Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta verður ekkert mál strákar, næst þegar lýðurinn fær sín tvöþúsund, þá sleppi ég bara mínum hundraðþúsundum . . . Tillaga í skólamálaráði Reykjavíkur Starfsskóli fyrir nem- endur í 8.-10. bekk SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur hefur skipað starfshóp til að fjalla um tillögu Áslaugar Brynjólfsdótt- ur, fræðslustjóra í Reykjavík, um að settur verði á laggirnar sérstak- ur skóli eða sjálfstæð deild sem bjóði hagnýtt starfsnám fyrir nem- endur í 8.-10. bekk grunnskóians. Stefnt er að því að hópurinn skili áliti fyrir áramót svo að hægt verði að taka tillit til tillagna hans við næstu fjáhagsáætlun borgarinnar. Áslaug sagði að einn megin- vandi íslenska grunnskólakerfisins væri hversu einhæfar kröfur um bóklegt nám væru gerðar til allra nemenda. Vandinn yrði áberandi í efstu bekkjum grunnskólans þeg- ar kröfur um óhlutbundið nám í greinum eins og íslensku, stærð- fræði og erlendum tungumálum aukast. Afleiðingin væri að marg- ir nemendur fylltust námsleiða og stöðugum kvíða gagnvart skólan- um. Hún sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að ástæðan fyrir þessu væri sú að nemendurnir væru ómögulegir heldur sinnti skólinn ekki nægilega vel þörfum þeirra. Valkostur fyrir nemendur Áslaug sagði að tillagan miðaði að því að skapa valkost í grunn- skólakerfinu sem tæki meira tillit til hæfileika og upplags hvers og eins nemanda. Námsskrá skóla eða skóladeilda af þessum toga myndi byggjast á hagnýtum við- fangsefnum af ýmsum tagi, t.d. reikningi tengdum hagnýtum við- fangsefnum úr daglegu lífi, lestri bóka og umræðum, útivist, vett- vangsferðum, fræðslu um hollar lífsvenjur, heimilisfræði, verkleg- um greinum, þemaverkefnum og vinnu með tölvur. Hugmyndin gengi út á að beita óhefðbundnum kennsluaðferðum og að í kennsl- unni yrði haft náið samstarf við atvinnulífið. Áslaug sagði að innan grunn- skólakerfisins hefðu þróast ýmis úrræði, þar sem reynt væri að koma á móts við nemendur sem ættu í erfiðleikum með að stand- ast bóklegar kröfur skólans. Sér- kennsla, sérdeildir og starfsdeildir hefðu gert mikið gagn og komið á móts við ijölmarga nemendur. Fjárveitingar til sérkennslu væru hins vegar ónógar til að hægt- væri að sinna þörfum allra. Enn- fremur lentu nemendur sem notið hefðu sérkennslu oft í blindgötu þegar á framhaldsskólastigið væri komið. Áslaug sagðist hafa orðið vör við mikinn áhuga foreldra á hug- myndum í þessa veru. Hún sagði að væntanlega yrði leitað eftir formlegri undanþágu frá mennta- málaráðuneytinu fyrir þessa til- raun með tilvísun í 53. grein grunnskólalaga. Málið yrði rætt við ráðuneytið þegar starf nefnd- arinnar væri komið vel á veg. •ICEM - International Council for Educational Media, eru al- þjóðleg samtök sem vinna að því að efla kennslutækni í skólum. Á þingi samtakanna fyrir skömmu var Ásgeir Guð- mundsson endur- kjörinn formaður þeirra til tveggja •ára. I samtökunum eru um 30 þjóðir þar af flestar þjóðir Vestur- _ Evrópu, Bandaríki Norður-Amer- íku, Kanada, Japan o.fl. Aðsetur samtakanna er í París. Náms- gagnastofnun hefur verið aðili að samtökunum fyrir íslands hönd frá upphafi. Auk stofnunarinnar Fólk Asgeir Guð- mundsson end- urkjörinn for- seti ICEM eru 14 íslenskir aðilar félagar í samtökunum, einkum fræðslu- skrifstofur, skólar og framleiðend- ur fræðslumyndaefnis. Meginverkefni samtakanna er að afla og dreifa til aðildarland- anna upplýsingum um kennslu- tæknileg atriði er varða öll skóla- stig, hafa milligöngu um sameigin- lega framleiðslu á fræðslumyndum og forritum og stuðla að samskipt- um milli landa um nýja tækni í námi og kennslu. Sem dæmi má nefna notkun myndefnis, kennslu- forrits og margmiðlunarefnis. Árið 1993 var Ásgeir Guð- mundsson kjörinn forseti samtak- anna til tveggja ára. Á þessu tveggja ára tímabili hefur hann unnið að gagngerum breytingum á lögum og starfsháttum samtak- anna sem tóku gildi fyrir einu ári. Breytingarnar ganga einkum í þá átt að fleiri aðilum gefst nú kostur á að vera þátttakendur í ICEM og aðilar geta tekið virkari þátt í starfsemi samtakanna. ís- lenskum þátttakendum hefur fjölgað um helming á þessu tíma- bili. Ásgeir Myndband um aga og ábyrgð í íþróttum Markmiðið er að vekja fólk til um- hugsunar um aga Börn og betra líf var yfirskrift ráðstefnu