Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 7

Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 7 FYRIRTÆKI Jóns og fjölskyldu hans í La Grange í Kentucky, sem er eitt stærsta harðviðarfyrirtækið í miðhluta Bandaríkjanna. Fjöl- skyldan er einu Islendingarnir í þessum viðskiptum. þá er verið að leita að fólki fram og aftur. Ég skrifaði utanríkisráð- herra 1993 og skráning er nú kom- in í gang og heldur áfram. Atli Steinarsson ætlar að vinna að henni. í manntölum má sjá að 1990 töldu 40.529 sig fram sem íslend- inga í Bandaríkjunum. Árið 1986 var talan í Kanada um 40.000 ís- lendingar. Það er eins og þriðjungur íslensku þjóðarinnar sé búsettur í Norður-Ameríku. Flest allir íslend- ingar hljóta að eiga ættingja í Ameríku. Islenska þjóðin þarf að sýna meiri tilfinningu fyrir þessu og gefa þeim tækifæri til að vinna fyrir land og þjóð. Þá er ég að tala um þá sem vilja kalla sig íslend- inga, þó þeir séu það jafnvel ekki nema að einum fjórða. Raunar merkilegt hve margir íslendingar í annan og þriðja lið vilja telja sig í þeim hópi.“ „Þjóðræknisfélagið í Reykjavík gæti orðið að miklu liði ef það fengi nægan stuðning frá yfirvöldum og þjóðinni í heild. í Kanada er þjóð- ræknisfélag íslendinga og við erum að setja annað í gang í Bandaríkjun- um. Ég hefí verið að vinna að því undanfarin ár. Að vísu eru þar íslendingafélög hér og þar, en þau eru svo dreifð og langt á milli. Ég vil fá þama þríhyming með öflugu Þjóðræknisfélagi á Is- landi, öðru í Kanada og því þriðja í Bandaríkjunum. Mér er sagt að hér sé vaknandi ættfræðiá- hugi, svo að vonandi rætist úr þessu “, segir Jón og bætir við. „Það getur enginn afsalað sér því að hafa samband við sitt þjóðar- brot erlendis og það gerir engin þjóð. Til dæmis má nefna írland og Ísrael. írar hefðu átt mun erfið- ara í sjálfstæðisbaráttunni ef þeir hefðu ekki notið traustra sambanda við ættmenni sín í Bandaríkjunum. Þeir kunna líka að meta þá hjálp og gera allt sem hægt er til að tengja ættarböndin. ísrael vann sín Ekki hægt að taka ísland úr íslend- ingi erlendis. En það er hægt að taka islendinga frá íslandi. frelsis- og varnarstríð með hjálp frá ættingjum og sanntrúarmönnum vestan hafs. Aðrar þjóðir eiga líkar sögur að segja. Island má ekki við þvi að láta hinn stóra heim gleypa börnin sín. Ættjarðarbönd þarf að styrkja og virða - hver veit hvenær á líflínu þarf að halda. Mér fínnst að þegar þjóðræknisfélögin em orðin þrjú, þá eigi íslenska þjóðin að styðja þau. Það verður að vera opinber og form- legur stuðningur, til þess að ræðis- menn og aðrir hafi starfsaðstöðu.“ Ekkert hægt án kennitölu Jón bendir á að Hagstofa íslands geti auðvitað ekki sinnt öllu, en þjóð- ræknisfélagið mundi geta elst við upplýsingar í kirkjubókum. „Islend- ingar á Norðurlöndum og aðrir Norðurlandabúar geta gert allt mögulegt sem þeir kjósa hér heima, en Islendingar sem búa annars stað- ar geta ekkért gert, af því að þeir hafa ekki kennitölu. Ég hefí sent um 70 beiðnir til Hagstofunnar um að íslendingur geti fengið kennitölu, þó ekki væri til annars en að þeir gætu opnað hér bankarelkning. Og til að finna sig heima og velkominn hér. Eins og við vitum þá erum við næstum daglega spurð um kennitöluna, hvar sem við eigum erindi. Við hjónin höfum kennitölu, eigum hér eignir og borg- um skatta á Islandi. Það em margir sem mundu vilja slíkt hið sama. En án kennitölu er ekki hægt að kaupa hér fasteign, íbúð eða hlutabréf. Ekkert land hefur efni á að afsala sér slíku. Við emm svo fá að við verðum að koma á þessum tengla- þríhyrningi. Og til þess þarf stuðning héðan að heiman.