Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ^ Ráðherrarog menn fá strok iu }ing- eður HEIMDALLUR hefur afhent Ólafi G. Einaroqyni, foraeta Alþingis, 63 áletnið strokleður, sem ráðherrar og þingmenn eru hvattir til að beita á útgjaldaliði fjárlagafrumvarpsins. Ég held að það sé borin von að þeir hæstvirtu nái að læra á þessi strokleður, Laugi minn. Sumir þeirra eiga enn í hinu mesta basli með takkana tvo sem við notum við atkvæðagreiðslu mála hér í þinginu, góði . . . Samtök landflutningamanna óánægð með reglur um ökurita Kostnaður félags- manna 315 milljónir SAMTÖK landflutningamanna telja að ný reglugerð um hvíldartíma ökumanna muni kosta atvinnu- bílaútgerðina um 315 milljónir króna vegna kostnaðar við ökurita sem setja þarf í bílana, eða 90 þús- und krónur á hvern bíl, og síðan 90-100 þúsund krónur á hvem nýj- an bíl. Samkvæmt annarri reglu- gerð þarf síðan að setja hraðatak- markara í nýja vörubíla um næstu áramót og á næstu tveimur árum í bíla yngri en árgerð 1988, sem kosta mun 70 þúsund krónur til viðbótar fyrir hvern bíl. Umræddar reglugerðir eru settar vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. í reglugerðinni um hvíldartíma ökumanna kveður á um að ökumenn megi. ekki aka lengur en 10 tíma á dag. Tvisvar í viku má þó lengja ökutímann í 12 tíma, en ökutíminn í heild má þó ekki vera meiri en 100 tímar á hálfum mánuði. Til þess að framfylgja þessum reglum er eigendum flestra at- vinnubifreiða, þ.e. þeim sem þyngri eru en 3,5 tonn, gert að koma sér upp ökurita í bílum sínum. Kristín Sigurðardóttir, formaður Samtaka landflutningamanna, segir að það sé að flestu leyti hið besta mál að sjá til þess að bílstjórar fái hvíld, því allir þurfí eðlilega hvíld og hlé á vinnu sinni. „Það eykur öryggi og dregur úr þreytu fólks að taka eðlilegt hlé. Þetta gildir um fjölmörg önnur störf en akstur, þó að atvinnurekendum sé ekki gert að kaupa dýra mæla til þess að fylgjast með hvíldartím- um þeirra. Af 10 þúsund atvinnubíl- um hér á landi gerum við ráð fyrir að 3.500 þurfi þessa nýju mæla. Ýmsir eru með gamla ökurita í bíi- um sínum, en það hefur komið i ljós að þeir standast ekki kröfurn- ar,“ segir Kristín. Hún vísar til þess að rekstur at- vinnubifreiða hafi verið erfiður um nokkurt árabil, og því séu menn sérlega illa undir það búnir að taka á sig þennan aukna kostnað. Sér- staklega nú þegar annatímum sé lokið og veturinn framundan. Of mikil hvíld „Allra síst eru menn að hafa áhyggjur af ónógum hvíldartíma. Þvert á móti er alltof lítið að gera, hvíldir eru of miklar, en vinnan þyrfti að vera meiri. Örfáir menn hafa mikið að gera, en allir eru settir undir eftirlit. Menn eru líka óánægðir með að hjá þeim sem keyra á stöðvum, þ.e. sendi- og vörubílstjórum, byrjar vinnutíminn að telja þegar þeir fara að heiman á morgnana þó að þeir dormi á stöð- inni allan daginn. Svo lenda þeir í lögbrotum ef þeir fá langan túr í lok dagsins. I þessu stóra dæmi skiptir það litlu máli að líklega verð- ur hægt að nota ökuritana fyrir þungaskattsmæla fram að breyttri innheimtu hans eftir tvö ár,“ segir Kristín. amíM LANDFLUTNINGAMENN telja að reglur um hvíldartíma ökumanna þýði 90 þúsund kr. kostnað á bíl, Doktorsvörn í heimilislæknisfræði Undan hverju er kvartað við heimilislækna? Þorsteinn Njálsson DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla íslands í heimilislæknisfræði í dag klukkan 14 í Odda, húsi Há- skóla íslands. Heiti doktorsrit- gerðarinnar er: On Content of Practice. The advantages of computerized information systems in family practice. Doktorsefnið er Þorsteinn Njálsson, fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur öllum heimill. Þorsteinn hefur skrifað ijölda greina sem hafa birst í erlendum læknatímaritum og íslenska læknablaðinu. Hann hefur einnig flutt mörg erindi á erlendum sem inn- lendum læknaþingum. - Um hvað fjallar ritgerðin? „Doktorsritgerðin flallar um erindi íslendinga við heim- ilislækna og heilsugæslumið- stöðvar víða um land, sem hafa verið tölvufærð. Um er að ræða 257 þúsund samtöl og heimsóknir 50 þúsund einstaklinga á einu ári. Einstaklingar eiga skipti við heilsu- gæsluna um milljón sinnum á ári. Til