Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margrét sigraði með 53,5% atkvæða ' . i i i i ' » I I I I M i Gömlu vinstri vopnin standa enn fyrir sínu . . . Morgunblaðið/Sverrir A FRAMHLIÐ 2.000 króna seðilsins er andlitsmynd listmálarans Jóhannesar S. Kjarval (1885-1972). Seðlabanki íslands 2.000 kr. seðill og 100 kr. mynt í næsta mánuði Menntamálaráð- herra um framlög til Eurimages Ekki tekið fram fyrir hendur Kvik- myndasjóðs BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segist ekki geta svarað þeirri spurningu hvort möguleikar séu á auknu framlagi íslands í evrópska kvikmyndasjóðinn Eurimages. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á fimmtudag telur stjómar- formaður sjóðsins brýnt að framlög íslands hækki, og þá ekki síst með tilliti til þess hve rausnarlega styrki íslenskar kvikmyndir hafa fengið úr sjóðnum. Framlög Íslands í sjóðinn nema tæpum 20 milljónum króna frá upphafí, en á sama tíma hafa íslensk- ar kvikmyndir fengið um 260 milljón- ir króna í styrki. Kvikmyndasjóður ákveður fram- lög til Eurimages af fjárveitingu rík- issjóðs, og sagðist menntamálaráð- herra ekki ætla að grípa fram fyrir hendurnar á Kvikmyndasjóði í þessu máli. „Til hvers erum við með stjórn- ir í sjóðum og stofnanir sem eiga að taka ákvarðanir um svona hluti?“ sagði hann. Ekki fengið skýrslu um málið Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fær Kvikmyndasjóður 92,3 milljónir króna til ráðstöfunar á næsta ári, en það er 7,7 milljóna króna skerðing milli ára, og segir Bryndís Schram, framkvaémdastjóri Kvikmyndasjóðs, að þetta þýði að íslendingar geti ekki hækkað framlag sitt í sjóði á borð við Eurimages. Aðspurður hvort hann teldi það ekki miður ef dregið yrði úr framlög- um Eurimages til íslenskra kvik- mynda, sagði menntamálaráðherra: „Ég á eftir að kynna mér málið betur áður en ég tjái mig um það opinberlega. Ég hef ekki fengið skýrslu frá fulltrúa ráðuneytisins í sjóðsstjórninni um málið, þannig að ég ætla nú að bíða eftir að kynna mér þetta betur áður en ég fer að tjá mig um það. Þannig að ég ætla ekki að gera það á þessu stigi.“ SEÐLABANKINN gefur út og setur í umferð tvö þúsund króna peningaseðil og eitt hundrað króna mynt 9. nóvember nk. Tvö þúsund króna seðillinn er 150 X 70 mm að stærð. Aðallitur framhliðar seðilsins er brúnn. Á framhliðinni verður andlitsmynd listmálarans Jóhannesar S. Kjarv- als og stílfærður hluti málverks hans Úti og inni. Öryggisþráður verður um þveran seðilinn og blindramerki opinn þríhymingur. Upphleypt prentun er á letri, blindramerki og andlitsmynd Kjarvals, og lýsist áritun banka- stjóra og númer seðilsins undir útíjólubláu ljósi. Á bakhlið eru aðallitir blár og rauðgulur. Aðalmyndefnið er mál- verk Kjarvals Flugþrá (Leda og svanurinn) og á spássíu teikning Kjarvals Kona og blóm á bláum fleti. Palletta málarans er felld ofan í myndina og birtist þegar seðlinum er hallað móti ljósi. Verðmeiri mynt Hundrað krónu myntin er 25,5 mm í þvermál, 2,25 mm að þykkt og vegur 8,5 g. Hún er slegin úr Á FRAMHLIÐ myntarinnar er landvættamynd, eins og á gild- andi 50 kr. mynt, og á bakhlið er mynd af hrognkelsi. gulleitri málmblöndu (kopar 70%, zink 24,5% og nikkel 5,5%). Rönd er riffluð og slétt á víxl. Á fram- hlið er landvættamynd, eins og á gildandi 50 kr. mynt, verðgildi myntarinnar í bókstöfum, nafnið ísland og ártal. Á bakhlið er mynd af hrognkelsi og verðgildi myntar- innar í tölustöfum. Foreldrafélög langveikra barna sameinast Engin lög tryggja grundvallarréttindi Þorsteinn Olafsson AÐDRAGANDINN að því að Umhyggja færir út kvíamar er sá að stjórn félagsins færði það í rhál við forsvarsmenn nokkurra foreldrafélaga, þ.m.t. hjá Styrk'tarfélagi krabbameinssjúkra bama, að trúlega mætti ná meiri árangri í sameiginlegum baráttumálum með auknum samtakamætti. Vinna við útfærslu ýmissa hugmynda hófst þegar í nefnd og 10. október síðastliðinn var haldinn aukaaðalfundur Umhyggju, ný lög samþykkt og ný stjórn skipuð. Hvað eru langveik böm á ísiandi mörg og hver verða helsth markmið nýrrar Um- hyggju? „Það er erfitt að átta sig á því hvað langveik börn em mörg, en foreldrahóparnir sem vitað er um í landinu eru um 20 talsins og sumir fjölmennir. Auk þess er margt fólk utan við þessa hefð- bundnu hópa vegna þess hve sjúk- dómar barna þeirra eru fátíðir. Það þarf að ná utan um alla þessa hópa, ná eflingu með uppbygg- ingu félagsins þannig að allir