Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 2

Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ihálfan annan áratug stóð hún á hátindum tísku- heimsins beggja vegna Atlantsála. Stúlkan sem alist hafði upp í fásinni og náttúrufegurð á Djúpuvík á Ströndum þurfti að lokum að kaupa frægðina og framann dýru verði. I bókinni, sem er á fjórða hundrað blaðsíður, raðar María saman brotum eigin sjálfsmyndar, segir frá uppruna sínum sem flestum hefur verið hulinn og hvernig atburðir í æsku mótuðu hana ævilangt. Fyrsti kafli bókarinnar nefnist .Hringiða upp- hafsins“ og hefst á þessum orðum: Hringiða upphafsins KJÖRIN ungfrú ís- land 1961. ,Hnén skulfu og mér fannst ég ekki fög- . ur.“ Engu að síður var þessi atburður vendipunktur í lífi Maríu og opnaði henni leiðina inn í tískuheiminn. „Veröldin snýst hægt í hringi; hlæjandi andlit mömmu, grænt grasið, húsið okkar undir brekk- unni, sólstafír sem tindra á sléttum haffíeti, hvítir skýjabólstrar á bláu himinhvolfí, teppi í grasi, brúnt, hvítt og svart og aftur andlit mömmu. Ég svíf. Ég er fugl sem flýgur; frjáls, hnitandi endalausa hringi. Brennandi sól eitt andar- tak, svalur gustur og ég er iðandi skuggi í ilmandi hlíð en sólfugl strax á nýjan leik. Fiðringurinn í maganum blandast sælu og ör- yggi. Hendur pabba eru sterkar og mjúkar í senn. Hann heldur litl- um líkama útréttum höndum, hef- ur tekið mig af teppinu og lyft mér upp til himins þar sem ég hef svimandi yfirsýn yfír alheim minn; pabba, mömmu, húsið, þorpið og fjörðinn. Og í miðju alheimsins er brosandi andlit pabba. Augun geisla af gleði og stolti þar sem hann hampar mér í hringdansi yfir höfði sér. Ég horfí niður til hans og andlit hans verður eina fasta myndin en alheimurinn á fíjúgandi ferð allt um kring. Ólgandi hring- iða, þar sem litirnir renna í eitt. Hring eftir hring eftir hring eft- ir hring. Ég hrekk upp. Fyrsta skíma dagsins lýsir upp á himininn yfir Parísarborg. Hjart- að berst í brjósti mér. Ég rís upp við dogg. Af hveiju dreymir mig þessar myndir? Fyrstu endurminningar mínar úr æskunni. Ég fikra mig fram úr rúminu, fínn sloppinn, feta mig fram í eld- hús og set yfir kaffíð. Sest síðan við gluggann og horfí á París vakna til daglegra starfa. Myndimar em fleiri. Þegar ég stóð við rúmgaflinn hjá mömmu og pabba. Hjónarúmið þeirra hlýtt og sængumar hvítar og breiðar. Ég vildi ekki liggja í rimlarúminu mínu. Ég vildi upp í til þeirra. Ég grét. Ég hafði henst út úr rúminu. Mamma saumaði á mig kot sem ég svaf í. Strimill var ----------- festur á kotið og strengdur yfir rúmdýn- una svo ég gat hreyft mig óhindrað en ekki dottið fram úr þegar ég fékk martraðirnar. Ég hlýt að hafa grátið og hrópað í svefni, varnarlaust bam, ofurselt ógnum hugans. Ég var of ung til að skilja. Of ung til að vita hvað hafði gerst. En á nóttunni læddust óargadýrin fram úr myrkviðinu og réðust á mig í svefni. Og ég hljóð- aði og barðist um. Kaffið er tilbúið. Ég helli í boll- ann. Sumar myndir em horfnar. Hvar týndust þær? Ég hafði gleymt martröðunum. Þurrkað þær úr minninu. Ég hefði aldrei vitað af martröðunum ef mamma hefði ekki sagt mér frá þeim. Þá var ég orðin fullorðin. Draumfarirnar voru eðlileg við- brögð hugans við fyrstu mánuðum ævi minnar. Ég vissi það ekki fyrr en ég var orðin