Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Krístur, kona, kirkja í GUÐSPJÖLLUN- UM er sagt frá vinkon- um Jesú, systrunum Mörtu og Maríu. Mörtu er lýst sem vinnusamri og dugmikilli húsmóð- ur. María kann að hafa verið það líka, en samt gaf hún sér tima til að setjast við fætur Jesú og hiýða á orð hans. Þegar Marta kvartaði yfir því að standa ein að uppvartningunni sagði Jesús: „Marta, Marta, þú ert áhyggju- full og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlut- skiptið. Það verður ekki frá henni tekið“ (Lúk. 10.41-42). María valdi góða hlutskiptið þegar hún drakk í sig orð Jesú, orðin um líf í frelsi og friði, líf í fullri gnægð. En síðar, þegar bróðir þeirra Lasar- us var dáinn var það Marta sem hafði dug í sér til að fara á móti Jesú og biðja hann um að hjálpa þeim. Þá segir Jesús: „Ég er uppris- an og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ Og Marta svarar: „Já, herra. Ég trúi, að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn" (Jóh. 11.25-27). Systumar Marta og María eru meðal fyrstu vinkvenna Jesú. Síðan em liðin tæp 2000 ár. Allan þann tíma hafa konur notið samvista við Jesúm, hlýtt á hann, unnið fyrir hann, og beðið hann aðstoðar, þegar á reyndi. í nær 2000 ár hefur Krist- ur Drottinn byggt kirkju sína á fórn- fúsu starfi kvenna - og karla. Starf og líðan kirkjukvenna Á laugardag verður haldið málþing í Ás- kirkju undir yfirskrift- inni „Kristur, kona, kirkja“. Málþingið er öllum opið, konum og körlum jafnt. Þar verða vinkonur Drottins í brennidepli, starf þeirra og líðan í kirkju Krists. Að málþinginu standa nokkrar konur, sem eiga það sameiginlegt að vera prestar og guð- fræðingar og brennandi í áhuganum fyrir vel- ferð allra, sem vinna fyrir Krist. Að þessu sinni völdum við að beina kastljósinu að konum sérstaklega, m.a. vegna þess að nú er vel hálfnaður áratugur, sem Al- kirkjuráðið hefur helgað konum und- ir yfirskriftinni „Kirkjan styður kon- ur“, og þegar hefur verið sagt frá hér á síðum blaðsins. Yfirskrift málþingsins, „Kristur, kona, kirkja", bendir á konuna, umlukta kærleika Krists annars veg- ar og kirkjunnar hins vegar. Dag- skráin er fjölbreytt, allt frá lærðum fyrirlestmm og bænagjörð yfir í frá- sögn og tónlistarflutning. Fyrst flyt- ur erindi Amfríður Guðmundsdóttir, en hún lýkur um þessar mundir dokt- orsnámi í trúfræði, fyrst íslenskra kvenna til að öðlast doktorsnafnbót í guðfræði. Erindið nefnir Arnfríður „Hvem segið þér mig vera?“ og mun hún þar athuga viðbrögð kvenna við þessari spurningu Krists. Að því loknu verðum við leidd inn í heim Kvenna í kirkju Krists á íslandi fyrr á öldum og fáum m.a. að skyggnast Þjónusta kvenna í kirkjunni, segir María Agústsdóttir, er þjón- usta Mörtu og Maríu. inn í líf einnar þeirra, Guðríðar Sím- onardóttur. Þá verða haldin erindi um kirkj- una að verki í þjóðfélaginu og um líðan kvenna í kirkjustarfi. Einnig segja sjö konur frá störfum sínum og vemleika innan kirkjunnar. Þær eru fulltrúar kvenna í margvíslegu þjóðkirkjulegu samhengi, djákna, kvenfélagskvenna, prestsfrúa, fram- kvæmdastjóra, presta, prestsdætra, söngstjóra, kirkjuvarða, meðhjálp- ara, sunnudagaskólaleiðtoga, kvenna sem eiga sæti í sóknamefnd- um, héraðsnefndum og á kirkju- þingi, formanna