Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR JON G. K. JÓNSSON + Jón G.K. Jóns- son, skrifstofu- stjóri Bygginga- deildar Reykjavík- urborgar, fæddist á Skólavörðustíg 26 í Reykjavík 10. sept- ember 1933. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Pálína Arna- dóttir og Jón Kris- tjónsson. Jón kvæntist Halldóru Guðmundsdóttur 15. október 1966. Þau áttu þrjú börn. Þau eru: Atli Gunnar, f. 11. júní 1965, Anna María, f. 11. júní 1965, gift Guðlaugi Kr. Sigurðssyni, og Kristjón, f. 12. júlí 1966, kvæntur Onnu Maríu Gunn- arsdóttur. Barna- börn Jóns eru: Hall- dóra Lind Guð- laugsdóttir, Guðrún Helga Guðlaugs- dóttir og Valgeir Om Kristjónsson. Jón verður jarð- sunginn frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MIG LANGAR í örfáum orðum að minnast og kveðja tengdaföður minn, Jón G.K. Jónsson. Mín fyrstu kynni af Jóni voru fyrir tæpum sex árum þegar ég kom á heimili hans og Halldóru Guð- mundsdóttur með Kristjóni syni þeirra. Þau tóku sveitastúlkunni strax vel og var ég aufúsugestur frá fyrsta degi. Fljótlega flutti ég inn í kjallaraíbúðina til Kristjóns ' og eftir það var ég eins og ein af fjölskyldunni. Ætíð tóku þau vel öllum sem mér tengdust og ekki var óalgengt að þeir sem komu í heimsókn í kjallarann enduðu í mat eða kaffi á efri hæðinni. Öðru fremur einkenndi Jón ein- stök hjartahlýja og góðmennska. Þó hann væri yfirleitt ekki margorð- ur vildi hann allt fyrir alla gera og reyndi að greiða götu hvers og eins eftir því sem kostur var. Fjölskyldan og heimilið skiptu hann miklu máli ' og heima leið honum best. Bama- bömin vom sannkallaðir sólargeisl- ar í lífi hans og lét Jóni sérlega vel að umgangast þau. Þá var nú margt skrafað og mikið hlegið. Nálægt börnunum fengu listrænir hæfileik- ar Jóns að njóta sín. Hann var flest- um leiknari við að rissa upp heilu ævintýraheimana sem heilluðu smáfólkið. Hann hafði líka fallega rithönd og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Flugurnar sem hann hnýtti vom eitt gott dæmi um það. Hann Jón var ekki einungis snjall teiknari og laginn í höndunum. Hann var sérlega glöggur og skarp- greindur. Engum hef ég kynnst sem var fljótari að reikna í huganum. Meiri Reykvíking en Jón er varla hægt að hugsa sér. Stærstan hluta ævi sinnar bjó hann í sama húsinu á Skólavörðustígnum. Seinna flutt- ist fjölskyldan i Fífusel. Jón unni borginni sinni og var flestum fróð- ari um menn, málefni og byggingar Reykjavíkurborgar. Raunar var hann vel heima á flestum sviðum. Þó Jón hafi verið borgarbarn var honum umhugað um náttúm Is- lands og átti margar góðar stundir úti í náttúmnni. Hann var mikill áhugamaður um stangveiði og fór eins oft að veiða og færi gafst, eink- um nú hin seinni ár. Þar var hann oftast í góðum félagsskap einhverra bræðra sinna eða Kristjóns sonar síns og greinilegt var að þessar ferðir treystu fjölskylduböndin og urðu oft efni i skemtilegar sögur. Margra góðra stunda er að minn- ast með Jóni. Ein sú síðasta var nú í ágúst í brúðkaupi okkar. Þar var Jón í essinu sínu, sparibúinn, um- kringdur af þeim sem honum þótti vænt um og glaður á góðri stund. Mér er mikill söknuður og eftir- sjá að Jóni og mun ætíð minnast hans með virðingu og eftirsjá. Elsku Dóra, innilegar samúðarkveðjur til þín og annarra ástvina á þessum erfiðu tímum. Anna María Gunnarsdóttir. Fyrir um það bil hálfri öld dróg- ust saman í vinahóp nokkrir dreng- ir af Skólavörðuholti. Einn þeirra var Jón Gunnar Kristjón Jónsson, sem lagður verður til hinstu hvílu í dag. Við vinamissi fer jafnan hug- ur manns á kreik og minningar hrannast upp. Oftast verða þær hlýju og alvarlegri í fyrirrúmi, en hinar