Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ „ , „ Morgunblaðið/Helgi Olafsson LONDUNARHUSIÐ er ónýtt, að mati Arna Sörenssonar, verksmiðjustjóra SR-mjöls. Ákveðið hefur verið að gera við það til bráðabirgða svo að hægt verði að taka á móti loðnu á Raufarhöfn. Mikið Ijón varð á löndunarhúsi SR-mjöls á Raufarhöfn Skip sigldi inn í löndunarhúsið MILLJÓNATJÓN varð á Raufar- höfn snemma í gærmcrgun þegar flutningaskipið Haukur sigldi á löndunarhús SR-mjöls. Skipið stór- skemmdi bryggjuna, sem húsið stendur á, og fór yfir 3 metra inn í húsið. Ámi Sörensson verksmiðju- stjóri sagði að tjónið væri mikið, ekki síst þar sem það kæmi á sama tíma og loðna væri farin að veiðast. Haukur, sem er í eigu skipafé- lagsins Ness hf., var að koma til Raufarhafnar til að lesta loðnumjöi frá síðustu vertíð. Gírskiptibúnaður skipsins bilaði þannig að ekki tókst að koma því í bakkgír. Skipið sigldi utan í háfnarbryggjuna og áfram á löndunarhús SR-mjöls. Fór marga metra inn í húsið Árni sagði að löndunarhúsið væri ónýtt. Skipið hefði gengið 3-4 metra inn í hliðina á því niður við gólf. Stefni skipsins hefði numið við mæni hússins og gengið eina sex metra inn í þakið. Húsið er 12 metra langt stálgrindarhús og sagði Ámi að grindin væri öll gengin til. Tvær stálsperrur hefðu undist upp og jámklæðning á húsinu væri meira og minna ónýt. Enginn var við vinnu í húsinu þegar óhappið varð kl. 7:30 í gær. Ámi sagði líklegt að manntjón hefði orðið ef menn hefðu verið mættir til vinnu. Daginn áður hefðu tveir menn verið að undirbúa loðnulönd- un einmitt á þeim stað þar sem skipið sigldi inn í húsið. Þeir voru að blanda saman nitrat og formal- ín, en efnunum er blandað í loðnuna ef geyma þarf hana lengi. Tankar með efninu skemmdust og lak eitt- hvað af því í sjóinn. Mikil ólykt er af formalíninu og menn, sem unnu að hreinsun úr húsinu í gær, unnu með grímur fyrir vitunum. Ámi sagði þetta óhapp koma á afar slæmum tíma. Loðna væri farin að veiðast og það yrði tugmilljóna tjón ef óhappið yrði til þess að ekki yrði hægt að taka í móti henni. Hann sagði að hreinsun og viðgerð á húsinu hefði hafist strax í gær eft- ir að tryggingafélag SR-mjöls hefði gefið leyfi til að hefja viðgerð. Ámi sagði að stefnt væri að því að gera við húsið til bráðabirgða þannig að loðnulöndun gæti hafist um eða eftir helgi. Tveir járnsmiðir frá Siglufirði komu í gær til að hjálpa við _ endurreisnarstarfið. Árni sagði að mikið af tækjum í löndunarhúsinu hefði skemmst og eyðilagst. Hann sagðist þó gera sér vonir um að löndurnartækin væru ekki mikið skemmd. Rafmagns- lagnir í húsinu hefðu skemmst mik- ið. Bláfjöll Gjaldskrá hækkar um allt að 14,3% DAGKORT barna í skíðalyfturnar í Bláfjöllum hækka um 14,3% eða úr 350 krónum í 400 krónur, sam- kvæmt samþykkt Bláíjallanefndar. Árskort fullorðinna kosta 10.800 krónur og hækka um 8% og árskort barna kosta 4.900 krónur og hækka um 4,3% samkvæmt gjaldskrá fyrir Bláfjöll árið 1996. Að sögn Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tóm- stundaráðs, hefdr gjaldskráin verið óbreytt frá 1993. Um leið og gjald- skráin hækkaði væri þjónusta við skíðafólk aukin og bætt. Dagkort fullorðinna hækka um 11,1% og kosta 1.000 kr. eftir hækk- un, en kostuðu áður 900 kr. Hálft kort fullorðinna hækkar um 6,7% og kostar 800 kr., í stað 750 áður. Hálft kort bama hækkar ekki og kostar áfram 300 kr. Æfingakort hækka um 7,1% og kosta 4.500 kr. eftir hækkun, í stað 4.200 og æf- ingakort 8 ára og yngri ko'sta 1.800. Ókeypis fyrir ellilífeyrisþega Ellilífeyrisþegar greiða ekki að- gang að lyftum og ekki er greiddur aðgangur að byrjendalyftum. Börn á aldrinum 5-16 ára greiða barna- gjald en börn að fimm ára aldri greiða ekki aðgang að lyftum. Þá var samþykkt að opnunartími í Bláfjöllum verði þannig að alla virka daga verður opið frá kl. 10-22, en um helgar og á frídöguní verður opið frá kl. 10-18. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands Gildar ástæður eru til að breyta verði á matvælum Forseti ASÍ segir betra að ná kaup- máttaraukningu með lækkun verðlags en með mikilli hækkun launa ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segir að við skerum okkur úr öðrum þjóðum hvað mat- vælaverð snertir og full efni séu til að stuðla að breytingum á þeim regl- um sem lúti að framleiðslu, innflutn- ingi og sölu matvæla hér á landi. Aðspurður hvort aðilar vinnu- markaðarins hafi sammælst um að setja fram kröfur til stjórnvalda um breytingar í þessum efnum segir hann að þetta hafi ekki verið rætt við verkalýðshreyfinguna, en hann telji að áherslur samtakanna séu ekki ólíkar í þessum efnum. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt milli samningsað- ila enda hafi aðilar ekki fundað enn- þá. Forystumenn verkalýðsfélaga hafi hins vegar rætt það sín á milli að betra væri að ná fram kaupmátt- araukningu með lækkun verðlags heldur en með mikilli hækkun launa, þar sem í síðamefnda tilvikinu væri sú áhætta tekin að hækkuninni yrði velt út í verðlagið. Þórarir.n sagði í samtali við Morg- unblaðið að Vinnuveitendasamband- ið hefði strax í haust snúið sér til stjórnvalda og lýst yfir miklum áhyggjum út af þróun matvælaverðs. „Við lýstum því þar að við teldum ástæðu til að ætla að tollígildin sem ákveðin voru í tengslum við GATT- lagasetninguna og raunar sá fram- kvæmdaferill allur saman væri þar nokkur skýring á. Við hÖfum kallað eftir endurmati og endurskoðun á þessum reglum og við kölluðum raunar eftir því að samkeppnislög- málin fái þrifist í meira mæli á inn- lendum matvælamarkaði heldur en gerist í dag. Við erum þeirrar skoðunar að við skerum okkur kannski hvað mest frá því sem gerist með öðrum þjóðum í matvælaverði og því séu full efni til þess að stuðla að breytingum á þeim reglum sem lúta bæði að framleiðslu og sölu matvæla og þar með talið innflutningi, þannig að verðlag hér geti sveigst meira til þess sem gerist í nálægum löndum," sagði Þórarinn. Hann sagði að VSÍ hefði átt mjög gott samstarf við bændasamtökin og landbúnaðarráðuneytið á vettvangi sjö manna nefndar, sem hefði borið góðan árangur og verið gæfusamt á sínum tíma. Bændur og ríkisvald hefðu kosið að slíta þessu samstarfi, en það breytti engu um það að verk- efnið stæði eftir, að skapa skilyrði fyrir lækkun matvælaverðs hér inn- anlands. „Um þetta höfum við átt samstarf við verkalýðshreyfinguna og ég hygg að áherslur okkar séu ekki ólíkar í þessp efni,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að málið hefði ekki verið rætt frekar, en aðspurður hvort þetta gæti að hans mati verið þáttur í því að lægja þær öldur sem hefðu risið í þjóðfélaginu að undanförnu sagði hann að allar aðgerðir sem miðuðu með trúverðugum hætti að því að bæta hér kaupmátt og kjör hlytu að gera það. Maður fórst í bruna FIMMTÍU og fjögurra ára mað- ur, Kjartan Karlsson, til heimil- is að Ránarstíg 8 á Sauðár- króki, lést eftir að eldur kom upp á heimili hans í fyrradag. Hann hlaut alvarleg brunasár og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, þar sem hann lést á sjúkrahúsi seint í fyrra- kvöld. Lögreglan á Sauðárkróki fékk tilkynningu um eldinn um klukkan 4 í fyrradag. Þegar að var komið var sofandi maður inni í húsinu. Hann var strax fluttur á sjúkrahúsið á Sauðár- króki og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Lítill eldur var í húsinu og gekk greiðlega að slökkva hann. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettuglóð. Kjartan Karlsson lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Sjóðsstjórn fyrir Sam- hug í verki SKIPUÐ hefur verið sjóðsstjórn vegna landssöfnunarinnar Samhugur í verki sem stendur yfir að tilhlutan fjölmiðla á ís- landi, Pósts og síma, Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Rauða kross íslands. Eftirtaldir aðilar skipa sjóðs- stjómina: Hörður Einarsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd- ur af hálfu forsætisráðuneytis- ins, Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, sr. Pálmi Matthías- son, tilnefndur af fjölmiðlum, Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross ís- tands og Ægir E. Hafberg, sparisjóðsstjóri, Flateyri, til- nefndur af sveitarstjórn Flat- eyrar. Söfnunarstjórn bendir á að fram til nóvemberloka verður tekið á móti framlögum til söfn- unarinnar inn á bankareikning nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Hægt er að leggja inn á reikn- inginn í öllum bönkum, spari- sjóðum og pósthúsum á landinu. Félagsdómur skipaður Urskurður um miðjan mánuðinn STEFNT er að því að þingfesta í Félagsdómi mál Vinnuveit- endasambands íslands gegn Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafírði nk. þriðjudag. Ekki er búist við að dómur verði kveð- inn upp í málinu fyrir en um miðjan mánuðinn. Nýlega var skipað í Félags- dóm til næstu þriggja ára. Auð- ur Þorbergsdóttir verður forseti dómsins. Aðrir fulltrúar Hæsta- réttar verða Gylfi Knudsen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Full- trúi VSI í dómnum er Valgeir Pálsson lögfræðingur. Fulltrúi ASÍ er Vilhjálmur H. Vilhjálms- son lögfræðingur. Guðmundur Skaftason lögfræðingur situr í dómnum tilnefndur af fjármála- ráðuneytinu, Gísli Gíslason bæj- arstjóri tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sigurð- ur Tómas Magnússon lögfræð- ingur tilnefndur af BHMR og Eiríkur Helgason tilnefndur af BSRB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.