Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Þegar rætt er um forvamir er yfírleitt rætt um aðgerðir til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist. María Ragnarsdóttir, úr faghópi um vinnuvemd, skrifar um álagseinkennavamir á mismunandi stigum og sjúkraþjálfun sem skyndihjálp. Sjúkra- þjálfarinn segir ... Best er að fyrirbyggja álags- einkenni UNDANFARNAR vikur hafa birst í blaðinu greinar á vegum fag- hóps sjúkraþjálfara um vinnu- vernd. Síðasta greinin bar fyrir- sögnina „Gættu að heilsunni. Ráð gegn álagseinkennum frá vöðvum og liðum“. í dag verður kynnt skipting forvarna álags- einkenna í þijú stig, að sjúkraþjálfari get- ur veitt skyndihjálp við nýuppkomnum álagseinkennum oggefið dæmi um árang- ur kennslu í vinnutækni. Forvarnir á mismunandi stigum Þegar rætt er um forvarnir er yfirleitt rætt um aðgerðir til að koma í veg fyrir að eitthvað gerist, t.d. bílslys eða að fólk byiji að reykja, en álagseinkennavörnum er skipt í a.m.k. 3 stig. Fyrsta stigs forvörn - aðgerðir af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns sem miða Bijósklos? , Tognun? Vöðvabólga? Læsing? Grindarios?x Mynd 1. Sjúkraþjálfarinn getur gefið ráð um fyrstu viðl og hvar hægt er að fá greiningu og meðferð. mm Mynd 2. Hlutfall sjúkraliða með bakverki Hlutfall i samræmi við sjúkraliða lengd kennslu með bakverki vinnutækni. 50------------------------------ engin nokkrir nokkrir margir kennsla tímar dagar dagar Kennsla í vinnutækni að því að starfsmaður verði ekki fyrir óhagstæðu vinnu- álagi, sem gæti leitt til álags- einkenna. Dæmi: Hönnun vinnustaða, vinnuskipulags og tækja með tilliti til þarfa ein- staklingsins. Um þetta fjallaði grein fyrr í þessum greina- flokki. Einnig telst vinnu- tækni, líkamsbeiting og lík- amsrækt til fyrsta stigs for- varna, en um þau mál var fjallað í síðustu grein. Annars stigs forvörn - að- gerðir sem hafa að markmiði að koma í veg fyrir að álags- einkenni sem einstaklingur hefur fengið þróist áfram og verði álagssjúkdómur. Dæmi: María Ragnarsdóttir fyrir einstakling með álagsein- kenni frá baki. En viss tegund álagseinkenna frá baki getur leitt til bijóskloss ef ekkert er að gert. Þriðja stigs forvörn - aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir að álagssjúk- dómur leiði til örorku. Dæmi: Bijósklosaðgerð og sjúkra- þjálfun. Sjúkraþjálfun sem skyndihjálp Best er að fyrirbyggja álagseinkenni, en fólk getur orðið fyrir slysum og fengið einkenni og sjúkdóma þrátt fyrir öflugar forvarnir. í mínu starfi sem sjúkraþjálfari Kennsla í líkamsbeitingu og sjúkraþjálfun starfsmanna á Landspítalanum sinni ég fyrst og fremst forvörn á fyrsta stigi, en einnig lítillega á öðru stigi eða eins konar skyndihjálp. Slysin gera ekki boð á undan sér og geta átt sér stað á sjúkrahúsum eins og annars staðar. í aðhlynningu geta til dæm- is komið upp atvik sem valda slysi við óvænt álag, þrátt fyrir að starfsmaður hafi góða vinnutækni á valdi sínu og vinnu- staðurinn sé vel hannáður. Þá er mikil- vægt að fá rétta greiningu á afleiðingum slyssins og viðhafa rétt viðbrögð við þeim. Geti starfsmaður sem orðið hefur fyrir álagsslysi leitað strax til fagmanns og fengið svör við mikilvægum spumingum svo sem „Er ég með bijósklos?", „Hvað geri ég nú?“ og „Hvað með framhaldið?“ o.s.frv. dregur það úr áhyggjum hans. Það getur stytt fjarverutíma frá vinnu og minnkað kostnað starfsmanns, vinnuveit- anda og þjóðfélagsins í heild. Samkvæmt samkomulagi við yfirlækni Endurhæfing- ardeildar geta starfsmenn Landspítalans leitað beint til sjúkraþjálfara starfsmanna með vinnutengd álagseinkenni til greining- ar og ráðlegginga. Lengri námskeið í vinnutækni minnka áhættu á bakveiki í könnun sem fram fór í Svíþjóð á 1.800 sjúkraliðum kom í ljós að mun fleiri voru með bakveiki í hópi þeirra sem enga kennslu höfðu fengið í vinnutækni en meðal þeirra sern höfðu fengið margra daga námskeið. Á mynd 2 eru starfsmenn flokkaðir í fjóra hópa eftir lengd kennslu í vinnutækni og sýnir hún hlutfall þeirra með bakverki í hveijum hóp fyrir sig. (Heimild: Frisk