Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frumvarp um Ufeyrisréttindi þingmanna og ráðherra Þingmenn njóti sömu réttinda og kiósendur Nýja fjárhirðinum er ekki fisjað saman ef honum tekst að hemja forréttindaskjáturnar í samfélagshjörðinni . . . Óyggjandi niðurstöður að lax upprunninn í ám við Breiða- fjörð kemur fram í afla Silfurlax í Hraunsfirði 10 prósent af göngunni komust ekki í heimaá HEIMTUR á merktum löxum í afla Silfurlax í Hraunsfírði og laxveiðiám í Breiðafirði í sumar sem leið benda til þess að talsvert magn af villtum laxi úr ánum veiðist í móttökubúnað hafbeitarstöðvarinnar í Hraunsfirði. Sigurður Már Einarsson fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun í Borg- arnesi ályktar að hér geti verið um 10 prósent þeirra laxa sem eru að ganga í ár í Dölunum að ræða. Tildrög þessara merkinga og rannsókna eru deilur sem verið hafa milli veiðiréttareigenda á þessu svæði annars vegar og hafbeitar- stöðvarinnar Silfurlax í Hraunsfirði hins vegar. Hafa þeir fyrrnefndu viljað kenna hafbeitarstöðinni að mestu um hnignun í veiði og sagt aflaskýrslur staðfesta að hnignunin hafi byrjað er skipt var yfir í nýjan og mjög skilvirkan gildrubúnað. For- ráðamenn Silfurlax hafa ætíð bent á að þeir hafi starfað að lögum og engar athuganir bentu til þess að veiðiréttareigendur hefðu nokkuð fyrir sér nema hvað alltaf mætti búast við smávægilegu flakki laxa á milli áa og stöðva. Lax úr flestum ám hjá Silfurlaxi Árin 1993 og 1994 voru alls merkt 2926 náttúruleg laxaseiði og 6167 af eldisuppruna. Náttúruleg seiði voru merkt í Krossá, Glerá, Laxá í Dölum, Haukadalsá og Laxá á Skóg- arströnd, en eldisseiðin voru merkt í Hvolsá og Staðarhólsá, Flekkudalsá, Glerá og Laxá í Dölum. Alls voru því merkt 9093 seiði. Sigurður Már segir að seiði merkt í öllum ánum, að Glerá undanskilinni, hafí komið fram í afla Silfurlax. í skýrslu þeirri sem Sigurður hefur lokið segir hann: , „Sumarið 1995 endurheimtist 61 merktur lax í veiði. Þar af komu 40 laxar fram á sleppistað, þ.e.a.s. í heimaá, 16 laxar komu fram i Hraunsfirði og fimm annars staðar. Af þessu magni komu fram 17 laxar merktir sem náttúruleg seiði, þar af 10 í heimaá, 6 í Hraunsfirði og 1 annars staðar. Fjöldi merktra laxa úr ánum, sem fram kom í Hrauns- firði, var þannig um 1 prósent af fjölda merktra laxa sem þar kom fram.“ Sigurður heldur áfram og segir: „Hlutfallslega koma 70,7% merktra laxa í ám við Breiðafjörð fram í heimaá, 19,5% í Hraunsfirði og 9,8% annars staðar. Af merktum eldisseið- um koma 68% fram í heimaá, 20% í Hraunsfírði og 12% annars staðar. Af merktum náttúrulegum seiðum koma fram 77,4% í heimaá, 16,1% í Hraunsfírði og 6,5% annars staðar. Flest náttúruleg seiði komu fram úr merkingum í Laxá í Dölum, og reynd- ust 90% merkja koma þar fram í heimaá, en 10% í Hraunsfirði. í þess- um samanburði er áætlað að 50% veiðiálag sé í stangaveiðinni." 440 Iaxar Í ályktunum sínum segir Sigurður að niðurstöðurnar verði að skoðast fremur sem vísbending heldur en óyggjandi sannindi því tiltölulega fáir merktir laxar hafí komið fram. Hins vegar gefí niðurstöðumar vísbend- ingu um stærðargráðu þess hlutfalls náttúrulegra laxa úr ám við Breiða- fjörð sem fram kemur í Hraunsfirði. Um þetta segir Sigurður: "„í ám við Breiðafjörð veiddust u.