Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 39 óraði fyrir þeim grimmilegu örlög- um sem biðu þeirra. í fullkomnu sakleysi voru þau varnarlaus svipt dýrmætustu eign sinni, lífinu sjálfu. Fréttin um dauða þeirra og hvemig hann bar að hefur ekki aðeins snort- ið ættingja þeirra og vini heldur þúsundir Islendinga sem spyija sig hvemig slíkur hörmungaratburður geti átt sér stað. Fyrir tæpum áratug bar fundum okkar Óskars Eiríkssonar saman í fyrsta sinn. Hann hafði þá ráðið sig til starfa á minn gamla vinnustað skattstofuna í Reykjanesumdæmi. Ætlunin með ráðningu Óskars var að endurreisa rannsóknardeild skattstofunnar. í því skyni báðu yfirmenn hans mig að taka hann í starfsnám hjá rannsóknardeild rík- isskattstjóra. Óskar var þá nýlega fluttur á höfuðborgarsvæðið en hann hafði um langt árabil verið búsettur á Norðurlandi. Ég fann strax þegar við Óskar tókum tal saman í fyrsta skiptið að þar fór hreinlyndur maður og drengur góð- ur. Það teygðist nokkuð úr starfs- náminu hjá Oskari og ég fann betur og betur hvílíkan ágætismann Ósk- ar hafði að geyma. Skoðanir hans á mönnum og málefnum vom slétt- ar og felldar og hann var fljótur að átta sig á viðmælendum sínum og hvaða persónuleika þeir höfðu að geyma. Skoðanir okkar fóm saman um margt. Við ræddumst við á hveijum degi og upp úr því myndaðist vinskapur sem entist ævilangt. Enda þótt störf Óskars við skatt- framkvæmd væru honum nokkuð framandi til að byija með náði hann ótrúlega fljótt valdi á erfiðum skatt- rannsóknum og varð skattstofunni góður oggegn starfsmaður. í fyrstu starfaði Oskar einn við skatteftirlit og -rannsóknir en fljótlega óx deild- inni hans ásmegin og Oskar varð deildarstjóri hennar þegar mannafli fór að bætast við. Við skatteftirlit fór Óskar mikið út í fyrirtæki í umdæminu og varð fljótlega býsna þekktur fyrir störf sín á Suðurnesjum og í Hafnar- fírði. Honum náði miklum árangri í störfum sínum og átti það ekki síst óvenjulegum persónutöfrum sínum að þakka. Honum tókst yfir- leitt að vinna trúnað og traust þeirra sem sættu rannsókn af hans hálfu. Hófsemi hans og lítillæti ásamt óvenjumikilli lagni til að út- skýra flókna hluti á einfaldan hátt áttu ríkan þátt í að rannsóknarþolar báru virðingu fyrir Óskari og treystu honum í erfiðleikum sínum. Þá var Óskar mjög réttsýnn maður og gætti þess vandlega að fara vel með viðkvæmt starf sitt. Á skattstofunni starfaði Óskar Eiríksson ekki aðeins við skattrann- sóknir heldur annaðist hann einnig um árabil öll tölvumál embættisins og sinnti ýmsum öðrum rekstrarleg- um þáttum þess. Óskar var þá nán- asti samstarfsmaður skattstjóra og sá um ýmsa umsýslu fyrir hann. Þá bar fundum okkar oftsinnis sam- an á skrifstofu ríkisskattstjóra. Ég hafði þá með tölvumál skattstof- anna að gera og Óskar átti oft er- indi vegna þeirra. Alltaf var Óskar rökfastur og ákveðinn í erindrekstri sínum og fékk enda alltaf sínu framgengt. Það var líka á vísan að róa með að ekki var verið að leggja fram ástæðulausar beiðnir. Aður en erindi voru lögð fram höfðu þau verið útbúin vandlega áður með ít- arlegum rökstuðningi. Á þessum árum varð samband okkar enn nán- ara og hann sýndi mér mikinn trún- að. Mér fannst alltaf gott að ræða við hann, viðræður hans voru án tilgerðar og hann kryddaði frásögn sína með smekklegri kímni, hann hafði hlýlega og eftirminnilega rödd og var umfram allt góður áheyr- andi. Þessi tími var Öskari gjöfull um margt. Honum gekk allt í hag- inn á vinnustað þar sem hann ávann sér trúnað og virðingu starfsfélaga