Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flytja ekki sendiráð Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR fengu litlar undirtektir í gær við þeirri áskorun sinni til ríkja heims um að fara að dæmi Bandaríkjamanna og taka um það ákvörðun að flytja sendiráð sín frá Tel Aviv til Jerúsalem. Af hálfu utanríkisráðuneytanna í Bonn, París og London var sagt að þar á bæjum væru engin áform um að flytja sendiráðin og ekkert yrði gert sem hugsanlega kynni að riðla því jafnvægi sem ríkti í Mið- austurlöndum vegna friðarvið- ræðna. Mörg arabaríki fordæmdu þá ákvörðun Bandaríkjaþings frá í fyrradag að samþykkja frumvarp um flutning bandaríska sendiráðs- ins frá Tel Aviv til Jerúsalem. Var það samþykkt með 93 atkvæðum gegn 5 í öldungadeild og 374 at- kvæðum gegn 37 í fulltrúadeild. Fjölmennasta fundi þjóðarleiðtoga í sögunni lokíð Heita því að efla starf SÞ í framtíðinni Engin samstaða um hvernig ráða eigi bót á fjárhagsvanda samtakanna Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÞRIGGJA daga hátíðarsamkomu í tilefni af fimmtíu ára afmæli Samein- uðu þjóðanna var slitið í New York á þriðjudagskvöld. í lokaályktun, sem samþykkt var af 185 þjóðarleiðtogum, er því heitið að reynt verði að efla SÞ í framtíðinni og auka skilvirkni samtakanna þannig að þau geti unnið að því að koma á friði, þróun, réttlæti og jafnrétti meðal þjóða heimsins. Jafnmargir þjóðarleiðtogar hafa aldrei áður komið sam- an í einu. Hverjum þjóðarleiðtoga var úthlutað fimm mínútna ræðutíma og notuðu margir hann til að koma með tillögur til úrbóta á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Aðrir notuðu tækifærið til að koma höggi á and- stæðinga sína eða gagnrýna t.d. kjamorkutilraunir Frakka og Kínveija eða stríðið í Bosníu. Margir gagnrýndu Bandaríkja- stjórn fyrir að skulda 1,25 milljarða dollara í framlög til SÞ en samtök- in eiga við mikla fjárhagslega erfið- leika að stríða. Alls eiga Sameinuðu þjóðirnar útistandandi 3 milljarða dollara í ógreiddum framlögum. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, lagði til í ræðu sinni að lagður yrði sérstakur skattur á t.d. alþjóðleg gjaldeyri- sviðskipti, alþjóðlegar siglingaleiðir og fískistofna til að standa undir rekstri SÞ. Þessar tillögur fengu ekki mikinn hljómgrunn og er ekki búist við að þær fari nokkurn tím- ann af umræðustiginu. Vilja niðurskurð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpaði allsherjarþingið á þriðjudagskvöld. Reuter Bandaríkin vilja hins vegar skera niður verulega í rekstri samtakanna og hafa lagt til að nokkrar af stofn- unum SÞ verði lagðar niður. Nær allir þjóðarleiðtoganna virt- ust vera sammála um nauðsyn þess að stækka öryggisráðið, sem fimmt- án ríki eiga sæti í, en frá stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur aðildar- ríkjum samtakanna fjölgað úr 51 í 185. Flestir telja íjóðvetja og Jap- ani eiga mestar líkur á sæti í örygg- isráðinu verði það stækkað. Ekki er þó samstaða um hvort að ný ríki eigi að fá föst sæti í örygg- isráðinu, líkt og Bandaríkin, Rúss- land, Kína, Bretland og Frakkland, og neitunarvald líkt og þessi ríki. Sá þjóðarleiðtogi sem mesta at- hygli vakti þessa þrjá daga var óneitanlega Fídel Castro Kúbufor- seti en augu margra beindust einn- ig að Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, sem ávarpaði alls- heijarþingið í fyrsta skipti fyrir 21 ári með tómt byssuhulstur í belti sínu. Arafat sem í fyrra hlaut frið- arverðlaun Nóbels var vísað frá á tónleikum á mánudagskvöld þar sem borgarstjóri New York, Ru- dolph Giuliani, neitaði að bjóða honum. Lögðu jafnt Frelsissamtök Pelstínu, Hvíta húsið og bandaríska utanríkisráðuneytið fram formlega kvörtun vegna þessa. Reuter Fómað fyrir 500 ámm? BANDARÍSKUR vísinda- leiðangur fann fyrir nokkrum dögum vel varð- veittar líkamsleifar ungrar konu sem talið er að hafi verið fórnað við trúarat- höfn Inka fyrir um 500 árum, að því er sagði í The New York Times í gær. Líkið sem fannst í Andes- fjöllunum í Perú hafði leg- ið í ís á fjalli í um 6.300 metra hæð og hefur varð- veist með líkamsvessum. Það var vafið inn í fínlegan ullardúk, konan var með höfuðskraut úr fjöðrum og við hlið hennar fundust munir, leirmunir og stytt- ur, sem talið er víst að hafi verið notaðir við