Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DYRKEYPT UM-
FERÐ ARMENNIN G
BANASLYSUM í umferðinni hefur fækkað hægt og síg-
andi á undanförnum árum. Á árinu 1991 létust 21 í
umferðarslysum, 17 árið 1993 og 12 árið 1994.
Á undanförnum mánuði hafa hins vegar átta einstaklingar
látið lífið í umferðarslysum á vegum landsins. Fyrstu tíu
mánuði þessa árs hefur því umferðin þegar kostað 21 manns-
líf. Síðasta dæmið er hörmulegt umferðarslys á Suðurlands-
vegi þar sem þrir létu lífið.
Mikið hefur verið rætt um stöðu umferðarmála á íslandi
á siðustu vikum. í greinarflokki um tryggingamál í Morgun-
blaðinu síðustu daga hefur m.a. komið fram að umferðarslys
eru mun tíðari hér en í ríkjunum í kringum okkur. Ef miðað
er við fjölda slasaðra, sem fá bætur úr lögboðnum trygging-
um, og þeim jafnað á skráðar bifreiðar má sjá að á Islandi
er einn slasaður á hverjar 50 bifreiðar. í Svíþjóð og Noregi
eru 100 bifreiðar á hvern slasaðan og 125 í Frakklandi.
Þá hefur það komið fram að ein af hverjum þrjátíu bifreið-
um sem tryggðar eru hjá Skandia í Svíþjóð lenda í ábyrgðar-
tjóni en ein af hverjum átta hér á landi.
Þessar tölur segja sína sögu. Þær, ásamt mörgu öðru,
benda til að íslendingar séu kærulausari í umferðinni en
nágrannaþjóðir okkar. Þeim, sem hafa mikla reynslu af
akstri erlendis, blöskrar oft það aga- og tillitsleysi, sem ein-
kennir umferðina á íslandi.
Þetta agaleysi er of dýru verði keypt. Þó að tjón á bifreið-
um hafi mikinn kostnað i för með sér fyrir tryggingataka
fást slík tjón bætt. Varanleg örorka og mannslíf fást hins
vegar aldrei bætt. Við höfum ekki efni á því að banaslysum
fjölgi á ný. íslenska umferðarmenningin verður ekki bætt
með neinum töfralausnum. Það má hins vegar spyrja hvort
ekki verði að byrja á upphafinu og kanna hvort herða eigi
kröfur varðandi umferðarkennslu. I sumum nágrannaríkjum
gilda einnig sérstakar reglur um akstur yngstu ökumann-
anna. Fyrst og fremst verðum við þó ávallt að hafa hugfast
að þegar við setjumst undir stýri öxlum við mikla ábyrgð, á
lífi annarra jafnt sem okkar eigin.
VINNUBRÖGÐ VIÐ
LAGASETNINGU
TVÖ DÆMI hafa komið upp að undanförnu um að mistök
hafi orðið við setningu laga á Alþingi, þannig að áhrif
lagasetningarinnar hafi orðið önnur en ætlað var.
Annars vegar hefur komið fram að makar látinna varaþing-
manna, sem sátu aðeins í fáeinar vikur á þingi, öðlast rétt
til makalífeyris eftir þá svo milljónum króna skiptir. Þrátt
fyrir að komið hafi fram af hálfu forystumanna þingsins að
þetta geti ekki hafa verið ætlunin við lagasetninguna, sem
átti sér stað 1982, hefur ábendingum um mistökin lítt verið
sinnt á undanförnum árum.
Hins vegar hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þing-
maður Þjóðvaka, nú lagt fram frumvarp til að brejrta lögum
um lífeyristryggingar, sem sett voru árið 1993. Afleiðing
lagasetningarinnar hefur orðið sú að lífeyrisþegar, sem fá
endurhæfingarlífeyri eftir sjúkdóm eða slys, missa rétt til
svokallaðra tengdra bóta, sem nema að lágmarki fimmtán
þúsund krónum á mánuði. Heilbrigðisráðherra hefur tekið
undir það með þingmanninum að mistök hafi orðið við laga-
setninguna og það hafi ekki verið ásetningur Álþingis að
svona færi. Hefur heilbrigðisráðherra nú gefið fyrirmæli um,
að þessar greiðslur verði færðar í fyrra horf.
