Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 17 ERLENT 28 særast í áttunda sprengjutilræðinu í Frakklandi Særðir farþegar gengu kíló- metra í dimmum göngunum París. Reuter. ^ * SPRENGJUTILRÆÐII PARIS Tuttugu og átta særöust þegar sprengja sprakk í neöjanjaröariest í miöborg Parísar St-Michel <í%***^. Sjö féllu og 86 særðust þegar .. fyrsta sprengjan sprakk Musee ^ hér þann 25. júli g^d'Orsay stöðin Sprengjan sprakk milli lestarstöðvanna Saint-Michel og Musée d'Orsay á C-leið RER-lestakerfisins. Sprengjuherferð heittrúarmanna 25. júlí: Sprengja springur við Saint-Michel, sjó láta lífið og 86 særast 17. ágúst: Sautján særast er sprengja springur við sigurbogann. 26. ágúst: 25-kílóa sprenja er komið hafði verið fyrir við Lyon springur ekki. 3. sept.: Fjórir særast í sprengingu við Bastillutorg 4. sept.: Lögregla gerir óvirka sprengju er fannst við almenningssalerm í Paris 7. sept: Fjórtán særast er sprengja springur við skóla gyðinga í Lyon 6. okt.: Þrettán særast er sprengja springur í suðausturhluta Parfsar 7. okt.: Alsírskir heittrúarmenn lýsa yfir ábyrgð á sprengjutilræðunum og hóta að sprengja fleiri sprengjur 17. okt.: 28særastersprengjaspringurí lest á milli stöðvanna Saint-Michel og Musée d’Orsay ÖFLUG sprengja tætti í sundur vagn neðanjarðarlestar í París í gærmorgun. Sprengjan sprakk klukkan fímm mínútur yfír sjö að staðartíma, þegar fjöldi manna var á leið til vinnu, og var lestin á sex- tíu kílómetra hraða í göngum á milli lestarstöðvanna Saint-Michel og Orsay. Var um að ræða svokall- aða RER-lest en þær flytja fólk úr úthverfunum inn í miðborgina. Tutt- ugu og sex særðust í sprenging- unni, þar af fímm lífshættulega. Örvænting greip um sig meðal farþega í kjölfar sprengingarinnar. „Það var reykur alls staðar og ösk- ur. Síðan heyrðum við neyðaróp særðs farþega er lá á brautartein- unum,“ sagði einn farþegi er var í lestinni. „Vagninn hafði rifnað í sundur og við sáum að minnsta kosti fjóra eða fimm særða farþega." Urðu farþegar lestarinnar að því búnu feta sig áfram um kílómetra- langa leið í óuppiýstum göngunum eftir brautarteinunum að Orsay- stöðinni. Tvö fómarlambanna misstu fót eða löpp í sprengingunni og einnig varð að skera fót af manni í braki lestarinnar. Hlúð var að hinum slös- uðu á lestarpöllum og í bráðabirgða- sjúkrahúsi sem komið var upp í Orsay-safninu. í Orsay við Signu- bakka er að fírina mörg frægustu verk franskra impressjonista og koma þúsundir ferðamanna þangað daglega. Sáu n-afrískan mann Vitni sögðust hafa séð norður- afrískan mann klæddán í íþróttagalla stökkva úr lestinni og hefði hann skilið eftir pakka í vagninum. Skömmu eftir sprenginguna sýndi sjónvarpið myndir af lögreglumönn- um ásamt handjámuðum manni er lýsingin átti við skammt frá lestar- stöðinni. Lögregla sagði þó síðar að einungis hefði verið um vitni að ræða. Alain Juppé forsætisráðherra og Jean-Louis Debre héldu þegar í stað á vettvang sprengingarinnar og Jacques Chirac Frakklandsforseti, er var á ferð um vesturhluta Frakk- lands, ákvað að halda hið snarasta aftur til höfuðborgarinnar. Gífurlegar öryggisaðgerðir hafa verið í gangi undanfarna mánuði í Frakklandi allt frá því að sprengja sprakk á sömu slóðum, við Saint- Michel-stöðina, 25. júlí. Samtök heittrúaðra múslima í Alsír (GIA) hafa lýst yfír ábyrgð á þeirri sprengjuherferð sem þá hófst og kostað hefur sjö manns lífíð og sært hátt á annað hundrað manns. Krefjast samtökin þess að Frakkar láti af