Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLA.ÐIÐ
FRÉTTIR
Leikur í Vesturbæ
ÞÆR sýna tilþrif, þessar hnátur á Hagaborg, en það vefst ef til
vill fyrir fullorðnum að giska á hvaða leikur krefst slíkra æfinga.
Til sölu- Álagrandi - opið hús
126 fm vel staðsett hæð við Álagranda 25 verður til sýn-
is sunnudaginn 5. nóvember 1995 frá kl. 13.00 til 18.00.
Um er að ræða 4ra herb. íbúð á 2. hæð, 111,9 fm að
viðbættri sameign. Hæðin er tilbúin undir tréverk, en
húsið að utan og sameign fullgerð. Rúmgóðar svalir. Ein
fárra hliðstæðra eigna í Vesturbæ. Stutt í þjónustumið-
stöð. Verð kr. 9 millj. Sveigjanleg greiðslukjör.
Upplýsingar einnig veittar í síma 568 6406.
ÍÍ9 11ÍII 19711 LÁRUS k VALDIMARSSON, íramkvamdasijori
UUL IIuUUUL Iu/U KRISTJAN KRISTJANSSON, LOGGILIUR FASIIIGNASALI
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Lyftuhús - „stúdíó“-íbúð - útsýni
Sólrík mjög góð 4ra herb. íbúð á 6. hæð við Æsufell. Frábært útsýni.
Sameign eins og ný. Mjög gott verð.
Rétt við Skólavörðustíginn
Nýlega endurgerð 3ja herb. kjíb. í reisulegu steinhúsi. Allt sér. Góðir
skápar. Gott bað. Vinsæll staður. Tilboð óskast.
Hagkvæm skipti
4ra herb. úrvalsíbúð um 100 fm á 1. hæð í Seljahverfi. Öll eins og ný.
Þvhús við eldhús. Geymsla í kj. Ágæt bifreiðageymsla. Selst í skiptum
fyrir góða 2ja herb. íb.
Vesturborgin - lyftuhús - skipti
Mjög stór og sólrík 4ra herb. íb. um 120 fm ofarlega í lyftuhúsi. 3 góð
svefnherb. Mikil sameign. Fráb. útsýni. Eignask. mögul. Tilboð óskast.
• • •
Opið ídag frá kl. 10-14.
Viðskiptunum fylgir ráðgjöf ________________________
og traustar upplýsingar. UU6aVE6M8S. 552 1150-552 137D
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
Ársalir hf. - fasteignasala,
Sóltúni 20-105 Reykjavík.
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali,
sími 562 4333, fax 562 4055.
Stigahlíð
Glæsil. nýtt einb. ásamt bílsk. og
heitum potti í garði. Verð 32 millj.
Þinghólsbraut - Kópav.
Mikið endurn. einb. á skjólsælum
stað. Verð 12,5 millj.
Kvistaland
Vandað 194 fm einb. ásamt 30
fm bílskúr. Verð 18 millj.
Selvogsgrunn
140 fm einb. á þessum vinsæla
stað. Bílskúrsréttur. Verð aðeins
14,5 millj.
KliQasel
235 fm einb. með innb. bilskúr.
Möguleiki á séríbúð á jarðhæð.
Verð 15,5 millj.
Skipholt
Vönduð 166 fm sérh. ásamt 42
fm bílsk. Mögul. á að hafa litla
séríb. á hæðinni. Verð 11,5 millj.
Ásholt
Mjög sérstök 102 fm íb. á 9. hæð
í nýl. fjölb. Tvö stæði í bílskýli
fylgja. Verð 11,8 millj.
Kleppsvegur
Gullfalleg 4ra-5 herb. 120 fm íbúð
á 2. hæð. Verðiaunagarður.
Verð aðeins 8,9 millj.
Blikanes
Vandað 265 fm einb. ásamt 44
fm bílsk. Verð aðeins 14,5 millj.
Bakkahjalli - Kóp.
Ný og glæsil. 196 fm parh. ásamt
56 fm bílskúr og vinnuaðstöðu.
Verð 9,5 millj.
Fífusel
Mjög gott raðh. með tvíbýlisaðst.
alls um 212 fm. Verð 12,8 millj.
Kleppsvegur - einstakt
tækifæri
3ja herb. íb. í fjölb. á aðeins kr. 5
millj. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Digranesvegur
Vönduð 110 fm sérh. í þríbýli.
Fráb. útsýni. Verð 9,5 millj.
Hléskógar - einb./tvíb.
Mjög vandað og vel við haldið
hús, alls um 264 fm. 35 fm innb.
bílsk. Skipti á minrii eign ath.
