Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 13 Iþrótta- og tómstundaráð Akureyrar Samið verði við Þór um byggingu nýs íþróttahúss Framlag úr jöfnunarsjóði 40 milljónum hærra en búist var við Tekjur Akureyr- inga undir landsmeðaltali FRAMLAG til Akureyrarbæjar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga var 40 milljónum króna hærra en forsvars- menn bæjarins höfðu búist við. Áætlað hafði verið að framlagið yrði um 15 milljónir króna og byggðist það á reynslu síðustu ára, en raunin varð sú að alls nam það 55 milljónum króna. Um er að ræða svonefnt tekju- jöfnunarframlag en skýringar á því að framlag til Akureyrarbæjar er svo hátt nú eru annars vegar að tekjur Akureyringa hækkuðu minna en landsmeðaltal og eins voru gerðar breytingar á viðmiðun um eðlilega nýtingu tekjustofna sveitarfélaga sem tóku gildi við úthlutun úr sjóðnum á þessu ári. í reglunum er m.a. kveðið á um að sveitarfélögum nægir að leggja 9% útsvar á íbúana, en í fyrri regl- um höfðu sveitarfélög ekki mögu- leika á að sækja um tekjujöfnunar- framlag nema hámarksútsvarspró- senta væri nýtt. Aukið fé til ráðstöfunar Akureyrarbær hefur ekki fengið tekjujöfnunarframlag siðustu árin að sögn Valgarðs Baldvinssonar bæjarritara. Hann sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um á hvern hátt ráðstafa ætti þessu óvænta fé, en ef til vill yrði tekið ívið minna af lánum en gert hafði verið ráð fyrir. Hann sagði að vissu- lega væri ánægjulegt að fá aukið fé til ráðstöfunar, en ekki yrði fram hjá því litið að óskemmtilegt væri að Akureyringar væru þetta tekju- lægri en aðrir landsmenn. Garðar Jónsson viðskiptafræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga sagði að tvenns konar viðmiðun væri í gangi hvað lands- meðaltal tekna varðaði. Annars vegar væri um að ræða sveitarfélög með undir 300 íbúum og hins veg- ar öll önnur sveitarfélög landsins. Byggt væri á álögðu útsvari og álögðum fasteignaskatti og fram- lagið nú í ár væri vegna tekna síð- asta árs. Minni hækkun á Akureyri Skatttekjur á hvern íbúa á Akur- eyri voru á síðasta ári 95.165 krón- ur og var útsvarið 9%. í Kópavogi voru skatttekjur á íbúa 92.434 krónur en þar var 8,4% útsvar og í Hafnarfirði þar sem útsvarið var 8,9% voru meðalskatttekjur íbú- anna 94.885 krónur. Hvorki Hafn- arfjörður né Kópavogur höfðu möguleika á að sækja um tekjujöfn- unarframlag þar sem útsvarspró- sentan var Iægri en 9. Til samanburðar má geta þess að meðalskatttekjur Ólafsfirðinga á liðnu ári námu 100.585 krónum á íbúa og á Dalvík 97.508 krónum en á báðum stöðum var álagt út- svar 9%. Útsvarsstofn atvinnutekna Akureyringa hækkaði um 1,5% á síðasta ári en landsmeðaltalið var 2,7%. Á Akureyri hefur því orðið um raunlækkun tekna að ræða þegar miðað er við landið allt. St. Georgsgildi stofnað NÝTT St. Georgsgildi verður stofn- að á Akureyri næstkomandi mánu- dag, 30. október. Stofnfundur verð- ur í sal Dvalarheimilisins Hlíðar við Austurbyggð og hefst hann kl. 20.30 en á þann fund eru allir vel- komnir sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi nýs St. Georgsgildis á Akureyri. Um er að ræða félagsstarf fyrir fullorðna sem vilja starfa með öðru samhentu fólki á grundvelli hug- sjóna skátahreyfingarinnar. Gildisfélagar hittast að jafnaði mánaðarlega yfir vetrartímann og fá gjarnan fólk á