Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 29
f~ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 29 Morgunblaðið/Sverrir l Flateyri. segja að allir hafi brugðist fyrr við nú, þó alltaf megi betur gera og hafi t.d. komið fram hnökrar á boðun einstakra manna eða sveita fyrir vestan. Vilja flýta brottför viðbragðshópa Kristbjörn og Jón segja að nú hafi varðskipið farið af stað frá Reykjavík um leið og nauðsynlegur tækjabúnaður var kominn um borð, en ekki verið miðað við fyrirfram- ákveðinn brottfarartíma. Það hafi flýtt því að skipið komst af stað. Þeir segjast hafa áhuga á að flýta brottför viðbragðshópa vegna al- mannavamaaðgerða enn meira, hvort sem björgunarlið sé flutt með varðskipi eða á annan hátt, og telja æskilegt að unnið verði að því. 'Segja þeir að í viðbragðskerfi björgunars- veitanna sé gert ráð fyrir því að hægt sé að kalla út 40-50 undanfara hér á höfuðborgarsvæðinu á hálf- tíma. Hægt sé að stefna þessum mannskap beint niður á höfn eða út á flugvöll eftir því hvað við eigi og flýta brottför verulega með því að miða skipulagið við viðeigandi flutn- ingsleið. Það sé síðan sjálfstæð ákvörðun hvað eigi að bíða lengi með brottför eftir tækjum og öðmm þáttum. Jón og Kristbjörn segja að þessi klukkutími eða hálfur annar sem brottför hafi dregist hafi ekki breytt neinu í sambandi við Flateyrarslysið. Hann hefði getað gert það ef síysið hefði gerst nær, til dæmis á Snæ- fellsnesi eða í Vestmannaeyjum. Björgunarsveitirnar eru stöðugt að vinna að því að stytta útkallstím- ann, að sögn Kristbjörns Óla. Hafa þær fengið útkallstölvu sem tengd er beint við símboðatölvu Pósts og síma. Með aðstoð hennar á að vera hægt að kalla út samtímis þann fjölda björgunarmanna sem þörf er talin á hverju sinni og stytta þar með verulega útkallstímann. Sterkur kjarni björgunarmanna Starfið í björgunarsveitunum er sjálfboðaliðastarf hjá nokkur þúsund Islendingum um allt land. Hópar manna í þeirra röðum eru sérþjálfað- ir í snjóflóðaleið og björgunar- og ruðningsstörfum og hafa sótt nám- skeið bæði hér heima og erlendis og fengið aðra fræðslu og þjálfun. Björgunarstörfin á Flateyri voru ein- mitt sambland af snjóflóðaleit og 1 rústabjörgun. „Ég tel að við séum með mjög sterkan kjarna með viðamikla þekk- ingu í snjóflóðaleit og hópa sem hafa yfir að ráða tækjum og sérþjálfun í rústabjörgun," segir Jón Gunnars- son. Það er samdóma álit þeirra fé- laga að þessi reynsla hafi nýst vel á Flateyri. Streita eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum Áfallahjálp er forvarnarstarf að mati leiðbeinenda á námstefnu sem haldin var á Seyðisfirði AFALLAHJÁLP hefur verið mikið í fréttum að undan- förnu. Eftir hina válegu atburði í Súðavík fyrr á árinu og nú nýlega á Flateyri hafa landsmenn margoft heyrt á áfalla- hjálp minnst og farið er að líta á hana sem nauðsynlegan þátt í að- stoð við fólk sem hefur orðið fyrir miklum áföllum, svo sem af völdum náttúruhamfara, stórslysa og þess háttar. Á Seyðisfirði var nýlega haldin námstefna um áfallahjálp. Það var Austurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem átti frum- kvæðið að henni og voru leiðbeinend- ur þau Borghildur Einarsdóttir geð- læknir, Rúdolf Adolfsson