Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Jl»- ...... MIIMIMINGAR KRISTÍN JÓNA GUÐMUNDS- DÓTTIR - ÓSKAR EIRÍKSSON + Kristín Jóna Guðmundsdótt- ir var fædd í Reykjavík 14. jan- úar 1943. Hún lést af slysförum 14. október 1995. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Þor- kelsdóttir frá Ár- túni á Kjalamesi, f. 2. júní 1902, d. 22. febrúar 1994, og Guðmundur Jónas- son frá Borg í Reykhólasveit, f. 10. ágúst 1908, d. 3. ágúst 1964. Hún átti eina systur, Önnu, f. 16. mars 1945, sem var gift Gunnari M. Bjarna- syni, f. 10.1. 1930, og áttu þau tvö börn, Örnu Björk, f. 1969, og Bjarna Magnús, f. 1973. Gunnar og Anna skildu. Sam- býlismaður Önnu síðustu ár er Gunnar Sigurgeirsson, f. 3. júní 1942. Kristín giftist 29. septem- ber 1962 Guðbirni Hallgríms- syni, f. 4. april 1934. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur, f. 30. júlí 1964, kvæntur Margréti Benediktsdóttur, f. 12. marz 1964. Þau eiga Kristínu, f. 1988, og Mörtu, f. 1990. 2) Sigurlina Herdís, f. 18. október 1965, í sambúð með Rögnvaldi Arnari Hallgrímssyni, f. 19. febrúar 1965. Þau eiga Guðbjörn Má, f. 1991, og Sylviu Svövu, f. 1995. 3) Guðrún Fjóla, f. 27. mars 1972, í sambúð með Hilm- ari Snæ Rúnarssyni, f. 24. des- ember 1972. Þau eiga Arnar Snæ, f. 1995. 4) Hallur Örn, f. 13. maí 1981. Kristín og Guð- björn slitu samvistir. Sambýlis- maður Kristínar síðustu árin var Óskar Eiríksson, f. 4. nóvember 1933, d. 14. október 1995. Kristín lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1960 og vann síðan við skrifstofustörf á Fjölritun- arstofu Daníels Halldórssonar, hjá Prentsmiðju G. Ben og síð- ustu árin á Skattstofu Reykjanes- umdæmis til dauðadags. + Óskar Eiríksson var fæddur á Lýtingsstöðum, Lýtings- staðahreppi, Skagafirði, 4. nóv- ember 1933. Hann lést 14. októ- ber 1995. Foreldrar hans voru Eiríkur Einarsson, bóndi þar, f. 23. júlí 1899, d. 6. júní 1952, og k.h., Rut Ófeigsdóttir, f. 27. mars 1900, d. 4. júní 1981. Systkin hans voru Stefán Eiríksson, f. 3. maí 1926, d. 3. mars 1980, Ófeigur Eiríksson, f. 14. ágúst 1927, d. 27. mars 1980, Bergur Eiríksson, f. 20. júní 1929, d. 18. ágúst 1977. Helgi Hörður Eiriksson dó í æsku. Birna Ei- ríksdóttir, f. 4. nóvember 1937, búsett á Akureyri, Ragnar Ei- ríksson, f. 22. janúar 1945, bú- settur á Sauðárkróki. Óskar kvæntist 31. desember 1954 Sigríði Árnadóttur, f. 14. júlí 1935. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Árni Jóhannesson, bóndi á Þverá, Eyjafirði, og k.h. Þóra Jónsdóttir. Börn Ósk- ars og Sigríðar: 1) Eiríkur Ósk- arsson, f. 23. júní 1954, kvæntur Ingu Hrönn • Sigurðardóttur, börn hennar Lára Halldórsdótt- ir, Selma Sigurjónsdóttir og Alma Sigurjónsdóttir, barn þeirra Óskar Eiríksson, þau búa á Selfossi, og 2) Birna Ósk- arsdóttir, f. 15. júlí 1959, gift Hilmari _ Kristjánssyni, barn hennar Óskar Ágústsson, börn þeirra: Sigríður Þóra Hilmars- dóttir og Ingi Freyr Hilmars- son, þau búa á Ólafsfirði. Óskar var búfræðikandidat frá Hvanneyri. Hann var bóndi í Miðdal í Skagafirði um árabil og var bústjóri á Lundi við Akureyri um árabil. Síðan starfaði hann um hríð við gler- verksmiðju Ispan hf. á Akur- eyri. Frá