Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 39 Matvæla- dagará laugardag RÁÐSTEFNA í tengslum við þriðja Matvæladag Matvæla- og næring- arfræðingafélags íslands (MNI) verður haldin 28. október nk. að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, kl. 9-14.30. Þetta er í þriðja sinn sem MNÍ stendur fyrir Matvæladegi og yfir- skrift dagsins í ár er Menntun fyrir matvælaiðnað. Gefið verður yfirlit um stöðu fagmenntunar fyrir mat- vælaiðnað á öllum menntunarstigum ^frá grunnskóla og upp á háskóla- stig. Meðal fyrirlesara verða aðilar frá menntamálaráðuneytinu, mat- vælaiðnaðinum og frá menntastofn- unum. Lögð verður áhersla á að meta hvernig sú menntun sem nú er boðið upp á nýtist fyrir matvæla- iðnað og hvað má betur fara. í tengslum við Matvæladaginn hefur MNÍ veitt viðurkenningu með stuðningi Samtaka iðnaðarins fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Fyrsta árið hlaut Emmess_ - ísgerð Fjöreggið fyrir vöru sína Isnál en í fyrra hlaut Mjólkursamsalan Fjör- eggið fyrir Fjörmjólk. Upplýsingar um skráningu á ráð- stefnuna gefa Guðrún Ólafsdóttir og Guðmundur Stefánsson á Rann- sóknastofu fiskiðpaðarins eða Ólafur Reykdal á Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Málþing um raungreinar í skólakerfinu ALÞJÓÐLEG raungreinavika er 22.-28. október 1995. UNESCO og ICASE (alþjóðlegt félag raungreina- kennara) hvetja raungreinakennara í öllum heiminum til að leggja áherslu á raungreinar með því að láta nemendur taka þátt í verkefnum tengdum vísindum og sjálfbærri þró- un. Félag raungreinakennara efnir til málþings laugardaginn 28. október kl. 11—16 í Borgartúni 6. Umræðu- efnið er: Staða og stefna í náttúru- fræði og tæknigreinum innan ís- lenska skólakerfisins. Ásta Þorleifsdóttir, formaður FR, setur þingið, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður menntamálanefnd- ar Alþingis, flytur ávarp. Framsögu- erindi flytja: Rósa Gunnarsdóttir, grunnskólakennari, Hafþór Guðjóns- son, framhaldsskólakennari, Stefán Bergmann, lektor við KÍ, Stefán Jónsson, lektor við HA, Sven Þ. Sig- urðarson, dósent við HÍ og Hörður Lárusson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Að erindum loknum mun Þor- steinn Ingi Sigfússon, prófessor, stýra pallborðsumræðum. Kennarar og allir sem hafa áhuga á skólamál- um eru hvattir til að koma. Samtök fólks með meltingar- sjúkdóma STOFNFUNDUR CCU-samtak- anna verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 26. október, kl. 20.30 í sal Verkstjórafélags Reykja- víkur, Skipholti 3, 3. hæð. CCU-samtökin eða Crohn’s - Colitis Ulcerosa samtökin eru hópur fólks með króníska bólgusjúkdóma í meltingarfærum. -leikur að Itera! Vinningstölur 25. okt. 1995 2*4*7*9*12*22*30 £ldri úrs’lit á símsvara 568 1511 FRÉTTIR Fyrirlestur og litskyggnur í Nýlistasafninu BANDARÍSKI fréttaljósmyndarinn Lauren Piperno heldur fyrirlestur og sýnir litskyggnur af verkum sínum í Nýlistasafninu í dag fimmtudag kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „In search of sexual identity". Viðfangsefni hennar eru raðir mynda eða einhverskonar rannsókn- ir á nokkrum sviðum mannlífsins, þar sem kynin eru á éinhvem hátt áberandi. Hún hefur meðal annars gerð myndaröð um fatafellur, vaxt- arræktarmenn og samkvæmisdansa, þar sem samskipti kynjanna eru í brennidepli. Hún er einn af fimm myndhöfund- um bókar sem nefnist Masked Cult- ure, The Greenwich Village Hallowe- en Parade. Hún er hér á styrk frá The American Scandinavian Found- ation og er að vinna þemaverkefni, sem hún kallar „íslenskar konur". Alfasögur í Kringlunni í ÆVINTÝRA-Kringlunni í dag kl. 17 ætlar Ólöf Sverrisdóttir leikkona að tala við börnin um álfa og huldu- fólk og segja þeim frá þjóðsögum okkar. Einnig les hún eina þjóðsögu. Allir krakkar sem koma í Ævin- týra-Kringluna í dag fá ókeypis miða á leikritið Bétveir sem Furðuleikhúsið frumsýnir um helgina í Tjarnarbíói. í Ævintýra-Kringlunni fá krakkarnir að spreyta sig á myndlist, leiklist, dansi, söng og mörgu öðru. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin alla virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga kl. 10-16. ■ DANSKA ævintýramyndin „Hojda fra Pjort“ sem er byggð á sögu eftir Olaf Lund Kirkegaard verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 29. október kl. 19. Sagan gerist í framandi landi og snýst um baráttu góðs og ills eins og öll spennandi ævintýri. Hojda flýgur um á teppi ásamt vinkonu sinni Smargad og lenda þær í ýmsum ævintýrum. Myndin er með dönsku tali og er 76 mín. að lengd. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Þorkell Maus með útgáfu- tónleika HLJÓMSVEITIN Maus heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld, fimmtudags- kvöld, í tilefni af því að önnur plata hennar, „Ghostsongs", er komin út. Útgefandi plötunnar er Spor hf. Ymsir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu á tónleikunum þeir Unnar B. Arnalds, Ó.B.Ó. og Plast- ik. Húsið verður opnað kl. 22 og boðið verður upp á léttar veiting- ar. Aðgangseyrir er 500 kr. Fyrirlestur um lífrænar efnasmíðar DR. HAUKUR Kristinsson, vísinda- legur sérfræðingur hjá lyfjaverk- smiðjunni Ciba-Geigy í Basel, Sviss, flytur fyrirlestur föstudaginn 27. október sem hann nefnir Lífrænar efnasmíðar sem leiddu til uppgötv- unar pymetrozine og dieyclanil. „Pymetrozine og dicyclanil eru ný lífræn efni til notkunar í landbúnaði. Efnin einkennast af hárri sérvirkni, eru hættulítil og óeitruð fyrir nytja- dýr. Pymetronzine er ótrúlega sér- virkt og tilvalið til að vinna með náttúrunni og taka þátt í vömum hennar gegn meindýrum. Uppgöt- vanir þessar byggjast á grundvallar- rannsóknum á smíði og hvarfgimi mishringlaga efnasambands og verð- ur sagt frá þeim rannsóknum í fyrir- lestrinum,“ segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Þorkell Innval í nýtt húsnæði INNVAL, sem er sérverslun með innréttingar og stiga, hefur nú flutt sig um set í Kópavogi, þar sem verslunin hefur starfað frá því 1986. Nýtt heimilsfang er Hamraborg 1, í hjarta Kópavogs, en í Hamraborg í Kópavogi er ört vaxandi verslunarmiðstöð. Nýr sýningarsalur fyrirtækisins var áður samkomusalur, þar sem börn jafnt sem eldri borgarar bæjarsins skemmtu sér og lærðu fyrstu sporin í dansi, svo eitthvað sé nefnt. Nú er búið að koma þar fyrir sýnishornum af eldhúsinn- réttingum, fataskápum, baðinn- réttingum og tréstigum sem er uppistaða söluvöru fyrirtækisins. Innval er sérverslun með slíkar vörur og eru allar lausnir sér- hannaðar fyrir viðskiptavini. Þetta á við jafnt tréstiga, eldhús og fataskápa. Aðkoma að versluninni er að norðanverðu í húsið, frá Skelja- brekku og bílastæði eru bæði fyr- ir ofan húsið og neðan. Blái engillinn í í ÁR er haldið upp á aldarafmæli kvikmyndasýninga í heiminum eins og alkunna er. í tilefni af því verður áhugahópur sem saman- stendur af fulltrúum flestra sendiráða á íslandi ásamt Kvik- myndasafni Islands með sýningar á klassískum myndum á hveijum fimmtudegi í Regnboganum. í kvöld klukkan 19 og 21 verð- ur sýnd myndin Blái engillinn Regnboganum eftir Joseph Von Sternberg með Marlene Dietrich í aðalhlutverki. Blái engillinn markaði upphafið að frægð Marlene Dietrich og leikstjórnarferli Joseph Von Sternbergs. Hún segir frá mið- aldra skólakennara sem verður svo heltekinn af ást af kabarett- söngkonunni Lolu, að hann miss- ir tökin á tilveru sinni. IFYRSTA SINN Á ÍSLANDI: McNUGGETS■ AA McDonald's I ■ I™ Austurstræti 20 á Hressó og Suðurlandsbraut 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.