Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 11 FRÉTTIR Tillögur um breytingu á vali presta lagðar fram á kirkjuþingi Hæfnisnefnd falið að meta hæfni umsækjenda Morgunblaðið/Sverrir SKIPTAR skoðanir eru um hvað hlutur leikmanna á að vera stór á kirkjuþingi. Á myndinni eru séra Geir Waage og Höskuld- ur Goði Karlsson skólastjóri. í FRUMVARPI um veitingu prestakalla, sem lagt hefur verið fyrir kirkjuþing, er gert ráð fyrir að kirkjumálaráðherra skipi sér- staka hæfnisnefnd sem gefi bisk- upi og sóknarnefnd skrifiega og rökstudda umsögn um hæfni um- sækjenda til að gegna prestsemb- ætti. Jafnframt er ákvæði um köll- un þrengt þannig að aðeins má kalla prest til starfa ef enginn sækir um auglýst embætti. Frumvarpið er samið af nefnd sem kirkjumálaráðherra skipaði í sumar til að endurskoða gildandi lög um veitingu prestakalla, en lögin eru frá árinu 1987. Markús Örn Antonsson framkvæmdastjóri var formaður nefndarinnar. Nefndin gerir ekki tillögu um grundvallarbreytingar á þeim að- ferðum sem notaðar eru við veit- ingu prestsembætta. Embættin verða áfram veitt með þrennum hætti; með vali sóknarnefnda, með köllun og með almennri kosningu ef 25% atkvæðisbærra sóknar- barna krefjast kosningar. Ákvæði um köllun hefur verið gagnrýnt í kjölfar köllunar prests til Hveragerðis og er gerð tillaga um að ákvæðið verði þrengt þann- ig að ávallt verði að auglýsa öll prestsembætti laus til umsóknar. Þetta felur í reynd í sér að aðeins má kalla prest til starfa ef enginn prestur sækir um. Nefndin fellst á kröfu Prestafé- lags íslands um að sérstök hæfnis- nefnd verði skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Gert er ráð fyrir að nefndin sé skipuð til tveggja ára í senn og í henni sitji einn fulltrúi skipaður af biskupi, sem jafnframt sé formaður, einn skipaður af guðfræðideild Háskóla íslands og einn skipaður af stjórn Prestafélags íslands. Frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkj- unnar var rætt á kirkjuþingi á fimmtudag. Talið er víst að frum- varpið verði samþykkt á þinginu, en ágreiningur er um nokkur atr- iði. Nokkrir fulltrúar á þinginu vilja að leikmenn verði í meirihluta á kirkjuþingi, en frumvarpið gerir ráð fyrir að á því sitji 12 leikmenn og 13 prestar og guðfræðimennt- aðir menn. Prestar og guðfræðing- ar eru í meirihluta á kirkjuþingi í dag. Togstreita milli landshluta á kirkjuþingi Ágreiningur er einnig um skip- an kirkjuþings, en sumum þykir hlutur þéttbýlisins á höfuðborgar- svæðinu óeðlilega lítill, en hlutur landsbyggðarinnar of stór. Það sjónarmið á sér talsmenn innan kirkjuþings að íbúafjöldi í einstök- um landshlutum eigi að endur- speglast í skipan fulltrúa á kirkju- þingi. Sömuleiðis hafa nokkrir þing- fulltrúar gert athugasemd við ákvæði um skipan prestakalla, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Skálholtsstifti után Reykja- víkur- og Kjalarnesprófastsdæma skuli vera með 56 prestembætti, Hólastifti 32 og í Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæmum 44. Skiptar skoðanir eru um hvort rétt sé að binda fjölda prestsemb- ætta niður með þessum hætti milli stifta. Þetta þýðir að gera verður lagabreytingu ef menn vilja færa prestsembætti milli stifta. Þingfulltrúar á kirkjuþingi af landsbyggðinni vilja að þessari skiptingu verði haldið. Á bak við liggur sá ótti þeirra, að verði þetta ekki fastsett sé hætta á að prests- embætti á landsbyggðinni verði flutt suður á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Fundað með for- svarsmönnum Fjarðarkaupa INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri irtæki hefðu óskað eftir sérstakri Hafnarfjaðar, segist munu kalla for- svarsmenn Fjarðarkaupa hf. á sinn fund vegna óskar um niðurfellingu gatnagerðar- og fasteignagjalda. „Ég þarf fyrst að athuga hvað þeir meina með þessu,“ sagði hann en erindi hefur borist bæjaryfírvöld- um frá Fjarðarkaupum um niðurfell- ingu á gjöldum til bæjarsjóðs. I er- indinu er vitnað til þeirrar fyrirgre- iðslu sem Miðbær Hafnarfjarðar hf. hefur fengið að þeirra mati. „Það hafa engin fasteignagjöld verið lögð enn þá á Miðbæinn," sagði Ingvar. „Það er væntanlega verið að tala um hann. Ég held að átt sé við versl- unina 10-11 en þeir eiga ekkert þarna. Þeir leigja þarna.