geðhjúkr- unarfræðingur og Ágúst Oddsson héraðslæknir á Vestfjörðum. Að námstefnunni lokinni ræddi frétta- ritari við þau. Greinilegt var að þar fer fólk sem er áhugasamt um þetta mikilsverða viðfangsefni, sem bæði er viðkvæmt og vandmeðfarið. Hvenær á að veita áfallahjálp? Áfallahjálp beinist fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir alvarleg og langvarandi sálræn eftirköst vegna áfalla. Hópurinn vill ekki binda skilgreiningar um hvað séu áföll og hvað ekki of mikið við geð- læknisfræði, að minnsta kosti ekki á forstigum málsins. Á námstefnum hópsins fer mikill tími í að þrengja skilgreininguna á því hvenær eigi að veita áfallahjálp og hvað telja eigi til áfalla sem geti leitt til áfallastreituviðbragða. Áfallahjálp er ekki hvers kyns hjálp við hvers kyns áföllum, eins og margir halda. Svokölluð áfallastreita fylgir oft í kjölfar sálrænna áfalla sem tengj- ast hættu, sem ógnar lífi eða limum manns, eða hættu, sem steðjar að fjölskyldu eða vinum. Eða þá að maður verði vitni að ofbeldi, lík- amsáverkum eða dauða. Viðbrögðin fela í sér tilfinningar um yfirþyrmandi hræðslu, hjálpar- leysi og skelfingu. Áhrifa alvarlegra áfalla gætir víðar en hjá því fólki sem upphaflega verður fyrir áföllun- um. Þar er ekki síst átt við það fólk sem kemur að slysum. En það er einmitt fólkið sem þarf að veita nokkurs konar fyrstu áfallahjálp. Enda segir Ágúst að fræðsluherferð- in nú beinist sérstaklega að þessu fólki. „Markhópur okkar hefur verið heilbrigðisþjónustan og þeir aðilar sem koma að slysum, - alvarlegum atburðum. Það er að segja björgun- arsveitir, sjúkraflutningsmenn, slökkviliðsmenn, prestar. Það eru þessir aðilar sem eru okkar mark- hópur,“ segir Ágúst. Borghildur að þau kenni fólki að mæta þeim sem hafa orðið fyrir áföllum. „Svo erum við líka að reyna að kenna íölki í þessum starfsstétt- um, sem Ágúst var að telja __________ upp, hvernig það getur nýtt sér þessa kunnáttu fyrir sig sjálft og sam- starfsfólk sitt. Þessi fræði nýtast því einnig fólki sem er í þessum stéttum. Við _____ getum líka þurft á því að halda að fá áfallahjálp fyrir okkur sjálf ef við erum í erfiðum málum,“ segir Borghildur. * Afallahjálp krefst skipulagningar og undir- búnings sem almenningur verður ekki svo mikið var við. Þó er þetta starfsemi sem flöldi manns sinnir í sínum daglegu störfum. Pétur Kristjánsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Seyðisfirði, fylgdist með námskeiði eystra í áfallahjálp. Ágiist Oddsson héraðslæknir á Vestfjörðum. Borghildur Einarsdóttir geðlæknir. Rúdolf Adolfsson geðhjúkrunar- fræðingur. að taka við fólki eftir áföll. Við kom- um ekki beint til alls almennings í þessu tilfelli heldur erum við að hitta þennan markhóp sem kemur til með að taka á móti fólki í vanda.