Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 VIKU IM MORGUNBLAÐIÐ Afhveiju finn égtil íaugnlokinu? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Hvað er eyrnamergur Kona spyr: A Af hveiju mynd- ast eyrnamergur og af hveiju virð- ast sumir framleiða meira af hon- um en aðrir? Hvað er besta ráðið til að hreinsa hann? Ég hef heyrt að eyrnarpinnar geti verið hættu- legir? B Er eitthvað hæft í því að íslensk- um bömum sé hættara við eyma- bólgu en börnum í öðram löndum vegna þess að heita baðvatnið okk- ar er hveravatn og kalksnautt? Svar: A Eymamergur er sérstök tegund húðfitu, sem ásamt hárum í eyrnagöngunum þjónar þeim til- gangi að veija eymagöng og hljóð- himnu fyrir umhverfinu. Á sama hátt og fólk er með misfeita húð, framleiða sumir meira af eyrna- merg en aðrir. Fyrir flest fullorðið fólk er besta ráðið að láta vatn renna vel inn í eyran þegar farið er í bað og hreinsa síðan eyrna- göngin varlega með eyrnapinna. Þegar fólk hreinsar sig sjálft með eymapinna er það tiltölulega hættulaust vegna þess að viðkom- andi fínnur sjálfur hvar hann er með pinnann og hversu langt er óhætt að fara. Ef mikið er af eymamerg, er að vísu viss hætta á því að honum sé bara ýtt lengra inn með pinnanum. Um böm gild- ir öðra máli, foreldrar ættu ekki að hreinsa eyra þeirra með eymap- innum nema rétt inn fyrir op eyr- naganganna enda er ekki þörf á öðra. Sumir ráða ekki við þetta sjálfir og þurfa að fara til eyma- læknis, t.d. einu sinni á ári, til að Morgun- velgja láta hreinsa eyrnagöngin. B Ég held að óhætt sé að fullyrða að hveravatnið okkar eykur ekki hættu á eyrnabólgum. Karlmaður spyr: Ég fæ oft velgju þegar ég vakna á morgnana og þessi velgjutilfinning kemur oftast ef ég ýti efst á magann. Er þetta eitthvað sem ég ætti að láta athuga eða er nóg að fá sér hvítu magakvoðuna sem gefin er við magasýram? Svar: Hér skiptir miklu hvort þessi óþægindi eru flesta morgna eða bara stöku sinnum, hversu mikil þau era og hversu lengi þetta hefur staðið. Sumir þeirra sem hafa bólgur eða sár í maga eða skeifugörn era með talsverð óþæg- indi á morgnana, þegar maginn er tómur, en síðan lagast óþægind- in við morgunmatinn. Ef þessi óþægindi era veraleg og hafa stað- ið í meira en nokkrar vikur þá er rétt að fara til læknis. Að öðram kosti má ná sér í hvítu magamixt- úruna í næstu lyfjabúð og sjá til hvort þetta lagast ekki. Kona spyr: Ég finn oft til sárs- auka fremst í efra augnloki, alltaf á sama stað, eins og þar sé sand- korn. Get ég losnað við þetta án þess að fara til sérfræðings? Svar: Sársauki fremst í efra augnloki sem kemur og fer, er sennilega ekkert til að hafa áhyggjur af, en auðvitað vill mað- ur losna við slíkt. Þetta gæti staf- að af hári sem hefur náð að brett- ast inn fyrir augnlokið en það er 1 Sviði í augnloki þó ekki líklegt. Eins gæti þetta stafað af sýkingu eða graftarbólu innan á augnlokinu. Tiltölulega auðvelt er að bretta augnlokið upp þannig að skoða megi innra borðið og ef þar sést roði eða bólga er rétt að fara til læknis. Ef ekkert er að sjá, hvorki að utan- né innan- verðu, er sjálfsagt að doka við og athuga hvort þetta lagast ekki af sjálfu sér á nokkram vikum. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 12 í símum 5691224 og 5691229. Morgunblaðið/Kristinn Hvað gerír þúí tóm- stundum? Ja, þér virðist samt takast að finna tíma til þess að fara í bíó, íkirkju, sund ogá landsleiki, ekki satt? Þú virðist nú samt hafa áhuga á öllu mögulegu? Þrátt fyrir aukna möguleika hefur fólk samt sem áður alltafjafn lítinn tíma aflögu er það ekki? Sérðu stundum spennumyndir íbíó? Geturþú nefnt dæmi? Hvað er skemmti- legast við þær? „Þær eru nú eiginlega ekki margar, þannig að ég þarf ekki að fylla upp í þær.“ „Ég byija daginn á morgnana með því að fara í Sundhöll Reykjavíkur klukkan sjö, og hef gert í mörg ár. Vinnudagurinn hefst síðan upp úr átta, hálfníu og stendur fram á kvöld, þannig að tími til tómstundaiðkunar er ekki mikill. Ég reyni að nota morgnana og svo hefur maður einhveijar stundir um helgar en þær eru ekki margar held- ur. Oft er beðið um að menntamálaráðherra sé við samkomur og athafnir á þeim tíma. Annars hef ég aldrei átt sérstök tómstundaáhugamál. Blaðamennskan ertil dæmis ekki starf sem leyfir mönnum að hafa miklar tómstundir.