Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 13 LANDIÐ Rætt um nýja möguleika til tekjuöflunar á aðalfundi Landverndar á Flúðum Fræðsla og kynning uppistaðan í starfinu Morgunblaðið/Sig. Jóns. Á AÐALFUNDI Landverndar var fundarmönnum skipt í hópa sem fóru um nágrennið og könnuðu fjölbreytileika náttúrunn- ar. Einn hópurinn fór m.a. í könnunarferð meðfram læk í ná- grenni við sundlaugina á Flúðum. Selfossi - Auður Sveinsdóttir, for- maður Landverndar, lýsti vonbrigð- um á aðalfundi samtakanna á Flúð- um um helgina yfir því að ekki hefði náðst samkomulag við kaupmenn um pokasjóðinn. í skýrslu stjórnar Landverndar kemur fram að á sex ára tímabili hefur pokasjóðurinn úthlutað 100 milljónum króna til ýmissa verkefna og mótframlag styrkþega í vinnu, tækjum, efni og fleiru er um fjór- föld þessi upphæð. Sjóðurinn hefði því gegnt mikilvægu hlutverki í efl- mgu náttúruverndar og uppgræðslu. í ársskýrslunni kemur einnig fram að það er alvarlegt fjárhagslegt áfall fyrir Landvernd að missa svo mikil- vægan tekjustofn sem framlögin í pokasjóðinn voru. Samningurinn um pokasjóðinn tók gildi 1989 en var sagt upp 31. október sl. Forsvarsmenn samtakanna leggja áherslu á að finna þurfi nýja tekju- möguleika fyrir samtökin og nefna samstarfssamninga við fjársterka aðila og fyrirtæki í því sambandi. Áhersla á að ná samkomulagi Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar, sagði að stjórnin hefði lagt áherslu á að ná samkomulagi við kaupmenn en ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir aðstoð ýmissa aðila. Hún sagði að erfitt hefði verið að fá óánægju kaupmanna skil- greinda öðruvísi en að þeir vildu sjálfir stjórna ráðstöfun íjárins úr sjóðnum. Hún sagði að Landvernd hefði gert tillögur um að stofnaður yrði umhverfissjóður verslunarinnar og Landverndar með stjórn þar sem báðir aðilar ættu jafnan hlut en skip- aður væri oddamaður, sérstök stefna væri mótuð í sambandi við að aug- lýsa verslunina og þátt kaupmanna í samstarfinu og að úthlutunarstefna yrði endurskoðuð og áhersla lögð á stóra en fáa styrki. Hún sagði að aldrei hefði fengist svar við þessum tillögum sem lagðar hefðu verið fram skriflega 30. ágúst 1994. Auður lagði áherslu á að megin- verkefni komandi ára væri að marka ákveðnari stefnu í náttúru- og um- hverfismálum jafnframt því að tryggja samtökunum nýja tekju- stofna. Hún sagði að pokasjóðurinn hefði verið mikii lyftistöng fyrir nátt- úru- og umhverfismál í landinu og ekki síður fyrir starfsemi samtak- anna. Hún sagði ljóst að umsvif sam- LANDVERND var tilnefnd til umhverfisverðlauna Norður- landaráðs og úr hópi 69 tilnefn- inga var Landvernd meðal 12 að- ila sem sérstök dómnefnd valdi, að því er fram kemur í ársskýrslu Landverndar. Ákvörðun um verðlaunaveitingu takanna myndu minnka. Hún kvaðst hins vegar sjá fyrir sér að samtökin leituðu eftir samstarfssamningum við fyrirtæki og fjársterka aðila um náttúru- og umhverfisvernd sem báðir aðilar hefðu hag af. „Með slíkum samningum geta margir spennandi möguleikar opnast bæði fyrir nýjum hugmyndum og ekki síst gagnkvæmum skilningi á náttúru- og umhverfisvernd," sagði Auður Sveinsdóttir. Fé nýtist betur hjá áhugaaðilum í máli formannsins kom einnig fram að hún kvaðst fagna því fyrir hönd Landverndar og annarra áhugasamtaka