Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 15 NEYTENDUR Kartöflur eru ekki bara meðlæti KARTÖFLUR hafa verið óvenju ódýr- ar undanfarið, allt frá 15 kr. kílóið og því tilvalið að prófa að matreiða þær á annan og fjölbreyttari hátt en soðnar sem meðlæti með fiski eða kjöti. Möguleikar á matreiðslu eru margir og eru kartöflur uppistaða í mörgum ágætum græn- metisréttum. Kartöflúrækt í heiminum nemur um 300 milljón tonnum og hafa kartöflur prýðilegt geymsluþol. Best er að geyma þær í kaldri og myrkvaðri geymslu, ekki í kæliskáp, þar er of kalt og sterkjan breytist í sykur við 110° C. Við það dökkna kartöflurnar. Epli myrkjahöf ðingjans Fjallað er um þessa harðgerðu jurt í Stóru matreiðslubók Iðunnar, sem út kom fyrir fimm árum. Þar segir m.a. að kartaflan hafi verið lengi að ná útbreiðslu. „Hún var fyrst flutt frá Vesturheimi á seinni hluta sextándu aldar og það tók hana 200 ár að öðlast viðurkenn- ingu um alla Evrópu. Þótt nú séu til ótal afbrigði af kartöfiunni hafa aðeins fá náð verulegri útbreiðslu utan Suður-Ameríku og enn færri eru seld í verslunum." Fram kemur í bók eftir Throth Wells The Food Book að þegar Rússar hafi fyrst kynnst kartöflum hafði þeir kallað þær epli myrkrahöfðingj- ans. Töldu þeir að þær hlytu að tengjast helvíti þar sem þær uxu neðanjarðar. Sterkja í kartöflum nýtist sem bindi- efni, t.d. í pönnukökum. Einnig eru þær góðar ef þykkja þarf pott- rétti eða grænmetismauk. Þegar kartöflur eru djúpsteiktar dregur sterkjan úr stökkleika I og því ætti að láta skom- ar kartöflur liggja í bleyti 1« og þurrka þær áður en þær eru steiktar. Mikið mjöl og lítið Mjöllitlar kartöflur eru þéttar í sér og í þeim er mikill vökvi en lítil sterkja. Hýði á Kartöflur hafa verið mjög ódýrar að imdanförnu og nú- orðið eru fáanleg allmörg af- brigði af kartöflum í íslenskum verslunum. Brynju Tomer leiðast soðnar kartöflur og hvetur til fjölbreyttari mat- reiðslu á þessum jarðávexti sem Rússar kölluðu „epli myrkrahöfðingj ans. “ þeim er þunnt og gott er að sjóða þessar gerðir af kartöflum, því þær brotna síður í sundur en hinar í mjölmiklú. Þær eru einnig hentugar til snöggsteikingar og í salöt. Mjölmiklar kartöflur eru oft kallaðar bökunarkart- öflur. í þeim er meiri sterkja og þær eru léttar • og dúnkepndar þegar búið er að eida þær. Þessar kart- öflur henta best í mauk, til bökunar, til suðu í vökva eða í ofnbakstur. Þær þurfa , styttri suðutíma en mjöllitlar kartöflur. Sætar kartöflur Sætum kartöflum er stundum ruglað . saman við kínversku kartöfluna yam, sem er ann- arar ættar þótt hún sé líka. Sætukartöflur em rauðgular, hvítar eða gulleitar. Sætt hnetu- bragð er af þeim og sum afbrigði eru þurr, mjölmikil og með ljósbrúnt hýði, en önnur eru vökvarík og rauðbrún. Sætukartöflur henta betur til suðu, bökunar eða í mauk en til pönnu- steikingar. Til að draga fram eðlilegan sætleika SÆTAR kartöflur og bökunarkart- öflur eru uppistaða í rétti frá Perú. er oft bætt við sykri, hunangi eða sætu kryddi. Sætukartafla, sykurhjúpuð með appelsínusafa og púðursykri er oft borðuð með kalkúni á þakk- argjörðarhátíð Bandaríkjamanna, en úr henni má einnig gera ljúffengt mauk í sætar bökur eða kryddbökur, bakstur og brauð. í kartöflum er engin fita og ekkert kóleste- ról samkvæmt upplýsingum úr Stóru mat- reiðslubókinni. í 100 g af kartöflum eru 79 kílókalóríur, 2 g prótein og 18 g kolvetni. Næringargildi í sætum kartöflum er öriítið frá- bmgðð, þær em hitaeiningaríkari og í þeim er einnig meira af kolvetnum. Indverskt nasl Kartöflurækt hefur aukist á Indlandi, en uppistaða í fæðu hinnar 800 milljón manna þjóðar er þó enn hrísgijón ásámt hvers kyns baunum. I matreiðslu- bók Throth Wells er eftirfarandi uppskrift og er hún miðuð við 2-4. Hægt er að hafa steiktu kartöfl- urnar sem nasl eða sem meðlæti með da/)/-baunakássu. 