Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 33
MORGÚNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBÉR 1995 33% semi, blandinni hlýju og umhyggju fyrir okkur. Enda þótt við eigum örðugt með að horfast í augu við að hann sé fallinn frá, trúum því vart, er það staðreynd, sem taka verður, en missir okkar er þó smár hjá því sem bekkjarsystirin kæra, Þóra Stein- unn, bömin og aðrir aðstandendur mega þola. Sjálfur hefði Þórhallur, trúr köll- un sinni og ævistarfi, sagt okkur öllum að taka gleði okkar, þetta væru þau vistaskipti, sem fyrir öll- um lægju. Það skulum við kappkosta í minningu hans. Heimir Pálsson. Það var ósköp venjulegur laugar- dagsmorgunn. Eg var að búa mig undir að fara upp í kirkju. Þá hring- ir síminn og mér eru sögð tíðindin, séra Þórhallur er látinn. Snögglega breytist allt. Undarlegur kuldi fer um mig og ég er orðlaus og lamað- ur um stund. Andartak vaknar veik von um að hér sé um einhvern mis- skilning að ræða en miskunnarleysi raunveruleikanns verður ekki flúið. Séra Þórhallur var farinn „heim að gista hina endurleystu jörð“. Þenn- an morgunn var „Orð dagsins" úr Rómveijabréfínu, 14. kafla: „Ef vér lifum, lifum vér Drottni og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyj- um, þá erum vér Drottins." Þetta voru sannarlega huggunarrík orð úr heilagri ritningu, sem ég hafði oft heyrt séra Þórhall lesa á sorgar- stundum, þegar hann flutti boð- skapinn um upprisutrúna og eilífa lífíð í trúnni á Jesúm Krist. Og hér fylgdi hugur máli. Þetta voru ekki dauð orð, heldur lifandi. Sannfær- ing þess sem flutti. Það var köllun- arstarf séra Þórhalls að þjóna í kirkju Krists á gleði- og sorgar- stundum og í predikun hans hljóm- aði ætíð kall til afturhvarfs og iðr- unar. Hann þjónaði kirkju og Kristi af trúmennsku og í trú. Kynni okkar Þórhalls hófust skömmu eftir að hann gerðist sókn- arprestur á Möðruvöllum í Hörgár- dal. Strax skapaðist góð vinátta við þennan hlýja mann og hans góðu fjölskyldu. Seinna, eftir að ég sett- ist í sóknarnefnd Akureyrarkirkju, varð samstarf okkar óhjákvæmi- lega mikið og náið. Allt var það á einn veg. Séra Þórhallur hafði sann- arlega mikið að gefa. Hann var hugmyndaríkur og einstaklega fljótur að átta sig á aðstæðum, ómetanlegur hæfíleiki í starfí, þar sem hluturinir gerast oft óvænt og mikið liggur við að brugðist sé við á réttan hátt. Það var enda mikið til hans leitað með alls konar mál og alltaf tók hann þeim sem til hans leituðu af sömu ljúfmennsk- unni. Gaf sér tíma til að hlusta og reyndi síðan að greiða úr vandan- um. Veit ég að margur fór af hans fundi, glaðari og vonbetri. Vissu- lega var það aðdáunarvert, hvað hann komst yfír að gera. Það var ekki eingöngu af söfnuðurinn á Akureyri nyti krafta hans. Starf hans fyrir kirkjuna á íslandi var einnig mikið. Hann var metnaðar- fullur fyrir hönd kirkjunnar og vildi sækja fram og vinna meira á öllum vígstöðvm. Sjálfur fann ég svo glöggt, að hann mat leikmannas- atrfið mikils og er ég þá ekki síst með í huga það starf, sem ég teng- ist, eða KFUM. Áhugi hans á því starfi og sú uppörvun, sem ég hiaut, verður seint fullþakkað. Þannig hrannast minningarnar upp og er af mörgu að taka eftir þau tæpu 14 ár, sem við fengum að njóta krafta séra Þórhalls. Þetta voru ár mikils starfs og mikilla verklegra framkvæmda en aðalatriðið, var honum engu að síður efst í huga, boðskapurinn um lifandi og uppris- inn frelsara. Og einmitt í öllu ann- ríkinu, komust á vikulegar fyrir- bænastundir, sem hafa verið fastur liður í kirkjustarfínu. Þangað sækir trúfastur hópur, til að lofa Drottinn og biðja fyrir sjúkum og þakka góðar gjafir Guðs, líf og heilsu. Laugardagurinn 7. október var ekki venjulegur dagur. Skuggi hans verður lengi að dofna. En