Akureyri fluttu þau hjón til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar. Óskar starf- aði þá skamma hríð hjá íspan hf. i Reykjavík og síðan hjá skattstjóranum í Hafnarfirði um margra ára skeið. Sambýliskona Óskars síðustu ár var Kristin Jóna Guðmunds- dóttir, f. 14. janúar 1943, d. 14. október 1995. ÞEGAR kallið kemur fær enginn undan vikist að hlýða því. Það kall er berst hveijum og einum er fæð- ist þessum heimi. Stundin er upp runnin. Þannig var því einnig varið með frænku mína, Kristínu Jónu Guðmundsdóttur, og sambýlismann hennar, Óskar Eiríksson. Kallið kom til þeirra alls óvænt, án undir- búnings. Stundin kom og nú eru þau horfin á braut. En minningarn- ar hrannast að, þær hverfa ekki. Minningar um sterka persónuleika er efldust við hvetja þraut. Hún Stína var agnarlítið koma- bam er ég sá hana fyrst en þá strax J^ieyndi sér ekki að hún var ákveðin og fylgin sér. Þeir eiginleikar komu enn sterkar í Ijós er hún komst á legg. Seigluna fékk hún ómælda frá Ártúnsættinni en af þeirri ætt vom mæður okkar beggja, glettnin lá í leyni tilbúin að skjótast fyrir horn við minnsta tilefni og stutt var í stríðnina ef svo bar undir. Þannig minnist ég hennar allt fram að fermingu hennar en þá skildi Ieiðir um stund. Ég fékk af henni fréttir í fjarlægt hérað. Henni gekk vel, öðm átti ég ekki von á, en það lífs- hlaup hennar verður trúlega rakið af öðrum. Er leiðir okkar lágu sam- an á ný var hún orðin einhleyp móðir með fjögur börn. Það óx "‘Tienni ekki í augum. í hlýlega hús- inu sínu í Hafnarfirði bjó hún börn- um sínum notalegt heimili. Eitt af öðm flugu þau úr hreiðrinu. Uns aðeins yngsta barnið var eftir. Og hún kynnist Óskari. Það var í einni af fjölskylduúti- legum okkar að ég sá hann fyrst. Síðan hafa þau komið saman á flestar okkar samkomur, bæði þorrablót og útilegur. Óskar var fijótur að falla inn í hópinn. Hann . var söngmaður góður og unni söng. Um leið og fyrstu gítartónamir hljómuðu hóf hann upp raust sína glaður og reifur með okkur hinum söngpípunum og þannig minnist ég hans best. Því söngurinn sameinar hugi og hjörtu góðra vina. Eg sá þau síðast í fermingu Halls Amar sl. vor. Nú em þau farin á vit nýrra heima. Þau fóm með reisn og þau fóm saman. Með 'hönd í hönd stefna þau á nýjar brautir. Ég bið þess að hinn mikli eilífi andi styðji og styrki alla þeirra ástvini og létti þeim sorgina. í hjört- unum býr minningafjöld um gengin spor. Þá minningafjöld fær enginn frá okkur tekið. Auður H. Ingvars. Þú Guð sem stýrir stjarnaher og stjómar veröldinni. í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Vald. Briem.) Nokkur fátækleg kveðjuorð í flýti. Orð duga ekki til að tjá sorg okkar og söknuð yfír skyndilegri burtköllun ykkar Óskars úr þessum heimi. Maður er eiginlega lamaður af sorg og reiði út í almættið. En lífíð verður að halda áfram og minn- ingar fara að gægjast fram ein af annarri. Minningar frá heimsóknum ykkar systranna í sveitina í gamla daga með foreldrum ykkar á pall- bílnum. Síðan frá glöðum dögum í Efstasundinu og þegar þið systurn- ar fóruð með sveitastelpuna á rúnt- inn og í bíó og hvaðeina sem gott er að minnast. Þegar við fórum að