rygg i sjukvárden. Fakta frán Arbetsmiljöinstitutet, Svíþjóð). Lokaorð Það er von mín að þessar línur veki vinnuveitendur og starfsmenn til umhugs- unar um eflingu heilsuverndar starfs- manna á sínum vinnustað og hvernig má nýta þekkingu sjúkraþjálfara í því skyni. Höfundur er starfsmannasjúkraþjálfari á Landsspítalanum SVR og barnafjölskyldur NÝLEGA sajnþykkti borgar- stjórn Reykjavíkur hækkanir á far- gjöldum hjá SVR. Þessar hækkan- ir koma mest niður á barnafjöl- skyldum í Reykjavík, ásamt öðrum. Um árabil hefur það verið sérstakt baráttumál sumra borgarfulltrúa R-listans að lækka fargjöld hjá SVR fyrir börn og unglinga. Því er það vægast sagt mjög hæpið af þessum sömu borgarfulltrúum að standa nú að miklum hækkun- um á fargjöldum hjá 12-15 ára unglingum. I Morgunblaðinu þann 29. sept- ember sl. var grein eftir Ólaf F. Magnússon, lækni og varaborgar- fulltrúa, en hann hefur undanfarin misseri skrifað margar athyglis- verðar greinar um hin ýmsu rétt- lætismál, t.d. í heilbrigðismálum, umhverfismálum og um aukin rétt- indi barnafjölskyldna. í þessari grein kemur fram, að allt frá árinu 1983 hafa sumir núverandi borgar- fulltrúar R-listans barist fyrir lækkuðum fargjöldum hjá 12-15 ára unglingum. Þegar borgarstjórn lét lækka unglingafargjöld hjá SVR vorið 1994 þótti þremur núverandi borgarfulltrúum R- listans ekki nógu langt gengið og fluttu tillögu um meiri lækk- anir á unglingafar- gjöldunum. Síðan hafa þessir sömu borg- arfulltrúar staðið að algjörri kúvendingu í þessu máli á aðeins einu og hálfu ári. í grein Ólafs er sagt nákvæm- lega frá borgarfulltrúanna tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur, Guðrúnar Ágústsdóttur og Guðrúnar Ög- mundsdóttur í borgarstjórn vorið 1994 um lækkun' unglingafar- gjalda hjá SVR, en þær skipa nú þijú efstu sætin á R-listan- um. Vildu þær að unglingarnir fengju grændcort á hálfvirði. Þá kom fram breyt- ingartillaga frá Ólafi F. Magnússyni, um að unglingamir gætu keypt farmiðaspjöld á sama verði og lífeyris- þegar. Sú tillaga var samþykkt af fulltrúum allra flokka. Áður höfðu þeir borgarfull- trúar, sem nú em efstu menn á R-listan- um, lýst yfir stuðningi við tillögu Ólafs og fagnað miklum áfanga- sigri í baráttu, sem staðið hafði yfir í 11 ár. Þessi lækkun vakti vissulega ánægju mína, enda snertir þetta fjárhag fjölskyldufólks í Reykjavík Sveinn Valgeirsson töluvert. Ég hef aldrei litið svo á, að rekstur strætisvagnanna ætti að standa undir sér fremur en rekst- ur sundstaða og ýmiss konar ann- arrar þjónustu við borgarana. Ég hef ásamt konu minni rekið bam- margt heimili og þykist því skilja vel hvað miklar hækkanir R-listans Efstu menn R-listans hvöttu til lækkunar far- gjalda SVR í stjórn- arandstöðu, segir Sveinn Yalgeirsson, en stórhækka þau sestir í valdastóla. nú á strætisvagnafargjöldum þýða fyrir stórar fjölskyldur. Árið 1994 var ár fjölskyldunnar og bar kosningabaráttan það ár þess merki, því fjölskyldumál voru mjög mikið í brennidepli á því ári. Þess vegna sé ég ekki neitt athuga- vert við það, að lækkanir á útgjöld- um heimilanna, m.a. vegna strætisvagnafargjalda, skyldu koma fram á því ári, en reynt var að núa sjálfstæðismönnum því um nasir að fargjaldalækkanirnar væru kosningabragð. Hins vegar finnst mér það mjög athugavert, að efstu menn R-listans hvöttu til lækkunar á fargjöldum SVR á meðan þeir vom í minnihluta en stórhækka þessi gjöld stuttu eftir að þeir komust til valda í borginni. Ýmislegt fleira hjá R-listanum en SVR-málið líkar mér ekki, sbr. að borgarstjóri tók þátt í athöfn tengdri „borgaralegri fermingu" og að þessi athöfn fékk inni í Ráð- húsinu, skömmu eftir að Hjálp- ræðishernum var neitað um afnot af húsnæðinu. Hækkun fasteigna- gjalda og ijölgun embættismanna hjá borginni eru vafasamar að- gerðir og fleira mætti telja. Ég spyr, hvað vom Reykvíking- • ar að kjósa yfir sig í síðustu borgarstjórnarkosningum? Höfundur er verkstjóri. ELDSTEIKTUR HAMBORCARI MIDSTÆRD FRANSKAR MIDSTÆRDGOS 1 590. É Z ■ % ^ % ... ® .. #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.