“ „Já, maður hefur áhuga á ýmsu, og reynir að fylgj- ast með því sem gerist. Þannig er hægt að lifa sig inn I það sem er að gerast á hveijum tíma, án þess þó að gleyma sér. Intemetið og tölvumar era til dæmis áhugamál sem freistandi er að sinna. Þegar ferðast er inn á vefínn verða fyrir manni ótrúlegir hlutir, fyrir suma verður ferðalagið að fíkn.“ „Ég nota vefínn ekki mjög mikið, þannig séð, en möguleikamir fyrir þá sem hafa áhuga á því, að fylgjast með eru náttúrlega alveg gífurlega miklir. Þeir sem hafa aðgang að gervihnattasendingum geta fylgst með fréttum hvaðanæva að, þannig að fyrir mann sem er hálfgerður fréttasjúklingur, eins og ég, eru möguleikarnir mjög miklir. Ég horfi til dæmis á fréttir frá Frakklandi, Þýska- landi og Bretlandi. Það er gaman að velta því fyr- ir sér hvað er sameiginlegt og hvað skilur að.“ „Já, mér fínnst ágætt að sjá spennumyndir til þess að slappa af.“ „Ég hef til dæmis séð allar „Die Hard“ myndirnar." „Það er gaman að sjá þau brögð sem beitt er í framleiðslunni og þær eru fyndnar í bland líka. Mér finnst þær heldur alls ekki hafa versnað með aldrinum eins og stundum vill verða með fram- haldsmyndir. Þær eru þannig gerðar að maður getur haft gaman af þeim áfram þótt í sjálfu sér Hvað ferðu oft íbíó? Hefur þú stundað einhveijar keppnis- íþróttir? Hvernig fannst þér landsleikirnir um daginn? Ferðu einn ísund? Ertu ekkert fyrír útisundlaugarnar? Ferðu íkirkju á hverjum sunnudegi? Erkirkjan nógu nú- tímaleg að þínum dómi? Það má kannski færa þaðíannan búning...? Er þitt áhugamál ekki bara að hafa áhuga á öllu? sé hægt að segja fyrir um endinn og annað slíkt. Þetta er vel gert enda ekkert til sparað. Einnig þótti mér kafbátamyndin „Crimson Tide“ góð og mjög vel gerð. Síðasta mynd sem ég sá var App- ollo 13, sem er trúverðug lýsing á atburði, er sýndi þegar árið 1970 að unnt er að sameina allt mann- kyn í kringum eitt atvik.“ „Ég reyni að fara eins oft og ég get en ferðirnar gerast æ stopulli. Ef ég hef tíma aflögu reýni ég að skreppa, til dæmis að skjótast á sjösýningu um helgar. Ég reyni frekar að fara klukkan fímm eða sjö en klukkan níu.“ Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef reynt að ganga og sinna útiveru eins og tíminn leyfír en aldrei verið í íþróttum." „Mér fannst leikurinn við Sviss skemmtilegri en sá við Tyrki. Þótt við töpuðum gegn Sviss var meiri spenna í þeim leik.“ „Það er sérstakur hópur sem kemur svona snemma í Sundhöllina, sumir kalla okkur vafalaust sérvitr- inga, en því miður hefur helst dálítið úr. Þetta eru yfirleitt eldri menn en ég og hópurinn ekki sá sami og var upphaflega." Jú, mér finnst agætt að bregða mér í þær en ég vandist á Höllina og hef haldið þá venju öll þessi ár.“ „Nei, ekki kemst ég svo oft. Ef á heildina er litið má segja að ég fari líklega að jafnaði tvisvar í mánuði. „Jaa, hvað er nútímaleg kirkja? Ég flutti ræðu um hlutverk kirkjunnar og samskipti hennar við menn- ingu og menntun á kirkjuþingi. Þar sagðist ég telja að orðið ætti alltaf erindi við okkur.“ „Á Morgunblaðið að fara í annan búning? Mig minnir að þið hafið nýlega skrifað leiðara um það að þunglamaleg blöð myndu að lokum halda velli.“ „Ég reyni að lifa í samtímanum, sem er mikið verkefni. Hins vegar veltir maður því stundum fyrir sér hvort maður sé of opinn fyrir alls kyns hlutum og eigi ef til vill að draga sig meira í hlé til að fá næði og rækta garðinn sinn.“ Sumir myndu kaiia ukkur VÍSDÓMUR í VIKULOK ► MENNTUN ER ÞAU ÁHRIF LÆRDÓMSINS, SEM EFTIR VERÐA í HVERJUM MANNI, ÞEGAR HANN ER BÚINN AÐ GLEYMA ÞVf, SEM HANN HEFUR LÆRT. ► SÁ SEM HEFUR VIT Á AD SKÝLA HEIMSKU SINNI ER EKKI HEIMSKUR. ► FLESTIR VITA, AÐ JÖRÐIN SNÝST UM MÖNDUL SINN, EN MARGIR ERU LÍKA JAFN SANNFÆRDIR UM AD MÖNDULLINN SÉ ÞEIR SJÁLFIR. ► SAKLEYSIÐ ER BLÓM, SEM VISNAR ÞEGAR VID ÞAÐ ER KOMID OG ENGINN GETUR GEFIÐ ÞVÍ FEGURD- INA AFTUR, JAFNVEL ÞÓ HANN LAUGI ÞAÐ f TÁRUM SfNUM. ► DAUÐINN ER SÁ EINI SEM GERIR FULLKOMINN JÖFNUÐ Á ÖLLUM. ► SVEFNINN ER VOPNAHLÉ í BARÁTTU MANNA FYRIR TILVERUNNI. ► LfF VORT ER ORUSTA, ÞAR SEM SIGURKRANSINN ER SETTUR Á HÖFUD ÞESS, ER SIGRAR SJÁLFAN SIG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.