þegar sá dagur var loks að kveldi kominn, fékk ég góða gesti í heimsókn. Okkur fannst viðeigandi að enda daginn með því að „draga orð“ úr öskjunni, sem séra Þórhallur notaði oft. Það var ekki tilviljun, en tákn- rænt, að orðin, sem við „drógum“, voru úr 14. kafla Rómverjabréfsins: Hvort sem vér lifum, lifum vér Drottni... o.s.frv. Þannig endað þessi dagur, eins og hann hófst, með -þessu sterka og óbifanlega fyrirheiti Guðs. Ég vil svo enda þessi fátæklegu kveðjuorð með erindi úr sálmi eftir Bjarna Eyjólfs- son, sem ég veit að séra Þórhalli þótti vænt um: „Ó, Drottinn ég vil aðeins eitt, að efla ríki þitt. Ó þökk að náð sú var mér veitt, sem vakti hjarta mitt. Ég verður Jesús ekki er, að eiga að vera í þínum her, en vinar nafn þú valdir mér, mig vafð- ir blítt að hjarta þér, ó hjálpa mér, að hlýðnast eins og ber.“ Jón Oddgeir Guðmundsson. KRISTINN DANIVALSSON + Sturlaugur Kristinn Dani- valsson fæddist 30. apríl 1932. Hann lést 29. september síðastliðinn í Sjúkrahúsi Suður- nesja, Keflavík, og fór útförin fram 9. október. „SÆLL frændi, hvernig gengur þér með íhaldið?" Þetta ávarp sem mun væntanlega ekki heyrast á næst- unni, kom frá vini mínum Kidda Dan flesta morgna í fyrrasumar „sem þó var ekki frændi minn held- ur konu minnar". Því miður kynnt- umst við ekki svo náið sem varð fyrr en fyrir sex til sjö árum er ég kom til starfa hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur. Hann lét séV mjög annt um mig og mitt fólk og skaut að mér ýmsum hugmyndum, sumum til að létta lundina, öðrum til að nota í starfínu eða pólitíkinni eða þá bara til að segja mér að fara heim. Kristinn Danivalsson var fram- sóknarmaður, það gat ekki dulist neinum nema stutta stund, svo framarlega sem það var í öllu hans tali og tiltektum hvort sem var í gamni eða alvöru. Kaupfélagið var einnig ofarlega í hans huga og fannst honum þar meira skipta mannaval og sanngirni en pólitískar línur. Kiddi var mjög hjálpsamur og hugulsamur maður og var oft ótrú- legt hvað honum datt í hug að reyna að fá í gegn fyrir aðra, en fyrir sjálfan sig sjaldan og trúlega alltof lítið. Hann var mikill dýravinur og þá sérstaklega mikið fyrir kisurnar sínar sem stundum voru margar því engu mátti farga nema vegna slysa og elli. Kiddi talaði oft um að koma á ættarmóti Danivalsættarinnar og hafði mikinn hug á að komast i Laxárdal í Húnavatnssýslu þar sem afí hans bjó á sínum tíma en það komst ekki á, meðal annars vegna heilsuleysis hans. Ég er einn af mörgum sem hann sendi utan áður en maður vissi af og hafði ég þó engan áhuga á utan- landsferðum fyrir þann tíma en Kiddi var einn af fyrstu ferðamála- frömuðum á Suðurnesjum. Ég ætla ekki að fjölyrða um æviferil Kidda, það munu aðrir gera sem þekkja betur til. Jæja frændi, nú munu leiðir skilj- ast um sinn, en við munum hittast aftur, þú með kisurnar þínar og ég með hundana mína, þá verður eflaust líf í tuskunum. Við sendum Mínu og börnum, og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Steindór, Kristín og börn. ARNI VALMUNDSSON +Ámi Valmunds- son fæddist á Akureyri 17. apríl 1923. Hann varð bráðkvaddur hinn 11. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Val- mundur Guðmunds- son vélsmiður á Akureyri, f. 29. júní 1890, d. 1963, og Árnadóttir, júlí 1901, d. 31. ág- úst 1962. Systkini Áma em Anna, f. 9. janúar 1925, maki Eysteinn Árnason, Guðný, f. 17. ágúst 1926, d. 24. janúar 1989, maki Stefán Guðjohnsen (látinn), Einar, f. 28. mars 1928, maki Hallfríður Sigurgeirsdóttir, Hálfbróðir Áma, sammæðra, er Eiður Baldvinsson. Árni kvæntist Önnu Daníelínu Pét- ursdóttur frá Brekkukoti í Svarfaðardal hinn 31. ágúst 1946. Þau eignuðust tvo syni og þeir eru: 1) Árni, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Mar- gréti Þorvarðardóttur og eiga þau tvö böra, Hjalta og Önnu Björk. 