“ Það er ekki hægt að taka Island úr Islendingi sem býr erlendis. En það er hægt að taka íslendinga frá Islandi,“ sagði þessi óbilandi Islend- ingur, Jón Sigurður Guðmundsson, í lokin. FRÉTTIR Alhliða styrktarkerfi fyrir félög og samtök * Uthlutun Hvataverðlauna VISA ísland hefur um nokkurt skeið starfrækt þjónustukerfi sem nefnt er Alefli. Þetta er styrktar- og inn- heimtukerfi fyrir félög og samtök sem auðveldar þeim fjáröflun frá velunnurum sínum og föstum styrkt- araðilum. Um 260 félagasamtök not- færa sér nú Alefli og er áætlað að kerfið flytji til þeirra liðlega 155 milljónir á þessu ári frá rúmlega 10 þúsund korthöfum. Veltuaukning í viðskiptum með Alefli verður fyrir- sjáanlega um 50% m.v. fyrra ár. Með styrktarloforðum sem skráð eru í gagnagrunns- og greiðslumiðl- unarkerfi VISA íslands heimila kort- hafar að reglulega sé skuldfært á kortreikning þeirra styrktarframlag að ákveðinni fjárhæð, sem renni í sjóð félags eða samtaka sem þeir tilgreina. Greiðslufyrirkomulag er mjög sveigjanlegt, um getur verið að ræða föst mánaðarleg framlög, ársfjórðungsgreiðslur eða greiðslur í ákveðnum mánuðum, hvort sem er í tiltekinn tíma eða þar til korthafi kýs að stöðva greiðslur. Þeim sem styðja félög sín þannig með reglubundnum hætti veitist sitt hvað í staðinn í hvatningar- og þakk- lætisskyni frá VISA. Með útdrætti úr lukkupotti eru veitt tvenns konar hvataverðlaun, sem geta verið utan- landsferðir og/eða ýmsir aðrir góðir vinningar. Verðlaun þessi eru veitt fyrir stuðning við íþróttir með Alefli og fyrir stuðning við menningu, mannúð og listir með Alefli. Að þessu sinni voru veitt 12 hvata- verðlaun fyrir stuðning við íþróttir, annars vegar tvær ferðir fyrir tvo til London ásamt aðgöngumiðum að íþróttaleik og hins vegar 10 vöruút- tektir í versluninni Útilíf. Aðalvinn- inga hlutu Eiríkur Ingi Friðgeirsson úr Framheijum og Áki Jónsson styrktarfélagi Knattspyrnufélags ÍA. Fyrir stuðning við menningu, mannúð og listir voru veitt 7 hvata- verðlaun, annars vegar tvær ferðir fyrir tvo til London ásamt að- göngumiðum á listviðburð og hins vegar 5 áskriftarkort að vali vinn- ingshafa á sýningar vetrarins í Þjóð- leikhúsi eðá Borgarleikhúsi. Aðal- vinningana hlutu Þráinn Þórhallsson úr Samtökum um byggingu tónlistar- húss og Helgi Hallgrímsson úr Styrktarfélagi Islensku óperunnar. Sportpottur Ferð fyrir 2 til London ásamt hóteli og 2 miðum á íþróttakapp- leik. Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Fram- heijar. Áki Jónsson, ÍA, knattsp.d. Vöruúttekt í Útilífi fyrir kr. 5.000. Valtýr Helgi Diego, Valur handkn.d. Arnór Jósefsson, Víkingur aðalstjórn. Birgir Þór Jósafatsson, Framheijar. Björn Friðgeir Björns- son, Víkingur aðalstjórn. Máni Svav- arsson, Framheijar. Auðbergur Már Magnússon, Haukar handkn.d. Björn Ólafsson, FH knattsp.deild. Kristjana Friðbjörnsdóttir, Ármann sunddeild. Anna S. Sigurðardóttir, Víkingur aðalstjórn. Pétur Guðbjartsson, Fylk- ir knattsp.d. Menningarpottur Ferð fyrir 2 til London ásamt hóteli og 2 miðum á listviðburð. Málmey hf./Þráinn Þórhallsson, Tónlistarhús. Helgi Hallgrímsson, Styrktarf. íslensku óperunnar. Áskriftarkort fyrir 2 á sýningar vetrarins í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu. Hjördís Kristjánsdóttir, Sjálfs- björg. Þóra Engilbertsdóttir, Tónlist- arhús. Svanbjörg Jóhannsdóttir, Styrktarf. krabbameinssj. barna. Helga Hobbs, Sjálfsbjörg. Högni Marsellíusson, ísafjarðarkirkja fjár- öflun. Gallastretsbuxurnar komnar í öllum stærðum og vesti. Vorum einnig að taka upp fallega samkvæmisjakka. EDDUFELLI 2, SÍMI 557 1730.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.