félaga og forstöðu- manna. Einhveijar þeirra hafa vafa- lítið einnig sungið í kirkjukór, ann- ast undirleik og hannað kirkjugripi ásamt öllu hinu, sem enn er ótalið af störfum kvenna í kirkjunni. í lok- in horfir_yngsta konan í prestsþjón- ustu á Islandi, sr. Bryndís Malla Elídóttir, til framtíðar kvenna með Kristi í kirkju hans. Verkakonur Drottins Fyrr var getið áratugar kvenna í kirkjunni. Nú þegar sjö ár em liðin frá upphafi hans hefur verið sett kona í embætti prófasts, sr. Dalla Þórðardóttir í Skagafjarðarprófasts- dæmi. Ekki er síður vert að minnast þess, að hálf öld er liðin frá því að fyrsta konan útskrifaðist úr guð- fræðideild Háskóla íslands, þegar Geirþrúður Hildur Bemhöft lauk María Ágústsdóttir embættisprófi í guðfræði vorið 1945. Hún vígðist ekki til prestsþjónustu, en starfaði lengi sem ellimálafulltmi Reykjavikurborgar. Síðastliðið haust vom hins vegar tuttugu ár frá því að fyrsta konan tók prestsvígslu, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem vígð- ist til Suðureyrar við SúgandaQörð, og þá má segja að konur hafi loks komist á launaskrá sem verkamenn í víngarði Drottins hér á landi. Sú þjónusta, sem konur hafa unnið af hendi í kirkju Krists frá upphafi íslandsvega, hefur oftast ekki farið hátt. Nokkrar þeirra njóta nafnfrægðar, t.d. Auður djúpúðga og Guðrún Ósvífursdóttir frá fyrstu öldunum, og frá nýrri tíð Ölafía Jóhannsdóttir og Guðrún Lárus- dóttir. Slíkar konur, skörungar í ræðu og riti, með fylgni orða og verka að leiðarljósi, hafa borið merki Krists hátt og veitt öðrum konum kjark til að vitna um trú sína. Og þær eru margfalt fleiri, sem rituð saga vitnar fátt um, en stuðluðu að viðhaldi og útbreiðslu kristinnar trúar sem forsöngvarar og kirkjuhaldarar, mæður og bæna- konur, svo nokkuð sé nefnt. Enn er það svo að hin mörgu störf kvenna í kirkjunni eru fæst metin til fjár né frægðar, enda slíkt ekki markmið þeirra. Við konur í presta- stétt erum kannski sýnilegastar, en þó varla nema toppurinn á ísjakan- um, því þjónustan, sem ekki fer hátt, ristir djúpt. Þjónusta Mörtu og Maríu Þjónusta kvenna í kirkjunni er þjónusta Mörtu og Maríu. Mörtu- þjónustan er þjónusta kvennanna, sem sjá um kaffisöluna og móttök- una, Qármálin, útgáfustarfsemina og skipulagninguna, svo fátt eitt sé nefnt af framtakssemi. Maríuþjón- ustan er þjónusta móðurinnar, sem biður með baminu sínu, konunnar, sem tekur þátt í Biblíuleshópnum, bænakonunnar, sunnudagaskóla- leiðtogans og allra hinna, sem njóta samvista við Drottin Jesúm. Marta og María eru systur, oftast nær sam- einaðar í einni og sömu konunni, sem innir af hendi margvíslega þjónustu. Fylgjum fordæmi þeirra systra. Sækjum í hvíldina, sem Drottinn gefur, setjumst niður við fætur Jesú og látum húsverk og vinnu lönd og leið um stund. Málþingið í Áskirlq'u á morgun gæti verið liður í því, en látum okkur heldur ekki skorta fram- takssemina, þegar við þörfnumst Drottins og hjálpar hans. Fömm á móti honum, berum þörf okkar fyrir hann — og verum viðbúnar spumingu lífsins: Trúir þú því, að Drottinn Jesús eigi handa þér Láf, líf í fullri gnægð? Höfundur er prestur við Dóm- kirkjuna. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ÍSVAl-BORGA rl/F HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.