sjá Drakúla þó að Fjóla systir væri búin að aðvara okkur og svo vorum við skíthræddar við alla skugga á eftir. Þegar við fórum á gömlu dansana og á sveitaball í Kjósinni. Þegar við sátum niðri hjá Fjólu og spjölluðum um allt og ekki neitt. Þegar við fórum saman í bústað á Illugastöðum, skoðuðum Ásbyrgi og Mývatn og svo fórum við í útileg- ur og héldum þorrablót fjölskyld- unnar. Þegar við komum saman á afmælisdögum okkar og það var spjallað og hlegið. En nú er kallið komið. Þið Óskar fóruð saman í ykkar hinstu för og við hin sitjum eftir, orðvana yfir örlögunum. Megi góður Guð styrkja og styðja fjöl- skyldur ykkar og ástvini alla. Þrúður og Hreinn. Reynir og Nína. Mig langar með fáeinum fátæk- legum orðum að minnast fyrrver- andi mágkonu minnar, Kristínar Jónu Guðmundsdóttur, sem lést laugardaginn 14. október í hörmu- legu umferðarslysi, ásamt sambýl- ismanni sínum, Óskari Eiríkssyni. Kristín giftist ung bróður minum, Guðbirni Hallgrímssyni, og áttu þau saman fjögur börn. Kristín og Guðbjörg skildu fyrir allmörgum árum og hefur Kristín annast uppeldi bama þeirra, af ein- stakri umhyggju og dugnaði. Hélt hún heimilinu alltaf saman og ól önn fyrir bömum sínum. Þtjú barnanna hafa nú stofnað sitt eigið heimili, en yngsta barnið, 14 ára drengur, bjó heima. Þótt Kristín hefði úr litlu að spila vann hún þó að því jafnt og þétt að endurnýja gamla húsið sitt við Holtsgötuna, og lagði alltaf mikla áherslu á að hafa heimili þeirra sem vistlegast. Ég vil af alhug þakka Kristínu fyrir þá góðvild og vináttu sem hún sýndi ávallt fjölskyldu minni og hve vel hún sá alltaf til þess að börnin héldu sambandi við föðurfólk sitt. Þá vil ég þakka Kristínu hve góð hún var syni Guðbjörns, frá fyrri sambúð, Hallgrími, en hann lést af slysförum fyrir mörgum árum. Elsku Hallur, Guðrún, Sigurlína, Guðmundur og fjölskyldur. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og söknuði. Þá sendi ég einnig fjölskyldu Óskars mínar bestu samúðarkveðj- ur. Þorvaldur S. Hallgrímsson. Kveðja til ömmu Stínu frá Kristínu og Mörtu Rut Guðmundsdætrum Það vekur mér undrun, amma mín, að ekki ert þú lengur heima. Samt mun ég björtu brosin þín í barnshuga mínum geyma. Nú sitjum við hljóðar og hugsum víst fátt, en helst viljum sorginni gleyma. Já, skelfíngar ósköp, nú eigum við bágt, eða er okkur kannski að dreyma. Nú færist að vetur og fennir í spor, frostrós á glugganum mínum. Og ekki hittumst við aftur í vor allar í garðinum þínum. Það var svo gott að eiga þig að, með ylinn í þínu hjarta. Þó skiptir þú amma, nú aðeins um stað við elskum þig, Kristín og Marta. Laugardaginn 14. október varð hörmulegt umferðarslys, þar sem vinur okkar og skólabróðir, Óskar Eiríksson, og sambýliskona hans, Kristín Jóna Guðmundsdóttir, lét- ust. Óskar fæddist 4. nóvember 1933 á Lýtingsstöðum í Skagafirði og var því 61 árs er hann lést. Óskar var glæsimenni hvar sem á hann var litið. Hann var hár og spengilegur, fríður sýnum og flug- greindur. íþróttamaður í fremstu röð á sínum yngri árum. Gleðimað- ur og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum en alvörumaður undir niðri. Hann var ákaflega hlýr mað- ur, enda geislaði