Alþingi er fengið stórt hlutverk í íslenzkri stjórnsýslu,
miðað við það sem víða gerist. Það er meðal annars hlutverk
þingsins að fara rækilega yfir frumvörp og tryggja að lög-
gjöf sé sem bezt úr garði gerð. Mistök af ofangreindu tagi
eru afleitur vitnisburður um það hvernig þingið sinnir þessu
hlutverki sínu. Því miður eru þetta ekki einu dæmin.
Það stingur hins vegar líka í stúf við það mikilvæga hlut-
verk, sem þingið sinnir, hversu illa er búið að því hvað varð-
ar sérfræðistuðning við einstaka þingmenn og við þingnefnd-
ir, sem gegna því hlutverki að skoða mál ofan í kjölinn. Sér-
hæft starfslið Alþingis er hlutfallslega mun fámennara en á
flestum þjóðþingum í nágrannalöndunum.
Löggjöf er á mörgum sviðum orðin afar sérhæfð og tækni-
leg. Það er ekki hægt að ætlast til að þingmenn hafi þá sér-
fræðiþekkingu, sem þarf til að greina allar misfellur í laga-
frumvörpum. Fámennt starfslið þingsins sinnir starfi sínu
af samvizkusemi og dugnaði, en er ofhlaðið störfum. Þing-
menn, og sérstaklega þingnefndirnar, þurfa á fleiri vel mennt-
uðum og hæfum sérfræðingum að halda til að geta sinnt
hlutverki sínu sem bezt.
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 27
100 þúsund kr. á ári fyrir pakka á dag#Fjórðungur 16 ára pilta reykir#Unglingar byrja helst að reykja á sumrin#Hvað
geta foreldrar gert?#„Fullorðinslegri“ busar með sígarettu • Forvarnastarf dropi í hafið#Ólöglegt fíkniefni fyrir börn#
Unnið við að ala
upp reyklausa kynslóð
VIÐ byijum samtalið á að
ræða um forvarnarstarf
skólanna sjálfra. Þau
nefna, að í skólum á höf-
uðborgarsvæðinu sé kennt Lions
Quest námsefni, eða tilverukennsla,
eins og það kallast. Þar sé komið inn
á reykingar, en til þess séu aðeins
ætlaðar tvær kennslustundir. Áhuga-
samir kennarar nálgist hins vegar
oft ítarefni hjá Krabbameinsfélaginu
og leggi þá aukna áherslu á þann
þátt, á kostnað annarra. Slíkt ítar-
efni safnist smám saman upp á bóka-
söfnum skólanna.
Þá segja þau að í kennslubók í líf-
fræði sé fjallað um reykingar og
áhrif þeirra á lungun. Þar sé því lögð
áhersía á skaðleg áhrif reykinga á
líkamann, en ekki sé um beinar for-
varnir að ræða. Á vegum skólakerfis-
ins sjálfs, þ.e. í því námsefni sem
öllum nemendum er ætlað að læra,
sé ekki um frekari fræðslu að ræða.
„Heilsugæslan á að vinna gegn
reykingum og aðstoða fólk við að
hætta að reykja," segir Ingileif.
„Hins vegar þykir mér skorta tölu-
vert upp á að heilsugæslan í skólun-
um sinni þessu hlutverki. Þar er oft
lögð megin áhersla á sömu mæling-
arnar og undanfarna áratugi, þ.e.
mælingar á heyrn og sjón. Yngri
skólahjúkrunarfræðingar hafa hins
vegar svarað kalli tímans og lagt
meiri áherslu á tóbaksforvarnir og
kynfræðslu. Þá kemur hins vegar
stundum upp sú staða, að sums stað-
ar vilja kennarar ekki að skólahjúkr-
unarfræðingar sinni þessum þætti,
þar sem það skarast við þeirra verk-
svið.“
Þorvarður segir að með því að
kalla fulltrúa Krabbameinsfélagsins
til fræðslustarfa innan skólanna sé
tryggt að samræming sé í fræðsl-
unni, auk þess sem starfsmenn
Krabbameinsfélagsins hafi kynnt sér
tóbaksvarnir sérstaklega og fylgist
með öllum nýjungum á því sviði.
