Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 19
______FRETTIR____
Ekki fjallað um
lyfsöluumsóknir
HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ
fjallar ekki um umsóknir um lyf-
söluleyfi samkvæmt nýjum lyfjalög-
um, þar sem lagakaflar, sem fjalla
um stofnun lyfjabúða og lyfsölu-
leyfi, hafa ekki tekið gildi.
Tveir lyfjafræðingar hafa lýst
yfir áformum um að opna apótek í
nóvember á grundvelli nýju lyfja-
laganna, en umræddir lagakaflar
eiga að taka gildi 1. nóvember. Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra hefur hins vegar lagt fram
frumvarp á Alþingi um að fresta
gildistöku lagakaflanna til 1. júlí á
næsta ári
Umsóknir endursendar
Þegar ráðherra mælti fyrir frum-
varpinu fyrr í þessum mánuði sagði
hún að þeir sem hefðu hug á að
stofna lyfsölur samkvæmt lyfjalög-
unum þyrftu að sækja um leyfi til
heilbrigðisráðuneytisins, en frá því
hún hefði komið til starfa í ráðu-
neytinu síðastliðið vor hefði engin
slík umsókn borist.
Ingi Guðjónsson, annar lyfja-
fræðinga sem stendur að fýrirhug-
uðu apóteki, sagði við Morgunblað-
ið að fyrir um ári hefðu þeir fengið
þær upplýsingar frá heilbrigðis-
ráðuneytinu að umsóknir um lyf-
söluleyfí yrðu ekki teknar til af-
greiðslu fyrr en 1. nóvember og því
endursendar. Sömu svör hafi feng-
ist við samskonar fyrirspurn nú í
sumar.
„Samt hefur heilbrigðisráðherra
undrast að við höfum ekki sótt um
starfsleyfi. Ég sendi því inn umsókn
12. október og hef nú fengið svar,
sem er staðfesting á fyrri svörum
ráðuneytisins," sagði Ingi.
í bréfi heilbrigðisráðuneytisins
frá 20. október segir, að samkvæmt
gildandi lögum um veitingu lyfsölu-
leyfis sé ráðuneytinu ekki unnt að
taka umsókn þessa til meðhöndlun-
ar. Þess er jafnframt getið, að fyr-
ir Alþingi liggi frumvarp um frek-
ari frestun gildistöku VII. kafla
lyfjalaga sem varði veitingu lyfsölu-
leyfis.
Nordisk institutt for kvinne- og kjdnnsforskning
Nýjar stöður
„Nordisk institutt for kvinne- og kjdnnsforskning" Rannsóknastofa í kvenna- og jafnréttis-
fræðum - er þverfagleg norræn rannsóknarstofa, fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni
og hefur aðsetur við Háskólann í Osló (Senter for kvinneforskning) samkvæmt samningi til
þriggja ára (1.9.1995 til 30.S. 199S)
Stofnunin á að stuðla að og hvetja til rannsókna og skoðunar á stöðu kvenna, kynjamun og
jafnréttismálum á Norðurlöndunum. Hún á einnig að dreifa upplýsingum um kvenna- og
jafnréttisrannsóknir og styrkja norrænt samstarf á því sviði, og leggja grunn að alþjóðlegri
samvinnu. Við stofnunina eru þrjár stöður, forstöðumaður, rannsóknastjóri og upplýsinga-
fulltrúi.
Rannsóknastjóri
Rannsóknastjóri ber ábýrgð á að framfylgja og samhæfa faglega starfsemi rannsóknastof-
unnar, jafnframt því að sinna eigin rannsóknum. Hann á að hafa frumkvæði að samnorrænum
rannsóknum, samhæfa verkefni, sjá um skipulagningu og námskeiðahald, faglegar ráðstefnur
og samræðufundi, jafnframt því að stuðia að alþjóðasamvinnu á sviði norrænna kvenna- og
jafnréttisrannsókna, samhliða almennum stjórnunarstörfum.
Kraftst er mikillar hæfni í rannsóknarstörfum (senior) á sviði norrænna kvenna- og jafnréttis-
mála, þverfaglegrar þekkingar og reynslu af rannsóknastýringu, norrænu rannsóknasamstarfi
og alþjóðlegri samvinnu. Reynsla í stjórnun á rannsóknar- og /eða menntastofnun er mikils
metin, svo og reynsla af tölvunetum. Starfið krefst góðra samstarfshæftleika, hæftleika til að
hafa frumkvæði og hvetja samstarfsfólk.
