Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kenneth Peterson, aðaleigandi Columbia Aluminium Corp., kannar aðstæður á Islandi KENNETH Peterson, aðaleigandi Col- umbia Aluminium Corp. er lögfræð- ingur að mennt. Hann lauk námi árið 1980 frá háskólanum í Oregon og sneri þá aftur til heimabæjar síns í Austur-Oregon og hóf þar lögfræðistörf. Hann starfaði sem slíkur til ársins 1989 er hann hætti því vegna anna við rekstur fyrirtækis síns, en um mitt ár 1987 keypti hann 160 þúsund tonna álbræðslu í Washing- ton fylki, sem er fyrir norðan Oregon, og varð það upphafið að Columbia Aluminium. Peterson segir að álbræðslan í Washing- ton-fylki sé enn eina álbræðsla fyrirtækisins en fyrirtækið hafi hins vegar keypt mörg fyrirtæki víðs vegar um Bandarikin sem tengist málmvinnslu með ýmsum hætti og hafi ýmiss konar úrvinnslu úr áli með hönd- um. Fyrirtækið teygi nú anga sína til Kalifor- níu, Texas, Kentucky og Oregon. Þetta séu fyrirtæki sem fáist við brotamálm og endur- vinnslu, smíði glugga og sölu- og markaðs- mál svo dæmi séu nefnd. Þannig bræði þeir ekki bara ál heldur vinni einnig úr málminum endanlega framleiðsluvöru. Hann segir að nú starfí alls hjá fyrirtæk- inu um 1.400 starfsmenn i Bandaríkjunum. Fyrirtækið starfí eingöngu innan marka Bandaríkjanna og þetta sé fyrsta alvarlega athugun þeirra á að færa út kvíarnar á al- þjóðavettvangi. „Við kunnum vel við okkur í álbræðslunni og teljum að við kunnum þar til verka,“ sagði Peterson. Ovenjulegt eignarfyrirkomulag Aðspurður segir hann að Columbia Aluminium sé einkafyrirtæki, en eignafyrir- komulagið sé dálítið óvenjulegt. Sjálfur eigi hann meirihluta hlutafjár, en um 30% hluta- fjár fyrirtækisins séu í eigu starfsmanna, samkvæmt áætlun þar um sem nær allir starfsmenn taki þátt í. Hann segir að fyrirtækið hafí gengið vel og skilað hagnaði sérhvert ár frá árinu 1987 og þá séu ekki undanskilin árin 1992 og 1993 þegar árað hafí mjög illa í álviðskipt- um. Nú sé ájverð hærra en það hafí verið síðustu ár. Álverð hafi einnig verið mjög hátt þegar fyrirtækið hóf göngu sína og því hafí verðmæti fyrirtækisins aukist ár frá ári. Hann segir að þeir hafi trú á framtíð ál- framleiðslu. Það sé eins með ál og annað að það séu sveiflur í viðskiptunum, en mögu- leikar álframleiðslu séu mikiir og framtíðin björt. Það eina sem geti breytt því sé al- menn lægð í heimsviðskiptum. Bílaiðnaður- inn eigi eftir að notfæra sér ál í meira mæli og sama gildi um umbúðaiðnað, hvort sem ál sé í samkeppni á því sviði við stál, gler eða plast. Lítið hafí verið byggt af nýj- Réttítíminn til að fjárfesta í álbræðslu Forsvarsmenn Columbia Aluminium Corp. eru nú staddir hér á landi til að athuga aðstæður vegna stað- setningar álbræðslu hér á landi. Hjálmar Jónsson ræddi við aðaleiganda fyrirtækisins sem segir að nú sé rétti tíminn til að fjárfesta í álbræðslu og möguleikar verði athugaðir á því hvort skynsamlegt sé að íslendingar gerist hluthafar. Morgunblaðið/Þorkell KENNETH Peterson, aðaleigandi Columbia Aluminium Corp., á fundi með viðræðu- nefnd um stóriðju í húsnæði Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins á Háaleitisbraut í gærmorgun. um álbræðslum að