hóp- arnir og einstaka fjölskyldur lang- veikra barna eigi sér málsvara í Umhyggju. Það er í sjálfu sér eitt af meginmarkmiðum Umhyggju. En markmiðin eru fleiri og þau höfum við afmarkað í stórum dráttum með skipan fimm nefnda sem hver um sig hefur sér mark- mið og störf þessara nefnda verð- ur beinagrind Umhyggju, a.m.k. fyrst um sinn. - Ein nefndin hefur m.a. það verkefni að koma á fót stuðnings- kerfi sem gerir foreldrum lang- veikra barna auðveldara að kom- ast í tengsl við aðra foreldra sem átt hafa í skyldum vanda. - Önnur nefnd á að gera tiilög- ur um fjáröflun til rekstrar Um- hyggju. Sumir vilja veita fjölskyld- um langveikra barna fjárhagsað- stoð, en tíminn verður að leiða í ljós hvort það verður unnt . - Þriðja nefndin á m.a. að koma því til leiðar að aðbúnaður verði bættur á barnadeildum. Mikilvægt er t.d. að spyrna við því að börn og unglingar séu vistuð á fullorð- insdeildum. Þá á þessi nefnd einn- ig að gæta þess að umræðan um byggingu nýs barnaspítala lognist ekki út af. - Fjórða nefndin hefur það hlutverk að safna saman og dreifa upplýsingum hvers konar bæði innanlands og utan. Þýða greinar og annað efni. - Fimmtu nefndina getum við nefnt víkingasveitina. Kjör fjöl- skyldna fjölmargra langveikra barna eru mjög slæm og allt of mörg dæmi eru um að þær séu háðar hjálp vina og vandamanna til að vega upp á móti kostnaðarauka og tekj- utapi sem óhjákvæmi- ,lega myndast í tengslum við meðferð barnsins . Þessi nefnd á að herja á stjórnvöld og ná fram með góðu eða illu bættum fjár- hagslegum og félagslegum kjör- um.“ Hvernig ætlar Umhyggja að láta finna fyrir sér? „Það er af mörgu að taka. Eitt af því sem við getum byijað á er fyrirbyggjandi vinna. Það er til dæmis ekkert stuðningskerfi til í landinu. Erlendis fer heilt kerfi í gang þegar barn greinist með erf- iðan og langvinnan sjúkdóm. Barnið annast þá ekki einungis sérfræðingur, heldur félagsráð- gjafi, sálfræðingur, kennari, hjúkrunarfólk o.fl. sem vinna í •( Þorsteinn Ólafsson hefur ver- ið í fullu starfi sem fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá siðustu áramótum, en áður var hann starfsmaður Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar, fyrst sem efnafræðingur á Akureyri síðan sem sölustjóri frá útibúinu í Garðabæ. Fyrir fáum dögum var hann kjörinn nýr formaður Umhyggju sem er félagsskapur fagfóiks og foreldra langveikra barna. Til stendur að stórauka hlutverk félagsins með samein- ingu foreldrafélaga. Verndari félagsins er frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands. náinni samvinnu við fjölskylduna og ekki síst systkinin sem oft verða útundan. Allt miðar að því að barnið komi aftur út í þjóðfé- lagið eftir veikindi sín sem full- gildur þjóðfélagsþegn. Hér á landi er barni einfaldlegá varpað út í lífið með öll þau andlegu og líkam- legu ör sem kunna að vera fylgi- fiskar erfiðrar sjúkdómslegu." Hvað annað er það helst sem betur mætti fara? „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byija, það er svo margt sem sést best á þvi að við vorum ekki í vandræðum að setja fimm nefnd- ir af stað og allar verða upp fyrir haus. En til að nefna eitthvað þá nær það engri átt að engin lög skuli vera í landinu sem tryggja langveikum börnum og fjölskyld- um þeirra grundvallarréttindi. Athugun á þessu hefur verið óeðli- lega lengi að flækjast í heilbrigðis- ráðuneytinu og hver nefndin rekið aðra. Það þarf að hraða þeirri vinnu og þar inn í kæmi til dæm- is fjölgun frídaga foreldra á laun- um frá vinnu þegar börn þeirra eru á sjúkrahúsi, jafnvel erlendis. í Noregi fá foreldrar 260 virka daga á fullum launum fyrsta árið og allt að 520 virka daga til við- bótar á 65% launum ef þörf krefur. Á fs- landi fá foreldrar 7 daga, entvö verkalýðs- félög, VÍ og Iðja hafa upp á eigið eindæmi sett í samninga sína 30 daga og eiga hrós skilið. En betur má ef duga skal, því hyl- dýpi skilur hér á milli. Loks vil ég nefna, að það kom okkur á óvart hversu fáir foreldra- hópar létu sjá sig á fundinum á dögunum og þó töldum við að fundarboðun okkar hefði verið markviss. Aðeins 4 eða 5 félög skráðu sig. Ég vil eindregið hvetja alla sem hlut eiga hér að máli að hafa samband við mig á skrifstofu Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. Því fleiri sem verða með, því sterkari verðum við. Sím- inn er 588 7555.“ Ekkert stuðn- ingskerfi til í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.