Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg KISTA Þórðar Júlíussonar borin frá Fella- og- Hólakirkju. Flateyringar j arðsungnir TVÖ fómarlömb snjóflóðanna á Flateyri voru jarðsungin í gær. Benjamín Gunnar Oddsson, var jarðsunginn frá Flateyrarkirkju. Fjölmenni var við útförina. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sókn- arprestur á Þingeyri, jarðsöng. Kirkjukórinn á Þingeyri söng við útförina og Árni Brynjólfsson lék á harmóniku. Jarðsett var í Holts- kirkjugarði. Þórður Júlíusson var jarðsung- inn frá Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Séra Hreinn Hjartars- son jarðsöng, kirkjukór Fella- og Hólakirkju söng, Bergþór Pálsson söng einsöng, organisti var Lenka Mátéova. Fjölmenni var við útför- ina, þar á meðal forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Morgunblaðið/Þorkell KIRKJAN á Flateyri var full út úr dyrum við útför Benjamíns Gunnars Oddssonar. Morgunblaðið/Þorkell úr Skollahvilft SNJÓFLÓÐIÐ sem féll úr Skollahvilft á Flateyri var gríðarlega stórt. Undanfama daga hafa verið hlýindi á Flat- eyri og í gær rigndi þannig að snjórinn hefur sjatnað mikið og er ekki lengur talin snjó- flóðahætta í byggð. Öll umferð um fjallið er þó stranglega bönnuð. Morgunblaðið/Þorkell SKÓFLUR björgunarsveitarmanna standa við Bakariið á Flat- eyri, þar sem stjórnun hreinsunarstarfsins fer fram, í jaðri snjóflóðsins. 110-120 manns við hreinsun og hjálparstörf Fjölskylda flytur á ný á heimili sitt við Unnarstíg 8 . • xau'; ( Tnrowi Morgunblaðið/Þorkell HJÓN með tvö böm fengu í gær heimild til að flytja að nýju inn í hús sitt við Unnarstíg 8 á Flateyri. Húsið stendur i jaðri snjó- flóðsins og er það fyrsta húsið á hættusvæði sem flutt er í eftir að snjóflóðið féll í síðastliðinni viku. ÖLL hreinsun á snjóflóðasvæðinu á Flateyri lá niðri eftir hádegi í gær vegna útfarar Benjamíns Gunnars Oddssonar sem fram fór frá Flat- eyrarkirkju kl. 14. Síðdegis kom hópur björgunarmanna til Flateyrar og leysti af hópinn sem hefur unnið að hreinsun á svæðinu síðustu daga. Verður hreinsun haldið áfram fram á sunnudag. Alls hafa milli 110 og 120 manns unnið við hreins- un og önnur hjálparstörf í tengslum við uppbygginguna á Flateyri eftir snjóflóðið á seinustu dögum. Björg- unarsveitarmenn koma alls staðar að af landinu. Komu m.a. hópar björgunarsveitarmanna úr Þingeyj- arsýslu og af Austfjörðum til Flat- eyrar í fyrradag. Björgunarsveitarmenn, sem rætt var við í gær, sögðu að hreinsunin gengi mjög vel og luku þeir miklu lofsorði á það fólk sem starfað hefði þrotlaust undanfarna daga við mat- seld og veitt aðra aðstoð í tengslum við björgunar- og uppbyggingar- starfið á Fiateyri. Vinnsla afla hélt áfram hjá Kambi í gær og á sunnudagskvöld er Gyllir væntanlegur með afla til vinnslu. Milli tíu og tuttugu manns víða á landinu hafa að undanförnu spurst fyrir um vinnu hjá Kambi. Húsið stendur í jaðri snjó- flóðsins Flatcyri. Morgunblaðið. HJONIN Guðríður Kristjáns- dóttir og Matthías Arnberg Matthíasson fluttu síðdegis i gær ásamt tveimur börnum sín- um inn i einbýlishús sitt við Unnarstíg 8 á Flateyri. Húsið stendur í jaðri snjóflóðsins sem féll á byggðina aðfaranótt 2G. október. Flóðið féll alveg upp að húsinu en olli þó engum skemmdum á því, hins vegar skemmdist bilskúr, sem verið er að bj/ggja við húsið, nokkuð af völdúm flóðsins. Enginn í húsinu þegar flóðið féll Húsið var mannlaust þegar snjóflóðið féll. Matthías og Guð- ríður voru stödd í Reyly'avík en börn þeirra voru í pössun í ör- uggu húsnæði á Flateyri nóttina þegar hamfarirnar urðu. Almannavarnanefnd Flateyr- kr heimilaði fjölskyldunni í gær að flylja á ný inn í húsið eins og þau höfðu óskað eftir, þar sem snjóflóðahættuástandi hef- ur verið aflétt á Flateyri. Mok- uðu björgunarsveitarmenn frá húsinu svo hægt væri að flytja inn í það. Byrjaði á að kveikja kertaljós Guðríður sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að nokkur uggur væri í þeim hjón- um en hún var þá nýkomin inn á heimili sitt með börnin. Hún sagði að þau hefðu talið skyn- samlegast að flylja aftur inn í húsið, þar sem margir væru í þörf fyrir húsnæði á Flateyri. Kvaðst hún hafa byrjað á að kveikja á kertaljósum þegar hún kom inn í gær og setja þau út í glugga, því n\jög tómlegt væri um að litast og engin ljós sjáanleg í kring eins og þau voru vön. „Við ætlum að reyna þetta, að minnsta kosti á meðan það er svona gott veður. Ég veit ekki hvert framhaldið verð- ur. Ætli húsið sé ekki inni á rauðu svæði. Við verðum bara að sjá til hvernig okkur gengur að sofa í nótt,“ sagði hún. I \ \ \ I \ i % § i i i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.