Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBIíR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Stingandi
stá á plast
EKKI er langt síðan hljóm-
sveitin Stingandi strá kom
úr mikilli Evrópureisu, meðal
annars með upptökur í far-
teskinu. Fyrir skemmstu
lauk sveitin svo við fyrstu
breiðskífuna, sem kemur út
í vikunni.
Stingandi strá segjast-
hafa tekið plötuna upp
í þremur löndum, hluta í
Berlín, hluta í Marseilles og
svo fjögur lög hér heima.
Allt var samt hljóðblandað
og frágengið hér á landi til
að ná heildarsvip.
Þeir félagar segja hljóm-
sveitina hafa breyst allmikið
við ferðina miklu, sem
eflaust megi heyra á plöt-
Josh
Wink
kemur
FLESTIR muna sjálfsagt
eftir laginu A Higher State
of Conciousness, sem var
spilað í síbylju á X-inu í
sumar. Höfundur lagsins er
bandaríski tónlistarmaður-
inn Josh Wink, sem heldur
tónleika hér á landi í Tungl-
inu í vikulokin.
Josh Wink hefur ekki sent
mikið frá sér um dag-
ana, en hefur verið þeim
mun duglegri að vinna fyrir
aðra, framan af með félaga
sínum King Britt. Þeir
lögðu gjörva hönd á margt
undir heitinu Winking
Produtions, en samstarfínu
lauk þegar King lagðist í
ferðalög með Digable Pla:
nets og upp frá því hefur
Jpsh Whink haslað sér völl
sem sólóstjarna; sent frá
sér lög og unnið fyrir aðra
undir nöfnum eins og Wink,
Winx, The Crusher o.fl.
Fyrir skemmstu vakti hann
mikla athygli í dansheimin-
um fyrir lagið Don’t Laugh,
sem mikið er látið með, og
ljóst að hann er á hraðri
leið uppávið í dansheimn-
um.
Til gamans má svo geta
þess að lagið Higher State
of Conciousness siglir nú
hraðbyri upp breska smá-
skífulistann.
Josh Wink kemur hingað
til lands á vegum Kisa hf.,
sem stóð að tónleikum The
Prodigy í Kaplakrika á sín-
um tíma.
unni, en þeir hafí líka fundið
fyrir sterkri stemmningu í
hverri borg fyrir sig. „Ferðin
þjappaði okkur vel saman
og treysti sveitiná til muna,“
segja þeir, en þeir hyggja á
tvær ferðir á næsta ári,
stutta ferð snemma árs þeg-
ar þeir senda frá sér enska
útgáfu plötunnar, en síðan
er fyrirhuguð sumartón-
leikaferð.
Þeir félagar segjast hafa
unnið diskinn að öllu leyti
sjálfir, stýrt upptökum,
hannað umslag og brotið um
og gefí hann svo út sjálfír.
„Það er best að gera þetta
allt einir,“ segja þeir ákveðn-
ir, „það er best að treysta á
sjálfan sig, en ekki vera að
Morgunblaðið/Ásdís
Útgáfutónleikar
Stingandi stráa
verða í Tjarnar-
bíói á laugardag.
láta eitthvað sem manni er
annt um í hendurnar á öðr-
um.“
Útgáfutónleikar Sting-
andi stráa verða í Tjarnar-
bíói á laugardag, en platan
kemur út á fimmtudag, og
þeir lofa fjörugum tónleik-
um, hafa meðal annars feng-
ið til liðs við sig „englakór".
DÆGURTONLIST
Er kreppunni lokib?
áfomum
slóðum
DAVID Bowie er ekki öfundsverður af hlutskipti sínu;
síðasta áratug hefur hann setið fastur í sköpunar-
kreppu, eða allt frá því metsöluplata hans, Let’s
Dance, kom út 1983. Hver platan af annarri
hefur komið út, en ekki hlotið náð fyrir aug-
um plötugagnrýnenda og -kaupenda, á meðan
grúi tónlistarmanna hefur höndlað frægð og
frama með því að stæla Bowie. Það var því
Bowie-vinum kærkomið þegar hann sendi frá
sér plötuna Outside fyrir skemmstu.
ÞÓ OUTSIDE hafi ekki
selst ýkja vel eru
gagnrýnendur almennt
sammála um að Bowie hafi
tekist að bijóta sér leið út
úr tónsmíðakreppunni sem
hrjáð hefur hann. Hann
fékk sér til aðstoðar gaml-
an félaga, Brian Eno, og
eftir Árno
Matthíasson
saman settu þeir saman
myrka plötu og torræða á
köflum, sem minnir á
fræga Berlínarþrennu
þeirra á þarsíðasta áratug.