“ Rúdolf útskýrir þetta á þann hátt að þau reyni að auka þekkingu á streituviðbrögðum hjá skjólstæðing- um sínum annars vegar en jafnframt á sínum eigin streituviðbrögðum. Hópurinn leggur mikla áherslu á að áfallastreita sé eðlileg viðbrögð eðlilegs fólks við óeðlilegum aðstæð- um. Ekki verður farið náið út í lýs- ingar á einkennum áfallastreitu hér. Þeir sem þyrftu að fá áfallahjálp en fá hana ekki geta þurft að líða mik- ið fyrir. Þrói menn með sér svokall- aða áfallahugsýki eiga ekki aðeins þeir sjálfir og þeirra nánustu á hættu að þjást um langan tíma, heldur kemur þjóðfélagið til með að bera mikinn kostnað vegna sjúkdómsins. Forvarnarstarf sem verið hefur vanrækt Aðilará staðnum geti veitt áfalla- hjálp „Ég álít að áfallahjálp sé fyrst og fremst forvarnarstarf og senni- lega það forvarnarstarf sem er mest vanrækt í dag, en gæti sparað þjóð- arbúinu stórar fúlgur ef því væri sinnt almennilega. Þessa skoðun byggi ég á því að eftir hvert alvar- legt áfall er ákveðinn hópur einstakl- inga sem fær svokallaða áfallahug- sýki,“ segir Ágúst. Borghildur héldur áfranr. „Ég _________ held að í kjölfar áfalla megi eiga von á ákveðn- um áfallastreituviðbrögð- um hjá ansi stórum hluta fólks. Stundum - sem betur fer ekki mjög oft - þróast þessi viðbrögð upp í einkenni ástands, sem Ágúst segir að í raun sé viðfangs- efnið tvíþætt: „Þetta lýtur að þeim sem við erum að aðstoða og jafn- framt fáum við aðstoð þegar við þurfum á henni að halda. Það er ekki endalaust hægt að gefa. Við komum náttúrulega hérna til þess að leiðbeina þeim sem koma til með þá heitir áfallahugsýki. Það sem við erum að reyna að gera með starfinu er að fyrirbyggja að þessi eðlilegu viðbrögð, sem maður getur séð hjá mjög mörgum sem verða fyrir áfalli, þróist yfir í einkenni þessarar áfalla- hugsýíu. í því er forvarnarstarfið fólgið. Spyrja má hvað verði um ein- stakling sem er búinn að þróa með sér áfallahugsýkina?“ Ágúst heldur áfram: „Maður, sem er kominn með þessa áfalláhugsýki, situr gjarnan á móttökunni hjá sín- um lækni og lýsir fjálglega ýmsum einkennum, sem oft eru ákaflega óljós og erfitt að átta sig á, þekki maður ekki til áfallahugsýki. Þetta kostar oft að viðkomandi sjúklingur er sendur í blóðprufur og dýrar og flóknar rannsóknir til þess að reyna að komast að því hvað er að. Þetta kostar náttúrulega óhemju fé og þetta kostar vinnutap vegna þess að einstaklingurinn er oft ófær um að mæta í vinnu. Auðvitað mætir hann ekki í vinnu meðan hann ligg- ur á spítala. Og afköstin verða í samræmi við það, hann er kannski ekki nema hálfur maður í vinnu þegar hann getur mætt. Hann sækir oft og iðulega í lyf, róandi lyf, svefnlyf, jafnvel vímuefni og áfengi. Þessir einstaklingar verða oft illa úti félagslega - skilnaður, vandamál í hjónabandi og svo fram- vegis. Þessir einstaklingar eru heil- brigðisþjónustu og félagslegri þjón- ustu því mjög dýrir. Tíminn, sem líður frá áfallinu þangað til maður nær í raun og veru til einstaklings- ins til að vinda ofan af þessu, skipt- ir líka máli. Því lengra sem líður því erfiðara er að greina þetta,“ segir Ágúst. Heilsugæslan verði ábyrgðaraðili í dreifbýli Áfallahjálp hefur verið hluti af starfsemi Borgarspítalans um langa hríð og því ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þeim faivegi sem þjónustan hefur rutt sér á Reykjavíkursvæðinu. Ef þessi þjónusta á að ná ________ til landsins alls verður hún trúlega að vera á hendi heilsugæsl- unnar. Rúdolf segir um þetta: „Við höf- um haft sérstakan áhuga á lands- mjög miklu máli þannig að þetta séu ekki bara einhveijir sérfræðingar úr Reykjavík. Mér finnst þetta sam- starf sérfræðinga úr