undanförnu, þótt mikið hafí verið talað um það, ef undan sé skilin ný álbræðsla í Suður-Afríku, sem sé verið að opna þessa dagana. Þetta geri það að verkum að þeir telji að nú sé rétta augnablik- ið til að setja nýja álbræðslu á laggirnar. Kostnaður yfir 100 milljónir dollarar Hann segir að álbræðslan sem byggð verði, hvort sem það verði hér á íslandi eða annars staðar, verði í fremstu röð hvað varð- ar orkunýtingu, framleiðslu eða þær ströngu kröfur sem gerðar séu til umhverfísáhrifa svona verksmiðja. Tækjabúnaðurinn sé keyptur frá Þýskalandi úr álbræðslu sem hafi verið lögð niður og ný ker smíðuð, þar sem verksmiðjan verði sett niður. Hann seg- ir erfitt að áætla kostnaðinn. Það fari að nokkru leyti eftir því hvar verksmiðjan verði byggð, en það sé hins vegar alveg ljóst að kostnaðurinn sé yfir 100 miiljónir dollarar (um 6,5 milljarðar króna). Hugmyndin sé að byrja með álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu, en sem hefði möguleika á að vera stækkað upp í 120 þúsund tonn og jafnvel upp í 180 þúsund árlega framleiðslu- getu. Aðspurður um möguleikana á staðsetn- ingu hér á landi í samanburði við önnur lönd segir hann að þeir séu að skoða möguleikana á staðsetningu hér af mikilli alvöru. „Þið eruð hluti af Evrópusamfélaginu, þið hafíð menntað vinnuafl, þið hafið möguleika á að útvega næga orku sem er nauðsynleg fyrir svona starfsemi. Við eru að athuga þetta í fullri alvöru, þess vegna erum við hér,“ sagði Peterson. Aðspurður hvort þeir muni leita eftir ís- lenskum hluthöfum í þetta fyrirtæki eða hvort eignarhaldið verði óbreytt, segir hann að þeir séu tilbúnir til að gera þetta alger- lega sjálfir, en þeir væru að athuga hvort það væri hagkvæmt að leita eftir hluthöfum hér innanlands. Aðspurður segir hann að spurningin sé ekki sú hvort verksmiðjan veVði reist heldur hvar. Þeir eigi tækjabúnað í verksmiðju sem þeir þurfí að finna staðsetningu fyrir og þeir hafi ekki langan tíma til að taka þá ákvörðun. Ákvörðunin þurfí að liggja fyrir fyrir árslok og þeir áætli að verksmiðjan geti hafið framleiðslu innan tólf mánaða frá því framkvæmdir hefjist. Eitt af þeim atrið- um sem þeir þurfi að athuga hér er hvort svo stuttur framkvæmdatími sé raunhæfur vegna veðurfars hér á landi. Þessi fram- kvæmdatími sé raunhæfur þar sem veðurlag sé betra. Peterson segir aðspurður að fjórir staðir komi til greina fyrir staðsetningu álversins; Kanada, Miðausturlönd, Venezuela og Is- land, og tveir þeir síðarnefndu séu líklegastir. Kurt Wolfensberger, aðalsamningamaður svissneska fyrirtækisins Alusuisse-Lonza Otímabærar yfirlýsingar geta haft neikvæð áhrif Zíirich. Morgunblaðið. FRÉTT Reuters-fréttastofunnar um yfirlýsingu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra á föstudag um fyr- irhugaða stækkun álversins í Straumsvík kom Kurt Wolfensber- ger, aðalfulltrúa Alusuisse-Lonza (A-L) í samningaviðræðunurn um stækkun, á óvart. „Það hefur út af fyrir sig ekkert breyst síðan í ágúst,“ sagði Wol- fensberger í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Stjcrn Alusuisse hef- ur enn ekki tekið endanlega ákvörð- un og áður en hún gerir það er ekki hægt að tala eins og málið sé í höfn.