fullorðin. Það skil- ViA áttum okkur aldrei fastan samastað MARÍA með foreldrum sínum Ragnheiði Hansen og Guðmundi Guðjónssyni, arkitekt og verksmiðjusljóra á Djúpuvík. ur enginn sjálfan sig nema hann leiti upphafsins. Leiti í hringiðu upphafsins." Öskubuskur tískuheimsins í bókinni segir María frá því hvernig líf hennar gjörbreyttist eftir að hún var kjörin Ungfrú ísland 1961. Hún fór í sýningar- ferð til Suður-Ameríku en á leið- inni til baka til íslands millilenti hún í París þar sem hún var óvænt uppgötvuð sem fyrirsæta á hár- greiðslustofu. María tók upp nafn- ið Maria Gudy. Um fyrirsætu- starfið segir hún m.a. í bókinni: „Við unnum hörðum höndum. Starfið krafðist aga og metnaðar. Á sama tíma var vinnan og lífið rótlaust; við áttum okkur aldrei fastan samastað heldur lifðum á faraldsfæti. Eitt hótelherbergið tók við af öðru, ein stórborgin kvaddi og ný heilsaði, eitt þjóð- landið leysti annað af hólmi. Flökkulífið var viðburðaríkt og hratt en einnig eintóna til lengd- ar. Við vorum hetjur augnabliks- ins; sætar stelpur bornar uppi af þeim sem snertu okkur, komumst upp með það sem við vildum. Við brutumst út úr rammanum öðru hvoru; storkuðum umhverfi María segir í bókinni frá fjölda eftirminnilegra atvika frá ævintýralegum ferli um heim allan. Hér er hún við tökur á þýsku kvikmyndinni ,Hver kærir sig um að deyja undir pálmatrjám?" á Sri Lanka 1974: ,Eg var slegin, velt upp úr sandinum, bátum hvolft undan mér, næstum drekkt, hárreytt, kýld og þeytt í allar áttir.“ okkar með furðulegustu uppá- tækjum og prakkarastrikum. Við stormuðum inn á stærsta hótelið í St. Moritz þar sem forríkt fólk sat að snæðingi og reyndum að vera eins druslulegar og við fram- ast gátum. Við borðuðum ostbita út úr hverri annarri til að hneyksla fína fólkið. Fjölskyldunnni við næsta borð var nóg boðið og kall- aði á þjóninn. Þeim var hent út en ekki okkur. Við vorum ósnertanlegar. Fólk vissi hveijar við vorum; ljós- myndafyrirsætur sem dýrðarljóma og rómantík stafaði af. Við vorum ekki eins frægar og kvikmynda- stjörnur; persónudýrkunin varð aldrei með sama hætti en um okk- ur Iék stjörnuskin starfsins, birta þeirrar veraldar sem við vorum Strákurinn með flétturnar, eins og krakkarnir á Djúpuvík kölluðu Maríu stundum. Hún bregður upp lifandi myndum af lífinu á Ströndum á árunum eftir stríð, jafnt af fjölskrúð- ugu mannlífi síldarþorpsins að sumri sem einangruninni að vetrinum. fulltrúar fyrir. Við vorum Ösku- buskur sem höfðum komist á dansleikinn í höllinni. En líkt og í ævintýrinu tifaði klukkan og nálgaðist miðnætti." Villtar nætur í París María hafði bækistöð í París og komst fljótlega inn í hringiðu hins ljúfa lífs stórborgarinnar, sótti veislur með „þotuliði" þess tíma og kynntist rómuðum glaum- gosum sem flestir voru mun eldri en hún. Einn þeirra var forríkur, franskur verksmiðjueigandi, Dany að nafni sem gekk á eftir henni með grasið í skónum. Meðal heimsfrægra herramanna í vina- hópi Maríu var Rubirosa en hann var þekktur fyrir að ganga að eiga forríkar konur en fæst hjónaband- anna entust: „Ég fór stundum með Dany í stóra einbýlishúsið þeirra hjóna í Boulogneskóginum í París sem þau nefndu Marnes la Coquette. Tré umluktu húsið sem var búið fágætum húsgögnum. Rubi hafði breytt nokkrum herbergjum