sem barna- og unglinganefnd ÍSÍ gekkst fyrir að Laugarvatni um helgina en þar var m.a. rætt um aga og ábyrgð. í því sambandi var tekið fyrir nýgert myndband sem Fræðslunefnd ÍSÍ undir stjórn Lovísu Ein- arsdóttur gaf út en þar er fjallað um uppeldislegt gildi íþróttastarfs við að þroska aga og ábyrgðar- tilfinningu með börnum og unglingum. Um er að ræða fyrsta myndband sem ÍSÍ gefur út en hvernig stóð á þessari útgáfu? „Á íþróttaþingi fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að gera úrbætur varðandi aga og ábyrgð innan íþróttahreyfíngarinnar. Ástæða tillögunnar var sú að ég hafði lesið viðtal við Ásgeir Sigurvins- son í Morgunblaðinu þar sem hann kom mikið inn á agaleysi .og eftir að vitnað var í þetta viðtal í forystugrein blaðsins fór ég að hugleiða málið. Það er oft talað um að þjóðfélagið einkenn- ist um of af aga- og ábyrgðar- leysi og allir eru sammála um að margt megi betur fara. Mér fannst að hægt væri að koma á betri aga í gegnum skólana og íþróttafélögin því þar fer fram veigamikið uppeldisstarf. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér samdi ég tillögu og lagði hana fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ en hún fór svo alla leið og var sam- þykkt á þinginu. Fræðslunefnd- inni var síðan falið að finna leið- ir og þessi hugmynd um að gera myndband fæddist. Nemendur í hagnýtri ijölmiðlun í Háskóla Islands vantaði verkefni, þetta þótti áhugavert og svo fór að þetta varð lokaverkefni hjá fjór- um stúlkum undir leiðsögn Sig- rúnar Stefánsdóttur." - Hvernig var efnið á mynd- bandinu valið? „Það var unnið í hópvinnu innan fræðslunefndar ÍSÍ en all- ir í nefndinni eru menntaðir á íþróttasviðinu. Við héldum fundi þar sem allir nefndarmenn komu með hugmyndir og síðan voru þær lagaðar til. Svo létum við stúlkurnar í skólanum --------- fá punkta og þær unnu út frá þeim.“ - Hverjum er þetta myndband ætl- að? „Fyrst og fremst skólunum og íþróttafélögunum. Við viljum gjarnan að íþróttafé- lögin, forystumenn, þjálfarar og aðrir sem vinna með bömum og unglingum, setjist niður og kryfji efni spólunnar. í bígerð er að Sigurður Magnússon, fræðslustjóri ÍSÍ, og Gunnar Einarsson, sem er í fræðslu- nefndinni, fari með spóluna í alla landsfjórðunga og kynni efnið. Námsgagnastofhun hefur greint forsvarsmönnum skóla frá spólunni og því er boðskap- urinn kominn út í skólana. En við verðum að fylgja þessu eftir og það er auðvelt að koma á hópvinnu um þetta efni því spól- Lovísa Einarsdóttir ►Lovísa Einarsdóttir hefur verið íþróttakennari síðan 1962 en hún kennir öldruðum á Hrafnistu í Hafnarfirði og í líkamsrækt Stjörnunnar í Garðabæ. Hún hefur starfað að félagsmálum innan íþrótta- hreyfingarinnar síðan hún var kjörin formaður Fim- leikasambandsins 1981. Hún hefur verið í framkvæmda- stjórn ÍSÍ og verið í ýmsum nefndum en formaður fræðslunefndar síðan í fyrra. Lovísa hafði yfirumsjón með myndbandinu Áfram gakk, einn, tveir... sem er fyrsta sinnar tegundar ávegum íþróttasambands íslands. Viljum taka á málinu til að fólk geri betr- umbætur an er kaflaskipt. Þetta er fyrsta sjálfstæða verkefni okkar á þessu syjjh en heilmikið meira er í bígerð enda möguleikar á því með fræðslustjóra í fullu starfí. Margar hugmyndir eru um að efla fræðsluþáttinn og af mörgu er að taka. Ekki ligg- ur fyrir hvað verður tekið fyrir næst en við erum ákveðin í að fylgja þessu myndbandi eftir með aukinni útgáfu og ýmsum skipulagsbreytingum." - Hvert er markmiðið með útgáfunni? „Markmiðið er fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um aga og hvetja hvern og einn ------- til að fara í naflaskoð- un. Er ástandið hjá viðkomandi gott eða slæmt? Getur fólk lært af því sem kemur fram á spólunni og lagfært hlutina hjá sér í fram- haldi af því að hafa kynnt sér efni spólunnar? Óhætt er að segja að agaleysi er til staðar en við ákváðum að setja aðeins fram jákvæða gagnrýni. Kvart- að hefur verið yfir að ekki sé tekið nógu hart á málunum en við vildum ekki hafa neikvæða gagnrýni því hún getur haft slæm áhrif. Við vonum að þetta sé það jákvæður boðskapur að fólk geti gert betrumbætur. Það er alls staðar eitthvað að, að vísu mismunandi mikið, en það þarf að taka á þessu máli, horf- ast í augu við hlutina og viður- kenna að hægt er að hafa þá betri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.