Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 25 AÐSEIMDAR GREINAR Yæntingar í íslensku efnahagslífi EF LITIÐ er fram á veginn í september- mánuði, á því herrans ári 1995, er útlitið bæði bjart og dökkt. Bjart vegna þess að svo virðist að sjö ára kreppu sé lokið eða sé að ljúka, dökkt vegna þess að ýmis teikn eru á lofti um að ástand efnahagsmála fari smám saman versn- andi á næstu árum. Má færa fyrir því mörg og gild rök. Þessi eru þau helstu: • 1. Við höfum þegar dregist aftur úr flestum öðrum þjóðum í hinni löngu kreppu. A þeim tíma höfum við sniðið fáa agnúa af okkar eigin efnahagsóstjórn, Bæði er hið hrikalega landbúnaðarkerfi enn við líði, þrátt fyrir marga og „rót- tæka“ tilburði til að draga úr styrkja- og miðstýringarkerfi því, sem ríkt hefur um áratugi. •2. Einnig hefur hrapallega mistekist að stýra offramleiðslu landbúnaðar inn á aðrar brautir, svo sem fiskeldi og loðdýraækt. En eftir stendur tapið og hinar miklu afskriftir. Sumir bændur hafa látið kvóta sinn af hendi til að reyna við „hinar hagkvæmu nýjungar“, sem bændaforystan og stjómvöld voru búin að gylla fýrir þeim, en standa nú slyppir og snauðir eftir og mega margir ekki Landsmenn verða að reka af sér slyðruorðið, segir Pétur Einarsson, til að forða enn frekari efnahagsvá. hefja hefðbundinn búskap að nýju. Mikið af þessum skuldum hafa ríkið og bankarnir orðið að taka á sig, þannig að öll þjóðin hefur sett niður, en bændur mest. •3. Næst má nefna hið fijálsa framtak í iðnaði og verslun. Þar hefur átt sér stað mikil ofíjárfest- ing í atvinnuhúsnæði og mörg fyr- irtæki verið stofnuð, sem enga framtíð áttu fyrir sér, og fyrirtæki hafa oflega farið inn á hliðarstarf- semi, sem reynst hefur misráðin. •4. Þar næst má nefna ofnýt- ingu auðlinda. Á ég þar fyrst og fremst við fiskimiðin. Þar er farin undirstaða þess vaxtarbrodds, sem þjóðin treysti mest á. Einnig mætti nefna dæmi frá öðrum sviðum. Á móti kemur að að í verslunar-, gjaldeyris- og tollamálum hafa ýmsar hömlur verið afnumdar. Er það flest til bóta, en það gerir efnahagslífið að sjálfsögðu opnara en áður og takmarkar fyrri vemd. En þarna er komið að mjög mikilvægu atriði. Opnun þýðir auðvitað betra aðgengi fyrir okkar vörur til þeirra landa, sem við höfum opnað fyrir, en jafnframt harðari samkeppni frá þeim á móti. Þá kemur í ljós, að við höfum ekki burði til að mæta mikilli sam- keppni í mjög mörgum greinum. Bæði vegna vanþróunar á ýmsum sviðum og eins vegna óhagræðis smæðarinnar. Það kemur fram í tvennu aðallega. Smæð þýðir oft- ast hærri framleiðslukostnað á einingu, hærri dreifingarkostnað á einingu, hærri sölukostnað á ein- ingu o.s.frv. en einnig minna bolmagn til að þola stórinnrás á heimamarkað, sem gæti riðið svo og svo mörgum greinum iðn- aðar að fullu, ef geta og vilji til að leggja í mikinn fórnarkostnað er fyrir hendi. Eins er með fijálsan flutning fjármagns. Bæði getur fé streymt úr landi og erlendir aðilar haslað sér völl hér á landi með allt önnur sjónarmið en hag lands og lýðs að leiðarljósi. Þetta hlýtur að leiða til þess, þegar fram í sækir, að þrýst- ingur