glaðlegri bijótast frekar fram úr hugarfylgsnum við önnur tæki- færi. Þessi vinahópur myndaðist smám saman í barnaskóla og einnig vegna ýmissa götuleikja, sem þá tíðkuð- ust, en eru að mestu horfnir nú. Segja má að Jón Gunnar hafi í bernsku verið eftirsóttur í leiki þessa vegna krafts og þeirrar snerpu, sem í honum bjó. Þegar kemur fram á unglingsárin koma betur í ljós afburðir Jóns Gunnars á sviði íþrótta. Nálægt fermingu fer áðumefndur vinahópur ásamt fleiri kunningjum af Skólavörðuholti og nágrenni að iðka handbolta hjá Glímufélaginu Ármanni og ekki leið á löngu áður en Reykjavíkur- og íslandsmeistaratitlar í yngri flokk- um skila sér til félagsins. Skömmu eftir 1950 voru eftirsóttir titlar meistaraflokks endurheimtir til fé- lagsins. Jón Gunnar átti dijúgan þátt í, að þessi árangur náðist, en í handboltanum var hann ætíð sem klettur í vörn, en lipur sem línu- dansari í sóknarleik. Hin síðari ár undi Jón Gunnar sér hvergi betur á sumrin en við skemmtilega laxveiðiá eða fallegt silungavatn. Hann hafði mjög gott auga fyrir formi og litum og naut því umhverfísins í hvívetna. Hann var reyndar mjög góður teiknari, en reyndi því miður ekkert fyrir sér á þeirri braut. Það var mjög gott að leita til hans og þá einkum þegar menn voru að byggja yfír höfuðið. Ávallt var hann reiðubúinn að gefa góð ráð og aðstoða á allan hátt. Jón Gunnar reyndist okkur ætíð hinn tryggi og góði vinur. Blessuð sé minning hans. Við og fjölskyldur okkar vottum Halldóru, börnum og öðrum að- standendum innilega samúð. Ásgeir, Eyjólfur, Sigurður og Skúli. Jón G.K. Jónsson er dáinn. Þessa frétt fengum við, samstarfsfólk á byggingadeild borgarverkfræðings, helgina 14.-15. okt. sl. og okkur var brugðið. Að morgni mánudags- ins sat fólk við kaffiborðið á 5. hæð í Skúlatúni og sagði fátt og ljóst var að öjjum er mikill missir að honum. Árið 1961 var byggingadeild borgarverkfræðings stofnuð að beiðni þáverandi borgarverkfræð- ings. Þá þegar réðst Jón til deildar- innar sem skrifstofustjóri og gegndi 4 því starfi óslitið til dauðadags. Jón starfaði áður hjá húsameistara Reykjavíkurborgar og þar áfram að hluta jafnframt skrifstofustjóra- störfum hjá byggingadeild fýrstu árin. Húsameistari réð yfír fjöl- mennri teiknistofu og var þar hann- að og haft eftirlit með nýbygging- um á vegum borgarinnar. . Hinni nýju byggingadeild var því fengur að fá Jón til starfa og njóta þekkingar hans og starfsreynslu | varðandi byggingarmál, þá sérstak- lega varðandi kostnað og fram- kvæmdir. Jón átti því stóran þátt í því að móta starfsemi deildarinnar sem fjallaði fyrst og fremst um nýbyggingar og seinná um viðhald húseigna. Fyrstu starfsár Jóns tengdust mest nýbyggingum á vegum borg- t arinnar, eins og Breiðagerðisskóla, Vogaskóla, Hlíðaskóla, Laugalækj- arskóla, Réttarholtsskóla, Sundlaug ( Vesturbæjar, Laugardalslaug, Borgarsjúkrahúsi o.fl. Hann lagði metnað sinn í að vel væri að verki staðið, útboðsgögn greinagóð og að kostnaðaráætlanir stæðust. Á þessum árum reyndi mikið á hæfni Jóns, fáir starfsmenn, en verkefnin þegar í upphafi allstór og vandasöm. Verkefnunum fjölg- | aði og urðu ekki einskorðuð við nýbyggingar heldur breytingar og endurbætur á mannvirkjum. Nú ( seinni árin hefur reglubundið við- hald fasteigna borgarsjóðs vaxið verulega og hefír Jón átt sinn stóra þátt í að auka traust borgarstarfs- manna á þessari þjónustu og að deildinni voru falin fleiri og stærri verkefni þau 34 ár, sem hann hefur starfað þar af stakri samviskusemi og ósérhlífni. I Nú þegar Jón er horfinn úr her- ( bergi sínu á 5. hæð í Skúlatúni 2 lifum við í trúnni á að hann sé ’ kominn til betri heims og hvíli í návist