Þannig verði meiri festa í fræðsl-
unni. Hins vegar hafi Krabbameins-
félagið eitt ekki bolmagn til að sinna
þessu hlutverki sem skyldi, enda sé
rekstur þess háður fijáisum framlög-
um, ágóða af happdrætti og styrk
frá sveitarfélögum. Fleiri þurfi að
leggja hönd á plóginn.
Forvamir hjá 11-15 ára
Forvarnarstarf Krabbameinsfé-
lagsins byijaði af fullum krafti fyrir
20 árum. Þá voru tóbaksauglýsingar
enn leyfðar innan dyra hér á landi,
til dæmis í verslunum. Talað var um
fræðslustarf Krabbameinsfélagsins
sem herferð og það vakti mikla át-
hygli. „Börnin voru sjálf þátttakend-
Eitt hlutverka Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur er tóbaksvamir í grunnskólum. Ragnhild-
ur Sverrisdóttir ræddi við þau Þorvarð Öm-
ólfsson, framkvæmdastjóra félagsins, Hrund
Sigurbjömsdóttur, fulltrúa framkvæmdastjóra
og fræðslufulltrúana Guðna Bjömsson og
*
Ingileif Olafsdóttur, en á herðum fjórmenning-
anna hvílir barátta Krabbameinsfélagsins
gegn reykingum.
Heilsugæsla
skólum ekki
nógu virk
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORVARÐUR Örnólfsson, Ingileif Ólafsdóttir, Guðni Björnsson
og Hrund Sigurbjörnsdóttir.
ur í baráttunni og þá var hún að því
leyti auðveldari, að óvinurinn var
sýnilegri í þessum auglýsingum,"
segir Þorvarður. „Þar er ég auðvitað
ekki að mæla auglýsingum bót, því
þær hafa mjög skaðleg áhrif.“
Nú er forvarnarstarfi Krabba-
meinsfélagsins i skólunum þannig
háttað, að byijað er hjá 11 ára börn-
um og þeim fylgt eftir til 15 ára ald-
urs, eða til loka grunnskólans. Að-
spurður kveðst Guðni telja, að ekki
' sé ástæða til að byija fyrr. „Ellefu
ára börn eru mjög andsnúin tóbaks-
reykingum, þeim finnst þær ógeðs-
legar og óhugsandi að þau byrji
nokkurn tímann að reykja. Þau eru
því mjög móttækileg fyrir fræðslu
og því er óþarfi að fara neðar í aldri.
Hins vegar má herða áróðurinn. Þá
fræðslu, sem nú er ætluð 8. bekk,
eða 13 ára krökkum, mætti gjarnan
færa niður i 7. bekk.“
En hvers vegar byija börn og ungl-
ingar að reykja, þrátt fyrir sannfær-
ingu á unga aldri um að slíkt ætli
þau aldrei að gera og þrátt fyrir þá
fræðslu sem þau fá?
Ýmsar ástæður eru nefndar fyrir
reykingum unglinganna, áhrif frá
félögum og öðrum í nánasta um-
hverfi. „Unglingum er hættast við
að bytja að reykja á sumrin, til dæm-
is byija mjög margir þegar stórir
hópar unglinga hittast í unglinga-
vinnunni," segir Hrund. „Annar
hættutími er þegar framhaldsskóiinn
byijar. Það virðast margir 16 ára
unglingar ímynda sér að þeir verði
fullorðinslegri busar ef þeir reykja.
Ef unglingur er hins vegar ekki byij-
aður að reykja 19 ára, þá eru litlar
líkur á að hann verði tóbakinu að
bráð. Það eru því aðeins nokkur ár,
þar sem vandinn er mestur."
