Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 23 ATVIN N U A UGL YSINGAR linVAL-DTSYN 4 ný störf við móttöku eriendra ferðamanna Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður þér að sækja um eitthvert þeirra fjögurra starfa í innanlandsdeild sem þarf að ráða í á næst- unni vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfar einvalalið samhentra starfsmanna sem hefur skapað fyrirtækinu sess sem leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu vegna sérþekkingar sinnar, reynslu og metn- aðar. Hjá innanlandsdeild starfa í dag 11 manns. Þjónustusvið innanlandsdeildar er: ★ Ráðstefnuþjónusta. ★ Skipulagðar hópferðir. ★ Sérferðir. ★ Hvataferðir. ★ Einstaklingsþjónusta. ★ Skemmtiferðaskip. Fyrirtækið æskir þess að þú hafir háskóla- menntun eða aðra haldgóða menntun, mjög góða tungumálakunnáttu (tala/skrifa), tölvu- kunnáttu og getu til að starfa sjálfstætt og skipulega. Þú þarft að eiga auðvelt með mannleg samskipti og vera tilbúinn að vinna krefjandi og fjölbreytt starf. Álag er oft tals- vert í starfinu og því geta fylgt ferðalög. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Upplýsingar um ofangreind störf verða ein- ungis veittar hjá Katrínu S. Óladóttur, Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf. Umsóknum, ásamt mynd, skal skilað til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. og er umsóknarfrestur til 10. nóvember nk. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Geðdeild Landspítalans SERFRÆÐINGUR/DEILDARLÆKNIR Sérfræðing í geðlækningum eða deildarlækni vantar í fíkni- og fjölkvillaskor geðdeildar Landspítalans til afleysingar í eitt ár frá 1. janúar 1996. Umsóknír, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, reynslu og rannsóknir, sendist forstöðulækni geðdeildar Landspítalans fyrir 30. nóvember 1995. Frekari upplýsingar veita Oddur Bjarnason, læknir, og Jóhannes Bergsveinsson, yfir- læknir, ásamtTómasi Helgasyni, prófessor. Endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi ÞROSKAÞJALFI Þroskaþjálfi óskast í stöðu deildarstjóra á endurhæfingar- og hæfingardeild Landspít- alans í Kópavogi. Einnig óskar deildin eftir áhugasömu fólki til starfa á ýmsar einingar. Upplýsingar veita Sigríður Harðardóttir og Hulda Harðardóttir í síma 560 2700. Röntgenlæknir Sérfræðingur í geislagreiningu óskast að röntgendeild Krabbameinsfélags íslands, Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildar- innar, Baldur F. Sigfússon, sími 562 1515. Hafnarstjóri Staða hafnarstjóra í Þorlákshöfn er laus til umsóknar. Upplýsingar. um starfið gefur sveitastjóri í síma 483 3800 og formaður-hafnarstjórnar í síma 483 3789 eða 852 0778. Umsóknum skal skila til skrifstofu Ölfushrepps merkt: „Hafnarstjóri" fyrir 20. nóvember. Hafnarstjórn. . Flutningastjórn - skipulagning aksturs Traust fyrirtæki með fjölþætta starfsemi óskar að ráða yfirmann flutningadeildar. Starfið: • Umsjón og skipulagning vörudreifingar. • Þjónustustjórnun. • Samhæfing flutninga við aðra starfsemi fyrirtækisins. • Dagleg verkstjórn bílstjóra. Hæfniskröfur • Öguð vinnubrögð og frumkvæði. • Þekking og reynsla á skipulagningu aksturs. • Stjórnunarreynsla, sölumannshæfileikar og samstarfshæfni. • Geta unnið erilsaman vinnudag. Eingöngu aðilar með stjórnunarreynslu koma til greina. í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir dugmikinn einstakling. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon frá kl. 9-12. Vinsamleg- ast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Flutningastjórn“ fyrir 4. nóvember nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐl 5 108 REYKJAVÍK *E‘ 533 1800 Sölustjóri/sölumaður Framsækið og traust þjónustufyrirtæki óskar að ráða sölustjóra/sölumann sem hefur náð góðum árangri í störfum. Starfið • Sala og öflun viðskiptasambanda á fyrir- tækjamarkaði. • Val á markhópum m.t.t. framlegðar. • Markaðsgreining og gerð söluáætlana. Hæfniskröfur • Reynsla af sölumennsku og samninga- gerð á fyrirtækjamarkaði. • Frumkvæði, markviss og fagleg vinnubrögð. • Lipurð í samskiptum, þjónustulund og samstarfshæfni. • Haldgóð tölvuþekking. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun/reynsla æskileg. Umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Samningagerð - þjón- usta“ fyrir 4. nóvember nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK “S 533 1800 Framreiðslumenn Rótgróið metnaðarfullt veitingahús í Reykja- vík óskar að ráða framreiðslumann til starfa. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á ofangreindu starfi leggi inn nafn ásamt persónulegum upplýsingum á afgreiðslu Mbl. merktum: „F - 15541“ fyrir 10. nóvember nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. A Félagsmálastofnun Kópavogs Fjölskyldudeild Laus er til umsóknar 75% staða í móttöku- einingu fjölskyldudeildar. Verksvið er einkum móttaka og greining nýrra mála, vinnsla fjárhagsaðstoðarmála og þátttaka í starfi er varðar málefni fatlaðra. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi í ofangreindum málaflokkum og hafi menntun á sviði félags-, sálfræði- eða uppeldismála. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi, í síma 554 5700. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember nk. Umsóknum með vottorðum um nám og fyrri störf, skal skilað á þar til gerðum eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu Félags- málastofnunar Kópavogs, Fannborg 4. Starfsmannastjóri. Ferðanefnd Vestur-Norðurlanda Færeyjar - ísland - Grænland Skrifstofustjóri Ferðanefnd Vestur-Norðurlanda (VNTB) set- ur þann 1. janúar 1996 á laggirnar skrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum, sem til að byrja með, mun verða starfrækt í þrjú ár. Af þeim sökum verður ráðinn skrifstofustjóri til að sjá um daglegan rekstur, gjarnan með reynslu af ferðamannaiðnaði og tengsl í einu eða fleirum af ríkjunum þremur: Grænlandi, íslandi og Færeyjum. Að auki verður lögð mest áhersla á að viðkomandi: - Hafi skjalfesta reynslu af sjálfstæðri verkefnavinnu. - Sé annt um að ná árangri. - Sé fær um að eiga samstarf við ólíka menningarhópa og stjórnsýslukerfi. - Sé fær um að nota ensku og dönsku sem daglegt vinnumál. Kaup og kjör samkvæmt nánara samkomu- lagi. Starfið felur í sér nokkur ferðalög um svæðið og í tengslum við sýningar og annað þess háttar. Nánari upplýsingar um stöðuna og starfið veitirformaður VNTB, Kim Folmann Jorgens- en, framkvæmdastjóri, Greenland Tourism a/s, sími 00 299 228 88. Skriflegar umsóknir ber að senda í síðasta lagi 15. nóvember 1995 til: Vestnorden Tourist Board, c/o Færoernes Turistrád, Göngin, pósthólf 118, 100 Þórshöfn, Færeyjum. Feröanefnd Vestur-Norðurlanda vinnur að ákveðnum þróunarverkefnum á sviði ferðamannaiðnaðar í samvinnu við ferðanefndir aðildarríkjanna og helstu samgöngufyrirtæki. Verkefnin eru fjármögnuð að hluta með þátt- tökugjaldi en einnig með styrkjum frá ríkjunum þremur og Norðurlanda- ráði. Samstaða ríkir um að efla beri starfsemina á næstu árum þar sem ferðamannaþjónusta hefur mikið efnahagslegt gildi í ríkjunum þremur. Stærsta einstaka verkefni Ferðanefndar Vestur-Norðurlanda er hin órlega sýning Vestnorden Travel Mart en 450 aöilar tóku þátt i henni að þessu sinni í Þórshöfn í Færeyjum sl. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.