Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 22
22 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGÍ YSINGAR
Aðstoð á
tannlækningastofu
Aðstoð óskast á tannlækningastofu í miðbæ
Reykjavíkur. Um er að ræða hlutastarf
(60-75%), á reyklausum vinnustað.
Umsóknir sem greina frá menntun og fyrri
störfum sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „T -
17791“ fyrir 2. nóvember nk.
Laus störf
Sölumaður: Traust fyrirtæki óskar eftir
sölumanni til sölustarfa á vörum tengdum
iðnaði og útgerð.
Ritari: Lögfræðiskrifstofa óskar eftir vönum
ritara til starfa eftir hádegi. Áhersla er lögð á
frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og stundvísi.
Innra eftirlit: Fyrirtæki í nágrenni Reykja-
víkur óskar eftir traustum stafsmanni til innra
eftirlits. Kraftur, frumkvæði, góð menntun
og tölvukunnátta eru algjört skilyrði.
Sölumaður: Traust og rótgróið fyrirtæki
óskar eftir sölumanni til að selja vörur til
lyfjaverslana. Æskileg menntun; hjúkrunar-
fræðingur eða lyfjatæknir. Ráðning ertil árs-
loka 1996.
Ritari: Vanur ritari óskast fyrir traust fyrirtæki
í Mosfellsbæ. Um heilsdagsstarf er að ræða.
Upplýsingar: Umsóknablöð og frekari upp-
lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni.
m RÁÐNINGARÞJONUSTAN
Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60
Sími 588 3309, fax 588 3659
Suður-Ameríka
Sölustjóri
Intertec auglýsir eftir sölustjóra. Intertec er
íslenskt sölufyrirtæki í höfuðborg Chile, Sant-
iago, sem selur íslenska vöru og þjónustu á
sviði sjávarútvegs til Chile og annarra landa
í Suður-Ameríku. Fyrirtækið býður einnig
framleiðendum sjávarafurða upp á aðgang
að alþjóðlegu markaðsneti. Intertec er með
umboð fyrir mörg íslensk fyrirtæki á þessu
sviði og er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar,
lcecon, Meka og Sæplasts.
Sölustjórinn er forstöðumaður fyrirtækisins,
en þar starfar jafnframt einn ritari.
Starfssvið sölustjóra:
1. Umsjón með öllum sölu- og
markaðsmálum.
2. Umsjón með öðrum málum þ.e. bókhald,
rekstrarmál o.fl.
3. Samskipti við viðskiptavini og fyrirtækin
á íslandi.
4. Áætlanagerð og skýrslugerð.
Hæfniskröfur:
1. Góð spænskukunnátta æskileg.
2. Mjög góð þekking og reynsla í íslenskum
sjávarútvegi.
3. Góður, drífandi sölumaður.
4. Hæfni til þess að starfa sjálfstætt og
skipulega.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið
sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Sölustjóri 439“ fyrir 10. nóvember nk.
Starfsfólk
- bókaverslun
Bókaverslun óskar eftir að ráða starfsfólk í
eftirtalin störf:
1) Afgreiðslustarf - íslensk bókadeild.
2) Afgreiðslustarf - erlend bókadeild.
3) Lagerstarf - bækur og tímarit.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir
4. nóvember merktar: „Bókaverslun - 1“
Við keppum að því
að sérhver starfs-
maður takist á við
krefjandi verkefni
Eitt af markmiðum okkar er að hafa ætíð á
að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki þar
sem áhersla er lögð á markviss vinnubrögð,
skýra ákvarðanatöku og frumkvæði í störf-
um. Ef þú hefur áhuga á að starfa í slíku
umhverfi gæti starf hjá Skeljungi hf. verið
eitthvað fyrir þig.
Viðskiptafræðingur
Bókhaldsdeild
Við viljum komast í samband við viðskiptafræð-
inga (helst af endurskoðunarsviði) eða einstakl-
inga með sambærilega menntun með reynslu
og þekkingu á bókhaldi og tölvuvinnslu. Góðir
framtíðarmöguleikar fyrir sjálfstæðan, dugmik-
inn og áhugasaman einstakling.