Hraunbær
Mjög góð 4ra herb. íb. á 2. hæð
ásamt aukaherb. í kj. íb er laus
til afh. strax. Verð 7,2 millj.
Hrísrimi 19 og21
Falleg parh. á tveimur hæðum
með innb. bílsk. Tilb. til afh. frág.
að utan, en tilb. u. trév. að innan.
Verð 10,5 millj.
Vantar aliar stærðir og gerðir eigna á skrá.
Skoðum og verðmetum samdægurs. ^
Frumvarp um sérreglur vegna
kosningar um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum
Ibúum mismunað?
FULLYRT var á Alþingi á fimmtu-
dag að félagsmálaráðherra vildi
mismuna íbúum í sex sveitarfélög-
um við ísafjarðardjúp með því að
leggja fram frumvarp um sérstakar
reglur við kosningu um sameiningu
sveitarfélaganna.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra mælti þá fyrir frumvarpi um
bráðabirgðaákvæði við sveitar-
stjórnarlög þess efnis að í atkvæða-
greiðslu um sameiningu sex sveitar-
félaga á Vestfjörðum, sem fyrirhug-
uð er 11. nóvember, gildi sérstök
regla. Sú að þótt öll sveítarfélögin
samþykki ekki tillögu um samein-
ingu, en fái þó meirihluta greiddra
atkvæða í a.m.k. tveimur þeirra,
og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k.
V3 íbúa á svæðinu, sé viðkomandi
sveitarfélögum heimilt að ákveða
sameiningu þeirra sveitarfélaga
sem samþykkt hafa sameininguna.
Neitunarvald
Ólafur Ragnar Grímsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins, sagði
að samkvæmt sveitarstjórnarlögum
væru íbúar í hvetju sveitarfélagi
fullvalda varðandi atkvæðagreiðslu
um sameiningu eða ekki samein-
ingu sveitarfélaga. Með frumvarp-
inu væri félagsmálaráðherra að inn-
leiða tvær breytingar. Aðra þá að
valdið yrði fært frá íbúunum til
sveitarstjómanna og hina, að
stærsta sveitarfélaginu, Ísafirði,
yrði veittur meiri réttur en öðrum
um sameiningarmál. Þar með væri
verið að mismuna sveitarfélögunum
á svæðinu og veita íbúum ísafjarðar
í reynd neitunarvald yfir sameining-
artillögunni, sem íbúar annarra
sveitarfélaga hefðu ekki. Því væri
um að ræða mismunun á fullveldis-
rétti ísfirðinga annars vegar og t.d.
Dýrafirðinga hins vegar.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagðist telja að meginreglan
ætti að vera að kjósa aftur um
nýja tillögu ef sameining væri ekki
samþykkt. En vegna sérstakra að-
stæðna á Vestfjörðun væri brýnt
að fá úr því skorið fljótt hvort af
sameiningu yrði. Um væri að ræða
ákvæði til bráðabirgða og væri
frumvarpið flutt að ósk samstarfs-
nefndar um sameiningu sveitarfé-
laganna sex vegna sérstakra að-
stæðna sem væru á svæðinu.
Páll sagði að það kynni að vera
að Alþingi mismunaði íbúum sveit-
arfélaga með óeðlilegum hætti, en
hann sjálfur teldi svo ekki vera.
„Okkur væri sómi að því að reyna
að greiða fyrir sameiningu sveitar-
félaga á Vestfjörðum, ef íbúar þar
vilja, heldur en að gera þeim það
erfíðara," sagði Páll. Ólafur Ragnar
sagði það aukaatriði í málinu hvað
félagsmálaráðherra fyndist persónu-
lega hvað ætti að gera. Ávallt væri
hægt að benda á einhveijar sérstak-
ar aðstæður í öllum landshlutum.
Grundvallarreglan væri fullvalda-
réttur íbúa hvers sveitarfélags.
Margar tillögur
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins, gagn-
rýndi frumvarpið harðlega og sagði
m.a. að í raun myndu íbúar sveitar-
félaganna sex ekki kjósa um eina
sameiningartillögu heldur margar,
því margir möguleikar væru á sam-
einingu sveitarfélaganna sam-
kvæmt reglu lagafrumvarpsins.
STJÓRN Hollustuverndar hefur vísað frá erindi vegna starfsleyf-
is Islenska álfélagsins í Straumsvík.
Gamall
flensustofn
INFLÚENSAN, sem greinst hefur í
einu tilviki er af A-stofni, sem oft
áður hefur gengið hér á landi að
sögn Margrétar Guðnadóttur, pró-
fessors hjá Rannsóknarstofu Háskól-
ans í veirufræði.