þ.b. 2200 lax- ar sumarið 1995. Sé miðað við að 50% af laxgengd veiðist í stangaveiði er áætlað að Iaxgengd í ár við Breið- fjörð hafi verið 4400 laxar. Ef sú forsenda 'er notuð að í Hraunsfirði séu veidd um 10% þess lax sem er á leið í veiðiár við Breiðafjörð, fæst talan 440 laxar, sem væntanlega leiddi til þess að laxveiði í Dalasýslu hefði minnkað um 220 laxa. Þetta dæmi er sett fram til skýringar. Þess skal getið að í rannsókn á tæplega 4000 laxahreistrum í Hraunsfírði frá árinu 1994 var áætlað að um 1% væri af náttúrulegum uppruna, sem þýddi að um 600 laxar af veiðinni í Hraunsfirði það ár væru af náttúru- legum uppruna." Fiskvinnsludeild VMSÍ Aðalsteinn Á. Baldursson formaður TEKIST var á í kosningum formanns og stjómar fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands Islands á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í upp- hafi þings VMSÍ. Karitas Pálsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og gerði fráfarandi stjóm tillögu um að Elsa Valgeirsdótt- ir, formaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, yrði kjörin formaður í hennar stað. A þinginu var hins vegar skorað á Aðalstein Á. Baldursson, formann Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, að bjóða sig fram gegn Elsu og varð hann við því. Var þá gengið til kosninga sem lyktaði með því að Aðalsteinn var kjörinn formaður fiskvinnsludeildarinnar með 52 atkvæðum en Elsa hlaut 18 at- kvæði. Einnig urðu nokkrar breyting- ar á stjóm fískvinnsludeildarinnar. Alþjóðamálastofnun Háskólans Upplýsingar komi á undan ákvörðunum Dr. gunnar g. Schram var nýlega ráðinn forstöðu- maður Alþjóðamálastofn- unar Háskóla íslands. Stofnunin var sett á fót árið 1990 en hefur ekki áður haft fastan starfs- mann. — Hvert er hlutverk Alþjóðamálastofn unar Háskólans? „Þegar stofnunin var sett á fót fýrir fímm áram var engin stofnun hér á landi, sem fékkst við al- þjóða- og utanríkismál. Mönnum hafði lengi þótt skortur á slíku, bæði inn- an og utan háskólans. Stofnunin starfar við Há- skóla ísiands, eins og nafnið gefur til kynna, og er vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun, sem heyrir undir Háskólaráð, en allar deildir Há- skólans eiga aðild að stofnuninni. í opinberri umræðu um utan- ríkismál hafa menn gjarnan hald- ið fram einstrengingslegum skoð- unum og hlutirnir verið svartir eða hvítir. Það var mikill skortur á hlutlausum upplýsingum og fræðsluritum og úr honum átti Alþjóðamálastofnun að einhveiju leyti að bæta. Meðal annars á stofnunin að efna til bókasafns, sem hún er byijuð að draga sam- an. Það er hins vegar nú fyrst að eignast samastað. Stofnunin hefur ekki haft skrifstofu, en nú er bætt úr því og hún fær að- stöðu á háskólasvæðinu um leið og hún ræður sér í fyrsta sinn starfsmann í hlutastarf." — Hvernig hefur stofnunin þá sinnt hlutverki sínu til þessa? „Hún hefur meðal annars gefið út átta bækur um efni, sem hún taldi nauðsynlegt að koma á fram; færi. Þar á meðal má nefna „í eldlínu alþjóðamála“ eftir Valdi- mar Unnar Valdimarsson, sem fjallar um afstöðu íslands á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, „Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna EB“ eftir Ketil Sigurjónsson, „Þróun og þróunarað- stoð“ eftir Jón Orm Halldórsson, og bækur mínar „Framtíð jarð- ar“, sem fjallar um umhverfismál í kjölfar “““““““ Ríó-ráðstefnunnar og „Evrópska efnahagssvæðið", sem