og samstarfsaðila. Skattstofan varð honum góður förunautur, ekki að- eins hvað varðar starfsárangur og starfsöryggi heldur eignaðist hann nýja vini og félaga sem honum þótti vænt um. Áhugi hans á velferð starfsfélaga var mikill. í þeim hópi var hann hrókur alls fagnaðar og tók ríkan þátt í félagslífi þeirra og var þekktur fyrir hjálpsemi sína. Oftsinnis hafði hann á orði hve honum leið vel á þessum vinnustað og þaðan vildi hann ekki hverfa þótt honum byðist jafngott starfs annars staðar. Segir það meira en mörg orð. Einn af starfsfélögum hans var Kristín J. Guðmundsdótt- ir. Á milli þeirra var góð vinátta. Hún óx og þroskaðist og þau Krist- ín hófu síðan sambúð fyrir nokkrum árum. Það leit út fyrir að síðustu starfs- árin ættu eftir að vera ánægjuleg en fyrir rúmu ári síðan tók heilsu Óskars að hraka nokkuð. Hann þurfti að vera frá vinnu um skeið en var óþreyjufullur að komast á vinnustaðinn aftur. Hann var þeirr- ar gerðar að falla illa fjarvistir frá vinnustað. í starfshléi hans fyrir réttu ári hringdi ég heim til hans og bauð ég honum á skrifstofuna til mín. Þá áttum við saman góða stund og fórum yfir liðin ár og vandamál sem leysa þurfti. Ég sá þá að Óskari mínum var nokkuð brugðið. Dimmt hafði yfir huga hans og hann óttaðist að starfsþrek- ið kynni að vera á þrotum. Hann sagði mér frá ákvörðun sinni að heíja störf innan skamms þótt heilsa hans gæfi tæplega tilefni til þess. Trúnaðarsamræður okkar í það skiptið voru langar og nánar og þær hef ég geymt með sjálfum mér. Trygglyndi hans og fölskva- laus vinátta varð til þess að mér þótti alltaf vænt um Óskar og þyk- ir enn. Aldrei í eitt einasta skipti frá því að við hittumst fyrst fyrir heilum áratug varð okkur nokkurn tíma sundurorða. Minninguna um Óskar og lífsreynslu hans mun ég geyma í hjarta mínu. Hans er sakn- að. Bróðir er horfinn til austursins eilífa. Megi hann sjá ljósið sem lýs- ir honum til starfa hjá hæstum höfuðsmiði á æðra tilverusviði. Trygglyndur og trúr kveður hann að sinni. Við hittumst á þeim vett- vangi síðar. Börnum, tengdabörnum og öðr- um aðstandendum Óskars Eiríks- sonar og Kristínar J. Guðmunds- dóttur votta ég mína dýpstu samúð í þeirra sáru sorg. Skúli Eggert. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. Blessuð von í bijósti minu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdanarson.) Kristín, okkar elskulega æsku- vinkona, er látin langt um aldur fram. - Rödd dóttur hennar hljómar í símanum og flytur þau hörmulegu tíðindi að mamma og Óskar hafi látist í bflslysi þá um kvöldið. Tíminn stendur í stað, minning- arnar leita á hugann hver af ann- arri. Við hittumst fyrst haustið 1952, er við settumst í 9 ára bekk í Lang- holtsskóla, sem þá var nýbyggður. Það var góður og samheldinn hópur sem fylgdist að í gegnum barna- skólann undir handleiðslu hjónanna Þórhildar Halldórsdóttur og Jóns Ámasonar. Kristín stendur okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þennan fyrsta skóladag, há og grönn með rauð- brúnu fallegu flétturnar sínar, örlít- ið freknótt, alvörugefin, augun at- hugul, í fallegum smárósóttum kjól. Á þessum árum var grunnurinn lagður að ævilangri vináttu, sem aldrei bar skugga á. Síðastliðið vor bauð Ninna skóla- systir okkar bekkjarfélögum sínum og kennuram heim og áttum við þar ánægjulega kvöldstund, þar sem rifjaðar vora upp minningar frá skólaáranum. Áfram héldum við hópinn, þar sem átta stelpur úr bekknum fóra í Kvennaskólann í Reykjavík. Eftir að skólagöngu lauk fylgd- umst við áfram að bæði