2) Valmundur Pétur, matreiðslumeistari, kvæntur Ingibjörgu Ringsted og eiga þau fjóra syni, Baldvin; Ama Má, Pétur Öra og Stef- án Erni. Ami Valmunds- son nam vélsmíði við Iðnskólann á Akureyri og hjá föður sínum og ráku þeir feðgar saman vélaverk- stæði á Akureyri. Eftir lát Valmundar rak Árai vélaverk- stæðið allt til ársins 1971, en þá hóf hann störf hjá Sigl- ingamálastofnun ríkisins sem skipaskoðunarmaður. Síðar varð Árni umdæmisstjóri stofn- unarinnar á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri. Gegndi hann því embætti allt til ársins 1993. Hann gegndi jafnframt ýmsum öðrum störfum. Til nokkurra ára var hann próf- dómari í sveinsprófum í sinni iðngrein, tók þátt í sjóprófum, sá um tjónamat fyrir trygg- ingafélög o.fl. Til margra ára var Árni með umboð og þjón- ustu fyrir Sabb-bátavélar á Is- landi. Útför Árna fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÉG HORFI út um gluggann minn á haustlaufín falla eitt af öðru. Laufin sem virtust ætla að halda sínun hlýja græna sumarlit fram á haustdaga fölnuðu skyndilega og hnigu nú til jarðar hægt og tignar- lega. Fráfall míns kæra tengdaföð- ur, Árna Valmundssonar, bar jafn skjótt að og haustið, sem sveipaði trén í garðinum mínum. Hann sem gekk hress til sinna starfa á degi hveijum og hlúði svo vel að fjöl- skyldunni sinni. Árni var hlýr og góðhjartaður maður sem átti stóran sess í lífí afabarna sinna. Hann var þeim bæði góð fyrirmynd og sannur vinur. Enginn var viðbúinn því að hann yrði hrifinn burt frá okkur svo fyrirvaralaust. Það er fátt um svör og erfitt að hugga lítinn dreng sem segir að nú geti afi ekki lengur lag- að vélina í bátinn. Lítill afastrákur sem var búin að sjá þá fyrir sér, afa, pabba og bræðurna, sigla út á sjó á litla bátnum á góðviðrisdegi næsta sumar. Árni afí var elskuleg- ur og dáður af drengjunum og okk- ur, sem áttum þá gæfu að eiga hann að. Söknuðurinn ristir djúpt. Svo líða tregar sem tíðir. Til eru harmar svo stríðir, að allra þeir kraftanna krefjast. í kraftinum sálimar heijast. (Hulda.) Ég vil fyrir hönd okkar allra þakka Árna fyrir árin öll og bið Guð að blessa minningu hans og gefa Önnu styrk í sorginni. Ingibjörg Ringsted. Árni Valmundarsson, fv. um- dæmisstjóri Skipaskoðunar ríkisins á Akureyri, kvaddi þennan heim snögglega. Vissulega kemur það við þá er til þekkja, þegar fólk í fullu fjöri, þótt komið sé á eftir- launaaldur, er hrifið svo skjótt burt og án viðvörunar. Árni Valmundsson lærði vélsmíði hjá föður sínum í Smiðjunni og lauk síðan prófi frá Iðnskólanum á Akur- eyri, en eflaust hefur hann byijað að fíkta og aðstoða föður sinn strax og aldur hefur gefíð tilefni til. Smiðja Valmundar var til húsa, þar sem nú heitir Smiðjan-veitingahús, í mið- depli höfuðstaðar Norðurlands, Ak- ureyrar. Tímamir breytast og menn- irnir með en Smiðjan þjónar samt þeim er þangað koma enn þann dag í dag, þótt á öðrum vettvangi sé. Árni reisti af framsýni verkstæð- ishús nálægt Slippnum en á þeim tíma var Slippurinn lítið fyrirtæki miðað við það sem hann er nú. Árni flutti starfsemi sína þangað, enda vom miklar vonir og breyting- ar í atvinnulífi á Akureyri á þeim tíma og miðbærinn að taka á sig þá mynd sem hann hefur í dag. Árni rak verkstæðið og um árabil þar til hann tók við starfí hjá Skipa- eftirlitinu 1970/71, sem eftirlits- maður og síðar sem umdæmisstjóri eftirlitsins á Norðurlandi, en því starfí gegndi hann til starfsloka 1994. Árni kvæntist Önnu Pétursdótt- ur, ættaðri úr Svarfaðardal, og eignuðust þau tvo syni, Árna, fram- kvæmdastjóra íslenska lyfjafyrir- tækisins i Vilnius, og Valmund, matreiðslumeistara á Akureyri. All- lengi bjó fjölskyldaní Ránargötunni en kejipti síðan