“ Ekki heyrt frá öðrum Ingvar sagðist ætla að kalla til sín forsvarsmenn Fjarðarkaupa hf. og afla upplýsinga um hvað átt væri við. Tekið yrði saman hvað Fjarðarkaup hf. hafa greitt í gjöld til bæjarins en hann sagðist þekkja nokkuð til fyrirtækisins, sem hefði verið í eigu tengdaföður hans þar til fyrir tveimur árum. Ingvar sagði að engin önnur fyr- fyrirgreiðslu. „Það má sjálfsagt bú- ast við að það komi eitthvað," sagði hann. „Ég hef ekki fengið neitt enn- þá en það verður tekið á öllum þeim málum sem koma og farið með þau í bæjarráð." < ek;namidii nin ví — Abyrg |>j«>nusta í áratugi. . . Sími: 588 9000 Sióiimiila 2 1 STÝRIMANNASTÍGUR Vorum að fá í sölu rúmgóða u.þ.b. 75 fm íbúð á 1. hæð í þessu fallega steinhúsi. Mikil lofthæð. Ný< y efni á gólfum að hluta.. , Áhv. ca 3,2 millj. húsbréf. <> Verð 5,9 millj. 4866. ♦ ♦♦ --------------------- 555-1500 Garðabær Langamýri Nýlegt timbureinbhús, Steni- klætt að utan, ca 140 fm ásamt 35 fm bílsk. Áhv. byggsjlán ca 3,5 millj. Hafnarfjörður Hjallabraut 2ja herb. þjónustuíb. fyrir 60 ára og eldri. Áhv. ca 3,5 millj. byggsj. Flókagata Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm ásamt bílsk. Vörðustígur Einb., kj., hæð og ris. Þarfnast lagfæringa. Góð staðsetning. Útsýni. Ekkart áhv. Flókagata Einb. á fjórum pöllum, ca 190 fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr- um eldri. Mikið endurn. Útsýni. Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj.-l án. Ath. skipti á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj. samtals 204 fm. Mik- ið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítilli íb. Langeyrarvegur Lítið einb. á tveimur hæðum ca 70 fm. 3 svefnherb. Áhv. ca 1 m. Iðnaðarhúsnæði Drangahraun 120 fm iðnaðarhúsn. pússað og málaö. Innr. skrifst. og snyrting. Stórar dyr. Meðal lofthæð 3,50 m. Bílalyfta getur fylgt. FASTEIGNASALA, Strandgötu 25, Hfj., Ámi Grétar Finnsson hrl., Höfum kaupendur Vantar fyrir ákveðna kaupendur heildverslanir af ýmsum stærðum: Framleiðslufyrirtæki, bak- arí, dekkjaverkstæði, leikfanga- og bókaverslun og sérstaklega fyrirtæki flytjanleg út á land. Hafið fljótt samband, fullum trúnaði heitið. ryjnTTTTT^TlTIT^TVr^ SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON. MBm : 5 52 1150-552 137 j| LÁRUS Þ: VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASIJÓRI (J KRISTJAN KRISTJÁNSSON, tOGGiuuR fasieignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Einbýlishús - útsýni - eignaskipti Mikið endurnýjað einbhús við Digranesveg, Kóp., með 5 herb. íb. á hæð og í kj. Stór lóð með háum trjám. Frábært útsýni. Vesturborgin - lyftuhús - eignaskipti Sólrík með útsýni, mjög stór 4ra herb. íb. á 4. hæð um 120 fm. 3 rúmg. svefnherb. Tvennar svalir. Mikil sameign. Góð lán. Skipti æski- leg á 2ja-3ja herb. íb. Bergstaðastræti - Laufásvegur - nágr. Fjársterkur traustur kaupandi óskar eftir 6 herb. sérhæð. Góðar greiðslur fyrir rétta eign. Fyrir smið eða laghentan Sérstakt tækifæri fyrir þann sem vill skapa sér atvinnu Krefst nokkurr- ■ ar staðgreiðslu. Nánari uppl. aðeins á skrifst. • • Fjársterkir kaupendur óska eftir rúmgóðum eignum ígamla bænum. ALMEIMNA FASTEIGNASALAN UU6IVE6118 S. 552 1150-552 1378 Fjögur frábær fyrirtæki 1. Sælgætisverslun í eigin húsnæði sem einn- ig gæti verið til sölu. Mjög góð kjör. Lán til 10 ára. Ekkert áhv. á eigninni, sem er mjög vel staðsett. Stækka má verslunina og bæta við nýjum söluvörum og auka veltuna. 2. Glæsileg hverfissjoppa í Kópavogi með Lottó, ísvél og vaxandi sölu á nauðsynjavör- um. Óvenju vandaðar innréttingar. Laus 'strax. 3. Sælgætisverslun í miðborginni. Þarna gefa spilakassarnir 2-3 millj. á ári og greiða húsa- leigu, laun og allan kostnað. Mikil sælgætis- sala. 4. Söluturn í Breiðholti. Lottó, spilakassar og vídeóspólur. Gamalgróin sölutum, umvafinn blokkum. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. ra77TT7r?7?itT?errfviT? SUÐURVERl SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Þetta virðulega og sögulega hús er til sölu. Það er á tveimur hæðum og samtals 310 fm. I húsinu eru m.a. 6-7 herb. auk 80 fm sýningarsalar á efri hæð. Einnig eldhús, snyrtingar, gangar, geymslur o.fl. Á baki hússins eru um 40 fm svalir og af þeim er fallegt útsýni. Eignin er í góðu ástandi. Verð 22,0 millj. 2085. - kjarni málsins! EHJNAMIÐIJONIN "/„ j - Abyrg þjónusta í áratugi. < y Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Asmundarsalur - Freyjugata 41 - til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.