trú- arathafnir. Fundu fleiri lík Sami leiðangur, sem bandaríski fornleifafræð- ingurinn Johan Reinard fer fyrir, fann tvö lík til viðbótar nokkru neðar í Andesfjöllunum en talið er að þau hafi legið álíka lengi í ísnum og lík ungu konunnar. i (£ I íbúar Quebec ganga til kosninga um helgina um aðskilnað frá Kanada Montreal, Toronto, The Daily Telehraph. Reuter. LEIÐTOGAR aðskilnaðarsinna í Qu- ebec í Kanada kveðast eygja sigur í kosningum sem fram fara þar um helgina en þá greiða íbúarnir atkvæði um aðskilnað fylkisins frá Kanada. Nýjustu skoðanakannanir sýna að fyigi aðskilnaðar- sinna hefur aukist síðustu daga og eru þeir nú með nauman meirihluta. Er fréttir af þessu bárust féll gengi hlutabréfa í Tor- onto, svo og gengi kanadíska dollarans. Samkvæmt einni könnun höfðu aðskiln- aðarsinnar fjögurra prósentustiga forskot á fylgismenn sameinaðs Kanada. Aðeins verða greidd atkvæði um aðskilnaðinn í Quebec en íbúar þess eru um 7 milljónir. Verða kjósendur spurðir hvort þeir veiti leiðtogum fylkisins umboð til að semja um skilyrði aðskilnaðar. Orðalag spurningarinnar á kjörseðlinum er tvírætt og virðist það veita möguleika á því að Quebec gæti einfaldlega samið sjálft um á kanadísku stjórnarskránni. eygja von um sigur Höfða til stoltsins Leiðtogar Kanada hafa varað kjósendur í Quebec við því að samþykki þeir aðskiln- að, kunni það að kalla á gífurlega hörð viðbrögð annars staðar í Kanada og leiða til hatramms aðskilnaðar sem gæti komið sér illa fyrir Quebec. Leiðtogar aðskilnaðar- sinna höfða hins vegar til stoltsins yfir menningu Quebec, eina fylkisins i Kanada þar sem meirihlutinn er frönskumælandi. Leggja þeir áherslu á að síðasta atkvæða- greiðsla um málið endurtaki sig ekki en þá, árið 1980, voru 60% andvíg aðskilnaði en 40% hlynnt. Víst er að minna munar á fylkingum nú þar sem vakning þjóðemissinna virðist hafa komið fylgismönnum sameinaðs Kanada í opna skjöldu. Lucien Bouchard, leiðtogi aðskilnaðar- sinna á kanadíska þinginu, hefur blásið nýju lífi í baráttu þeirra síðustu tvær vikur en þá tók hann við stjórn baráttunnar. Hann ferðast vítt og breitt um Quebec og hvetur kjósendur til að hunsa þá sem full- yrða að fylkið geti ekki komist af eitt og sér. Bouchard olli miklu írafári í síðustu viku þegar hann harmaði það að fæðingartíðni í Quebec væri ein sú lægsta hjá „hvíta kynstofninum“. Gripu enskumælandi fjöl- miðlar þessa yfirlýsingu á lofti og sögðu hana dæmi um kynþáttafordóma Bouc- hards. Sjálfsijórn? hluta til, sem myndi undirstrika sérstöðu fylkisins. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, vísaði þessu hins vegar á bug og sagði að atkvæðagreiðslan ætti eingöngu að veita svar við spurningunni um aðskilnað, ekki um breytingar á stjómarskránni. Þetta svar blés aðskilnaðarsinnum byr undir báða vængi og sögðu þeir það til marks um það að engra tilslakana væri að vænta þegar menning Quebec-búa væri annars vegar. Chretien hefur lagt áherslu á að hann sé fylgjandi því að sett séu sérstök ákvæði í kanadísku stjómina um vemd og stöðu franskrar tungu. Afleiðingar aðskilnaðar Um síðustu helgi kom í Ijós klofningur í röðum andstæðinga aðskilnaðar er Daniel Johnson, leiðtogi Fijálslynda flokksins, lýsti því yfir að það kynni að vera æskilegt að Kanadastjórn byði Quebec sjálfstjórn að DANIEL Johnson, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins í Quebec og eiginkona hans heilsa stuðningsmönnum sínum á kosningafundi. Flokkurinn er and- vígur aðskilnaði. Eins og árið 1980 em margir kjósendur enn óákveðnir. Þá kaus meirihluti þeirra að tilheyra áfram Kanada en nú eru taldar æ meiri líkur á því að stór hluti þeirra sam- þykki aðskilnað. Prófessor William Watson við McGill- háskólann í Montreal, telur líkurnar á að- skilnaði einn á móti þremur en fyrir nokkr- um vikum var hann sannfærður um að meirihluti væri andvígur honum. McGill segir margar spurningar vakna, verði aðskilnaður að vemleika. Hann spyr hvort kanadíska lögreglan verði send til Quebec til að framfýlgja skattalögum og hvort að dómstólar verði viðurkenndir. Þá sé við því að búast að margir enskumæl- andi íbúar Quebec flytjist til vesturstrandar- innar þar sem mikil uppsveifla sé í efna- hagslífmu. i a < f i I i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.