Guðs. Börnum Jóns, Önnu Maríu, Atla og Kristjóni, Halldóru konu hans og nánustu ættingjum öllum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk. Starfsfólk byggingadeildar borgarverkfræðings. Fleyg eru vísuorð Þóris Jökuls „eitt sinn skal hver deyja“. Stað- hæfingin, sem í þeim felst, er meitl- uð í vitund manna. Engu að síður kemur andlátsfregnin jafnan á óvart, einnig í þeim tilvikum, er mönnum hefur verið ljóst, að til slíkra tíðinda kynni að draga. Skyndilegt fráfall Jóns hlýtur að vera harmsefni öllum, sem til hans þekktu. Hann var einstaklega út- sjónarsamur og dijúgur verkamað- ur, lipur í öllu samstarfí og auk þess alveg einstaklega skemmtileg- ur í starfí og leik. Leiðir okkar lágu fyrst saman um borð í Hval 5 fyrir meira en aldarþriðjungi. Þar hafði ég komist í skipsrúm fyrir einstakan velvilja skipstjórans, Jónasar Sigurðssonar, skólastjóra Sjómannaskólans um árabil, og Lofts Bjarnasonar út- gerðarmanns. Svo vildi til, að ég var hafður á vakt hjá Haraldi Gott- freð Kristjónssyni, 2. stýrimanni og föðurbróður Jóns, og á þeim manni meira að þakka en hér verður rakið. Jón hafði verið háseti á hvalbát- unum á árum áður og verið fenginn til afleysinga, þegar við kynntumst. Við vorum saman á vakt um nokk- urt skeið. Það var skemmtilegur tími og þótt ég muni ekki lengur hnyttin tilsvör og skarpar athuga- semdir Jóns í einstökum atriðum er mér minnisstæð græskulaus en ef til vill örlítið stríðnisleg kímnin, sem skein úr hveijum andlits- drætti, þegar honum var skemmt. Það átti síðan fyrir okkur að liggja að vinna náið saman að ýms- um verkefnum hjá Reykjavíkurborg í meira en tuttugu ár. Allt frá því ég réðst til borgarinnar vafðist ekki fyrir mér, að ég átti hauk í horni þar sem Jón var Guð gefí honum raun lofí betri. Eggert Jónsson. t Útför HELGU EINARSDÓTTUR, Skólastíg 14, Stykkishólmi, ferframfrá Stykkishólmskirkju laugardaginn 28. októberkl. 14.00. Vandamenn. Bróðir okkar JOHANNES GUÐMUNDSSON, Koge, lést á sjúkrahúsinu í Roskilde 19. október. Þórunn Felixdóttir, Bergur Felixson. t Móðir okkar, KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Hjalteyri, Vatnsnesvegi 19, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja mánudaginn 23. október. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, STEINUNN ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Fossheiði 62, Selfossi, sem lést 1. október, verður jarðsungjn frá Selfosskirkju laugardag- inn 28. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Björgunarfélag Vest- mannaeyja. Sonja Guðmundsdóttir, Magnús Þór Gissurarson, Guðmundur Þór Magnússon, Júlía Gladys Magnúsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðmundur Guðleifsson. t HARALDUR KRÖYER, fyrrverandi sendiherra, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. október kl. 15.00. Auður Rútsdóttir, Margrét og Jóhann Kröyer, Elín Anna Kröyer Eva Kröyer Mannion, Jóhann Kröyer jr., Ari Börde Kröyer, Katrín Börde Kröyer. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RUNÓLFSSON, Háagerði91, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. október kl. 10.30. Laufey Guðjónsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Gfsli H. Friðgeirsson, Þórir Sigurðsson, Anna Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tendamóður, ömmu og langömmu, HULDUBALDURSDÓTTUR, Dalvik, verður gerð frá Dalvíkurkirkju föstudag- inn 27. október kl. 14.00. Baldur Sigurðsson, Stefam'a Ármannsdóttir, Birgir Sigurðsson, Örn Sigurðsson, Rósa Jóhannsdóttir, Verna Sigurðardóttir, Kristján Þórhallsson, Gísli Sigurðsson, Birna Tobiasdóttir, Steinþór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.