Fjórmenningarnir segja að for-
vamarstarfið geti aldrei skilað fullum
árangri eitt sér og sé nánast eins og
dropi í hafið á meðan áreitin sé að
finna alls staðar annars staðar. Sem
dæmi um slíkt nefna þau að þrátt
fyrir að auglýsingar séu bannaðar
hér á landi, þá sjái krakkar þær víða,
til dæmis i erlendum tímaritum. Mjög
margt vinni gegn því viðhorfi að það
sé ekki flott að reykja.
Bjórinn er einnig nefndur sem
áhrifavaldur. Rannsóknir hafa sýnt
öflug tengsl á milli áfengisneyslu
unglinga og tóbaksneyslu þeirra.
Þorvarður segir það hafa
komið fram, að drykkja
unglinga, sérstaklega
drengja, jókst þegar bjór-
inn var leyfður. í könnun-
um Krabbameinsfélagsins
og héraðslækna á reyking-
um grunnskólanema sjáist glöggt,
að reykingar 14-16 ára hafi einnig
aukist. „Unglingi sem hefur ekki
reykt og fer að nota áfengi verður
þá hættara við að fá sér sígarettu,
það slaknar á árvekninni."
Foreldrar axla ekki ábyrgðina
Það ber á því í máli fjórmenning-
anna, að þeim þyki foreldrar stundum
varpa af sér ábyrgðinni á reykingum
barna sinna. Ekkert reykjandi for-
eldri sé sátt við að barn þess byiji
að reykja, en sjálft sé það slæmt
fordæmi. „Þá er eins og fólk átti sig
ekki á að tóbak er ólöglegt fíkniefni
fyrir börn undir 16 ára aldri. Það er
ólöglegt að selja svo ungum börnum
tóbak, en því banni er ekki nægilega
framfylgt.“
Hrund bætir við að Krabbameins-
félaginu hafi borist ábending frá
skóla, en foreldrar barnanna í skól-
anum voru óánægðir með að börn
þeirra gætu keypt tóbak í hverfinu.
„Krabbameinsfélagið er ekki eftirlits-
aðili með slíku, heldur heilbrigðiseft-
irlitið. Foreldrar geta sjálfir kannað
hug verslunarmanna í hverfinu til
þessa máls, en ekki varpað af sér
allri ábyrgð og bent á Krabbameins-
félagið, eða aðra sem vinna að for-
vörnum."
Ingileif segir að það hljóti að vera
mikilvægast i hugum þeirra, sem vilja
ala upp tóbakslausa kynslóð, að velta
fyrir sér hvað þeir geti sjálfir gert.
„Við vitum dæmi um að _____________
unglingar yngri en 16 ára Aukin drykkja
fá ekki aðeins keypt tóbak
heldur munu þau einnig
hafa fengið það skrifað.
Slíku ættu foreldrar að vita “
af og það er þeirra að gripa i taum-
ana. Og þegar reykingar á skólalóð
eru bannaðar og nemendum gert að
fara út af lóðinni til að reykja, þá
gengur ekki að kennarinn komi inn
í skólastofuna og leggi af honum
reykjarstybbuna eftir frímínútur á
kennarastofunni. Áróður slíks kenn-
ara gegn reykingum verður seint trú-
verðugur."
ýtir undir
reykingar
Ingileif segir að sívaxandi fjöldi
þeirra vinnustaða, sem eru reyklaus-
ir, skipti miklu máli. „Þegar ungling-
ar starfa hjá slíkum fyrirtækjum, til
dæmis i sumarvinnu, þá fá þeir skýr
skilaboð um að reykingar liðist ekki.
Nú eru reyklausir vinnustaðir rúm-
lega eitt þúsund og bætist sífellt við.
Áhrifamest er þó að sjálfsögðu ef
foreldramir sjálfir hætta
að reykja og gefa þannig
gott fordæmi."