Ráðningarþjónusta Guðna Jónssonar, Há-
teigsvegi 7, tekur á móti umsóknum fyrir
okkur og veitir nánari upplýsingar um starf-
ið.
Umsóknarfrestur er til 2. nóvember nk.
Guðnt Tónsson
RÁDGIÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22
Deildarstjóri
Verkfræðingur
Öflugt fyrirtæki í matvælaiðnaði í nágrenni
Reykjavíkur óskar eftir að ráða deildar-
stjóra í framleiðsludeild.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf.
Meginviðfangsefni eru innkaupa- og vöru-
stjórnun, umsjón kostnaðareftirlits og ábata-
kerfa auk þátttöku í verkefnum á sviði vöru-
þróunar og gæðastjórnunar.
Hæfniskröfur:
Við leitum að manni með forystuhæfileika,
frumkvæði og dug til að takast á við krefj-
andi verkefni. Menntun á sviði rekstrarverk-
fræði æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Deildarstjóri 457“ fyrir 10. nóvember nk.
ICELANDIC GOURMET sérhæfir sig í framleiðslu hágæða gjafavara. Við-
skiptavinirnir eru allajafnan einstaklingar og fyrirtæki sem leita að gjafa-
vöru sem gefur gæða ímynd. VÖruvalið samanstendur af laxagjafaöskjum
og kavíar-gjafaöskju. ICELANDIC GOURMET hefur þegar skapað sér
gott orðspor erlendis.
ICELANDIC GOURMET er nánast -eingöngu selt fyrir jól á íslandi og þá
sem gjafir fyrirtækja ýmist sem starfsmannagjafir eða til samstarfsaðila
innanlands sem erlendis.
ICELANDIC GOURMET sér um sendingar hvert sem er í heiminum.
2 „free lance“ sölumenn fá nú tækifæri til
að sinna þessari sölu næstu 6 vikurnar.
Tekjumöguleikarnir eru í samræmi við per-
sónulega hæfni. Kynningaefnið er mjög
vandað sem og söluvaran.
Sendu inn umsóknum um starfið STRAX og
við svörum þér STRAX.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar:
„HQ gjafavara".
Tæknival
Tœknival hf. er 12 ára gamalt framsœkið tölvu-
fyrirtœki með 110 starfsmenn og veltan á síðasta
ári var yfir milljarð ísl. króna. Fyrirtœkið býður
viðskiptaviuum sínum heildarlausnir í iðnaði,
sjávarátvegi og verslunarrekstri. Vegna enn
aukinna umsvifa óskar Tœknival hf. eftir að ráða
starfsmann í eftirfarandi starf.
SOLUFULLTRUI
STARFIÐ felst í móttöku viðskiptavina í
verslun fyrirtækisins, ráðgjöf við val á
tölvum og tölvubúnaði, frágangi sölu auk
annars. Viðkomandi á kost á stöðuhækkun
að lokinni þjálfun í verslun.
HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur
séu með stúdentspróf og haldbæra reynslu
og þekkingu á notkun PC-tölva. Áhersla
er lögð á snyrtimennsku og þægilega
ffamkomu auk dugnaðar og eljusemi í
starfi. Kostur er ef reynsla af sambærilegri
sölumennsku er fyrir hendi.
í BOÐI ER áhugavert starf hjá öflugu og
framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda.
Vinsamlega athugið að fyrirspurnum
varðandi ofangreint starf verður eingöngu
svarað hjá STRÁ Starfsráðningum hf.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 6.
nóvember n.k. Ráðning verður sem fyrst.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á
skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en
viðtalstímar eru frá kI.10-13.
ST
RA
Starfsráðningar ehf
Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavik
Sími: 588 3031 ■ fox: 588 3044
Cuðný Harðardóttir