frá honum góðvild hvar sem hann fór. Óskar lauk prófi frá Búvísinda- deild Hvanneyrarskóla 1955. Að prófi loknu réðst hann garðyrkju- ráðunautur hjá Akureyrarbæ. Síðan hjá Búnaðarfélagi Islands. Árin 1957-1959 er ðskar ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Snæfellinga. Bóndi í Miðdal í Skagafirði 1959- 1968. Bústjóri á Lundi við Akur- eyri 1968-1973. Síðan starfsmaður hjá íspan á Akureyri um tíma þar til hann flytur til Hafnarfjarðar og hefur störf á Skattstofunni í Hafn- arfirði. Óskar kvæntist ungur Sigríði Árnadóttur frá Þverá í Eyjafirði og áttu þau saman tvö börn, Eirík og Birnu, sem nú eru uppkomin. Eftir að Sigríður og hann slitu hjúskap sínum bjó hann með Krist- ínu Jónu Guðmundsdóttur. Óskar lagði alúð við starfið á skattstof- unni, sem var gjörólíkt hans fyrri störfum og ávann sér þar sem ann- ars staðar virðingu og tiltrú. Við skólabræður og vinir Óskars erum harmi slegnir að þurfa að sjá á eftir góðum dreng og vini. Við vitum að harmur ástvina hans er enn þyngri og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja á þess- ari raunastundu. Guð blessi minningu þína og Kristínar. Skólabræður. Sumir einstaklingar setja þann svip á umhverfi sitt og starfsvett- vang að eftir er tekið, ekki einung- is af góðum verkum heldur einnig sökum persónueinkenna sinna, hjálpsemi, glaðværðar og góðvildar. Á augabragði hafa tveir slíkir félag- ar okkar á Skattstofu Reykjanes- umdæmis, þau Óskar Eiríksson og Kristín Jóna Guðmundsdóttir, látist í hörmulegu slysi. Langar okkur samstarfsfólki þeirra til að kveðja þau með nokkrum orðum. Óskar hóf störf við skatteftirlit haustið 1985. Fyrst starfaði hann að því við annan mann en undir hans stjórn hefur eftirlitsdeildin eflst og er nú ein stærsta deild skattstofunnar. Óskar var gæddur góðum hæfi- leikum. Hann átti auðvelt með að greina kjarna hvers máls og lagði sig fram um að kynna sér allar stað- reyndir er máli skiptu við úrlausn þess. Hann sýndi starfsmönnum mikið traust og var ætíð reiðubúinn að veita aðstoð og gefa góð ráð. Ötull og áhugasamur lagði hann á sig mikla vinnu til þess að störf yrðu sem best af hendi leyst. Þá kom sér vel hversu mannleg sam- skipti reyndust honum auðveld, því jafnan þarf að sýna þolinmæði og nærfærni gagnvart þeim sem eftir- liti sæta þar sem við erfið mál er að fást og iðulega mikla hagsmuni. Fyrir liðlega ári veiktist Óskar af kransæðastíflu sem setti verulegt mark á heilsufar hans upp frá því. Fyrir mann sem mikil athafnasemi er í blóð borin er slíkt harður dóm- ur sem hann hafði lítt skap til að sætta sig við. Hann hafði ekki þá eirð til hvíldar sem nauðsyn bar til og að komast ekki til vinnu sinnar um tíma hvíldi þungt á honum. Kristín kom einnig til starfa á árinu 1985 við tölvuvinnslu og önn- ur skrifstofustörf. Allt fas Kristínar og háttalag bar með sér að þar fór vönduð manneskja sem hafði sam- viskusemi og trúmennsku að leiðar- ljósi í því' sem hún tók sér fyrir hendur. Á sama hátt og henni mátti ætíð treysta bar hún mikið traust til annarra og horfði jafnan til þess góða í fari samferðarfólks. Þrátt fyrir skapfestu skipti hún sjaldan skapi og var ætíð reiðubúin að ganga