stuðningi við stjómvöld í Alsír, sem nemur sex milljörðum franka á ári. Sprengjan sem sprakk í gær er sú áttunda í röðinni. Síðast sprakk sprengja 6. október sl. í ruslafötu sama dag og Alsírbúinn Khaled Kelkal, sem grunaður var um aðild að fyrri sprengjutilræðum, var jarð- settur í Lyon. Hann lést eftir skot- bardaga við sérsveitarmenn. Hertar öryggisaðgerðir Eftir að Kelkal hafði verið felldur og þrír vitorðsmanna hans hand- teknir lýsti Debre innanríkisráð- herra því yfír að hryðjuverkahópur sá, sem hann var í forsvari fyrir, kynni að hafa borið ábyrgð á öllum sprengjutilræðunum. Sú virðist ekki vera raunin. Roland Jacquard, sér- fræðmgur í málefnum hryðjuverka- manna, sagði í franska sjónvarpinu í gær að líklega væri að finna hópa hryðjuverkamanna er væm reynslu- meiri og harðsvíraðri en klíka Kelk- als. Væm þetta hópar sem hefðu áður haft það hlutverk að smygla vopnum til heittrúarmanna í Alsír. Samtök heittrúarmanna fengju ung- menni úr úthverfum Parísar til að ganga til liðs við sig. Alls hafa sex sprengjanna spmngið í París en tvær í Lyon. Jean Tiberi, borgarstjóri Parísar, sagði í gær að gripið hefði verið til ýtrustu öryggisaðgerða þegar eftir tilræðið í júlí og það væri fátt sem lögregla gæti gert því til viðbótar annað en að biðja almenning um að vera á varðbergi. Þúsundum lögreglumanna hefur verið bætt við á götum Parísar og um fímm þúsund hermenn verið látnir gegna löggæslustörfum. Alls hafa 25 þúsund manns sinnt lög- gæslustörfum í París undanfarna mánuði. Eftirlit með lestarsamgöngum verður enn hert eftir tilræðið í gær en lestarstöðvar í París em 385, fimm þúsund lestir fara um lestar- kerfíð á dag og farþegar telja tvær milljónir daglega. Sahlin höfð- aði til gras- rótarinnar SAHLIN brosir til ljósmyndara á blaðamannafundi sínum á mánudag. Stokkhólmi. Reuter. MONA Sahlin, aðstoðarforsætis- ráðherra Svíþjóðar, virðist hafa höfðað til flokksystkina sinna í sænska Jafnaðarmannaflokknum með áhrifamikilli ræðu er hún hélt á blaðamannafundi í Stokk- hólmi á mánudag. A fundinum viðurkenndi Sahlin að hafa notað opinbert greiðslukort í einkaþágu, meðal annars til að kaupa bleiur og Toblerone-súkkulaði handa börnum sínum. Hún sagði ástæðu þess hins vegar hafa verið óreiðu í heimilisbókhaldinu en ekki að hún hafí haft í hyggju að svíkja út fé. Sahlin var til skamms tíma talin líklegasti arftaki Ingvars Carlsson, formanns flokksins og forsætisráðherra, sem hyggst láta af embætti á næsta ári. Fyrstu viðbrögð margra leið- toga jafnaðarmanna víða um Sví- þjóð benda til að ræða hennar hafí fallið í góðan jarðveg hjá grasrót flokksins. „Hún var ein- staklega greinargóð og kraftmik- il. Ef menn geta komið þetta vel fram þegar þeir eru undir miklum þrýstingi ættu þeir að geta ráðið við hlutverk flokksformanns og forsætisráðherra," sagði Jan Karlsson, formaður jafnaðar- manna í Bohuslán. Aðrir sögðu það vera sterkan og skynsaman leik hjá henni að biðja um „leikhlé" á meðan verið væri að rannsaka mál hennar. „Það var skynsöm ákvörðun. Á meðan við bíðum eftir niðurstöðu rannsóknarinnar getum við velt fyrir okkur réttu og röngu í máli hennar," sagði Björn Áhkvist, for- maður í Halland. Háttsettur flokksmaður í Jámt- land í norðurhluta landsins sagð- ist hins vegar telja að þetta mál ætti eftir að koma Sahlin illa. „Hún hefur eytt miklu af pólitísk- um styrk sínum og á eftir að bera þess merki það sem eftir er,“ sagði hann. Þingnefnd sem máli Sahlin hafði verið vísað til komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða fyrir nefndina til að taka málið upp þar sem að Sahlin hefði ekki gerst brotleg í starfi. Nefnd- in tók hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að Sahlin hefði gerst brotleg við lög sem einstaklingur. Málið fer nú aftur til embættis ríkissaksóknara sem mun ákveða hvort ástæða sé til að gefa út kæru á hendur henni. Leiðarahöfundur stærsta dag- blaðs Svíþjóðar, Dagens Nyheter, sagði það greinilegt að varafor- sætisráðherrann byggi yfír mikl- um styrk. Eftir að hafa orðið fyr- ir mesta áfalli á sínum hefði hún komið fram ákveðin og reiðubúin til baráttu. í leiðara Svenska Dag- bladet sagði að í fyrstu virtist sem Sahlin hefði styrkt stöðu sína en alls ekki væri víst að það myndi reynast raunin til lengri tíma litið. Síðdegisblaðið Aftonbladet, sem styður Jafnaðarmannaflokk- inn, birti leiðara með yfirskriftinni „Auðvitað er Sahlin nógu góð“ en Expressen, sem er hægra meg- in við miðju, sagði tilfinninga- þrungna ræðu Sahlin ekki hafa breytt neinu, hvað varðar efnisat- riði málsins. „Tilraun hennar til tilfinningalegrar kúgunar gras- rótarinnar mun varla duga til lengdar,“ sagði blaðið. Kaunda vísað frá Zambíu? INNANRÍKISRÁÐHERRA Zambíu, Chitalu Sampa, sagði í gær að Kenneth Kaunda, fyrrverandi forseta landsins, kynni að verða vísað úr landi vegna ásakana um að hann hefði ekki mátt gegna forseta- embættinu þar sem hann væri útlendingur. Stjómin segir að Kaunda, sem var með malav- ískan ríkisborgararétt, hafí ekki óskað eftir ríkisborgara- rétti í Zambíu árið 1964 þegar landið öðlaðist sjálfstæði eins og honum bar samkvæmt lög- um. Hann hafi gert það árið 1970 en umsóknin hafi ekki fengið löglega meðferð. Kaunda, sem er 71 árs, stjórn- aði landinu í 27 ár en tapaði í fyrstu fjölflokkakosningum landsins árið 1991. Kosið í Aust- urríki 17. desember STJÓRN Austurríkis boðaði í gær til þingkosninga 17. des- ember eftir stjómarslit jafnað- armanna og Þjóðarflokksins vegna deilna um fjárlög fyrir næsta ár. Fráfarandi stjóm var mynduð eftir kosningar í fyrra og er sú skammlífasta í Austur- ríki frá síðari heimsstyijöldinni. Þijár bréfsprengjur spmngu í Austurríki á mánudag og særðust tveir innflytjendur. Er talið að þær hafí verið sendar í tilefni þess að réttarhöld hó- fust þá yfir tveimur nýnasist- um sem sakaðir era um að hafa sent bréfsprengjur til hátt settra stjómmálamanna. Kohl aftur í framboð? ÞRIGGJA daga landsþing Kristilegra demókrata í Þýska- landi hófst á mánudag og Helmut Kohl kanslari gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann myndi sækjast eftir end- urkjöri árið 1998. Kohl héfur verið við völd í 13 ár og ef marka má skoðanakannanir gæti flokkurinn náð meirihluta á þinginu ef kosið yrði nú. Winnie vill bjarga hjóna- bandinu LÖGFRÆÐINGAR Winnie Mandela sögðu í gær að hún myndi ekki failast á skilnað við Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, þar sem hún teldi að hægt væri að bjarga 37 ára hjónabandi þeirra. Þeir sögðu hins vegar að ef dóm- stóll í Jóhannesarborg sam- þykkti skilnaðarbeiðni forset- ans vildi hún fá helming eigna hans. Óeirðir í Nairobi ÓEIRÐALÖGREGLAN í Kenýu særði tvö ungmenni þegar hún reyndi að binda enda á átök stríðandi ættbálka í fá- tækrahverfí í Nairobi í gær. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slík átök blossa upp í hverfinu og þau hafa kostað fjóra menn lífíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.