Að sögn fjórmenning-
anna eru félagsmiðstöðvar
famar að sýna fræðslu um
skaðsemi tóbaks meiri
áhuga en áður. Sumar félagsmið-
stöðvar séu reyklausir vinnustaðir og
þannig séu starfsmenn unglingunum
fyrirmynd. Hins vegar séu einnig
dæmi þess að unglingum á dansleik
í félagsmiðstöð hafi verið hleypt út
undir bert loft með ákveðnu millibili,
svo þeir gætu reykt. Það sé ólíðandi
að þeir, sem starfi að æskulýðsmál-
um, leggi þannig reykingum ungling-
anna lið.
Frelsi til að se^ja fíkniefni
Frumvarp til nýrra tóbaksvarna-
laga náði ekki afgreiðslu á þingi sl.
vor. Hmnd segir, að ýmsar breyting-
ar hafi verið gerðar á framvarpinu,
sem hefur verið sjö ár í smíðum og
í raun hafi heilbrigðisnefnd þingsins
tekið undir nær allar breytingatillög-
ur Verslunarráðs á frumvarpinu.
Þannig hafi nefndin til dæmis fallið
frá tillögum um að tóbak ætti ekki
að vera sýnilegt í verslunum og tób-
akssala einskorðuð við matvöraversl-
anir, sælgætisverslanir og veitinga-
og gististaði.
Þá hafí Tóbaksvarnarnefnd gert
að tillögu sinni að bannað væri að
selja unglingum undir 17 ára aldri
tóbak, í stað þess að miða við 16 ár,
eins og nú er. Aðrir hafi viljað miða
við 18 ár. Framvarpið miði hins veg-
ar enn við 16 ára aldurstakmark og
þannig sé ekki unnið að því tak-
marki, að enginn grannskólanemi
geti keypt tóbak.
_________ Ingileif segir að nefndin
hafi komið aftan að þeim
sem starfi að forvörnum.
Nefnd með þessu nafni
hefði átt að taka á málum
“““™“" á annan hátt.
Þorvarður telur nefndina hafa far-
ið offari við að reyna að sætta sjónar-
mið, svo frumvarpið yrði að lögum
og jafnvel tekið undir kvartanir
Verslunarráðs og tóbaksumboðs-
manna um „óeðlilegar hömlur á at-
vinnufrelsi". „Tóbak er lífshættulegt
fíkniefni og því er undarlegt að heyra
talað um nauðsyn frelsis í viðskiptum
með tóbak.“
10 ára
^-Drengir
10 1-1*
U 0,5*
74 78 '82 '86 '90 '94
Reykingar
10-16 ár
barna og
unglinga í
Reykjavík
1974-94
50%
40-
30-
20
11 ára
Drengir
74 78 '82 '86 '90 '94
74 78 '82 '86 '90 '94
Drengir
74 78 '82 '86 '90 '94
vJU /0 15 ára
40 33,6* ^— Stúlkur
dU \h. 19,6* V+ 16,2*
Drengir-^%:
1U :
U '74 78 '82 '86 '90 '94
74 78 '82 '86 '90 '94
Reykingar unglinga
hafa aukist á ný
KRABB AMEIN SFÉL AG
Reykjavíkur og héraðslæknar
hafa kannað reykingar barna
og unglinga í öllum skólum
borgarinnar á fjögnrra ára
fresti frá 1974.
í nýjustu könnuninni, sem
gerð var í fyrra, kom í ljós mik-
il aukning á reykingum 16 ára
drengja. 25,6% þeirra reyktu
daglega í fyrra, en árið 1990
reyktu 10,7% daglega. Aukning
varð einnig hjá 14 og 15 ára
drengjum, þó ekki væri hún jafn
mikil.
Fjórtán ára stúlkur reyktu
minna í fyrra en jafnöldrur
þeirra fjórum árum fyrr. Dag-
'lega reyktu hins vegar 19,6%
15 ára stúlkna, miðað við 13,2%
árið áður, en daglegar reyking-
ar 16 ára stúlkna stóðu nánast
í stað.
Nokkuð algengt virðist vera
að unglingar reyki ekki reglu-
lega, heldur til dæmis aðeins um
helgar. Þegar allar reykingar
voru taldar með reyktu 31,1%
16 ára drengja, en 16,3% árið
áður.