húss- ins til eigin þarfa. Eitt herbergið var til að mynda fullkominn hnefa- leikahringur. Þar æfði Rubi á hveijum morgni gegn atvinnu- manni. Önnur vistarvera var billj- ardherbergið. Og svo framvegis. Hinn fullkomni glaumgosi. Ég man eftir mörgum veislum heima hjá Rubi og Odile. Sumar fóru siðsamlega fram, aðrar gátu endað á fjörugan hátt. Eitt skipti var Edward M. Kennedy, síðar öldungadeildar- þingmaður á Bandaríkjaþingi, staddur meðal gesta. Hann gerðist drukknari en góðu hófi gegnir og fór greinilega æ meira í taugarnar á gestgjafanum. Seinna um kvöldið gengum við Dany niður tröppurnar sem lágu úr danssalnum og héldum út í garðinn til að anda að okkur hlýrri sumarnóttinni. Skyndilega sáum við Rubi koma niður stigann með Edward M. Kennedy á hæla sér. Rubi var þögull og yfirvegaður, Kennedy hávær og æstur. Gest- gjafinn gekk að öskutunnunum. Stjórnmálamaðurinn fylgdi við- skotaillur á eftir og hækkaði enn róminn. Rubi tók rólegur lokið af einni tunnunni. Síðan sneri hann sér að bróður Bandaríkjaforseta, greip með annarri hendinni í aft- urendann á honum og hinni í hnakkadrambið og steypti honum með höfuðið á undan beint ofan í öskutunnuna. Rubi gekk rólega á brott en fætumir á Edward Kennedy sprikluðu í lausu lofti meðan formælingarnar drundu upp úr tunnunni. Þannig var Rubirosa.“ Heimurinn splundrast Foreldrar Maríu, Guðmundur Guðjónsson og Ragnheiður Hans- en skipa sérstakan og óvenjulegan sess í bókinni. Samband Maríu við foreldra sína var mjög náið og undirstraumarnir margræðnir. Hún ólst upp hjá þeim í síldarbæn- um Djúpuvík á Ströndum sem ^markaði óafmáanleg spor í huga hennar. Það voru henni erfið vista- skipti að flytja suður með Guð- mundi og Ragnheiði þegar hún var ellefu ára en þá var rekstri síldarverksmiðjunnar hætt. í Reykjavík fékk hún að vita að uppruni hennar væri annar en hún hafði haldið. í hléi á þijúsýningu í Gamla bíói sló Kidda vinkona hennar fram fullyrðingu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf Maríu: Að hún væri ekki dóttir foreldra sinna. „Ég fæ allt í einu nóg; bíósalur- inn verður yfirþyrmandi og íþyngj- andi, loftlaus og ógnandi. Eg snýst á hæli án þess að kveðja og hleyp út. Ferskt loftið sker í lungun og ég hægi ferðina uns ég geng í hægðum mínum yfír Skólavörðu- holtið. Tárin bijótast fram. Af hveiju segir Kidda þetta stöðugt við mig? Er ég ekki dóttir pabba og mömmu? Ég ef enn grátandi þegar ég kem að húsinu okkar í Uthlíðinni. Ég vil ekki að mamma sjái mig brynna músum. Ég sest niður í kjallaratröppurnar og bíð þess að ekkanum linni og tárin þorni. Um síðir geng ég inn. Ég fer beint í herbergið mitt. Mig langar til að loka á eftir mér en það er óskrifuð regla að ég eigi ekki að loka að mér. Ég heyri mömmu fara fram að baðherberginu. - Ert þetta þú, Maja mín? Fórstu ekki í bíó, elskan? - Júúú, svara ég með semingi. - Af hveiju ertu komin heim svona snemma? Er eitthvað að? Mamma gengur aftur inn í hjónaherbergið og segir mér að koma og ræða við sig. Ég hengsl- ast á eftir henni og sest á rúm- stokkinn. Ég horfí á hana grát- bólgnum augum: - Það er Kidda eina ferðina enn. Hún segir að ég sé ekki dóttir ykkar. Þögn. í þögninni er eitthvað sem ég vil ekki heyra. Loks segir mamma hægt:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.