“ Wolfensberger var í haustfríi á föstudag. „Ég átti sannarlega ekki von á einhverri yfirlýsingu frá iðn- aðarráðherra. Það er rétt að undir- búningsstarfinu er að mestu lokið en stjórn fyrirtækisins á eftir að fjalla um stækkunina og áður en hún gerir það er ekki hægt að tala um stækkun. Það getur haft nei- kvæð áhrif. Stjórnarmenn Alusuisse fylgjast vel með viðskiptafréttum og þeim líkar ekki að lesa yfírlýsingar stjórnmálamanna eða annarra um eitthvað sem þeir eiga eftir að fjalla um og ákveða. Þeirra starf er ekki bara formsatriði. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða, um fjórðung milljarðs svissneskra franka. Það verður að vega og meta ákvörðun um slíka íjárfestingu gaumgæfilega áður en hún er tekin.“ Ákvörðun 6. nóvember Stjórn A-L mun íjalla um stækk- unina á næsta stjómarfundi sem verður haldinn 6. nóvember. Wol- fensberger vonar að endanleg ákvörðun verði tekin þá en hann getur ekki verið viss um það. Wolfensberger hefur heyrt um hugsanlegan áhuga Columbia Al- uminium Corporation á að reisa álver á íslandi. „Ég á bágt með að trúa að ákvörðun um það verði tek- in alveg á næstunni. Það þarf að kanna hlutina vel áður en ráðist er í slíkar framkvæmdir og varla hægt að gera það á nokkrum vikum.“ Hann sagði að Alusuisse hefði engan forgangsrétt á íslenska orku. „Það er skiljanlegt að íslendingar athugi aðra möguleika ef það dregst mjög á langinn að Alusuisse taki ákvörðun um stækkun álversins.“ Andlát RÖGNVALDUR ÞORLÁKSSON RÖGNVALDUR Sveinn Þorláksson verkfræðingur lést 18. október síðast liðinn, á áttugasta aldursári. Rögnvaldur fæddist 26. apríl 1916 í Reykjavík, sonur Þor- láks Kristins Ófeigs- sonar byggingameist- ara og Önnu Guðnýjar Sveinsdóttur. Rögnvaldur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1936, lauk sveinsprófi í trésmíði 1937 og prófi í byggingaverkfræði frá Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi 1943. Hann starfaði sem verkfræðinguc við vega- og járnbrautalagnir í Noregi 1943-44 og sem aðstoðarverkfræðingur við NTH frá 1944 til 1945. Rögvaldur starfaði hjá Sigurði S. Thoroddsen 1945-1947 og hjá raforkumálastjóra 1947-1954, þar af sem staðarverkfræðingur við Laxárvirkjun II 1951-53. Hann var einn stofnenda Verklegra fram- kvæmda hf. árið 1954 og starfaði sem ailnar fram- kvæmdastjóri fyrir- tækisins til 1962 þeg- ar hann hóf störf sem ráðgefandi verkfræð- ingur. Hann vann m.a. að verkfræðilegum rannsóknum á virkj- unum í Jökulsá á Pjöll- um og frumhönnun virkjana í Dettifossi, Vígabergsfossi, Kláf- fossi í Hvítá í Borgar- fírði og við rannsóknir á virkjun Þjórsár við Búrfell og við bygg- ingu orkuversins þar. Rögnvaldur var settur aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjunar um tíma árið 1972 og varð bygg- ingastjóri Landsvirkjunar frá 1973. Rögnvaldur starfaði talsvert að félagsstörfum fyrir verkfræðinga og ritaði greinar um virkjanir í innlend og erlend blöð. Hann gekk að eiga 'eftirlifandi eiginkonu sína, Thoru Margareth Þorláksson píanókennara, árið 1943 og eignuðust þau tvö börn, Svein Birgi og Guðnýju Kristínu. { b I ! I | f i i I i L l: fl i Q fl L. fl € L C: € L I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.