geðheilbrigðis- kerfinu og heilsugæslunnar vera bæði nauðsynlegt og hafa tekist mjög vel. Ég lít svo á að hlutverk sérfræð- inga sé þá fyrst og fremst að efla þekkingu á þessum fræðum og veita ákveðinn stuðning eða ráðgjöf þegar á þarf að halda. Og síðan að koma inn í svona sérstaklega erfiðum málum eins og til dæmis þegar stór- slys verða. Að öðru leyti á ekki að þurfa að kalla til sérfræðinga út á land í hvert skipti sem svona áföll verða. Stundum geta kringumstæð- ur orðið þannig að þeir sem ættu og væri eðlilegt að myndu veita aðstoðina eru svo tilfinningalega tengdir málinu að það þarf að fá utanaðkomandi aðstoð.“ Hópurinn telur nauðsynlegt að menn heima í héraði séu sem mest sjálfbjarga í þessum efnum. Um þetta atriði hefur Ágúst mjög ákveðnar skoðanir: „í okkar huga, og þá kannski sérstaklega i mínum huga sem landsbyggðarmaður, þá ganga mínar hugmyndir út á það að heilsugæslan verði ábyrgðaraðili að áfallahjálp í dreifbýli. Hún beri ábyrgð á að áfallahjálp sé veitt. Ekki endilega þar með sagt að lækn- ir eða hjúkrunarfræðingur á heilsu- gæslustöðinni veiti hana. Það getur alveg eins verið prestur eða sálfræð- ingur eða skólastjóri. En eins og einn ákveðinn aðili, þ.e. heilsugæslan, ber ábyrgð á sjúkraflutningum, þá ætti hún einn- ig að bera ábyrgð á áfallahjálp. Og markmiðið er að gera þá heilsugæsl- una sem mest sjálfbjarga á lands- byggðinni. Þegar nauðsynlegt er að fá utanaðkomandi hjálp, til dæmis vegna fjöldans eða eðlis áfallsins, þá vitum við hvert á að leita,“ segir Ágúst. Þegar undirbúningi að þessu for- varnarstarfi er lokið þarf að tryggja viðhald og vöxt kunnáttunnar á þessu sviði. Rúdolf hefur ákveðna framtíðarsýn í huga: „Við viljum annars vegar reyna að fá að ljúka þessu starfi sem þegar er hafið úti á landi óg það er mjög slæmt ef einhveijir staðir geta ekki fengið fræðslu sökum peningaskorts. Okkur finnst mjög eðlilegt að ríkið hlaupi undir bagga með þessum bæjarfélögum. Það er númer eitt. Það sem er númer tvö, þ.e. seinna forgangsverkefnið, er að koma þessari fræðslu inn í grunnnám ákveðinna starfstétta eins og til dæmis hjúkrunarfræð- inga og lækna.“ Ber skylda til að gera það sem hægt er Sannfæra þarf fólk inn- an heilbrigð- isstéttanna Borghildur bendir á að það þurfi ekki aðeins að huga að Ijármögnun, heldur þurfi einnig að sannfæra fólk innan heilbrigðisstétta um ágæti hugmyndarinnar. „Svo er náttúrulega annað í þessu. Læknar eru mjög uppteknir af rannsóknarniðurstöðum og spyija: „Eru einhverj- ar rannsóknir sem sýna fram á árangurinn af Eru til einhverjar saman- Þær eru ekki byggðinni og okkur Borghildi hefur fundist mjög gott að hafa Ágúst sem heilsugæslulækni og héraðslækni Vestfjarða með okkur, sem fulltrúa landsbyggðarinnar. Hann þekkir þetta vel úr sínum daglegu störfum og okkur finnst hans þáttur skipta þessu? burðarrannsóknir.“ til, alltént ekki í dag. Það er svolít- ið erfitt um vik að gera slíka rann- sókn,“ segir Borghildur. Og Rúdolf segir menn vita þetta af því að þeir taki mið af því sem fólk er að segja við þá. „Ef einhvetj- um líður betur eftir að hafa fengið þessa þjónustu, þá er það það sem skiptir máli,“ segir Rúdolf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.