á laun niður á við eykst og kröfur um aukið vinnuframlag á einingu, án hærri launa, verði sett fram. Einnig verður tilhneiging til gjörnýtingu auðlinda og lægri krafna til vinnu- og umhverfis- verndar. Jafnframt þessu verður aukinn Iandflótti þeirra, sem af ýmsum ástæðum geta ekki haslað sér völl hérlendis og telja sig geta haft það betra erlendis. Jafnframt eykst aðstreymi útlendinga, sem sætta sig við bágari lífskjör en íslendingar, og hafa sérmenntun eða sérhæfingu á sviðum, sem við höfum ekki tileinkað okkur í jafn- ríkum mæli og þeir, eða erum ekki tilbúin að vinna fyrir jafnlágt kaup og þeir. Á sama hátt fær ýmis sérhæfing okkar betur notið sín erlendis, þegar hömlum um atvinnuleyfi verður aflétt. Þegar öllu er á botninn hvolft verður land vort fátækara og kjör manna versna frá því sem áður var. Ekki má gleyma því, að launa- kjör í heiminum eru víðast hvar miklu verri en hér og tilhneiging hlýtur að vera sú að jafna þau út. Athyglisvert er að sum láglauna- lönd í Austurlöndum eru komin það hátt í launum, að fyrirtæki þar eru farin að flýja til láglauna- svæða með iðnað sinn, t.d. er Hong Kong í þeim flokki. Það versta sem getur gerst, er að ein- hver stífla bresti, t.d. getur hrun landbúnaðarins orðið til þess að byggðaröðin verði svo stijál, að erfitt geti orðið að halda uppi lág- marksþjónustu á stórum svæðum. Einnig getur hrun þorskstofnsins valdið svipuðum byggðabresti í heilum landshlutum. Ef landflótti grípur um sig leiðir það til hruns á fasteignamarkaðinum og síðan getur þessi heimatilbúna kreppa undið upp á sig með „færeyskum“ afleiðingum. En hver verður þá framtíð ís- lands ef þetta gengur eftir? Jú, þetta yrði fábyggt útsker, þar sem ferðamenn skoðuðu sig um og þar gengju um beina menn af sundur- leitu þjóðerni, talandi ýmsar er- lendar tungur, minnst íslensku. Landið yrði ekki svipur hjá sjón, því þegar „bissnisinn" er annars vegar verður náttúruverndin að víkja. Hinn kosturinn er sá að landsmenn reki af sér slyðruorðið og fari að vinna skipulega eins og maurar, tileinki sér nýjungar er- lendis frá fljótt og vel og hætti að halda uppi óarðbærum atvinnu- vegum og stunda eina allsherjar byggða- og gæðingapólitík. Bágt á ég með að trúa að svo megi verða, en hver veit nema Eyjólfur hressist! Höfundur er tónlistarmaður. Pétur Einarsson Leikur nr. 25 í Lengjunni: ÍR - Grindavík Hæsti stuðullinn táknar ólíklegustu úrslitin STUÐLAR Lægsti stuðullinn 1,60 táknar líklegustu úrslitin og eftir því sem stuðullinn hækkar þykja úrslitin ólíklegri. En nú getur það margborgað sig að taka séns! Einfaldlega vegna þess að 1, X og 2 tákna alltaf úrslit eftir venjulegan leiktúna, ekki framlengingu -og stuðlamir margfalda vinninginn ef spá þín reynist rétt! .1 x 2 24 Fim. 26/10 19:30 Tindastóll - Þór 1,30 9,40 2,70 Karfa 25 Fim. 26/10 19:30 ÍR - Grindavík 1,60 8,10 2,00 Karfa 26 Fös. 27/10 18:30 Cannes - Monaco 2,7S " ffSö,““-Knatt. Þú velur hvaða úrslitum þú spáir í þessum leik. Stuðlamir sýna möguleikann á hverjum úrslitum (1, X eða 2) á tölfræðilegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.