í starfi og leik og styrktust því vináttuböndin. Á unglingsáranum var Kristín þijú sumur í sveit á Gróustöðum í Geiradalshreppi hjá hjónunum Signýju og Sumarliða. Þar leið henni vel og fór hún flest sumur eftir það í sveitina sína að heim- sækja íjölskylduna, sem henni þótti svo vænt um. Sýndi það best trygg- lyndi hennar og ræktarsemi. . Kristín var mörgum góðum kost- um búin. Létta lundin hennar kom sér vel þegar á móti blés. Hún hafði skemmtilega frásagnargáfu og hennar smitandi hlátur var einstak- ur. í vegarnesti hafði hún fengið frá sínu bernskuheimili bestu dyggðir; heiðarleika, vinnusemi og trú- mennsku. Árið 1962 giftist hún Guðbirni Hallgrímssyni og eignaðist með honum íjögur börn, þijú þeirra hafa stofnað sín heimili en yngstur er Hallur Örn, 14 ára. Kristín og Guð- bjöm slitu samvistum. Síðustu árin bjó hún með Óskari Eiríkssyni, þau virtu hvort annað SJÁNÆSTU OPNU. t Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu, sambýlis- konu og systur, GUÐRÚNAR DAVÍÐSDÓTTUR, Grund í Skorradal, sem lést 18. október sl., fer fram frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 28. október kl. 14.00. Bílferð verður með Sæmundi Sig- mundssyni frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Bjarni Pétursson, Magnea Kolbrún Sigurðardóttir, Guðrún Pétursdóttir, Davíð Pétursson, Jóhanna Guðjónsdóttir, J.ón Pétursson, Áslaug Þorgeirsdóttir, Ragnar Önundarson, Þorgeir Þorsteinsson, Andrea Daviðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS RÚN BJÖRGVINSDÓTTIR, Hjallabraut 33, áður Suðurgötu 64, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 25. október kl. 15.00 Áslaug Theódórsdóttir, Erlendur Gunnar Gunnarsson, Andrea Ólafsdóttir, Áslaug Gunnarsdóttir, Þröstur Guðnason, Selma Kristín Erlendsdóttir, Gunnar Erlendsson, Bergþór Þrastarson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KR. GUÐMUNDSSON, Hringbraut 97, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 25. október kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir, Jón R. Jóhannsson, Ásgerður Kormáksdóttir, Steinar Jóhannsson, Sigurlaug Kristinsdóttir, Kari Jóhannsson, Unnur Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. c t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okk- ar, dóttur, systur, tengdamóður og ömmu, RÓSU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Víðilundi 4F, Akureyri. Sérstakar þakkir til hjúkrunarkvenna Heimahlynningar og Friðriks E. Yngva- sonar, læknis. Sigurður Indriðason, Steinunn Sigurðardóttir, Árni Bjarnason, Jón G. Sigurðsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sigurður U. Sigurðsson, Þórdís Jónsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurjóna Jónsdóttir Sóley Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson og barnabörn. Lokað Við lokum versluninni í dag þriðjudag, milli kl. 13.00-16.00 vegna jarðarfarar BRYNJARS ÞÓRS SNORRASONAR. Verslunin Hjá Berthu, Laugavegi 84. Lokað Vegna útfarar KRISTÍNAR J. GUÐMUNDSDÓTT- UR OG ÓSKARS EIRÍKSSONAR verða skrifstofur embættisins lokaðar frá kl. 12.00 til 15.30 í dag. Skattrannsóknarstjóri ríkisins. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát bróður okkar, KRISTJÁNS KRISTJÓNSSONAR, Seyðisfirði. Þóra Kristjónsdóttir, Guðni Kristjónsson. Lokað Skattstofa Reykjanesumdæmis verður lokuð frá kl. 12 á hádegi í dag, þriðjudaginn 24. október, vegna jarðarfarar KRISTINAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR og ÓSKARS EIRÍKSSONAR. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.