Ráðning, með launum í samræmi við hæfni í rannsóknarstörfum er samkvæmt norskum
samningum ríkisstarfsmanna (NOK 269.000-313.400). Umsókn sendist í þríriti með stað-
festu starfságripi og vottorðum, ásamt útgáfulista, lista með allt að 10 verkefnum sem mikil-
væg eru í sambandi við starfið ásamt lýsingu á þeim markmiðum sem umsækjandi vill leggja
áherslu á varðandi stöðuna.
Upplýsingafulltrúi
Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á heimildasöfnun og upplýsingastarfsemi stofnunarinnar.
Notkun og þróun á bæði rafrænni og hefðbundinni upplýsingaþjónustu, um og fyrir norrænar
kvenna- og jafnréttisrannsóknir, er meginverkefni starfsmannsins. Fulltrúinn ber einnig
ábyrgð á heimildasafni stofnunarinnar, nafnaskrám og skjalasafni, og tekur þátt í tölvunet-
vinnu og fleiri verkefnum.
Krafist er góðrar menntunar, á cand.mag/B.A. sviði eða sambærilegrar. Æskileg er fram-
■ haldsmenntun í upplýsingafræðum. Reynsla í notkun á tölvugagnagrunnum, Interneti og
„World Wide Web" er líka mikilvæg. Þekking á norrænum kvenna- og jafnréttisrannsóknum
og reynsla af upplýsinga- og rannsóknastörfum er líka æskileg.
Starfið krefst sjálfstæðis, frumkvæðis, góðra hæfileika í að tjá sig i rituðu og mæltu máli,
þjónustulipurð og samstarfshæfileika.
Ráðning, með launum í samræmi við hæfni, samkvæmt norskum samningum ríkisstarfs-
manna (NOK 233.600- 279.800).
Umsókn sendist í þríriti með staðfestu starfságripi og afriti af vottorðum, svo og aðrar
viðeigandi upplýsingar í tvíriti.
Sameiginlegt báðum stöðunum
Lögð er áhersla á góða málakunnáttu, eitt skandinavískt tungumál og ensku. Kunnátta í
öðrum norrænum tungumálum er líka metin. Frekari málakunnátta er kostur.
Ráðning er út samningstímann. Ríkisstarfsmenn á Norðurlöndum eiga rétt á leyfi.
Búsetustyrkur, fiutningsstyrkur, o.þ.h. er ekki veittur norskum starfsmönnum.
Umsóknir sendist Norsk institutt for kvinne- og kjpnnsforskning, postboks 1156 Blindern,
0317 Oslo, fyrir 1. desember 1995.
Níínari upplýsingar gefur forstöOumaöur stofnunarinnar,
Fride Eeg-Henriksen, sími 4)0 47 22 85 89 43.
í Trimformi er hægt að þjálfa upp alla vöðva líkamans, auka vöðvaþol og vöðvamassann. Og þú þarft ekki
að gera neinar teygjuæfingar á eftir því tækið sér um að teygja á vöðvunum fyrir þig.
Nú bjóðum við einnig vatnsnudd, -alnudd-bólgulosandi.
Við veitum ókeypis prufutíma. Komið og prófið því þið finnið árangur strax. Einnig höfum
við náð mjög góðum árangri í grenningu, vöðvabólgu o.fi. Við erum lærðar í rafnuddi.
Vatnsnudd, 10 tímar, kr. 2.000,-. Trimform 10 tímar, kr. 6.900,-.
Hringið og fáið nánari upplýsingar um Trimform í síma 553 3818.
Ath! Opið frá ki. 7.00-23.00 alla virka daga
og 9.00-16.00 laugardaga.
rt
K
TRIMFORM
Berglindar
Grensásvegi 50, sími 553 3818.
Wagoneer Limited árg. '86,
ek. 122 þ. km, blá sans, sjálf-
sk., 5 dyra. Rafmagn í öllu.
Verð 1.050 þús.
Mercedes Benz 200T, árg. '88,
ek. 181 þ. km, bökkblár, sjálf-
sk., 5 dyra, ABS, álfelgur, sam-
læsingar. Verð 1.580 þús.
MMC Lancer Gix 1,5, árg.
'88, ek. 78 þ. km, silfur-
grár, sjálfsk., 4ra dyra.
Verð 550 þús.
WM Transporter sendibíll,
árg. '92, ek. 92 þ. km, hvít-
ur, 5 gíra, 4ra dyra, með
gluggum. Verð 1.300 þús.
Mercedes Benz 190E, árg.
'86, ek. 162 þ. km, gull sans,
5 gíra, 4ra dyra, sóllúga,
álfelgur, spoiler, litað gler.
Verð 1.150 þús.
Volvo 740 GL, árg. ‘87, ek.
108 þ. km, vinrauður, sjálf-
sk., 4ra dyra. Verð 910 þús.