er með skýringum á EES-samningnum fyrir almenning. Nýjasta bókin okkar er fýrsta bindið í þriggja binda ritröð og heitir „Upphaf Evrópusamvinnu". Einar Bene- diktsson ritstýrir henni og þar er fjallað um viðskipti ísland við önnur Evrópulönd frá 1950 til 1980, meðal annars haftatímabil- ið, Marshall-aðstoðina og áhrif landhelgisdeilna á viðskiptastefnu okkar erlendis, en við vorum úti- lokuð frá bresku mörkuðunum. Þetta er mjög merkt framlag til stjórnmála- og viðskiptasögu, sem hvergi hefur verið skráð áður. Við vonum að annað bindið komi út á næsta ári. Ein af þeim bókum, sem eru í undirbúningi hjá okkur, er bók eftir Ólaf Stephensen stjórnmála- - fræðing um samningaviðræðum- ar um EES og stefnumótun ís- lensku stjómmálaflokkanna um það mál. Jafnframt eram við nú að hefja vinnu á könnun á sögu landhelgismálsins, sem við vonum að gefi tilefni til útgáfu. Við höf- um staðið fyrir ýmsum fundum og rannsóknum, meðal annars um EES og Evrópusambandið, mann- réttindamál og fleira." — Hefur starfsemi stofnunar- Gunnar G. Schram ►Gunnar G. Schram lauk lagaprófi frá HÍ 1956 og dokt- orsprófi í þjóðarétti frá Cam- bridge-háskóla 1961. Hann var ritstjóri Vísis, starfaði í utan- ríkisþjónustunni og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, auk þess sem hann hefur verið prófessor við lagadeild HÍ frá 1974. Gunnar er kvæntur Elísu Steinunni Jónsdóttur leirlista- konu og eiga þau fjögur börn. Stofnunin fær ekkert fé frá ríkinu innar haft einhver áhrif á umræð- ur um alþjóðamál hér á landi að þínu mati? „Okkur, sem sitjum i stjóm stofnunarinnar, hefur þótt undar- legt hversu stóram málum er ráð- ið til lykta af Alþingi, þótt sáralít- il vitneskja sé til hjá almenningi um viðkomandi málefni. Ákvarð- anir era gjaman teknar án mikils undirbúnings og á grundvelli lít- illar vitneskju. Eg get tekið tvö dæmi. Annars vegar er EES-málið. Þegar það hafði verið rætt í heilt ár kom til dæmis í ljós að aðeins 15% þjóðar- innar vissu muninn á EES og EB. Fólk áttaði sig ekki á þeim gífur- legu hagsmunum, sem vora í veði og kunni í raun ekki skil á því --------- um hvað málið ijallaði þegar það fór í gegnum Alþingi. Annað mál, sem skiptir mjög miklu máli “en lítil vitneskja er til um, er hafréttarmálin. Þótt mikið sé skrifað í blöðin um það, má spyija hversu mikið menn viti í dag um úthafsveiðisamninginn, sem var gerður í New York í ág- úst. Sárafáir þekkja efni hans til nokkurrar hlítar. Þetta er samn- ingurinn, sem við ætlum nú að fara að byggja á samninga okkar við Noreg og fleiri ríki um veiðar í Barentshafi, Síldarsmugunni, á Reykjaneshrygg og Flæmska hattinum. í lýðræðisþjóðfélagi er þetta afar slæmt. Þama hafa stjórnvöld brugðist upplýsingaskyldu sinni og hlutverki. Álþjóðamálastofnun hefur hins vegar reynt að koma upplýsingum á framfæri. Það er mikilvægt að menn hafi upplýs- ingar áður en mikilvægar ákvarð- anir eru teknar, og það tel ég meginhlutverk þessarar stofnunar að tryggja. Það, sem stendur stofnuninni fyrir þrifum, og sýnir hversu mik- il skammsýni hefur ríkt í þessum efnum hér á landi, er að stofnun- in fær ekkert rekstrarfé frá Al- þingi eða ríkisstjóm. Við höfum fengið lítilsháttar styrk frá Há- skóla íslands og bókaútgáfa stofnunarinnar, sem nú er orðin átta fræðirit, hefur staðið undir sér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.