Morgunblaðið - 29.10.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 21
ATVIN N11A UGL YSINGA R
Wm WM ■■■ / V v / v^/ L I v-yl I N vy/ \ # v
Offsetprentari
Óskum eftir að ráða vanan offsetprentara á
fjöllitavél.
Upplýsingar hjá Kassagerð Reykjavíkur, sími
553 8383.
■EKKEECEEnDB
llllIliEIIl
BIIIIIIII
Frá Háskóla Islands
Lektorsstaða (50%) við námsbraut í sjúkra-
þjálfun Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Lektornum er ætlað að stunda kennslu og
rannsóknir í sjúkraþjálfun. Um er að ræða
ýmis svið sjúkraþjálfunar.
Áætlað er að ráða í stöðuna frá 1. júlí 1996.
Umsækjendur um stöðuna skulu láta fylgja
umsóknum sínum ítarlega skýrslu um náms-
feril sinn og störf, svo og um vísindastörf
þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rann-
sóknir. Með umsóknum skulu send eintök
af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj-
enda, prentuðum og óprentuðum, Laun skv.
kjarasamningi Félags háskólakennara og
fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1995 og
skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík.
Verkfræðingar,
viðskiptafræðingar
kynningarfulltrúi o.fl.
Ert þú viðskiptafræðingur, verkfræðingur
eða með aðra haldgóða menntun í atvinnu-
leit eða vilt breyta til í starfi, þá lestu
þetta. Nokkur fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu vilja ráða til sín starfsmenn í eftir-
farandi stöður:
Verkfræðinga. Stórt og öflugt fyrirtæki óskar
eftir að ráða verkfræðinga til starfa sem allra
fyrst. Við leitum að véla-, rekstrar- og bygg-
ingaverkfræðingum.
Viðskiptafræðingar. Fjármálastofnanir og
þjónustufyrirtæki eru að leita að viðskipta-
fræðingum af fjármála- og/eða endurskoðun-
arsviði. Við leitum að fólki með og án starfs-
reynslu.
Kynningarfulltrúi. Öflugt og stórt þjónustu-
fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða kynn-
ingarfulltrúa. Við leitum að háskólamenntuð-
um starfsmanni. Menntun eða starfsreynsla
í fjölmiðlum ásamt þekkingu á viðskiptalífi
gott veganesi en þó ekki skilyrði. Okkur vant-
ar góðan penna sem er tilbúinn til að takast
á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Sölufólk. Öfluga blaða- og bókaútgáfu vantar
duglegt sölufólk í símasölu á kvöldin. Fast
tímakaup auk launaprósentukerfis. Vinnutími
frá kl. 18-22 fjögur kvöld vikunnar.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Verkfræðingur 001“, „Viðskiptafræðingar
002“, „Kynningarfulltrúi 003“ og „Sölufólk
004“ fyrir 3. nóvember nk.
HAGKAUP
Starfsfólk óskast
í hlutastörf í nýja ostabúð í Hagkaup, Kringlu.
Ekki yngri en 25 ára.
Uppiýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum
mánudag kl. 13 til 18.
Nuddstofa
Aðstoðarmanneskja óskast á nuddstofu.
Kunnátta á Trimm-form æskileg.
Einnlg til leigu aðstaða fyrir
fótaaðgerðafræðing.
Upplýsingar í síma 565 7540.
mtftEEEBII
SRIBIIIIII
III
■Elltllllll
' IIIIIIIIIIH
IIIIIIIIII
Prófessorsembætti
í geislagreiningu
Við læknadeild Háskóla íslands er prófess-
orsembættti í geislagreiningu laust til um-
sóknar. Prófessorinn veitir jafnframt for-
stöðu röntgen- og myndgreiningardeild
Landspítalans skv. 38. grein laga um Há-
skóla Islands. Gert er ráð fyrri að embættið
verði veitt frá 1. janúar 1997.
Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla
um náms- og starfsferil, stjórnunarreynslu
og vísindastörf og einnig eintök af helstu
fræðilegum ritsmíðum. Umsækjendur þurfa
að gera grein fyrir því hvaða rannsóknarnið-
urstöður þeir teljá vera markverðastar og
jafnframt hlutdeild sinni í rannsóknum sem
lýst er í fjölhöfundagreinum.. Ennfremur er
óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir
sem umsækjendur hyggjast vinna að fyrstu
fimm árin verði þeim veitt embættið og þá
aðstöðu sem til þarf.