4 meðalstórar kartöflur 1/2 tsk turmeric-krydd 1 msk ristuð sesamfræ 2 pressuð hvítlauksrif olía til steikingar salt eftir smekk Afhýðið kartöflur og skerið í strimla eins og franskar kartöflur. Látið þær liggja í köldu vatni í hálftíma áður en þær eru steiktar. Þurrs- teikið sesamfræin á meðan. Panna er hituð, en þess gætt að hún ofhitni ekki. Fræin eru ristuð á þurri pönnu og þau hreyfð á meðan með tré- sleif eða spaða, svo þau brenni síður við. Þegar þau „poppást" og verða gyllt á lit, eru þau tilbú- in. Næg olía til að steikja kartöflurnar er hituð á pönnu. Athugið að ekki á að djúpsteikja þær. Þerrið kartöflur og stráið salti yfir þær áður en þær eru steiktar. Steikið í 15 mínútur og hreyfið kartöflurnar á meðan. Dreifið turmeric- kryddi yfir og blandið nægilega vel saman við kartöflurnar til að guli litur kryddsins dreifist jafnt. Skömmu áður en kartöflurnar eru tilbún- ar, er pressuðum hvítlauk bætt saman 'við og sömuleiðis ristuðum sesamfræjum. Blandið vel saman og berið fram. Marðar og sætar Papas con limone, eða kartöflur með sítr- ónu eru gott meðlæti, t.d. með nautasteik, en rétturinn er ættaður frá Perú. Uppskrift- in er í Stóru matreiðslubókinni, þar sem einn- ig er mælt með kartöflunum sem aðalrétt með soðnum rækjum eða harðsoðnum eggj- um. Uppskriftin er miðuð við fjóra og gera má ráð fyrir um klukkutíma taki að útbúa réttinn. 2 meðalstórar sæfar kartöflur 1 kg bökunarkartöflur _______________ 1 laukur___________________ 1 sterkur chile-pipar 1/2 dl sítrónusafi (eða eftir smekk) 1/2 dl ólífuolía 1/2 tsk rauðar piparflögur (eða eftir smekk) salt og pipar 75 g svartar ólífur 125 g mildurostur Sætar kartöflur afhýddar og skornar í 1,5-2 sentímetra sneiðar. Bökunarkartöflur einnig af- hýddar og skomar í bita. Laukur saxaður og chilepipar kjarnaður og fínsaxaður. Ostur skorinn í litla teninga. Bökunarkartöflur og hinar sætu eru soðnar hvorar í sínu lagi. Þær eru látnar í kalt, salt vatn. Lok sett á pottinn og suðan látin koma upp. Báðar tegundir eru soðnar í 15-20 mínútur eða þar til þær eru meyrar. Vatni hellt úr pottunum og sætu kartöflunum haldið heitum. Bökunarkartöflur aftur látnar í pott og þær stappaðar þar til úr verður mauk. Lauk, chile- pipar, sítrónusafa, ólífuolíu og rauðum pipar- flögum bætt við ásamt salti og pipar. Sett í skál, ólífum og osttengingum stráð yfir. Sætu- kartöflum raðað í kring. Borið fram heitt eða volgt. Þær hafa gott geymsluþol en ekki ó að geyma þær í ísskóp. Tvö hundruð kallinn við Hlemm Morgunblaðið/Þorkell „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar,“ segir Jón Guðmann Jónsson, franikvæmdastjóri nýrrar verslunar á Laugavegi sem selur allar vörur á 200 krónur. „MENN voru fíjótir að taka við sér og tala nú um tvö hundruð kallinn við Hlemm,“ segir Jón Guðmann Jónsson, framkvæmda- stjóri verslunar sem var opnuð um síðustu mánaðarmót að Laugavegi 103. Sérstaða verslunnar er þó nokkur, en þar eru allar vörur seldar á sléttar tvö hundruð krón- ur. Að sögn Jóns ej; verslunin í sam- starfi við aðrar 200 króna verslan- ir í Evrópu og nær þannig hag- stæðum innkaupum. „Með þessu móti getum við selt alls kyns vör- ur á 200 krónur, svo sem eldhúsá- höld, plastvörur, myndaramma, leikföng, postulín, keramik, verk- færi, gjafavörur og margt fleira,“ segir Jón. „Við seljum hins vegar engar matvörur." Þýðir ekki að reyna að selja fólki drasl — Allar vörur á 200 krónur. Er þetta ekki bara nánast einnota dót? - „Langt frá því. Fyrir það fyrsta þýðir ekki að reyna að selja fólki eitthvað drasl og ég nenni ekki að standa í svoleiðis viðskiptum. Eitt af því sem réð úrslitum um að að við fórum út í þetta var hvað þarna er um að ræða vandað- ar vörur. Viðskiptavinir okkar hafa líka orð á því hér að gæði vörunnar komi á óvart. “ Jón segir að viðtökur.nar fyrstu vikuna hafi farið fram út björt- ustu vonum og sýna svo ekki verði um villst að íslendingar hafi næmt auga fyrir því hvar hægt sé að gera góð kaup. „Lagerinn er að tærríást hjá mér og margir vöruflokkar eru uppseldir. Sem betur fer var ég að fá nýja send- ingu inn fyrir helgi. Það verður takmarkið að vera með nýjar vör- ur vikulega, en það kemst ekki almennilega á skrið fyrr en eftir næstu viku. Þá mun úrvalið líka aukast verulega í verslúninni," sagði Jón Guðmann. L0KSINS Á ÍSLAIMDI éÉI ílL hí- Lds. Gtsli Ferdinandsson hf SKÓVERSLUN Lækjargötu 6a • Sími 551 4711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.