Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 13 AKUREYRI LAINIDIÐ Svanbjörn Sigurðsson, rafveitustjóri Hægt að lækka rafmagnsverð um 15% á næstu 15 árum RAFVEITA Akureyrar hefur unnið langtímaáætlun sem byggð er á framkvæmdum undanfarinna ára, nánar tiltekið rekstrar- líkan fyrir 21 árs tímabil í sögu Rafveitunnar, sem nær yfir árin 1990 til 2010. Rekstrarlíkanið er í gi-unntilfellinu sett upp til að sýna nauðsynlegar tekjur á komandi árum til að framkvæma ákveðna áætlun um rekstur og fjárfestingar. Útkoman úr því dæmi sýnir að hægt er að lækka rafmagnsverð um 15% á næstu 15 árum. Þetta kom fram í máli Svanbjörns Sigurðsson- ar, rafveitustjóra á kynn- ingu sem bæjarfulltrúum og sviðs- og deildarstjórum bæjarins var boðið til í gær. Árlega fjárfest fyrir um 75 milljónir „Frá árinu 1990 hafa árlegar fjár- festingar Rafveitunnar verið 75,5 milljónir króna að meðaltali. Reiknað er með að fjárfestingar næsta árs verði tæplega 80 millj. kr. en síðan muni þær faca lækkandi og verði komnar niður í 54 milij. kr. árið 2010 á verðgildi ársins 1995.“ Svanbjörn sagði að raforkuverð á Akureyri hafi á undanförnum ára- tugum ávalit verið með því lægsta á landinu og oft á tíðum verið það lægsta. „Þegar Hitaveitan kom til sögunn- ar og hitunarmarkaður Rafveitunnar fór ört minnkandi, var reynt að fínna annan markað til að reyna að koma í veg fyrir tekjutap Rafveitunnar, sem yrði þess valdandi að hækka þyrfti rafmagn til annarrar notkun- ar. Árangurinn hefur orðið mestur í sölu á ótryggðu raf- magni til gufuframleiðslu í sambandi við iðnað og erum við nú langstærsta rafveitan á því sviði á landinu. Ótryggð raforka er nú um 40% af sölu Rafveitunnar í orkuein- ingum talið. Þegar raf- orkusala til húshitunar var sem mest, var hún um 61% af heildarsölunni en er nú um 7%,“ sagði Svanbjörn. Dreifikerfið endurnýjað Fram kom í máli Svan- björns, að miklar fram- kvæmdir hafi átt sér stað á síðustu tíu árum. Dreifikerfið hefur verið endurnýjað og styrkt gífurlega mik- ið og fært í það horf sem uppfyllir nútímakröfur um gæði rafmagns, afhendingaröryggi á rafmagni og um almennt öryggi gagnvart slysum við notkun rafmagns. Þá hefur há- spennu dreifinetið verið styrkt veru- lega og hringtengt. Morgunblaðið/Kristján SVANBJÖRN Sigurðsson, rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar, fer yfir helstu framkvæmdir rafveitunnar síðustu ár, á kynningu sem bæjarfulltrúum og sviðs- og deildarsljórum bæjarins var boðið til í gær. Morgunblaðið/Kristján Sambýli reist við Snægil ÞEIR Kristinn Hólm og Þor- steinn Gunnsteinsson smiðir hjá Hyrnu hf. á Akureyri voru önn- um kafnir við vinnu sína þegar ljósmyndara bar að garði, en félagarnir eru að reisa sambýli við Snægil í Giljahverfi. Fyrir- tækið hefur sem stendur nokk- ur ágæt verkefni, m.a. bygg- ÞORSTEINN E. Arnórsson formað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, segist ósáttur við hversu langan tíma taki bæjaryfirvöld að skoða málefni Gapap Co í Váxjö í Svíþjóð, en fyrirtækið hefur óskað eftir aðstoð bæjarins við að koma á fót skóverksmiðju á Akureyri. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst yfir miklum áhuga á að reisa skóverksmiðju á Akureyri, en þeir hafa yfir að ráða stórum viðskipta- samningum með skó víða um heim. Telja þeir íslands álitlegan kost til að koma slíkri verksmiðju upp og hafa haft augastað á Akureyri í þeim efnum, m.a. vegna ríkrar hefð- ar við skógerð í bænum auk fleiri atriða. Guðjón Hilmarsson, talsmaður Gapap Co, var á Akureyri í vikunni og ræddi við ýmsa er málinu tengj- ast. Hann kynnti Þorsteini áform fyrirtækisins, en í upphafi er áætlað ingu stjórnunarálmu Glerár- skóla og vinnu við flugstöð á Akureyrarflugvelli auk smærri verka víða um bæinn. Nokkur óvissa ríkir um framhaldið eins og ævinlega að haustlagi, að sögn Arnar Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra. Um 20 manns starfa hjá Hyrnu. að um 35 manns fái starf við skó- verksmiðjuna. Áætlanir miða við að starfsemin muni aukast jafnt og þétt þannig að á fimm árum, þegar verksmiðjan er komin í fullan rekst- ur, verði starfsmannafjöldinn orðinn um 250 manns. Málið velkist um „Mér líst afskaplega vel á þessar hugmyndir, en er alls ekki sáttur við hversu langan tíma tekur bæjar- yfirvöld að skoða þetta mál. Mér finnst vera mikill hægagangur í kerfínu, þar sem málið virðist velkj- ast um án þess að neitt gerist,“ sagði Þorsteinn. Á milli 40 og 50 félagsmenn í Iðju eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir. „Mér sýnist. að við munum útrýma atvinnuleysi, ekki bara hjá Iðju, heldur í bænum al- mennt ef til þess kemur að skóverk- smiðjan verði reist,“ sagði Þorsteinn. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11.00. Fjölgað hefur í sunnu- dagaskólanum, öll börn vel- komin. Munið kirkjubíiana. Messað verður í Akureyrar- kirkju kl. 14.00 og verður lát- inna minnst í messunni að venju. Kvenfélag kirkjunnar verður með kaffiveitingar á vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir messu. Bræðrafélagið verður með fund í litla salnum að lokinni messu. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17.00 í kapellunni. Allir unglingar vel- komnir. Biblíulestur á mánu- dagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund í dag, laugardag kl. 13.00. Barna- samkoma á sunnudag kl. 1L00. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Messa kl. 14.00 á sunnudag. Sr: Kjartan Jónsson kristniboði prédikar. Baldursbrá verður með kirkjukaffi að messu lok- inni. Sr. Kjartan sýnir þar munkog segir frá kristniboðinu. Kvenfélagskonur bjóða eldri borgurum upp á akstur til mes- sunnar og eru þeir sem óska eftir slíkri þjónustu beðnir að hringja í kirkjuna frá 11.00 til 12.00 sama dag. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30. á morgun. Almenn samkoma ki. 20.00. Ann Merethe Jakobsen talar. Samskot tekin til styrkt- ar Flateyringum. Heimilasam- band kl. 16.00 á mánudag. Krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17.00. H VÍT ASUNNUKIRKJ AN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Safnaðarsam- koma kl. 11.00 á morgun og vakningasamkoma kl. 15.30. Biblíuléstur kl. 20.30 á mið- vikudag og bænasamkoma kl. 20.30 á föstudag. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11.00 á morgun, foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14.00, ferm- ingarbörn aðstoða. Beðið fyrir sorgmæddum Flateyringum. Stúlknakór Borgarhólsskóla syngur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Organisti Na- talia Chow. Formaður Iðju um hugmyndir um skóverksmiðju Hægagangur í kerfinu Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGIR lesendur og hlustendur mættu í sögustund hjá Bókasafni Héraðsbúa. Sögustund í Bókasafni Egilsstöðum - Fyrsta sögustund í föstum dagskrárlið fyrir yngstu lesendur Bókasafns Hér- aðsbúa var haldin nýverið. Mættu þar áhugasamir ungir bókaormar ásamt mæðrum sín- um. Kristrún Jónsdóttir safn- vörður sagði að sögustundirnar yrðu á dagskrá í vetur og að markmið með þeim væri að byggja upp áhuga á bókum og um leið að vekja athygli yngstu meðlima safnsins á þeim mögu- leikum sem felast í því að nýta sér bókasafnið. Bókasafn Hér- aðsbúa er nýverið flutt í nýtt húsnæði og nú er í fyrsta skipti rými til þess að gera eitthvað í þessum dúr. Fyrir sögustund- irnar hefur verið útbúið sér- stakt söguhorn fyrir börnin þar sem þau geta hreiðrað um sig með uppáhalds bókina sína og hlustað á sögur. Yerðlaun fyrir tillögu að Brák BJARNI Þór Bjarnason hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um gerð minnismerkis um ambáttina Þorgerði Brák sem setja á upp við Brákarsund í Borgarnesi. Menning- arsjóður Borgarbyggðar efnir til samkeppninnar. Minnismerkið á að vera útilista- verk og fékk menningarmálanefnd Borgarbyggðar 27 tillögur að minnismerkinu, af ýmsum stærðum og gerðum. Bjarni Þór Bjarnason fékk fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína sem hann nefnir „Brákin". Önnur verðlaun hlutu Ingþór Hrafnkelsson og Gunnlaugur Jónasson fyrir tillögu sem sett er fram undir heitinu „Milli flóðs og fjöru“. Theodór Kr. Þórðarson hlaut þriðju verðlaun. Ekki hefur verið ákveðið hvaða verk verður valið til stækkunar og uppsetningar við Brákarsund. Hins vegar er ákveðið að tillögurnar verði settar upp á sýningu í Borgar- nesi. Beint flug frá íslandi til fegurstu stranda Karíbahafsins Heimsferðir fljúga í beinu leiguflugi í vetur til Cancun í Mexíkó, sem liggur við fegurstu strendur Karíbahafsins. Þú stígur um borð í Keflavík og lendir 8 tímum síðar í Cancun þar sem þú finnur yndislegt veður og glæsilegan aðbúnað. Beint flug í desember, janúar, febrúar, mars og apríl. Verð kr. 75.038 m.v. hjón með bam, 22. janúar, Posada Laguna. 2 vikur. Verð kr. 79.960 m.v. 2 í herbergi, 22. janúar KEIMSFERÐIR Austurstrati 17,2. hæð. Sími 562 4600. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm í Cancun, skattar og forfallagjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.