Umsóknargögn þurfa að vera á ensku og
ritgerðum á öðrum tungumálum, fylgi út-
dráttur á ensku.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra. Umsóknar-
frestur er til 1. janúar 1996 og skal umsókn-
um skilað í þríriti til starfsmannasviðs Há-
skóla íslands, aðalbyggingu, við SuðurgÖtu,
101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar m.a. um launakjör og
viðmiðunarkröfur læknadeildar um aðstöðu
fyrir kennara sem hafa aðstöðu á sjúkra-
stofnunum veitir forseti læknadeildar í síma
525 4879.
Mála
Skoli
BOURNEMOUTH
Á ENGLANDI
BORGARSPÍTALINM
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Staða aðstoðardeildarstjóra á hjartadeild B-6
er laus til umsóknar.
Starfsreynsla í hjúkrun sjúklinga með hjarta-
sjúkdóma nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Lóa Rún-
arsdóttir, deildarstjóri í síma 569 6565 og
Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 569 6354.
Umsóknarfrestur er til 15. nóv. 1995.
FÉLAGSRÁÐGJAFI
Laus er staða félagsráðgjafa (100%) við
móttökudeild sem fyrst. Krefjandi og áhuga-
vert starf. Umsækjandi þarf að hafa menntun
og reynslu í viðtalsmeðferð.
Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Hulda
Guðmundsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, í síma
551 3744. Umsóknirsendist Hannesi Péturs-
syni, forstöðulækni geðlækningasviðs.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunar-
fræðingar
óskast til starfa á blandaða legudeild. Vakta-
vinna. Fjölbreytt og skemmtilegt starf við
bráðahjúkrun, fæðinga- og nýburahjúkrun,
slysahjúkrun og öldrunarhjúkrun.
Skurðhjúkrunar-
fræðingur
eða hjúkrunarfræðingur með reynslu í skurð-
og/eða slysahjúkrun óskast til starfa á skurð-
deild FSÍ. Starfið felst í almennri skurðhjúkr-
un, störfum við maga- og ristilspeglanir,
sótthreinsun, slysahjúkrun og göngudeildar-
þjónustu. Gæsluvaktir á móti 2 kollegum.
Ljósmóðir
óskast til starfa við fæðingarhjálp og umönn-
un sængurkvenna og nýbura á FSÍ. Um er
að ræða 67% starf á dagvöktum og gæslu-
vaktir að auki. Æskilegt er að Ijósmóðirin
sinni mæðravernd á heilsugæslustöð í sama
húsi í hlutastarfi. Á FSÍ/HSÍ starfa 2 Ijósmæð-
ur.
Upplýsingar um launakjör, húsnæði og kynn-
isferð veitir hjúkrunarforstjóri í síma
456 4500 á dagvinnutíma og í heimasíma
456 4228.
FS( er nýtt, vel búið sjúkrahús sem þjónar (norðanverðum)
Vestfjörðum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna
þjónustu á sviði skurð- og lyflækninga, öldrunarlækninga, fæð-
ingarhjálpar, slysa- og áfallahjálpar og endurhæfingar. Starf-
semin hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum.
Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfsfólki, frá-
bærri vinnuaðstöðu, nýjum og góðum tækjakosti og ánægðum
viðskiptevinum.
Vilt þú læro ensku og öðlast
starfsreynslu í ferðaþjónustu?
I samstarfi við ENGLISH 2000,
School of English bjóðum við
starfsnám (Work Experience)
á hótelum í Bournemouth.
Fyrir vinnuna er greitt með fríu
fæði, húsnæði og vasapeningum.
Enskukennslan er 5-25 kennslu-
stundir á viku. Dvalartími er 1-7
mánuðir, lágmarksaldurl8 ár og
hægt er að hefja dvöl hvenær
sem er ársins.
AuPAIR
VISTASKIPTI & NÁM
ÞÓRSGATA 26 • 101 REYKJAVÍK
SÍMI 562 2362 ■ FAX 562 9662