Það vekur athygli I könnun
þessari að reykingar yngstu
barnanna, þ.e. 10-13 ára, hafa
minnkað jafnt og þétt frá því að
byrjað var að gera kannanir af
þessu tagi. Aldurshópurinn 14-16
ára sækir hins vegar í sig veðrið.
Leitað til þeirra sem
umgangast unglinga mest
Krabbameinsfélagið brást við
niðurstöðum könnunarinnar
með því að hafa samband við
ýmsa, sem starfa með og um-
gangast unglinga.
Þjálfurum íþrótta- og ung-
mennafélaga um land allt var
skrifað og þeir hvattir til, að
beita áhrifum sínum til að koma
í veg fyrir að börn og unglingar
byijuðu að reykja.
Einnig var þess farið á leit
við foreldrafélög að þau beittu
sér eftir megni fyrir tóbaks-
vörnum.
Þá var tekið upp samstarf við
Vinnuskóla Reykjavíkur og
nokkrir reyklausir vinnuhópar
verðlaunaðir.
Enn fremur lét félagið gera
þijá flokka af stuttum áróðurs-
myndum gegn tóbaki til birting-
ar sem innskotsefni í sjónvarpi
og fékk til þess m.a. framlag af
fé sem safnað var í þjóðarátaki
gegn krabbameini 1990 og styrk
frá Tóbaksvarnarnefnd.
f fyrsta flokknum komu fram
sjónarmið fjórtán þekktra ís-
lendinga sem reykja ekki, mest
listamanna og íþróttamanna. í
öðrum flokknum eru nokkrar
leiknar myndir um mismunandi
hliðar reykingamála, sérstak-
lega miðaðar við ungt fólk og í
þeim þriðja lýsa ungar stúlkur
í fyrirsætuskóla skoðunum sín-
um á reykingum.
Morgunblaðið/Ásdís
Einn pakki
á dag
►ÞAÐ kostar 97.455 krónur
á ári að reykja einn pakka af
sígarettum á dag. Unglingur,
sem byijar að reykja 14 ára
og reykir einn pakka á dag,
hefur eytt 292.365 krónum
þegar hann kemst á bílprófs-
aldurinn, 17 ára. Reyki hann
ekki, en ávaxti þess í stað
upphæðina, þá stendur hann
óiíkt betur að vígi en reykj-
andi jafnaldri, vilji hann eign-
ast eigin bifreið. Reykinga-
maðurinn eyðir rúmum 8 þús-
und krónum í sígarettur á
mánuði, en sá sem ekki reykir
hefur þeim mun rýmri fjárráð
til að reka bílinn. Á annarri
myndinni eru hljómflutnings-
tæki, geisladiskar, leikjatölva,
leikir og sjónvarp, fyrir sam-
tals 97.455 krónur, í verslun
Japis í Kringlunni. Sömu upp-
hæð kostar að reykja einn
pakka af sígarettum á dag í
eitt ár. Hin myndin, sem tek'm
er í Sportkringlunni í Kringl-
unni, sýnir útivistarvörur fyr-
ir 97.455 krónur.
ILÖGUM um tóbaksvamir er sérstaklega kveð-
ið á um það í 8. grein að tóbak megi ekki
selja einstaklingum yngri en 16 ára. Brot
gegn ákvæðinu varða sektum, en „fella má refs-
ingu niður ef málsbætur eru miklar“, eins og
segir í viðurlagakafla laganna.
Embætti ríkissaksóknara gefur út leiðbeiningar
um sektarupphæðir vegna algengra brota, s.s.
brota á umferðarlögum eða lögum um meðferð
ávana- og fíkniefna. Hjá embættinu er hins vegar
ekki að finna neinar leiðbeiningar um sektarupp-
hæð, selji einhver barnj eða unglingi, undir 16
ára aldri, tóbaksvörur. Ástæða þess er sú, að lit-
ið er á brot gegn 8. grein sem „sjaldgæft brot“
á sérlögum. Sú skilgreining byggir hins vegar á
því, hve sjaldan mál sem þessi koma til kasta
yfirvalda, en ijölmargir viðmælendur Morgun-
blaðsins eru hins vegar sammála um að brotið
Láta for-
eldrar sér
fáttum
finnast?
sé algengt. Lagagreininni sé hins vegar ekki
framfylgt.