Reyndar hafa innvígðir
haldið þvi fram að þarsið-
ustu plötu Bowies, Black
Tie White Noise, eigi að
telja með bestu verkum
hans, þó hún hafi farið
framhjá flestum, og því
óti þessar plötur tvær
að sanna að hann sé enn í
fremstu röð.
Súrrealísk glæpasaga
Á Outside grípur Bowie
til þess ráðs að ramma tón-
listina inn með ólíkum per-
sónum; platan er eins kon-
ar súrrealísk glæpa-
saga, en slík vinnu-
brögð hafa iðulega
hentað honum vel.
Ekki er gott að
segja hvort Bowie
nái að halda stefn-
unni sem hann tekur
á nýju plötunni, og
alls ekki ljóst hvort
plötukaupendur taki
hann í sátt, eða láti
sér vel lynda eftir-
hermurnar, sem fara
troðnar sióðir.
/ Djarfur David Bowie.
66 í
sveitinni
MOSFELLINGARNIR í 66
vöktu athygli fyrir líflega
breiðskífu á síðasta ári og
fengu yfrið nóg að gera í
kjölfarið; hafa flengst um
landið og leikið þrisvar í viku
og oftar síðasta árið. Nú er
önnur vinnulota hafin, því í
liðinni viku kom út önnur
breiðskífa sveitarinnar, í
sveitinni.
66 er skipuð þeim Karli og
Birgi fyrrum Gildrulim-
um og þeir segja reyndar að
velgengnina megi eflaust
rekja til þess að hluta að
þeir hafí ekki byijað á núlli.
„Við bjuggum að því að hafa
verið í Gildrunni og búnir að
spila nokkuð sem 66, en við
áttum alls ekki von á annarri
eins eftirspurn eftir hljóm-
sveitinni og varð eftir að plat-
an kom út,“ segja þeir glað-
beittir.
Þeir segja nafn plötunnar
m.a. þannig til komið að þeir
hafí spilað gríðarmikið úti á
landi undanfarið, en ekki megi
svo gleyma heimasveitinni.
„Þetta er sjöunda platan
okkar, sem þýðir að við eigum
sjötíu lög, og við spilum þau
lög meira og minna, við erum
ekki að spila einhveija gamla
slagara, og fyrir vikið þreyt-
umst við ekki á því að spila;
við erum alltaf að gefa út
eitthvað nýtt.“
Gaman Karl og Birgir.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Kristinn
Tilviljun Eiríkur Rafn
Magnússon.
Eilab
og Eik
Á SAFNDISKNUM „Sándk-
urli“ II, sem kom út í sumar
var meðal nýliða Eiríkur
Rafn Magnússon. Eiríkur
Rafn átti tvö lög á disknum
undir nafninu Eilab og und-
irleikarar voru ekki af verri
endanum; hljómsveitin Eik.
Eiríkur segist hafa lengi
verið að semja lög fyrir
sjálfan sig og taka upp i
heimahljóðveri. Nánast fyrir
tilviljun hafi kunningjar
hans heyrt upptökurnar,
liðsmenn Eikarinnar sem
var, og hvatt hann til að
bregða sér í hljóðver og taka
upp. „Ég ætlaði þó ekki að
gefa þetta út, ég ætlaði að
nota þess tónlist sem undir-
leik fyrir sýningu sem ég var
að undirbúa," segir Eiríkur
Rafn, en hann er járnsmiður
og rekur Smíðagallerí. „Síð-
an sá ég hvar verið var að
auglýsa eftir lögum á safn-
disk og ákvað að láta vaða,“
segir Eiríkur Rafn og bætir
við að hann sjái ekki eftir
því, enda voru viðtökumar
mjög góðar. „Nú er ég á
fullu að semja, er kominn
með tíu lög og þegar þau
em orðin fimmtán eða svo
stefni ég á að bregða mér í
hljóðver og taka upp sóló-
skífu.“
Eiríkur segist ekki gera
upp á mjlli járnsmiðinnar og
tónlistarinnar; „tónlistin er
góð hvild frá járnsmíði og
öfugt,“ segir hann, en bætir
við að þegar sólóskífan komi
út þurfi hann sjálfsagt að
taka frá meiri tíma í tónlist-
ína.