Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIGDIS SIGRIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■4" Vigdís Sigrið- 1 ur Guðmunds- dóttir fæddist á Drangsnesi i Strandasýslu 26. október 1895 og hefði því orðið 100 ára í dag hefði hún lifað. Hún var elst af 13 börnum Bæj- arættarhjónanna Ragnheiðar Guð- mundsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar. Vig- dís lést á sjúkra- húsinu á Hólmavík 14. október 1977. Guðmundur Magnússon fæddist í Halakoti í Hraungerðishreppi í Arnes- sýslu 26. júní 1889. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. júlí 1966. Foreldrar hans voru Sesselja Filippusdóttir og Magnús Einarsson. Þeirra börn voru 15 og var Guðmundur yngstur af þeim sex sem upp komust. Heimili þeirra Vigdís- ar og Guðmundar var alla tíð á Hólmavík að undanskildum fyrstu árunum á Ósi og í Bæ. Þau eignuðust níu börn, fimm dætur og fjóra syni og af þeim eru tveir bræður látnir. ÞAÐ VAR alltaf gaman að koma til þeirra ömmu og afa og minning- amar eru óteljandi. Það var nú ekki langt niður í fjöru frá Glaumbæ og ógleymanlegt að sjá hana ömmu drekka molakaffi af undirskál eins og tíðkaðist þá. Þau fluttu í stóra húsið uppi á Börðum í samvinnu við synina þrjá og þeirra fjölskyld- ur. Það var svo hlýtt í eldhúsinu hennar ömmu frá stóru koksvélinni ' og alltaf eitthvert góðgæti, kandís ef ekki annað, klipptur með stóru tönginni. Þá var nú spennandi að fá að fara með afa inn á refaholt að gefa tófunum. Samt var manni nú um og ó. Alltaf var unnið. Amma vann alltaf í frystihúsinu og ég man líka eftir að hafa fengið að fara með henni að salta síld úti á bryggju. Afi var vitavörður í Grímsey og vélamaður á Hólmavík og einnig kjötmatsmaður í mörg ár. Okkur telst til að afkomendur þeirra séu orðnir 265. Við hitt- umst í Hlégarði 2. september af þessu tilefni. Þangað komu 166 manns, og var það mjög ánægju- legt. Fyrir sjóðinn sem þar varð til, og annan sem fyrir var, er verið að útbúa altarisklæði sem gefið verður Hólmavíkurkirkju í þeirra minningu. Það verður merkt nöfnunum þeirra svo að þau varð- veitist og verður það vonandi af- hent um jólin. Ég þakka frænkum mínum, sem voru með mér í nefndinni. Bestu kveðjur til ykkar allra og þakklæti fyrir að heiðra minningu þeirra. Leggjum saman hönd í hönd, hugann látum kafa. Minninganna munum bönd og minnumst ömmu og afa. (B.Þ.) Bergþóra Þórðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB ÞORVARÐSSON, Grænumörk 1, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 28. október kl. 11. Esther Jakobsdóttir, Karl Zóphannfasson, Pála Jakobsdóttir, Valdimar Þórðarson, Magnús Jakobsson, Ingunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og sambýlismanns, KARLS R. GUÐMUNDSSONAR úrsmiðs, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 27. október kl. 13.30. Sætaferðir frá BSÍ kl. 12.00. Bogi Karlsson, Kristín A. Guðmundsdóttir, Kolbrún K. Karlsdóttir, Jóhannes Ásgeirsson, Erlin K. Karlsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. MINNINGAR GRETA S. HANSEN + Greta Sólveig Hansen fæddist á Akureyri 5. októ- ber 1922. Hún Iést í Reykjavík 17. október síðastlið- inn. Hún var dóttir Halldóru Jónsdótt- ur frá Miðkoti við Dalvík og Stefáns Hinrikssonar sjó- manns frá Ak- ureyri. Greta ólst upp hjá Onnu Mariu Jónsdóttur, hús- móður í Miðkoti, og seinni manni henn- ar Kristni Hallgrímssyni. Anna María átti níu börn, þijú með Krístni og sex með fyrri manni sínum, Jónasi Guðlaugi Sigur- jónssyni. Unglingur flutti Greta suður til Reykjavíkur til móður sinnar og eiginmanns hennar, Sigurðar Benediktssonar. Hinn 15. apríl 1944 giftist Greta eftirlifandi eiginmanni sínum Henning J. Elísbergs- syni. Börn þeirra eru fjögur: 1) Örn Elísberg, kvæntur Björgu Magnús- dóttur. Þau eiga þijú börn, Magnús Helga, Elísu Henný og Hjört Örn. 2) Sesselja Ragnheið- ur, gift Vilhjálmi S. Jóhannssyni. Þau eiga eitt barn, Villijálm Svan. Ses- selja átti fyrir tvö börn, Gretar Örn og Sigríði Björgu. 3) Guðni Már, sam- býliskona hans er Guðbjörg Þórðardóttir. Þeirra barn er Katrín ísafold. 