Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 19 Norðmenn og Smuguveiðar Markmiðið að stöðva veiðar undir hentifána Frestar ekki brottrekstri MUAMMAR Gaddafí, leiðtogi Líbýu, lýsti yfir því í gær að hann hygðist fresta brottrekstri um 30 þúsund Palestínumanna um sex mánuði, en ein og hálf milljón arabískra og afrí- skra verkamanna yrði að yfirgefa landið. „Við krefjumst þess að Palestínu- menn snúi til Pa- Gaddafi lestínu, með stríði eða friði,“ sagði Gaddafi. „Heimurinn verður að velja.“ Líbýumenn saka erlenda verka- menn um að hafa ekki atvinnuleyfi og segja þá breiða út sjúkdóma. 26 þúsund Súdanar, sem reknir hafa verið frá Libýu, eru nú á leið til Súdan. Laugavegi 13 • Sími 562 587 Líbýa bandið muni fá fulltrúa. Hann svarar að samningamir við íslendinga séu liður í því að koma slíkri stjórn á. Niðurstöður úthafsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna fyrir skömmu hafi. ekki að öllu leyti verið Noregi í hag hvað snerti réttindi íslendinga til veiða í Smugunni. Veiðiréttindi íslendinga Bryn víkur sér undan að svara því hvort það sé ekki skiiyrði að ís- lendingar taki þann afla sem þeim ef til vill beri í Smugunni en ekki annars staðar á Barentshafi. „Þú ert að koma inn á grundvallar- atriði í samningaviðræðunum sem ég get ekki sagt svo mikið um. En ég get ekki séð að sáttmáii SÞ sé nokkur forskrift í þessum efnum eða þar séu tilgreind ákveðin réttindi. Þess vegna er engu hægt að slá föstu í þessum málurn," segir Bryn. . Hann segist aðspurður vera mun vonbetri um að samkomulag náist í viðræðunum við íslendinga núna en í apríl. Þá hafi ný ríkisstjóm verið að taka við á íslandi og hún vart þorað að samþykkja neina málamiðl- un. Einnig muni íslendingar gera sér ljóst nú eftir ráðstefnu SÞ að þeir geti ekki stundað óheftar veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum án þess að lenda í vanda með grundvallaratriði stefnu sinnar í þessum málum. Dini vísaði því eindregið á bug í gær að Oscar Scalfaro forseti hefði reynt að beita sér fyrir því bak við tjöldin að ríkisstjómin héldi velli. Scalfaro mun vera andvígur því að boða til kosninga núna en þær yrðu líklega í desember. Atlagan gegn Dini, er nýtur stuðn- ings vinstri- og miðjuafla á þingi, hófst á þriðjudagskvöld með ræðu Silvios Berlusconis, fyrrverandi for- sætisráðherra og helsta leiðtoga hægrimanna. Hann hvatti Dini ein- dregið til að segja af sér áður en greidd yrðu atkvæði um traust á stjórnina. Ákveðið hefur verið að Berlusconi verði dreginn fyrir rétt í janúar og mun hann svara til saka vegna ákæru um mútugreiðslur til embættismanna. Berlusconi er einn af auðugustu mönnum Italíu. Helsti talsmaður vinstrimanna, Massimo D’Alema, varði Dini og sagði að stjórnarkreppa gæti valdið glundroða í stjómmálum og efna- hagslífi landsins. NORSK og rússnesk stjómvöld ætla að tryggja sér yfirráð í Smugunni með samningi við íslendinga þar sem kveðið verður á um bann við því að íslenskir togarar undir hentifána stundi þar veiðar. Þetta kemur fram í grein í norska blaðinu Fiskaren á þriðjudag en það vitnar í Káre Bryn, er fer fyrir samninganefnd Norð- manna í Smuguviðræðunum. Bryn segir að fái íslendingar veið- ikvóta í Smugunni muni þeir, rétt eins og Norðmenn, leggja áherslu á að stuggað verði við veiðiskipum undir hentifána. Þetta verði fyrsta skrefið í þá átt að losna að fullu við öll hentifánaskip úr Smugunni þótt það muni ekki duga eitt út af fyrir sig. Norðmenn telja að hentifánaskip, önnur en íslensk, taki nú um fimmt- ung af aflanum í Smugunni. Mörg þeirra em í færeyskri eigu. Bryn segir að Norðmenn og Rúss- ar krefjist þess að íslensk stjómvöld sjái til þess að útgerðarmenn á ís- landi noti ekki hentifána í Smugunni og segir hann að samningamenn ís- lands séu sammála því að taka þurfi á fánamálunum. Fiskaren spyr Bryn hvort nokkur þörf sé á því að semja við íslendinga þar sem nú sé ijóst að komið verði á fjölþjóðlegri yfirstjóm veiða í Smugunni þar sem m.a. Evrópusam- Örlög Dinis ráðast í dasr Róm. Reuter. * LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, gerir síðdegis í dag síðustu tilraun sína til að veijast falli er hann flytur vamarræðu fyrir sérfræðinga- stjóm sína á þingi. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að Dini skorti fáein atkvæði til að halda velli en útiloka ekki að einhveijum snúist hugur á síðustu stundu. Mikill hiti er I mönnum og kom til handalögmála milli tveggja þingmanna andstæðra fylkinga á þriðjudagskvöld en nærstaddir gengu á milli áður en líkamstjón hlaust af, að sögn dagblaða. Reuter Bændur óhressir ÞÚSUNDIR franskra bænda gengu um götur Parísar í gær til að mótmæla ódýrum innflutn- ingi á landbúnaðarafurðum og lágu verði stórmarkaða á land- búnaðarvörum. Höfðu þeir féng- ið að láni 300 innkaupavagna sem þeir fylltu af ávöxtum og gáfu vegfarendum. Þá höfðu þeir reist sex metra háan píramíta úr ávöxtum og grænmeti við Lo- uvre-höllina. Nóbelsverðlaun Kunni sína hag- fræði RITA Lucas skildi við eigin- mann sinn fyrir sjö árum og þegar þau hjónin skiptu bú- inu með sér var fallist á, að eftirfarandi klausa yrði sett inn í samninginn: „Eiginkon- an fær helminginn af hugs- anlegum Nóbelsverðlaun- um.“ Átti þessi skilmáli að gilda til 31. október 1995. Þessi fyrirhyggja Ritu borgaði sig. Eiginmanni hennar fyrrverandi, hag- fræðingnum Robert E. Lucas við Chicagoháskóla, voru veitt Nóbelsverðlaunin í hag- fræði fyrr í mánuðinum, rétt áður en samningurinn rann út. Verðlaunin eru rúmlega 64 milljónir króna. Rita Lucas renndi raunar ekki alveg blint í sjóinn með fyrrnefndu ákvæði. Átta prófessorar við Chicagohá- skóla hafa fengið Nóbels- verðlaunin í hagfræði og Lucas er sá fimmti, sem fær þau aðeins á síðustu sex árum. Skipta verðlaunafénu Þau hjónin fyrrverandi munu skipta með sér verð- launafénu enda segir Lucas, að samningur sé samningur. „Það er dálítið erfitt að vera leiðinlegur eftir að hafa unn- ið til þessara verðlauna," sagði hann í viðtali við AP- fréttastofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.