Margrét sagði að ekki væri ljóst
hvaðan inflúensan hefði komið til
landsins og að hún væri á byijunar-
stigi. „Þetta er A-stofn og ekkert
merkilegt við hann,“ sagði hún.
Stofninn hafi verið í gangi undan-
farin ár án þess að breytast og sagði
Margrét að þeir inflúensu stofnar,
sem hefðu fundist á Norðurhveli jarð-
ar í haust, væru allir gamlir stofnar.
Fólk væri vel varið gegn A-stofninum
en ef hann færi að breiðast út, sem
hún hefði enga trúa á, þá ætti að
bólusetja fólks sem allar fyrst. Nóv-
ember væri genginn í garð og tími
til kominn.
Urskurður meirihluta stjórnar Hollustuverndar
Erindi þingmanns vegna
starfsleyfis vísað frá
MEIRIHLUTI stjórnar Hollustu-
verndar ríkisins hefur vísað frá er-
indi Hjörleifs Guttormssonar alþing-
ismanns sem óskaði eftir úrskurði
stofnunarinnar um athugasemdir
sínar við tillögur að starfsleyfi til
íslenska álfélagsins vegna mögulegr-
ar stækkunar álversins i Straumsvík.
Hjörleifur hefur skotið þessari nið-
urstöðu til sérstakrar úrskurðar-
nefndar sem hægt er að vísa úrskurð-
um sjórnar Hollustuverndar til.
Krefst hann þess að stjóminni verði
gert að fjalla efnislega um athuga-
semdir sínar.
Hjörleifur sendi stjórn Hollustu-
verndar athugasemdir við endur-
skoðaðar tillögur að starfsleyfi ÍSAL
20. október. Þær athugasemdir bein-
ast m.a. að því að tækni í nýjum
kerskála uppfylli ekki kröfur alþjóð-
legra samninga um umhverfisvernd
sem þýði að iosun flúoríðs verði
meiri en unnt væri að ná með bestu
mögulegu tækni.
Þá gagnrýnir Hjörleifur að ekki
eigi að gera kröfur um vothreinsibún-
að til að minnka brennisteinstvíoxíðs-
mengun. Meiriþluti stjórnar Holl-
ustuverndar vísaði erindi Hjörleifs
frá 2. nóvember á grundvelli lög-
fræðiálits frá Eiríki Tómassyni pró-
fessor sem kemst að þeirri niðurstöðu
að aðeins þeir sem eigi einstaklega
eða verulegra hagsmuna að gæta
hafi rétt samkvæmt lögum til að
skjóta máli til úrskurðar stjórnar
stofnunarinnar. Hjörleifur eigi ekki
slíka kæruaðild.
Kristín Einarsdóttir greiddi at-
kvæði gegn því að vísa málinu frá
og lét bóka að sú niðurstaða væri
fráleit og í engu samræmi við máls-
meðferð til þessa.
Niðurstaðan markleysa
í bréfí til Magnúsar Thoroddsen
formanns sérstöku úrskurðarnefnd-
arinnar, segir Hjörleifur að sér hafi
ekki verið gefinn kostur á að tjá sig
um efni málsins áður en stjórn Holl-
ustuvemdar kvað upp úrskurð sinn.
Slíkt sé þó skylt samkvæmt stjóm-
sýslureglum og þegar af þeirri
ástæðu sé niðurstaðan markleysa.
Hjörleifur segir að á fyrri stigum
málsmeðferðar um drög að starfs-
leyfi hafí hann sent skriflegar at-
hugasemdir til Hollustuverndar og
skipulagsstjóra ríkisins. Fjallað hafi
verið um þær athugasemdir án þess
að fram kæmi að hann teldist ekki
eiga rétt á að gera athugásemdir.
Þá bendir Hjörleifur á að á fundi
sem iðnaðarráðherra og viðskipta-
ráðherra hafi boðað til í júlí í sumar
hafi þeir sagt að réttur til athuga-
semda um umhverfisþætti yrði túlk-
aður rúmt og þingmenn sem aðrir
ættu kost á að gera athugasemdir.
Hjörleifur vekur athygli á að Jón
Erlingur Jónasson, sem undirriti bréf
ineirihluta stjórnar Hollustuverndar
til sín, sé jafnframt aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra, sem einnig sé
umhverfisráðherra. Þá komi fram í
álitsgerð Eiríks Tómassonar að Holl-
ustuvernd hafi að höfðu samráði við
umhverfisráðuneytið óskað eftir lög-
fræðiálitinu. „Ekki verður séð að
umhverfísráðuneytið sé aðili að þeirri
beiðni sem undirritaður bar fram við
stjórn Hollustuverndar," segir Hjör-
leifur síðan.