4) Sigríður Frances, sem ólst upp í Banda- ríkjunum. Greta vann ýmis störf um ævina en þó lengst af við versl- unarstörf. Útför Gretu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. VIÐ KVEÐJUM þig með ljúfsárum söknuði. Minningarnar ylja okkur og fyrir það erum við þakklát. Þú varst ávallt til staðar fyrir okkur, tókst á móti okkur opnum örmum og það var eins og að koma heim þegar við heimsóttum ykkur hjónin í Alftamýri. Amma sem var alltaf hrókur alls fagnaðar, full af orku og sá alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu, veiktist fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir þau erfiðu veikindi var alltaf stutt í kímnigáfuna. Þegar þú hefur nú farið á annan stað lifa minningamar um þig áfram og þær er ekki hægt að taka frá okkur. Við kveðjum þig með þakklæti í huga, þakklát fyrir að þjáningum þínum er lokið og þakklát fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur. Elsku afi, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Orð eru lítils megn- ug á stundu sem þessari en það huggar að hugsa um þau orð sem Róbert litli sagði. „Amma er hætt að vera veik, nú líður henni vel.“ Elsku Sella, Guðni Már og Össi, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ég er hjá þér á þessu andartaki líkt og stormurinn og regnið hér fyrir utan í seilingaiflarlægð og sólstafimir sem bijótast í gegnum storminn í gegnum repið hér fyrir utan mynda orðin ég er hjá þér í seilingarfjarlægð. (Guðni Már.) Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Gretar, Anna, Róbert og Rakel. Látin er tengdamóðir mín, Gréta Sólveig Hansen, eftir langa og stranga veikindabaráttu, 73 ára að aldri. Enn man ég glöggt er ég sá Grétu fyrst, fallega og brosmilda þegar sonur hennar Örn kynnti mig fyrir henni heima hjá þeim að Hæðargarði 10 en þar bjuggu þau hjónin Gréta og Henning ásamt foreldrum Hennings, Elísberg bryta, sem kallaður var, og Sess- elju. En Gréta var ekki bara falleg, hún var mjög kát og skemmtileg kona enda varð okkur vel til vina. Þegar við Örn giftum okkur flutt- um við í sama hús og þau hjónin að Karlagötu 18, hún og Henning á efri hæðina og við í kjallarann. Þaðan á ég margar skemmtilegar minningar um Grétu. Við áttum margar glaðar stundir á morgnana áður en Gréta fór til vinnu, en hún vann þá í kvenfataversluninni Laufinu við Austurstræti. Gréta vann við verslunarstörf mest allt sitt líf og fann sig mjög vel í því enda fórst henni það afar vel úr hendi. Gréta var listamaður í bakstri og matseld, það voru ófáar marsí- panterturnar sem hún bakaði fyrir sig og aðra, og ekki var ónýtt að skreppa upp í mat til Grétu því aldrei kom maður að tómum kofan- um. Ömmubörnin urðu sjö talsins og var hún þeim hvetju öðru betri. Hún fylgdist náið með öllu í þeirra lífi og hafði sérstakan áhuga á íþrótta- iðkun og íþróttaviðburðum. Gréta hefur átt við mikil veikindi að stríða í mörg ár og vona ég að t Faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ODDSSON, Sunnubraut 48, Keflavík, lést á Grensásdeild Borgarspítalans, 24. október. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Kristjánsson, Elfsabet Auður Eyjólfsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐBJÖRNSSON, Merkigerði 6, Akranesi, sem lést á heimili sínu mánudaginn 23. október, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 27. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans er benta á Sjúkrahús Akraness. Steinunn Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. kvölum hennar hafí loksins linnt þar sem hún nú hvílir. Elsku Gréta, þakka þér fyrir all- ar skemmtilegu og góðu stundirn- ar, sem við áttum saman, og megi Guð varðveita þig. Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davið Stefánss.) Björg Magnúsdóttir. f Bí bí og blaka álftimar kvaka ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka. Ég átti Gretu ömmu í eitt og hálft ár. Seinna, þegar ég verð stærri, mun pabbi segja mér af ömmu. Guð geymi Gretu ömrhu. Katrín Isafold. Kveðja frá börnum Snert hörpu mína himinboma dís svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég ijaðrastúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furatré, sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr furamó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mina, himinboma dís og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Guð blessi minningu mömmu. Orn, Sesselja og Guðni Már. Fuglinn flýr til Qærra landa, fyrr en varir kemur nótt. Þessar Ijóðlínur komu í huga minn er ég frétti lát Gretu Hansen. Greta kom til starfa í fyrirtæki okkar hjóna og starfaði þar í mörg ár. Ekki man ég fjarvistardaga, enda vildi hún hag fyrirtækisins sem mestan. Við urðum góðir vinir og gerðum okkur ýmislegt til gamans sem Greta kunni að meta. Stundum fórum við í nudd og ljós og þar á eftir var okkur boðið í mat sem Henning sá um. Hann lagði á borð sem höfðingjum mætti bjóða. Það er svo margs að minnast en ég læt hér staðar numið. Hvíl í friði. Aðstandendum hennar votta ég innilega samúð. Guðlaug Karlsdóttir. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÖTEL LÖFTLÍIÖIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.