Það er í verkahring heilbrigðisfulltrúa að hafa
eftirlit með því að bann við sölu tóbaks til barna
yngri en 16 ára sé virt. Halldór Runólfsson, for-
maður Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa,
segir að það starf hafi fremur verið í formi fyrir-
byggjandi aðgerða.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
„Við höfum dreift miðum og veggspjöldum til
kaupmanna, þar sem vakin er athygli á þessu
banni. Miðana hafa kaupmenn svö afhent börnum,
sem eru til dæmis að kaupa tóbak fyrir foreldr-
ana.“
Halldór segir að erfitt sé að sannreyna hvort
kaupmenn hafi gerst brotlegir. „Fyrir mörgum
árum var gerð tilraun í bæ á landsbyggðinni. Þar
voru hins vegar notaðar tálbeitur, unglingar sem
ekki voru orðnir 16 ára. Þeir fengu keypt tóbak
og þá var gerð athugasemd við kaupmanninn.
Þessi aðferð var hins vegar mjög umdeild, enda
vafasamt hvort hún stenst lög.“
Halldór segir að helsta ástæða þess, að eftirlit
hafi ekki verið sem skyldi, sé að engir peningar
séu ætlaðir til þess. „Sú hugmynd kom upp, þeg-
ar unnið var við frumvarp að nýjum tóbaksvarna-
lögum, að menn þyrftu að kaupa sér
leyfi til að selja tóbak og það fé sem
þannig fengist yrði notað til eftirlits.
Nú er óvíst hvað verður, en vissulega
væri mjög jákvætt ef ákveðinn tekju-
póstur fengist."
Aðspurður kvaðst Halldór álíta að
unglingar ættu hvorki greiðari né tak-
markaðri aðgang að tóbaki nú en fyrir
nokkrum árum. „Ástandið hefur lítið breyst og
enn er mjög óalgengt að unglingar séu krafðir
nafnskírteinis. Mér finnst líka að foreldrar æjiu
að huga að þessu. Nú hljóta þeir að spyija sig
hvar börnin fá sígaretturnar, en við höfum ekki
fengið eina einustu ábendingu frá þeim. Við mynd-
um fagna aukinni samvinnu við foreldra og ræða
við þá kaupmenn, sem bent væri á,“ sagði Hall-
dór Runólfsson.
Sjaldgæft
að krafist sé
skilríkja
Orðsending til foreldra
Tóbaksvarnanefnd, Kaupmannasam-
tök íslands, Kaupfélögin og Hollustu-
vernd ríkisins gáfu út orðsendingu, sem
afgreiðslufólki er ætlað að afhenda, til
dæmis ef böm eru 'send í verslanir til
að kaupa tóbak fyrir foreldra. í orðsend-
ingunni er vakin athygli á að hér á landi
sé alveg bannað að selja börnum tóbak, séu þau
yngri en 16 ára. Slíkt bann sé víða annars staðar
í lögum, til dæmis í Noregi og Finnlandi og Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunin hafi hvatt öll aðild-
arríki sín til að lögfesta það.
Tilgangurinn með að banna að selja börnum sé
einkum:
• að girða fyrir að börn kaupi tóbak til eigin
nota og draga þannig úr hættu á að þau byiji að
reykja.
• að létta af börnum þeirri raun að þurfa að að-
stoða við tóbakskaup foreldra sinna og annatna
sem þau kysu helst að neyttu ekki tóbaks.
• að draga úr hættu á að börnin venjist því að
kaupa og umgangast þetta skaðlega ávanaefni
eins og nauðsynjavaming.
í orðsendingunni segir, að í samræmi við þenn-
an tilgang sé bannið með öllu undantekningar-
laust. Þ6 að barnið flytji skilaboð um að það eigi
að kaupa tóbakið fyrir einhvem fullorðinn, þá sé
ólöglegt að veita þvi afgreiðslu.