fallegt einbýlishús með góðum garði og möguleika á ræktun tijáa og blóma. Ámi var mjög vandaður maður til orðs og æðis, einn af þeim sem var samkvæmur sjálfum sér og sem maður bar virðingu fyrir. Hann var fastur á skoðunum sín- um um stjórnmál og um menn og málefni. Það var því virkilega gaman að gantast við hann um stjórnmál, landsbyggðarpólitíkina og lífíð yfir- leitt, því við vorum ekki ávallt á sömu skoðun. Þetta gaf umræðun- um gildi þannig að báðir höfðu gaman af. Ég og fjölskylda mín höfum not- ið ríkulega vináttu og gestrisni fjöl- skyldunnar f Ránargötu og Espi- lundi 5 í áratugi, það ber vissulega að þakka og aldrei verður það að fullu þakkað, en þar bar aldrei skugga á. Við Unnur og börn okkar þökk- um vináttuna og samfylgdina og vottum Önnu, Árna, Valmundi og fjölskyldum þeirra, okkar innileg- ustu samuð. Óskar H. Gunnarsson. Á miðju hausti þegar laufin falla af tijánum berst sú harmafregn að fyrrum samstarfsmaður minn Ámi Valmundsson hafí orðið bráðkvadd- ur að heimili sínu. Leiðir okkjtv Áma lágu saman þegar hann gerð- ist skipaeftirlitsmaður hjá Siglinga- málastofnun ríkisins í desember árið 1970. Um það leyti var ég í vinnu hjá Slippstöðinni hf. á Akur- eyri. Seinna þegar ég varð starfsmað- ur sömu stofnunar og Árni, hófst mikil og góð samvinna hjá okkur sem staðið hefur óslitið þar til Árni lét af störfum vegna aldurs í ársbyijun 1994. Allt það sam- starf hefur verið bæði ángæjulegt og gott sem engan skugga hefur borið á. Árni var einstaklega liþtS*- í allri samvinnu, gerði sér far um að finna heppilegar lausnir á þeim málum sem við var að etja hveiju sinni. Störf skipaeftirlitsmanns em bæði flókin og vandasöm. Það fylg- ir því mikil ábyrgð að skoða skip, framfylgja lögum og reglum svo vel sé. Þetta fórst Áma allt saman vel úr hendi enda maðurinn vel að sér í þessum efnum, útsjónarsamur og vandvirkur. Án efa hefur sá bakgrunnur sem hann hafði komið sér vel en hann var vélsmíðameist- ari. Þá iðn mun hann hafa numið af föður sínum sem eins og kunn- ugt var rak eigin vélsmiðju. Mim*í verulegur hluti þeirra verkefna sem þar voru framkvæmdir hafa verið um borð í skipum. Þegar ég var við iðnnám á Akur- eyri kom ég stundum við í vélsmiðj- unni hjá þeim feðgum. Má því segja að það hafi verið upphaf að okkar kynnum. Kynni mín af Árna voru önnur og meiri en í gegnum emb- ættisskyldurnar. Þegar vinnu var lokið gafst stundum tækifæri til að slá á léttari strengi, voru þá ýmis önnur mál rædd sem óskyld vopvy hinu daglega amstri. Árni var maður dagfarsprúður, athugull og yfirvegaður, maður sem ekki skipti skapi þótt á móti blési en reyndi ávallt að gera gott úr öllu. Minningin um góðan félaga er björt og gleymist ekki. Að leiðarlokum vil ég þakka ánægjuleg og góð kynni um leið og ég votta eiginkonu, sonum og öðrum ástvinum hans mína dýpstu samúð. Páll Hjartarson. Fyrir hönd Siglingamála- stofnunar ríkisins og starfsmanna eru hér með þökkuð vel unnin stqrf og samstarf eins og best verður á kosið. Árni var fastráðinn til starfa hjá stofnuninni frá ársbyijun 1971. Áður hafði hann unnið einstök verkefni fyrir stofnunina. Árið 1987 var hann skipaður umdæmis- stjóri Siglingamálastofnunarinnar yfir Umdæmi IV á Akureyri og gegndi því starfi þangað til í febr- úar 1994 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var farsæll í starfí, ákaflega þægilegur í við- móti og vildi allra vanda leysa svo að vel færi. Önnu og fjölskyldunni sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Benedikt E. Guðmundsson siglingamálastjóri. Erfidrvkkjiir Glæsileg kaffi íiiaðboni, faliegir siilir og mjög gód þjónusta Upplvsingar í sima 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LflFTLEIBIR"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.