmæli óskast. Umsóknir, er tilgreina aldur og fyrri störf, skal senda til afgreiðslu Mbl., merktar: „7 - 12“, fyrir fimmtudaginn 19. október. Félagsmálastofnun Reykjanesbæjar auglýsir eftir: a) Fósturheimilum með langtímafóstur barna í huga. b) Vistheimilum með skammtímafóstur barna í huga. Upplýsingar veitir undirritaður milli kl. 12 og 13 virka daga í síma 421 6700. Félagsmálastjóri. föf Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matreiðslumann með meistararéttindi. Ráðningartími er frá 1. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Svanur Jónsson, yfirmatreiðslumaður, í síma 421 3572. Veitingarekstur Flug Hótels FISÍG Hafnargötu 57 - 230 Keflavík jjjjg[ Blikksmíðameistari Verktakafyrirtæki á Suðurnesjum óskar að ráða blikksmíðameistara til starfa. Mikil „akkorðsvinna" f boði. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 23. október. LtIJÐNT Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Til sölu jarðýta Komatsu D 155 A-1, árgerð 1987. Seral. 29200. Verð 4.500.000 + vsk. Uppl. veitir Svavar á daginn í síma 853 7444 og á kvöldin í síma 421 2093. Konur íframsókn 7. landsþing Landssambands framsóknarkvénna verður haldið í Auðbrekku 25, Kópa- vogi, dagana 20.-22. októ- ber. Dagskrá: 20. október kl. 19.30: Setning og afmælishátíð FFK í Borgartúni 6, Reykjavík. 21. október f.h.: Mannréttindi kvenna. 21. október e.h.: Jafnréttisáætlun í flokksstarfi. 22. október: Ályktanir þingsins - kosning stjórnar. Landssamband framsóknarkenna. Tilleigu-65 fm Skrifstofuhúsnæði Til leigu er 65 fm vandað skrifstofuhúsnæði í nýlegu og vönduðu húsi við Skipholt. Húsnæðið er tilbúðið til afhendingar. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515-5500 á daginn eða Magnús í síma 557-7797 á kvöldin. Til leigu - til sölu -112 fm Verslunarhúsnæði Til leigu eða sölu er 112 fm verslunarhús- næði í nýlegu og vönduðu húsi við Skipholt. Húsnæðið hentar sérlega vel fyrir sérverslun og/eða heildverslun. Er það tilþúið til notkunar. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515-5500 á daginn eða Magnús í síma 557-7797 á kvöldin. KIPULAG RÍKISINS Mat á umhverfisáhrifum Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993, um mat á um- hverfisháhrifum. Fallist er á urðun úrgangs við Klofning, Flateyrarhreppi, með skilyrðum. Takmarkast urðunarsvæðið við svæði sem skilgreint er í frummatsskýrslu sem 1. áfangi og er um 10.000 m2. Úrskurðurinn er byggð- ur á frummatsskýrslu, unninni af Tækniþjón- ustu Vestfjarða hf., umsögnum og athuga- semdum og svörum framkvæmdaraðila við þeim. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurður skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjöggurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. Auglýsing frá Rannsóknarráði íslands Umsóknarfrestir Vísindasjóðs, Tæknisjóðs og Bygginga- og tækjakaupasjóðs. Rannsóknarráð íslands hefur ákveðið að frestur til umsókna um verkefnastyrki, rann- sóknastöðustyrki og „Tæknimenn ífyrirtæki" i Vísindasjóð og Tæknisjóð verði til 15. janúar 1996. Umsóknarfrestur Bygginga- og tækjakaupa- sjóðs verður til 15. febrúar 1996. Nánari auglýsingar verða birtar 15. nóvem- ber nk. og munu umsóknargögn, eyðublöð og leiðbeiningar verða tilbúnar þá. Rangárvallahreppur Greiðsluáskorun Rangárvallahreppur skorar hér með á gjald- endur, sem hafa ekki staðið skil á: Fasteigna- skatti, lóðaleigu, holræsagjaldi, vatnsgjaldi, aukavatnsgjaldi, sorpgjaldi, fjallskilagjaldi og hundaskatti, álögðum 1995 og fyrr, gjaldfölln- um í október 1995 og fyrr, útsvari, aðstöðu- gjaldi og kirkjugarðsgjaldi vegna 1993 og fyrri ára ásamt verðbótum og dráttarvöxtum, gjald- föllnum í október 1995 og fyrr, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum, fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna ásamt verðbótum og dráttarvöxtum. Hellu, 16. október 1995. Rangárvallahreppur, skrifstofa, Laufskálum 2, Hellu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.