í verk annarra ef nauðsyn bar til. Kristín var tíguleg kona, yfir henni hvíldi reisn og skörungsskap- ur. Hún var hlý og mild, traustur vinur og vinmörg. Hún var góð móðir sem unni börnum sínum heitt og veitti þeim alla þá umhyggju sem hún megnaði og þau búa nú að. Kristínu var gott heim að sækja. Heimilið var ekki stórt en þar var gnægð hlýju og kærieika. Leiðir Öskars og Kristínar lágu ekki einungis saman í starfi því fyrir nokkrum árum tókst með þeim náinn vinskapur. Þrátt fyrir að vera ólík um margt var samband þeirra þeim báðum mikil stoð í lífínu. Þau voru náttúruunnendur, gengu mikið sér til heilsubótar og ánægju og tóku ríkan þátt í starfi skógræktar- félags skattstofunnar, unnu dansi og sóttu danstíma sér til skemmtun- ar. Þau voru félagslynd að eðlisfari og létu sig sjaldan vanta þegar starfsmenn gerðu sér dagamun. Þegar horft er til baka rifjast upp ljúfar minningar. í matar- og kaffi- tímum átti Óskar sitt fasta sæti við bridgeborðið í matsalnum. Hann hafði mikla ánægju af spilamennsk- unni og var ekkert að hlífa „makk- er“ þegar það átti við. Óskar var sérlega skemmtilegur og hressastur allra þegar komið var saman til skemmtunar og leiks. Söngvinn og glaður setti hann sitt sterka svip- mót á hópinn. Kristín, prúð og kím- in og alltaf reiðubúin til þess að taka upp hanskann fyrir aðra, hafði einatt á orði ef hún heyrði einhveij- um hallmælt: „Ertu viss.“ Varð þetta að orðtaki meðal samstarfs- manna hennar og vissu þá allir við hvað var átt. Ekki gleymist heldur sú mikla umhyggja sem Kristín sýndi Óskari í veikindum hans. Þá komu mannkostir hennar glöggt í ljós og það æðruleysi sem hún bjó yfir. Þau Kristín og Óskar fóru ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu frek- ar en aðrir dauðlegir menn. Nú þegar heldur var bjartara framund- an í þeim efnum - á leið til kvöld- verðar í faðmi barna og barnabarna hans - er gripið í taumana á þann hátt sem enginn skilur né mun fá skilið. Nú hvílir skuggi yfir litla húsinu að Holtsgötu 9, Hafnarfirði. Vinir og samferðarmenn finna fyrir tóm- leika og söknuði. Því skulum við þó ekki gleyma áð þótt sól hnígi til viðar og dimmi um stund, þá rís sól að nýju, nýr dagur. Afkomendur munu bera með sér birtu og yl sinn- ar kynslóðar og halda merki þeirra á lofti. Við vinnufélagar Óskars og Kristínar þökkum góða samfylgd og óskum þeim blessunar á nýjum vegum sem áreiðanlega reynast ekki jafnviðsjárverðjr og sá sem síðast var ekið um. Ástvinum öllum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur og megi drottinn leggja þeim líkn með þraut. Vinnufélagar. í dagsins iðu, götunnar glaumi, greinum vér þig með ljós þitt og frið. Hvar sem ein bæn er beðin í hljóði, beygir þú kné við mannsins hlið. I>júp er þín lind, sem lifgar og nærir, lófinn þinn stór, vort eilífa hlé. Gjör þú oss, Kristur, Guðs sonur góði, greinar á þínu lífsins tré. (S.E.) Það var fagurt og milt haustveð- ur laugardaginn 14. október sl. þegar þau Óskar Eiríksson og Krist- ín Guðmundsdóttir ákváðu að bregða sér bæjarleið. Þau höfðu í huga stutt ferðalag og áttu sér einskis ills von hvað þá að nokkurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.