fundina til að kynna ákveðin málefni. Gildin starfa yfirleitt að ákveðnum verk- efnum á sviði félags- og líknar- mála, sem gjarnan tengjast hinu almenna skátastarfi á viðkomandi svæði. í St. Georgsgildinu á Akureyri starfar samhentur hópur sem held- ur uppi öflugu starfi og er um leið styrkur bakhjarl fyrir almennt skátastarf í bænum. Nú stendur til að gefa fleirum kost á þátttöku í slíku starfi með því að stofna annað gildi. Morgunblaðið/Kristján Úti í óveðri KRAKKARNIR á Hlíðabóli létu óveður ekki aftra sér í að fara út í sinn hefðbundna göngutúr í gær. Mörgum þykir heldur súrt að fá óveður svo snemma, vetur ekki einu sinni genginn í garð en fyrsti vetrardagur er sem kunnugt er á laugardag. Starfs- menn bæjarins voru önnum kafnir við að moka snjó af götum í gær, en víða var þungfært. Lögreglumenn voru í viðbrags- stöðu en starfsfólk í heilsugæslu óskaði eftir akstri úr og í vinnu. Vindhraðinn komst mest upp í 9 vindstig á Akureyri i gær. Á FUNDI íþrótta- og tómstunda- ráðs Akureyrar í gær, var sam- þykkt tillaga fulltrúa meirihluta Framsóknar- og Alþýðuflokks, þar sem því er beint til bæjarráðs og bæjarstjórnar að gengið verði nú þegar til viðræðna við Iþróttafélag- ið Þór um gerð rammasamnings um byggingu íþróttahúss á félags- svæði þess. Fjórir nefndarmenn samþykktu tillöguna, fulltrúar Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks en fulltrúi Alþýðu- bandalagsins var á móti og vildi að úrbætur fyrir skautamenn yrðu teknar framfyrir íþróttabyggingu Þórs. í tillögunni segir ennfremur, að miðað við núverandi fjárhagsstöðu sé gert ráð fyrir að greiðslur hefj- ist eigi síðar en á árinu 1998. í viðræðunum við Þór verði einnig gerðar raunhæfar áætlanir um rekstur hússins og skoðuð þau áhrif sem tilkoma slíks húss hefur á rekstur Íþróttafélagsins Þórs og önnur íþróttamannavirki í bænum. Einnig úrbætur fyrir knattspyrnumenn Þá var samþykkt tillaga þar sem formanni ÍTA í samráði við bæjar- lögmann, er falið að semja stofn- samþykktir fyrir hlutafélag sem hafi það að markmiði að vinna að úrbótum fyrir knattspyrnumenn, t.d. með yfirbyggingu. Stefnt skal að stofnfundi hlutafélagsins í des- ember nk. Sumaropnun leikskóla kostar 3,3 milljónir I FJARHAGSAÆTLUN leikskóla- deildar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að^llir leikskólar bæjarins verði opnir næsta sumar og segir í bókun nefndarinnar að það sé að tilmælum bæjarráðs. Beinn launa- kostnaður sem af sumaropnuninni hljótist sé um 3,3 milljónir króna. Á fundi bæjarstjórar Akureyrar í gær vakti Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, athygli á því að bæjarráð hefði aldrei beint þeim tilmælum til leikskólanefndar að hafa alla leikskóla bæjarins opna allt næsta sumar. Um misskilning væri að ræða og tók Sigfríður Þor- steinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, undir það. Lagði Sigríður til að málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Viltn hafa það svart/hvítteðaílit? HP Desk Jet bleksprautuprentarar HP 850C kr. 58.900 HP 12000 kr. 97.000 HP lfiOOC kr. 149.900 kr. 54.900 iw'tt kr. 169.900 IIP 5P H1‘ 4M Plus kr. 115.500 kr. 234.000 Whpl HEWLETT mL'nM packard Viðurkenndur söluaðili Þjónusia og ábyrgö BOÐEIND Við erum í Mörkinni 6. Sími 588 2061 . Fax 588 2062

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.