samanburðar má nefna að sér- fræðilæknar taka áriega um 330 þúsund viðtöl, fyrir utan röntgen og blóðrannsóknir." - Hverjir voru írannsóknarhópnum hjá þér? „Það var fólk sem sótti 13 heilsu- gæslustöðvar á landsbyggðinni og 4 í Reykjavík. Rannsóknarhópurinn í dreifbýlinu samsvarar aldurs- og kynskiptingu almennings, en það gefur möguleika ájivi að heimfæra niðurstöðumar á íslendinga alla. Upplýsingar sem dregnar hafa verið saman í þessu safni em í höfuðatriðum um eftirfarandi spumingar: 1) Af hverju leita Is- lendingar til heimilislækna? Svarið er að flestir koma annars vegar vegna stoðkerfisvanda eins og vöðvabólgu, liðverkja og bakveija. Þetta vekur upp spumingar um hvers vegna ekki er lögð meiri áhersla á stoðkerfíð í námi lækna. Og hinsvegar vegna ýmissa ein- kenna eins og síþreytu, húðvanda- mála og hjarta- og æðasjúkdóma. 2) Hvað er það sem læknar telja að gangi að þessum einstaklingum? Og 3) Hvað var gert fýrir þessa einstaklinga? Er það ráðgjöf, að- gerðir, innlagnir, tilvísanir, lyQag- jöf og rannsóknir, eða eitthvað annað? Nefna má að 36-39% fólks kom til heimilislæknis vegna sjúkdóm- seinkenna og 44-50% vegna end- urkomu eða af fmmkvæði heil- brigðisstarfsmanna.“ - Hvað fer fólk oft til heimiiislækna? „Einstaklingar koma þrisvar til heimilislæknis á ári og hringja 1,1-1,6 sinnum. Það er athyglisvert að konur koma 40% oftar en karlar. Mæðraskoðun er innifálin í tölunni en eini flokkurinn, sem karlmenn hafa yfirhöndina í því að leita til læknis, er slys. Heilsuvandi sem tengist öndun- arfærum, slysum og stoðkerfí er rúmlega 200 á 1.000 einstaklinga á ári. Fyrir hver 1.000 samskipti við sjúklinga skrifa heimilislæknar út 648 Iyf, senda 141 í blóð- og. þvagrannsókn, gera 126 aðgerðir, skrifa út 15-24 tilvísanir og leggja inn 15-26 á sjúkrahús." - Er mikið skrifað af lyfjaávísun- um? „Yfir þrjár lyfjaávísanir eru skrifaðar á hvem Islending á ári, nákvæmlega 3,3. Lyfín sem mest er ávísað á em kvíðastillandi lyf, svefnlyf og geðlyf eða um 9—12% ► Þorsteinn Njálsson, CCFP, er heimilislæknir í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist frá lækna- deild Háskóla Islands árið 1984, og lauk framhaldsnámi í heimil- islækningum 1991 fráMcMast- er University, Hamilton, Ont- ario, Kanada. Þorsteinn hefur einnig starfað sem heimilis- læknir á Hólmavík, í Búðardal, Rangárvallasýslu og á ísafirði. Hann er kvæntur Ólöfu Guð- rúnu Pétursdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau fjögur börn. skipta, sýklalyf 10% og hjartalyf í 6-10% tiifella. Kostnaður af rönt- genmyndatökum í heilsugæslunni er um 60 þúsund krónur á hveijar 1.000 heimsóknir sjúklinga. Þetta verður að teljast nokkuð mikið, því á hveija 1.000 íbúa eru skrifuð út 3.300 lyf. Lyfjanotkun eykst með árunum, fyrstu ár ævinnar er hún stöðug en svo hækkar hún jafnt og þétt og konur nota lyf nokkuð meira en karlar. Segja má að því oftar sem maður fer til læknis því meiri líkur eru á að fá lyf. Konur fara oftar til læknis og nota því meira af þTjum. Samband virðist þarna á milli.“ - Hvemig má nota niðurstöður rannsóknarinnar? „Niðurstöður má nýta til að reikna út kostnað af því sem lækn- ar láta framkvæma sjálfír. Finna má út hvemig læknar leysa ýmis vandamál, draga ályktanir af því til að bæta meðferð og minnka kostnað. Nýta má upplýsingarnar til að spá fyrir um byrði samfélags- ins vegna sjúkdóma. En það er mikilvægt vegna þess að þjóðin er að eldast og það má í raun reikna út kostnað heilbrigðis- þjónustunnar vegna þess. Einnig er mikilvægt að endur- skoða grunnmenntun lækna og sí- menntun, út frá upplýsingum um algengustu umkvörtunarefni sjúkl- inganna. Tölvufærðar sjúkraskýrslur eru míkilvægar til rannsókna og stjóm- unar á heilbrigðiskerfínu. Engar persónuupplýsingar mega né held- ur þurfa að koma fram. Upplýs- ingamar geta borist hratt og geta gefíð möguleika á réttum viðbrögð- um til hagsbóta fyrir allan almenn- ing og stjórnendur heilbrigðismála. „Markmiðið er að skoða sjúk- dómsferlið frá upphafí til enda og fínna út til dæmis hvað það merk- ir þegar sjúklingur segist verá með magaverk. Konur 40% oftar til lækn- is en karlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.