að það færðist í vöxt að þess væri geti í markmiðssetn- ingu opinberra aðila að leita skyldi til áhugafélaga um framkvæmd ýmissa þátta er lúta að umhverfis- málum enda yrði slíkum aðilum oft- verður tekin á fundi í Kaupmanna- höfn 23. október en verðlaunaaf- hending fer fram á fundi Norður- landaráðs í Finnlandi í nóvember. „Þessi tilnefning er mikill heiður fyrir samtökin og hvatning í starf- inu framundan," segir meðal ann- ars í ársskýrslunni. ast meira úr fé til framkvæmda. Þessu bæri að fagna en því miður fylgdu athafnir ekki orðum í þessum efnum. Ástæðunnar væri helst að leita í kerfislægri fyrirstöðu meðal embættismanna. „Reyndar nefndi forsætisráðherra í stefnuræðu nú á dögunum að efla beri samskipti við áhugamannasam- tök og þeim skyldu falin margvísleg verkefni og gefur það vonandi von um breytt -og betri vinnubrögð," sagði Auður meðal annars í ávarpi á aðalfundi Landverndar. Áhersla á útbreiðslustarf í ársskýrslu stjórnar kemur fram viðamikið starf samtakánna og mik- il áhersla á útbreiðslustarf en sam- tökin starfrækja umhverfisfræðslu- setur í Alviðru undir Ingólfsfjalli. Umhverfiskennari þar heimsótti 24 bekkjardeildir á höfuðborgarsvæð- inu og ræddi við 601 ungling um umhverfismál. Þá stóð Landvernd fyrir fræðslu- dögum í Alviðru nú í haust um fjöl- breytileika náttúrunnar. Aðsókn að fræðslusetrinu í Alviðru hefur farið vaxandi ár frá ári. 1994 voru gestir 1.230 en í ár er ljóst að gestir verða hátt í 1.600. Alviðra er sameign Landverndar og Árnessýslu en Landvernd hefur fjármagnað rekstur fræðslusetursins þar. Rík samtök I ársskýrslunni er bent á að staða Landverndar sé góð þrátt fyrir það áfall sem pok'asjóðurinn varð fyrir. Ríkidæmi Landverndar felist í því að 60-70 aðildarfélög standi að samtökunum sem öll vinna að nátt- úru- og umhverfisvernd, hvert með sínum hætti en sameinast í áhuga- samtökum um að efla málaflokkinn. Fullyrða megi að 90% af þjóðinni 'séu með einum eða öðrum hætti aðilar að Landvernd í gegnum ein- hvern félagsskap. Tilnefnd til norrænna umhverfisverðlauna Súrar lappir eru herramannsmatur Þórshöfn - Haustverkunum fer senn að Ijúka þetta árið og slátur- tíð að verða búin. Fé virðist ekki vera vel fram gengið eftir sumar- ið því fallþungi var nokkru minni en í fyrra að sögn bænda í Þistil- firði. Sláturgerð er víða í hávegum höfð og dæmi um að myndarleg- ustu húsmæðurnar taki allt upp í fimmtíu slátur án þess að blása úr nös enda er það ódýr og góður matur, að flestra dómi. Matarvenjur fólks hafa breyst í gegnum tíðina og sumir hlutar sauðkindarinnar eru ekki lengur eins algengur matur og áður fyrr. Kindalappir eru dæmi um slikan mat en mörgum þykir þær vera herramannsmatur, einkum súrs- aðar á meðan öðrum býður við þeim. Hér á Þórshöfn er enn haldið í gamla siði og niatarvenjur eins og sjá mátti á gráum haustdegi fyrir skömmu. Þórður G. Þórðarson, sem er fæddur og uppalinn á Sauðanesi á Langanesi, sat þá fyrir utan bílskúrinn sinn og var að svíða rúmlega hundrað iappir. „Þetta er mikið verk og seinlegt, “ sagði Þórður, „en ég er alinn upp við þetta og finnst það gaman, þetta er líka herramannsmatur." Lapp- irnar eru borðaðar bæði nýjar og súrsaðar og fótasultan er hreinasta sælgæti, að sögn Þórð- ar. Á þessu má sjá að nú til dags er sauðkindin ekki lengur nýtt eins vel til matar eins og áður fyrr og matvendni í krökkum er sífellt meira vandamál. Fréttarit- ari benti börnum á þessa stað- reynd en eina andsvarið frá þeim var að pizzutilboð væri á Hafnar- barnum i kvöld! Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir ÞORÐUR G. Þórðarson að svíða hundrað lappir. Veturinn kominn á Fjarðarheiði Seyðisfirði - Á laugardag og að- faranótt sunnudags gerði mikið norðaustan áhlaup á Austfjörðum. Endurvarpsstöð Ríkisútvarpsins bil- aði í nokkrar klukkustundir á laug- ardagskvöld þannig að víða náðust ekki útsendingar ríkissjónvarps né fm sendingar Ríkisútvarpsins. Mikið hvassviðri og snjókoma var á Fjarðarheiði og lentu vegfarendur þar í vandræðum. Björgunársveitin Isólfur á Seyðisfirði þurfti að koma fólki í að minnsta kosti sex bifreiðum til aðstoðar svo það kæmist til byggða. Að sögn Guðjóns Sigurðs- sonar hjá ísólfi voru flestir bílarnir sem lentu í vandræðum aðeins búnir til sumaraksturs. Nokkra bíia þurfti að skilja eftir á heiðinni, en ekki er vitað til að veðurofsinn hafí valdið skaða á fólki né mannvirkjum. Ný stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Samþykki Reykjanesbæjar vegnr meira en hinna Grindavík - Aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lauk með kosningu nýrrar stjórnar til næsta aðalfundar í félagsheimilinu Festi í Grindavík á laugardaginn. Stjórnina skipa nú fimm menn í stað sjö áður þar sem Reykjanesbær verð- ur með einn fulltrúa í stað þriggja á síðasta starfsári. Þetta er í samræmi við breytingar á lögum sambandsins sem voru sam- þykktar á laugardaginn. Þar eru breytingarnar helstar að nafnið Reykjanesbær kemur inn í stað Keflavíkur-Njarðvíkur og Hafna. Sambandsfundir sem voru haldnir ársfjórðungslega verða nú tveir. Þá var samþykkt tillaga sem segir að samþykktir stjórnar SSS, sem eru íjárhagslegs eðlis, þurfa samþykki meirihluta stjórnar, ásamt samþykki fulltrúa þeirra aðila sem bera meiri- hluta kostnaðar við rekstur sam- bandsins hveiju sinni, að öðru leyti ræður einfaldur meirihluti. Þarna þykir ljóst að samþykki Reykjanesbæjar eins vegur meira en allra hinna til samans þegar kemur að fjárhagslegum ákvörðunum í krafti meirihlutaeignar. Þá var því beint til stjórnanna að haga for- mannskjöri á þann veg að fulltrúi frá Reykjanesbæ verði formaður annað hvert ár. Staðið verði við samning Ein ályktun var afgreidd á fund- inum sem ítrekar skýra afstöðu sveitastjórnarmanna á Suðurnesjum um að staðið verði í öllu við samning um D-álmu við Sjúkrahús Suður- nesja sem undirritaður var í apríl sl. Fundurinn faldi síðan nýrri stórn að óska nú þegar eftir fundi með fjár- málaráðherra um málið. Morgunblaöid/Frímann Ólafsson STJORN Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum næsta ár. Tal- ið f.v.: Hallgrímur Bogason Grindavík, Sigurður Jónsson Garði, Drífa Sigfúsdóttir Reykjanesbæ, Jón Gunnarsson Vogum og Oskar Gunnarsson Sandgerði. Ný stjórn SSS var kjörin á fund- Óskar Gunnarsson. Stjórnin mun inum og skipa hana Hallgrímur velja fonnann úr sínum röðum á Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa fyrsta fundi í stað þess að hann hef- Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson og ur verið ákveðinn á aðalfundi áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.